Síldarvinnslan kaupir Vísi á 31 milljarð – Fara sennilega yfir löglegt kvótaþak

Systkinin sem eiga Vísi munu hvert og eitt verða milljarðamæringar ef kaup Síldarvinnslunnar á útgerðinni verða samþykkt. Samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi eykst enn frekar og Samherji og mögulega tengdir aðilar verða með um fjórðung kvótans.

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Auglýsing

Síld­ar­vinnslan hefur keypt útferð­ar­fyr­ir­tækið Vísi í Grinda­vík á 31 millj­arð króna​​. Félagið greiðir 20 millj­arða króna fyrir allt hlutafé í Vísi auk þess sem það tekur yfir ell­efu millj­arða króna af vaxta­ber­andi skuld­um. Alls verður 30 pró­sent af kaup­verð­inu, sex millj­arðar króna, greiddir með reiðufé en 14 millj­arðar króna verða greiddir með nýju hlutafé í Síld­ar­vinnsl­unni. Vísir er í eigu sjö ein­stak­linga sem öll tengj­ast fjöl­skyldu­bönd­um. Stærstan hlut á Pétur Haf­steinn Páls­son, for­stjóri Vís­is, sem mun halda áfram sem aðal­fram­kvæmda­stjóri félags­ins eftir sam­ein­ingu. Pétur á 20,14 pró­sent hlut og því fær hann rúma fjóra millj­arða króna í sinn hlut við söl­una. Fjórar systur hans eiga 15,97 pró­sent hlut hver og fá um 3,2 millj­arða króna í sinn hlut. Hjónin Guð­munda Krist­jáns­dóttir og Páll Jóhann Páls­son, fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og bróðir Pét­urs, eiga líka sam­tals 15,97 prósent og fá sömu upp­hæð.

Kaupin eru háð sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, því að áreið­an­leika­könnun skili full­nægj­andi nið­ur­stöðu og að hlut­hafa­fundur Síld­ar­vinnsl­unnar sam­þykki kaup­in. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands kemur fram að höf­uð­stöðvar bol­fisk­vinnslu Síld­ar­vinnsl­unnar verði í Grinda­vík gangi áformin eft­ir.

Þetta eru önnur risa­við­skipti Síld­ar­vinnsl­unnar á skömmum tíma. Fyrir mán­uði síðan var til­kynnt um kaup á 34,2 pró­sent hlut í norska lax­eld­is­fé­lag­inu Arctic Fish Hold­ing AS fyrir um 13,7 millj­arða króna. Það félag á allt hlutafé í Arctic Fish ehf. sem er eitt af stærstu lax­eld­is­fyr­ir­tækjum á Íslandi og rekur eld­is­stöðvar á Vest­fjörðum þar sem félagið er með rúm­lega 27 þús­und tonna leyfi fyrir eldi í sjó.

Fara yfir lög­legt kvóta­þak

Bæði Síld­ar­vinnslan og Vísir eru risa­stór útgerð­ar­fyr­ir­tæki á íslenskan mæli­kvarða. Það fyrr­nefnda var skráð á markað í fyrra, velti rúm­lega 30 millj­örðum króna á árinu 2021 og hagn­að­ist um ell­efu millj­arða króna. Því er sá hluti sem Síld­ar­vinnslan greiðir í reiðufé fyrir Vísi, sex millj­arðar króna, um 55 pró­sent af hagn­aði eins árs í rekstri Síld­ar­vinnsl­unn­ar. 

Vísir velti um tíu millj­örðum króna í fyrra og hagn­að­ist um lið­lega 800 millj­ónir króna. 

Verði þessi við­skipti stað­fest af hlut­hafa­fundi Síld­ar­vinnsl­unnar hf. og Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu munu núver­andi fisk­veiði­heim­ildir Síld­ar­vinnsl­unnar fara yfir það tólf pró­sent hámark sem hver útgerð má sam­kvæmt lögum halda á af úthlut­uðum kvóta. Vísir hélt á 2,16 pró­sent af úthlut­uðum kvóta þegar greint var frá því hvernig hann skipt­ist á milli útgerða í nóv­em­ber í fyrra. Síld­ar­vinnslan var þá skráð með 9,41 pró­sent af úthlut­uðum kvóta og því ljóst að annað hvort félag­ið, eða bæði, hafa bætt við sig kvóta síðan þá. 

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni segir að komi til þess að kvóta­þakið verði rofið hafi félagið sex mán­uði til að kom­ast undir það á ný. „Veiði­heim­ildir í upp­sjáv­ar­teg­undum – einkum loðnu - eru breyti­legar milli ára og hafa því óhjá­kvæmi­lega áhrif á kvóta­þak frá ári til árs. Enn ríkir óvissa um úthlut­anir í afla­heim­ildum upp­sjáv­ar­fisks á næsta ári.“

Mikil sam­þjöppun í geir­anum

Mikil sam­­­­þjöppun hefur átt sér stað í sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegi á Íslandi á und­an­­­­förnum ára­tug­um, eftir að fram­­­­sal kvóta var gefið frjálst og sér­­­­stak­­­­lega eftir að heim­ilt var að veð­­­­setja afla­heim­ildir fyrir banka­lán­um, þótt útgerð­­­­ar­­­­fyr­ir­tækin eigi þær ekki í raun heldur þjóð­in. Slík heim­ild var veitt árið 1997. 

Haustið 2020 héldu tíu stærstu útgerðir lands­ins með sam­an­lagt á 53 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta, en Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber í fyrra að það hlut­­fall væri komið upp í rúm­­lega 67 pró­­sent. Sam­þjöpp­unin eykst enn við kaup Síld­ar­vinnsl­unnar á Vísi.

Sam­hliða þess­­ari þróun hefur hagn­aður sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja auk­ist gríð­­ar­­lega. Hagn­aður geirans fyrir skatta og gjöld frá byrjun árs 2009 og út árið 2020 var alls um 665 millj­­­arðar króna á umræddu tíma­bili, sam­­kvæmt sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­gagna­grunni Deloitte. Af þeirri upp­­­hæð fór undir 30 pró­­­sent til íslenskra rík­­­is­ins, eig­anda auð­lind­­­ar­inn­­­ar, í formi tekju­skatts, trygg­inga­gjalds og veið­i­­gjalda. En rúm­­­lega 70 pró­­­sent sat eftir hjá eig­endum fyr­ir­tækj­anna. Gera má ráð fyrir að hagn­aður geirans hafi verið gríð­ar­legur í fyrra og að hann verði mjög mik­ill í ár lík­a. 

Sam­herji og mögu­lega tengdir aðilar með næstum fjórð­ung

Miðað við nýjasta birta lista Fiski­­­stofu um þær afla­heim­ildir sem hvert fyr­ir­tæki heldur á þá er Síld­­­ar­vinnslan, ásamt dótt­­­ur­­­fé­lög­um, í þriðja sæti yfir þær útgerðir sem ráða yfir mestum kvóta með 9,41 pró­­­sent hans. Þá keypti Síld­­ar­vinnslan útgerð­­ar­­fyr­ir­tækið Berg Hug­inn á árinu 2020 en það heldur á 1,03 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta.

­Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti þá nið­­­ur­­­stöðu frum­­­mats síns í febr­­­úar 2021 að til staðar væru vís­bend­ingar um um yfir­­­­ráð Sam­herja eða sam­eig­in­­­­leg yfir­­­­ráð Sam­herja og tengdra félaga yfir Síld­­­­ar­vinnsl­unn­i. ­Síðan að sú nið­­­ur­­­staða var birt hef­­­ur, sam­­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, verið kallað eftir gögnum frá stjórn­­­völd­um, Sam­herja, Síld­­­ar­vinnsl­unni og öðrum tengdum aðilum vegna máls­ins. Sú gagna­öflun hafi gengið vel en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráð­ist verði í for­m­­­lega rann­­­sókn á mál­in­u. 

Stærstu eig­endur Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar, sem var skráð á hluta­bréfa­­markað í fyrra, eru Sam­herji hf. (32,64 pró­­sent) og Kjálka­­nes ehf. (17,44 pró­­sent), ­fé­lags í eigu Björg­­­ólfs Jóhanns­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi for­­­stjóra Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­­­skyld­u­­­bönd­­­um. Auk þess á Eign­­ar­halds­­­fé­lagið Snæfugl, sem er meðal ann­­ars í eigu Sam­herja og Björg­­ólfs, 3,79 pró­­sent hlut. Sam­an­lagt halda því þessir þrír aðilar á um 53,9 pró­­sent hlut í Síld­­ar­vinnsl­unni og skipa þrjá af fimm stjórn­­­ar­­mönnum þess.

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja, er með fjórðu mestu afla­hlut­­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­­sögu allra sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs­­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 8,09 pró­­­­­sent. ­Út­­­­­­­­­gerð­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,1 pró­­­­­­­­­sent kvót­ans. 

Gjög­­­ur, sem er í eigu sömu aðila og eiga Kjálka­­­nes, heldur svo á 2,5 pró­­­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­­­um.

Þessir aðil­­­ar: Síld­­­ar­vinnslan, Sam­herji og Gjög­­­ur, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur mög­u­­­legt að séu tengd­ir, héldu því sam­tals á 22,14 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta í nóv­em­ber í fyrra. Nú bæt­ist 2,16 pró­sent kvóti Vísis við og sam­an­lagður úthlut­aður kvóti til Sam­herja og mögu­legra tengdra aðila fer upp í 24,3 pró­sent, eða næstum fjórð­ung allra úthlut­aðra afla­heim­ilda á Íslandi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar