Mynd: Skjáskot

Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra

Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahruni. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld. Það sem útvegsfyrirtæki hafa greitt í veiðigjöld á síðustu fimm árum er um helmingur þess sem þau hafa greitt sér út í arð.

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins greiddu sér 21,5 millj­arða króna í arð á síð­asta ári. Á sama tíma greiddu félögin 17,4 millj­arða króna í bein opin­ber gjöld. Inni í þeirri tölu eru veiði­gjöld (4,8 millj­arðar króna), tekju­skattur (7,3 millj­arðar króna) og áætlað trygg­inga­gjald (5,3 millj­arðar króna). 

Þetta er í eina skiptið á síð­ustu fimm árum sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn hefur greitt minna í opin­ber gjöld en hann tók út í arð­greiðsl­ur. Raunar hefur geir­inn ein­ungis einu sinni greitt jafn lítið í bein opin­ber gjöld innan árs á því tíma­bili og hann gerði í fyrra, en það var árið 2017 þegar heild­ar­greiðslur hans í opin­ber gjöld voru 15,8 millj­arðar króna. 

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hefur að sama skapi aldrei greitt sér jafn háa upp­hæð út í arð og hann gerði í fyrra. Inni í þeirri tölu, 21,5 millj­arðar króna, eru um tíu millj­arða króna arð­greiðslur dótt­ur­fé­laga Sam­herja til móð­ur­fé­lags­ins en það greiddi sjálft ekki út arð. 

Heild­ararð­greiðslur út úr sjáv­ar­út­vegi frá byrjun árs 2016 og út síð­asta ár nema 70,5 millj­örðum króna. Á sama tíma hefur geir­inn greitt 35,9 millj­arða króna í veiði­gjöld, eða rétt rúm­lega 50 pró­sent af þeirri upp­hæð sem eig­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafa fengið í arð. 

Þetta kemur fram í Sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­gagna­grunni Deloitte ­sem kynntur var á Sjá­v­­­ar­út­­­vegs­deg­inum 2021 sem fór fram í morg­un. Gagna­grunn­ur­inn nær utan um rekstur 90 pró­sent sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Íslandi en fjár­hæð­irnar hafa verið upp­reikn­aðar til að end­ur­spegla allan geir­ann. 

Bók­fært eigið fé jókst um 28 millj­arða

Bók­fært eigið fé íslensks sjáv­ar­út­vegs hefur aldrei verið meira en það var í lok síð­asta árs, þegar það var 325 millj­arðar króna. Þar er um að ræða hreinar eignir þegar búið er að greiða arð út úr geir­anum og gera upp öll opin­ber gjöld. Alls jókst bók­fært eigið fé sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja um 28 millj­arða króna milli ára og um 104 millj­arða króna frá árinu 2014. 

Hagn­aður fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hefur enda verið 181 millj­arður króna á síð­ustu fimm árum og það sem situr ekki inni í fyr­ir­tækj­unum sem eigið fé hefur verið greitt út sem arður til eig­enda þeirra. 

Frá hruni og fram að þeim tíma batn­aði eig­in­fjár­­­staða sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækj­anna um 404 millj­­arða króna, en hún var nei­­kvæð í lok árs 2008. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 124,7 millj­­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­­ur. Hagur sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækj­anna hefur því vænkast um 528,7 millj­­arða króna frá hruni.

Með tekjur og skuldir í öðrum gjald­miðlum

Tekjur íslensks sjáv­ar­út­vegs juk­ust um fjóra millj­arða króna á síð­asta ári og voru 284 millj­arðar króna. Hagn­aður dróst hins vegar saman um 14 millj­arða króna milli ára og var 29 millj­arðar króna. Þar skiptir þó nær öllu máli að geng­is­tap var 19 millj­arðar króna sem fellur til vegna þess að öll stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins gera upp í öðrum gjald­miðlum en íslenskri krónu. Þegar hún styrk­ist þá mynd­ast geng­is­tap hjá þeim, en þegar hún veik­ist mynd­ast geng­is­hagn­að­ur. EBIT-hagn­aður – rekstr­ar­hagn­aður fyrir fjár­magnsliði og skatta – íslensks sjáv­ar­út­vegs stóð nán­ast í stað milli ára, var 60 millj­arðar króna árið 2019 (þegar geng­is­tap var ein­ungis þrír millj­arð­ar) en 57 millj­arðar króna í fyrra. 

Sömu sögu er að segja af skulda­stöðu íslensks sjáv­ar­út­vegs. Heild­ar­skuldir í íslenskum krónum hækk­uðu um 46 millj­arða króna í 461 millj­arð króna. Ástæðan er þó fyrst og síð­ast geng­is­breyt­ingar enda hafa stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin tekið uppi­stöðu lána sinna í öðrum gjald­miðli en íslenskri krónu og hjá öðrum lán­veit­endum en íslenskum bönk­um. 

Veiði­gjöldin lækk­uðu

Veiði­gjöld í fyrra voru, líkt og áður sagði, 4,8 millj­arðar króna. Þau lækk­uðu á milli ára um 1,8 millj­arða króna og eru þau lægstu sem greidd hafa verið í rík­is­sjóðs síð­ustu árin. 

Sam­tals frá árinu 2011, og út síð­­asta ár, greiddi sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ur­inn 74,7 millj­­arða króna í veið­i­­­gjöld. 

Ný lög um veið­i­­­­gjald tóku gildi í byrjun árs 2019 þar sem meðal ann­­­ars var settur nýr reikni­stofn sem bygg­ist á afkomu við veiðar hvers nytja­­­stofns. Sam­­kvæmt þeim er veið­i­­gjaldið nú ákveðið fyrir alm­an­aksár í stað fisk­veið­i­­ár­s. 

Sam­herjar með sterka stöðu

Mikil sam­­þjöppun hefur orðið innan kvóta­­kerf­is­ins á und­an­­förnum árum sem leitt hefur til þess að eig­endur örfárra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja hafa efn­­ast veru­­lega. Ítök þeirra í ótengdum geirum hér­­­lendis hafa sam­hliða vaxið hratt.

Miðað við síð­­asta birta lista Fiski­­stofu um þær afla­heim­ildir sem hvert fyr­ir­tæki heldur á þá er Síld­­ar­vinnslan, ásamt dótt­­ur­­fé­lög­um, í þriðja sæti yfir þær útgerðir sem ráða yfir mestum kvóta með 7,7 pró­­sent hans. Miðað við það sem var greitt fyrir afla­heim­ildir Bergs ætti virði þess kvóta að vera um 92 millj­­arðar króna. Afla­heim­ildir Síld­­ar­vinnsl­unnar eru bók­­færðar á um 30 millj­­arða króna. Tveir stærstu eig­endur Síld­­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji og Kjálka­­nes.

Næst stærsta fyr­ir­tækið á list­­anum yfir þær útgerðir sem erum með mestu afla­hlut­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­sögu er einmitt Sam­herj­­i. 

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja, er með næst mesta afla­hlut­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­sögu allra sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,3 pró­­­­sent. ­Út­­­­­­­gerð­­­­­­­­ar­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,7 pró­­­­­­­­sent kvót­ans. Sam­an­lagt heldur Sam­herji því á níu pró­­sent úthlut­aðra veið­i­­heim­ilda. 

Gjög­­ur, sem er í eigu sömu aðila og eiga Kjálka­­nes, heldur svo á 2,3 pró­­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­um, sem er 27,5 millj­­arða króna virði.

Helstu eigendur og stjórnendur Samherjasamstæðunnar, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson og ættingjar þeirra.
Mynd: Samsett

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja, er með næst mesta afla­hlut­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­sögu allra sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,3 pró­­­­sent. ­Út­­­­­­­gerð­­­­­­­­ar­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,7 pró­­­­­­­­sent kvót­ans. 

Sam­an­lagt virði þessa kvóta sem Sam­herji heldur á, miðað við síð­­­ustu gerðu við­­skipti með afla­heim­ild­ir, er um 107,6 millj­­arðar króna.

Þessir aðil­­ar: Síld­­ar­vinnslan, Sam­herji og Gjög­­ur, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur mög­u­­legt að séu tengd­ir, halda því sam­tals á 19 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Mark­aðsvirði hans er um 227 millj­­arðar króna.

Nokkrar blokkir fyr­ir­­ferða­­miklar

Brim, sem er skráð á mark­að, er sú útgerð sem heldur beint á mestum kvóta, eða 10,41 pró­­sent hans. Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­ur, sem á 43,97 pró­­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­­ur­­­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 3,57 pró­­­sent af öllum afla­heim­ild­­­um. Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­víkur er að upp­­i­­­­stöðu í eigu Guð­­­mundar Krist­jáns­­­son­­­ar, for­­­stjóra Brims.

Til við­­­bótar heldur útgerð­­­ar­­­fé­lagið Ögur­vík, að fullu í eigu Brims, á 1,43 pró­­­sent af úthlut­uðum kvóta. Þessi þrjú félög halda því á 15,51 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta. Mark­aðsvirði hans er um 184,1 millj­­arðar króna miðað við síð­­­ustu við­­skipti með kvóta.

Guðmundur Kristjánsson stýrir Brim.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Kaup­­­­­­fé­lag Skag­­­­­­firð­inga á FISK Seafood, sem heldur á 5,51 pró­­­­­­sent heild­­­­­­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­­­­­­sent í Vinnslu­­­­­­stöð­inni í Vest­­­­­­manna­eyjum sem er með 4,5 pró­­­sent heild­­­­­­ar­afla­hlut­­­­­­deild. Þá á Vinnslu­­­stöðin 48 pró­­­sent hlut í útgerð­­­ar­­­fé­lag­inu Hug­inn í Vest­­­manna­eyj­um, sem heldur á 0,8 pró­­­sent af útgefnum kvóta.

FISK á til við­­­bótar allt hlutafé í Soff­an­­­­­­ías Cecils­­­­­­son, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,27 pró­­­­­­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­­­­­­ar­kvóti þess­­­­­­ara þriggja rétt yfir ell­efu pró­­­sent, og er því undir 12 pró­­­­­­sent mark­inu þótt þeir yrðu skil­­­­­­greindir með öðrum hætti.

Mark­aðsvirði þess kvóta, miðað við síð­­­ustu gerðu við­­skipti, er um 132,4 millj­­arðar króna.

Þessar þrjár blokkir, sú sem hverf­ist í kringum Sam­herja, sú sem hverf­ist í kringum Brim og sú sem hverf­ist í kringum útgerð Kaup­­fé­lags Skag­­firð­inga, heldur því sam­tals á 45,6 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Sam­an­lagt mark­aðsvirði hans er um 544,8 millj­­arðar króna. 

Alls er 67,4 pró­­sent alls úthlut­aðs afla í höndum 15 útgerða sem margar hverjar tengj­­ast inn­­­byrð­­is.

Almenn­ingur vill breyt­ingar

Í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga voru gerðar ýmsar kann­anir á skoðun almenn­ings á stjórn fisk­veiða hér­lend­is. Í könnun sem MMR vann fyrir Öldu - félag um sjálf­­bærni og lýð­ræði kom meðal ann­ars fram 66 pró­­sent lands­­manna, tveir af hverjum þrem­­ur, voru óánægðir með núver­andi útfærslu á kvóta­­kerfi í sjá­v­­­ar­út­­­vegi. Þar af sögð­ust 38 pró­­sent vera mjög óánægð með hana. 

Í sömu könnun kom fram að 64 pró­­sent lands­­manna, næstum tveir af hverjum þrem­­ur, telja að núver­andi útfærsla á kvóta­­kerf­inu ógni lýð­ræð­inu.

Loks var birt nið­­ur­­staða könn­unar sem Gallup gerði fyrir þrýst­i­hóp­inn Þjóð­­ar­­eign. Í henni var fólk spurt hvort það styddi að mark­aðs­­gjald væri greitt fyrir afnot af fiski­miðum þjóð­­ar­inn­­ar. Nið­­ur­­staðan var sú að 77 pró­­sent aðspurðra var fylgj­andi því og ein­ungis 7,1 pró­­sent var and­vígt slíkri kerf­is­breyt­ingu. Afger­andi meiri­hluti kjós­­enda allra flokka var fylgj­andi breyt­ing­unni þótt stuðn­­ing­­ur­inn væri minni hjá kjós­­endum Fram­­sókn­­ar­­flokks, Sjálf­­stæð­is­­flokks og Mið­­flokks en þeim sem ætla að kjósa aðra flokka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar