Markaðsvirði Síldarvinnslunnar jókst um tólf milljarða króna á einum degi

Virði hlutar Samherja, stærsta eiganda Síldarvinnslunnar, í félaginu hækkaði um næstum fjóra milljarða króna í dag. Þau hlutabréf í Síldarvinnslunni sem systkinin í Vísi fá hækkuðu um einn milljarð króna.

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, hringir bjöllunni þegar Síldarvinnslan var skráð á markað í maí í fyrra.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, hringir bjöllunni þegar Síldarvinnslan var skráð á markað í maí í fyrra.
Auglýsing

Við lokun mark­aða á föstu­dag var mark­aðsvirði Síld­ar­vinnsl­unnar 163,9 millj­arðar króna. Þegar Kaup­höll Íslands var lokað í gær var það 175,9 millj­arðar króna. Hluta­bréf í félag­inu höfðu hækkað um 7,4 pró­sent innan dags og 12 millj­arðar króna bæst við virði Síld­ar­vinnsl­unn­ar. 

Beinn hlutur Sam­herja, stærsta eig­anda Síld­ar­vinnsl­unnar með 32,6 pró­sent eign­ar­hlut, er nú 57,3 millj­arða króna virði. Hlut­ur­inn hækk­aði um 3,9 millj­arða króna bara í dag. Hlutur Kjálka­nes, næst stærsta eig­anda Síld­ar­vinnsl­unnar með 17,4 pró­sent hlut, jókst á sama tíma úr 28,5 millj­örðum króna í 30,7 millj­arða króna, eða um 2,2 millj­arða króna. 

Ástæða mik­illar hækk­unar á virði bréfa í Síld­ar­vinnsl­unni, sem var úr öllum takti í Kaup­höll Íslands í gær, var til­kynn­ing sem send var út á sunnu­dags­kvöld um að Síld­ar­vinnslan væri að kaupa útgerð­ar­fyr­ir­tækið Vísi í Grinda­vík á 31 millj­arð króna. ­Kaup­verðið verður greitt þannig að sex millj­arðar króna verða greiddir í reiðu­fé, 14 millj­arðar króna verða greiddir með nýju hlutafé í Síld­ar­vinnsl­unni og ell­efu millj­arða króna vaxta­ber­andi skuldir verða teknar yfir. Eig­endur Vísis í dag eru systk­ina­hópur úr Grinda­vík. Sá sem á stærstan hlut er Pétur Haf­­steinn Páls­­son, for­­stjóri Vís­is, sem á 20,14 pró­sent. Í hans hlut munu koma rúmir fjórir millj­arðar króna við söl­una. Fjórar systur hans og einn bróðir áttu að fá 3,2 millj­arða króna í reiðufé og hluta­bréfum við söl­una. Þar er hins vegar miðað við með­al­gengi bréfa síð­ustu fjóra mán­uð­ina, sem var 95,93 krónur á hlut. Eftir hækk­anir dags­ins í dag hefur virði þeirra hluta­bréfa sem systk­inin fá auk­ist um rúm­lega einn millj­arð króna.

Kaupin eru háð sam­­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, því að áreið­an­­leika­könnun skili full­nægj­andi nið­­ur­­stöðu og að hlut­hafa­fundur Síld­­ar­vinnsl­unnar sam­­þykki kaup­in. 

Þetta eru önnur risa­við­­skipti Síld­­ar­vinnsl­unnar á skömmum tíma. Fyrir mán­uði síðan var til­­kynnt um kaup á 34,2 pró­­sent hlut í norska lax­eld­is­­fé­lag­inu Arctic Fish Hold­ing AS fyrir um 13,7 millj­­arða króna. Það félag á allt hlutafé í Arctic Fish ehf. sem er eitt af stærstu lax­eld­is­­fyr­ir­tækjum á Íslandi og rekur eld­is­­stöðvar á Vest­­fjörðum þar sem félagið er með rúm­­lega 27 þús­und tonna leyfi fyrir eldi í sjó.

Mark­aðsvirðið hækkað um 75 millj­arða frá skrán­ingu

Síld­­ar­vinnslan var skráð á markað í maí í fyrra. Miðað við útboðs­­gengi var virði hennar 101,3 millj­­arðar króna við skrán­ingu. Það hefur hækkað gríð­­ar­­lega síðan þá, eða um tæpa 75 millj­arða króna. 

Sú mikla hækkun sem varð á bréfum í félag­inu hófst af alvöru í fyrra­haust í aðdrag­anda þess að til­­kynnt var um úthlutun á 904 þús­und loðn­u­kvóta, þeim mesta sem úthlutað hafði verið í tvo ára­tugi. Síld­­ar­vinnslan var á meðal þeirra útgerða sem fengu mest úthlut­að, eða 18,5 pró­­sent alls kvóta sem fór til inn­­­lendra aðila. 

Auglýsing
Þann 23. sept­­­em­ber 2021 var mark­aðsvirði félags­­­ins tæp­­­lega 116 millj­­­arðar króna. Næstu vik­una hækk­­­aði virði bréfa í Síld­­­ar­vinnsl­unni um tæp 13 pró­­­sent og dag­inn áður en til­­­kynnt var um loðn­­u­kvót­ann var mark­aðsvirðið rúm­­­lega 130 millj­­­arðar króna. Dag­inn eft­ir, þegar til­­­kynnt var um umfang úthlut­aðs loðn­u­kvóta, hækk­­­uðu bréfin um níu pró­­­sent.  

Í skrán­ing­­­ar­lýs­ingu Síld­­­ar­vinnsl­unnar kom fram að Gunn­þór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, Axel Ísaks­­­son og Jón Már Jóns­­­son, sem allir eiga sæti í fram­­­kvæmda­­­stjórn Síld­­­ar­vinnsl­unnar væru eig­endur félags­­ins Hraun­lóns. Þeir keyptu félagið í lok árs 2020 á 640 millj­­ónir króna en Hraun­lón átti þá 27,5 millj­­ónir hluta í Síld­­ar­vinnsl­unni.

Þegar Síld­­ar­vinnslan var skráð á markað hafði virði hlut­­ar­ins hækkað upp í 1.595 millj­­ónir króna á fjórum mán­uð­um, eða um 955 millj­­ónir króna. 

Í hluta­fjár­­út­­­boði sem fór fram í aðdrag­anda skrán­ingar Síld­­ar­vinnsl­unnar á markað ákvað Hraun­lón að selja 37 pró­­sent af bréfum sín­­um. Fyrir það fékk félagið 608 millj­­ónir króna. Því má segja, þegar kaup­verðið á heild­­ar­hlutnum í lok árs 2020 er dregið frá því sem fékkst fyrir það selt var í hluta­fjár­­út­­­boð­inu í fyrra­vor, að eig­endur Hraun­lóns hafi greitt 32 millj­­ónir króna fyrir þann hlut sem þeir halda á í dag.

Það er sem stendur um eitt pró­­sent hlutur í Síld­­ar­vinnsl­unni sem met­inn er á tæp­lega 1,8 millj­­arða króna.

Átti 55 millj­arða króna í eigið fé um síð­ustu ára­mót

Síld­­ar­vinnslan hagn­að­ist um 11,1 millj­­arða króna á síð­­asta ári, ef miðað er við með­­al­­gengi Banda­­ríkja­dals en félagið gerir upp í þeirri mynt. Af þeirri upp­­hæð féllu um þrír millj­­arðar króna til vegna sölu­hagn­aðar sem mynd­að­ist þegar SVN eigna­­fé­lag, stærsti eig­andi trygg­inga­­fé­lags­ins Sjó­vár, var afhentur fyrri hlut­höfum Síld­­ar­vinnsl­unnar áður en félagið var skráð á markað í maí í fyrra. 

Stjórn Síld­­ar­vinnsl­unnar lagði til við aðal­­fund að greiddur yrði arður til hlut­hafa vegna reikn­ings­ár­s­ins 2021 upp á 3,4 millj­­arða króna. 

­Fé­lagið greiddi 531 millj­­ónir króna í veið­i­­­gjöld í fyrra og tæp­­lega 2,1 millj­­arð króna í tekju­skatt. Því námu sam­an­lagðar greiðslur vegna veið­i­­gjalds og tekju­skatts í rík­­is­­sjóð um 2,6 millj­­örðum króna, eða 76 pró­­sent af þeirri upp­­hæð greiddur var hlut­höfum í arð og 23 pró­­sent af hagn­aði Síld­­ar­vinnsl­unnar vegna síð­­asta árs. 

Rekstr­­ar­­tekjur útgerð­­ar­ris­ans voru 30,1 millj­­arður króna og EBIT­DA-hagn­að­­ur, hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­­­magns­­kostnað og skatta, var 10,7 millj­­arðar króna.

Í árs­­reikn­ingi félags­ins segir enn fremur að eigið fé þess hafi verið um 55,1 millj­­arðar króna í lok árs í fyrra miðað við gengi krónu gagn­vart Banda­­ríkja­dali í lok árs og eig­in­fjár­­hlut­­fallið 67 pró­­sent. 

Vert er að taka fram að afla­heim­ildir sem félagið hefur til umráða eru færðar á nafn­virði í efna­hags­­reikn­ingi. Upp­­­lausn­­ar­virði þeirra getur verið mun hærra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent