Samherji og mögulega tengdir aðilar halda nú á meira en 22 prósent af öllum kvótanum

Fjórar blokkir eru með yfirráð yfir 60 prósent af öllum kvóta sem úthlutað hefur verið á Íslandi. Sú stærsta, sem hverfist um Samherja, heldur á yfir 22 prósent af öllum kvóta. Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar ekki halda á meira en tólf prósent.

Frændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson stýra Samherja. Þar til í fyrra voru þeir stærstu eigendur fyrirtækisins en þá framseldu þeir hlutabréf í innlendu starfseminni til barna sinna.
Frændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson stýra Samherja. Þar til í fyrra voru þeir stærstu eigendur fyrirtækisins en þá framseldu þeir hlutabréf í innlendu starfseminni til barna sinna.
Auglýsing

Mikil sam­­­þjöppun hefur átt sér stað í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi á Íslandi á und­an­­­förnum ára­tug­um, eftir að fram­­­sal kvóta var gefið frjálst og sér­­­stak­­­lega eftir að heim­ilt var að veð­­­setja afla­heim­ildir fyrir banka­lán­um, þótt útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tækin eigi þær ekki í raun heldur þjóð­in. Slík heim­ild var veitt árið 1997. 

Fyrir einu ári síðan héldu tíu stærstu útgerðir lands­ins með sam­an­lagt á 53 pró­sent af úthlut­uðum kvóta, en Kjarn­inn greindi frá því í gær að það hlut­fall er nú komið upp í rúm­lega 67 pró­sent. 

Sam­hliða þess­ari þróun hefur hagn­aður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja auk­ist gríð­ar­lega. Hagn­aður geirans fyrir skatta og gjöld frá byrjun árs 2009 og út síð­asta ár var alls um 665 millj­­arðar króna á umræddu tíma­bili, sam­kvæmt sjáv­ar­út­vegs­gagna­grunni Deloitte. Af þeirri upp­­hæð fór undir 30 pró­­sent til íslenskra rík­­is­ins, eig­anda auð­lind­­ar­inn­­ar, í formi tekju­skatts, trygg­inga­gjalds og veið­i­­gjalda. En rúm­­lega 70 pró­­sent sat eftir hjá eig­endum fyr­ir­tækj­anna.

Þrjár blokkir í sér­flokki

Miðað við nýjasta birta lista Fiski­­stofu um þær afla­heim­ildir sem hvert fyr­ir­tæki heldur á þá er Síld­­ar­vinnslan, ásamt dótt­­ur­­fé­lög­um, í þriðja sæti yfir þær útgerðir sem ráða yfir mestum kvóta með 9,41 pró­­sent hans. Þá keypti Síld­ar­vinnslan útgerð­ar­fyr­ir­tækið Berg Hug­inn í fyrra en það heldur á 1,03 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta.

Auglýsing
Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti þá nið­­ur­­stöðu frum­­mats síns í febr­­úar síð­­ast­liðnum að til staðar væru vís­bend­ingar um um yfir­­­ráð Sam­herja eða sam­eig­in­­­leg yfir­­­ráð Sam­herja og tengdra félaga yfir Síld­­­ar­vinnsl­unn­i. ­Síðan að sú nið­­ur­­staða var birt hef­­ur, sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, verið kallað eftir gögnum frá stjórn­­völd­um, Sam­herja, Síld­­ar­vinnsl­unni og öðrum tengdum aðilum vegna máls­ins. Sú gagna­öflun hafi gengið vel en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráð­ist verði í for­m­­lega rann­­sókn á mál­in­u. 

Stærstu eig­endur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem var skráð á hluta­bréfa­markað fyrr á þessu ári, eru Sam­herji hf. (32,64 pró­sent) og Kjálka­nes ehf. (17,44 pró­sent), ­fé­lags í eigu Björg­­ólfs Jóhanns­­son­­ar, fyrr­ver­andi for­­stjóra Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­­skyld­u­­bönd­­um. Auk þess á Eign­ar­halds­fé­lagið Snæfugl, sem er meðal ann­ars í eigu Sam­herja og Björg­ólfs, fjögur pró­sent hlut. Sam­an­lagt halda því þessir þrír aðilar á um 54,1 pró­sent hlut í Síld­ar­vinnsl­unni og skipa þrjá af fimm stjórn­ar­mönnum þess.

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja og einn eigenda Kjálkaness. Mynd: Samherji

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja, er með fjórðu mestu afla­hlut­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­sögu allra sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 8,09 pró­­­­sent. ­Út­­­­­­­gerð­­­­­­­­ar­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,1 pró­­­­­­­­sent kvót­ans. 

Gjög­­ur, sem er í eigu sömu aðila og eiga Kjálka­­nes, heldur svo á 2,5 pró­­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­­um.

Þessir aðil­­ar: Síld­­ar­vinnslan, Sam­herji og Gjög­­ur, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur mög­u­­legt að séu tengd­ir, halda því sam­tals á 22,14 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. 

Brim yfir lög­bundnum mörkum

Brim, sem er skráð á mark­að, er sú útgerð sem heldur beint á mestum kvóta, eða 13,2 pró­­sent hans. Það er eina sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið sem heldur á hærri hlut­deild af verð­mæti kvóta en heim­ilt er sam­kvæmt lög­um. Brim hefur nú sex mán­uði til að leysa úr þeirri stöðu.

Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­ur, sem á 43,97 pró­­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­­ur­­­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 2,23 pró­­­sent af öllum afla­heim­ild­­­um. Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­víkur er að upp­­i­­­­stöðu í eigu Guð­­­mundar Krist­jáns­­­son­­­ar, for­­­stjóra Brims.

Til við­­­­bótar heldur útgerð­­­­ar­­­­fé­lagið Ögur­vík, að fullu í eigu Brims, á 0,76 pró­­­­sent af úthlut­uðum kvóta. Þessi þrjú félög halda því á 16,19 pró­­­sent af úthlut­uðum kvóta. 

Kaup­fé­lags­blokkin og Ísfé­lagið ekki langt frá mörk­unum

Kaup­­­­­­fé­lag Skag­­­­­­firð­inga á FISK Seafood, sem heldur á 3,4 pró­­­­­­sent heild­­­­­­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­­­­­­sent í Vinnslu­­­­­­stöð­inni í Vest­­­­­­manna­eyjum sem er með sjö pró­­­sent heild­­­­­­ar­afla­hlut­­­­­­deild. Þá á Vinnslu­­­stöðin 48 pró­­­sent hlut í útgerð­­­ar­­­fé­lag­inu Hug­inn í Vest­­­manna­eyj­um, sem heldur á 1,1 pró­­­sent af útgefnum kvóta.

­FISK á til við­­­bótar allt hlutafé í Soff­an­­­­­­ías Cecils­­­­­­son, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,17 pró­­­­­­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­­­­­­ar­kvóti þess­­­­­­ara þriggja 11,7 pró­sent­um, og er því undir 12 pró­­­­­­sent mark­inu þótt þeir yrðu skil­­­­­­greindir með öðrum hætti.

Ísfé­lag Vest­manna­eyja, sem á meðal ann­ars hlut í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, fékk um 20 pró­sent af nýlega stór­auknum loðnu­kvóta í sinn hlut. Fyr­ir­tækið rýkur upp list­ann yfir þær útgerðir sem halda á mestum heild­ar­kvóta. Í fyrra­haust var hlut­deild Ísfé­lags­ins 3,78 pró­sent. Hún er nú 10,05 pró­sent. 

Sam­an­lagt halda þessar fjórar blokkir: Þær sem kenndar eru við Sam­herja, Brim, Kaup­fé­lag Skag­firð­inga og Ísfé­lagið á rúm­lega 60 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta á Íslandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar