Katrín vill undanþágu frá lögum um varnir gegn hagsmunaárekstrum til að skrifa sögu

Frá því að lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum tóku gildi í byrjun síðasta árs hafa tveir aðstoðarmenn, einn ráðuneytisstjóri og fjórir skrifstofustjórar beðið um undanþágu frá lögunum til að sinna öðrum störfum, með mismunandi árangri.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Einn ráð­herra, Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, hefur óskað eftir und­an­þágu frá lögum um varnir gegn hags­muna­á­­rekstrum í Stjórn­­­ar­ráði Íslands til að gegna auka­starfi sam­hliða ráð­herra­emb­ætti. Þar sem ráðu­neyti Katrínar er það sem hefur eft­ir­lit með lög­unum þurfti hún að fela öðrum ráð­herra að taka ákvörðun um hvort slík und­an­þága væri í lagi eða ekki. Á rík­is­stjórn­ar­fundi í morgun var Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, settur til að fara með mál­ið. Hann á enn eftir að taka ákvörðun um hvort und­an­þágan verði veitt.

Und­an­þág­una þarf Katrín vegna þess að hún er að skrifa bók, glæpa­sögu, með met­sölu­höf­und­inum Ragn­ari Jónassyni. Verk­efnið er ekki ný til komið né hefur það farið lágt. Ragnar greindi til að mynda frá því í við­tali við breska dag­blaðið The Times fyrir um ári síð­an. 

Hægt að veita und­an­þágu

Í byrjun árs í fyrra tóku gildi lög um varnir gegn hags­muna­á­­rekstrum í Stjórn­­­ar­ráði Íslands. Í þeim segir að störf æðstu stjórn­­enda og aðstoð­­ar­­manna ráð­herra telj­ist full störf. Þeim sé óheim­ilt að sinna auka­­störfum sam­hliða störfum í Stjórn­­­ar­ráði Íslands.

Sam­­kvæmt lög­­unum getur ráð­herra hins vegar veitt und­an­þágu ef fyr­ir­hugað auka­­starf telst til mann­úð­­ar­­starfa, kennslu- eða fræð­i­­starfa, vís­inda­rann­­sókna, list­­sköp­unar eða ann­­arra og til­­­fallandi starfa svo fremi að það hafi ekki áhrif á störf við­kom­andi í Stjórn­­­ar­ráði Íslands og greiðslur fyrir auka­­störfin telj­­ast innan hóf­­legra marka.

Auglýsing
Kjarninn beindi fyr­ir­spurn til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og spurði hvernig eft­ir­liti með fram­kvæmd lag­anna væri hátt­að, en sam­kvæmt lög­unum er það for­sæt­is­ráð­herra sem sinnir slíku eft­ir­liti og veitir almenna ráð­gjöf um auka­störf. Kjarn­inn óskaði enn fremur eftir upp­lýs­ingum um hversu margir hefðu óskað eftir und­an­þágu frá því að lögin tóku gild­i. 

Ráðu­neyt­is­stjóri fékk að setj­ast í stjórn LSR en þurfti svo að hætta

Í svari ráðu­neyt­is­ins kemur fram að því hafi borist und­an­þágu­beiðni frá tveimur aðstoð­ar­mönnum ráð­herra. Í öðru til­vik­inu var Ólafi Elín­ar­syni, aðstoð­ar­manni félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, veitt und­an­þága til að sitja í stjórn lands­nefndar UN Women á Íslandi en í hinu til­vik­inu var beiðn­inni synj­að. For­sæt­is­ráðu­neytið greinir ekki frá því hvaða aðstoð­ar­manni var synjað um að sinna auka­verki né um hvaða auka­verk var að ræða. 

Þá var Guð­mundi Árna­syni, ráðu­neyt­is­stjóra í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, veitt und­an­þága árið 2021 til þess að sitja í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LS­R). Seðla­banki Íslands gerði hins vegar marg­hátt­aðar athuga­semdir við það að einn æðsti stjórn­andi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins sæti í stjórn stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins. Slík stjórn­ar­seta gæti auð­veld­lega valdið hættu á hags­muna­á­rekstr­um. LSR er til að mynda umsvifa­mik­ill kaup­andi rík­is­skulda­bréfa. Guð­mundur sagði sig úr stjórn­inni eftir að Seðla­bank­inn sendi bréf á ráðu­neytið með gagn­rýni sinni í apríl í fyrra. 

Fjórir skrif­stofu­stjórar fengið und­an­þágu

Fjórir skrif­stofu­stjórar hafa sótt um und­an­þágu frá lög­un­um. Fall­ist var á beiðni þriggja en einn dró beiðni sína til baka áður en hún var afgreidd.

Ekki er til­greint um hverja er að ræða í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins en fyrir liggur að Tómas Brynj­ólfs­son, skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu efna­hags­mála í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, fékk und­an­þágu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu í apríl 2021 til að taka að sér auka­störf þegar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, skip­aði hann til að taka við sem for­maður stjórnar Söfn­un­ar­sjóðs líf­eyr­is­rétt­inda. Stjórn­ar­laun for­manns sjóðs­ins eru 320 þús­und krónur á mán­uði.

Í svar­inu segir að end­ingu: „Loks hefur einn ráð­herra óskað eftir und­an­þágu til að gegna auka­starfi en umsóknin er enn í vinnslu.“ Sá ráð­herra er for­sæt­is­ráð­herra sjálf­ur, líkt og rakið er hér að ofan. 

Sam­kvæmt lög­unum um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum á að birta á vef Stjórn­ar­ráðs­ins und­an­þágur sem ráð­herr­ar, aðstoð­ar­menn þeirra og ráðu­neyt­is­stjórar hafa feng­ið. Und­an­þágur skrif­stofu­stjóra og sendi­herra eru á hinn bóg­inn und­an­þegnar upp­lýs­inga­skyldu almenn­ings.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent