Zephyr frestar kynningarfundi á vindorkuveri í Hvalfirði

Ekkert verður af kynningarfundi á áformuðu vindorkuveri í Hvalfjarðarsveit í kvöld. Zephyr segir frestun skýrast af of stuttum fyrirvara en samtökin Mótvindur-Ísland segja nær að bíða með kynningar þar til rammi stjórnvalda liggi fyrir.

Brekkukambur er hæsta fjall Hvalfjarðarstrandarinnar. Á toppi þess hyggst Zephyr Iceland reisa 250 metra háar vindmyllur.
Brekkukambur er hæsta fjall Hvalfjarðarstrandarinnar. Á toppi þess hyggst Zephyr Iceland reisa 250 metra háar vindmyllur.
Auglýsing

„Vegna ábend­inga sem fram hafa komið um stuttan fyr­ir­vara á kynn­ing­ar­fund­inum er fund­inum frestað. Vind­orku­fyr­ir­tækið Zephyr Iceland og verk­fræði­stofan EFLA munu aug­lýsa nýjan fund­ar­tíma með góðum fyr­ir­vara."

Þannig hljóðar til­kynn­ing frá for­svars­mönnum Zephyr sem ætl­uðu sér í kvöld, mánu­dag­inn 9. jan­ú­ar, að halda kynn­ing­ar­fund um áformað vind­orku­ver sitt á Brekku­kambi í Hval­fjarð­ar­sveit. Fund­ur­inn átti að fara fram í Heið­ar­skóla og voru „íbúar og hags­muna­að­ilar hvattir til að mæta og kynna sér fram­kvæmd­ina.“

Auglýsing

Fram­kvæmdin fyr­ir­hug­aða, 50 MW vind­orku­ver í landi bæj­ar­ins Brekku, hefur verið harð­lega gagn­rýnd af nær­sam­fé­lag­inu. Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um ótt­ast íbúar í nágranni vers­ins hávaða, að vist­kerfum og þar með fugla­lífi verði stefnt í hættu, og sjón­meng­un. Um hana er vart hægt að deila, reistar yrðu 8-12 vind­myllur efst á Brekku­kambi, hæsta fjalli Hval­fjarð­ar­strand­ar­inn­ar, og myndu þær blasa við úr öllum átt­um.

Zephyr Iceland lagði fram mats­á­ætlun fyrir vind­orku­verið í fyrra og gerðu margir umsagn­ar­að­il­ar, m.a. stofn­an­ir, fjöl­margar athuga­semdir við fram­kvæmd­ina, ekki síst stað­ar­val­ið. Heil­brigð­is­eft­ir­lit Vest­ur­lands sagð­ist m.a. telja það „mikla áskor­un“ að ná sátt um bygg­ingu vind­orku­vers í svo lít­illi fjar­lægð frá bæjum og frí­stunda­byggð­um. Og Umhverf­is­stofnun taldi að frekar ætti að stað­setja vind­myll­ur, sem í þessu til­viki yrðu um 250 metrar á hæð, á núver­andi orku­vinnslu­svæð­um. Að mati Nátt­úru­fræði­stofn­unar er mjög vanda­samt að skipu­leggja svo stórt inn­grip í lands­lag á svæði sem er þekkt fyrir fjöl­breytt og fal­legt lands­lag líkt og raunin er um Hval­fjarð­ar­sveit.

Zephyr Iceland segir í til­kynn­ingu sinni að frestun fund­ar­ins sé til­komin vegna ábend­inga um að til hans hefði verið boðað með stuttum fyr­ir­vara. En ábend­ing­arnar eru þó alls ekki bundnar við það.

Hin nýstofn­uðu sam­tök, Mót­vindur – Ísland, sendu Zephyr og Eflu, verk­fræði­stof­unni sem vinnur að umhverf­is­mati vind­orku­vers­ins, opið erindi eftir að fund­ur­inn var aug­lýst­ur.

„Það vekur furðu að nær­sam­fé­lagið er boðað á fund með orku­fyr­ir­tæk­inu og keyptum ráð­gjöfum þess um upp­bygg­ingu orku­vers og umhverf­is­á­hrif á sama tíma og stjórn­völd í land­inu eru að skoða og móta stefnu í vind­orku­málum á lands­vísu og ekk­ert liggur fyrir um að leyfi­legt verði að reisa slík orku­ver um allt land,“ sagði í erind­inu. Er þar vísað til starfs­hóps sem umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra skip­aði síð­asta sumar sem hefur það hlut­verk að gera til­lögur að stefnu stjórn­valda er kemur að nýt­ingu vinds­ins. Hóp­ur­inn á að skila til­lögum sínum um næstu mán­aða­mót.

Möguleg staðsetning vindmyllanna er táknuð með gulum hringjum. Appelsínuguli liturinn táknar votlendi. Myndin er úr matsáætlun Zephyr.

„Það hlýtur að telj­ast ótíma­bært nema að hags­muna­að­il­arnir telji sig fyr­ir­fram komna með virkj­ana­leyfi og þá um leið að vinna starfs­hóps og Alþingis í kjöl­farið sé í raun forms­at­rið­i,“ sagði í erindi Mót­vinds.

Í því voru að auki gerðar athuga­semdir við fund­ar­boð­ið, m.a. að til fund­ar­ins væri boðað með skömmum fyr­ir­vara, í skamm­degi og ófærð, í skóla­húsi í Hval­fjarð­ar­sveit.

„Nú er það svo að land­eig­end­ur, eig­endur fast­eigna og fyr­ir­tækja­eig­end­ur, á því stóra svæði sem raf­orku­ver ykkar hefði gríð­ar­leg áhrif á, eru margir staddir víðs­fjarri fund­ar­staðnum og þyrftu mun lengri aðdrag­anda og und­ir­bún­ing fyrir slíkan fund ef hann ætti að vera gagn­legur fyrir alla aðila.“

Auglýsing

For­svars­menn Mót­vinds-Ís­land bentu einnig á að „hefðu menn raun­veru­legan áhuga á fjölda­mæt­ingu á slíkan fund væri hann að sjálf­sögðu boð­aður á nútíma­lega vísu með fjar­fund­ar­bún­aði svo að sem allra flestir gætu tekið þátt“.

Þá yrði slíkur fjar­fundur „að sjálf­sögðu“ að vera gagn­virkur þannig að nær­sam­fé­lagið „væri ekki boðað á umhverf­is­nám­skeið hjá fyr­ir­tækjum ykkar heldur í gagn­kvæmt sam­tal þar sem allar raddir myndu heyrast“.

Hvatti Mót­vindur for­svars­menn hins áform­aða vind­orku­vers til að boða til fund­ar­ins með þessum fyrr­greinda hætti en taldi þó eðli­leg­ast að bíða með kynn­ing­ar­fund­inn þar til nið­ur­stöður stjórn­valda um nýt­ingu vinds hér á landi liggja fyr­ir.

Undir erindi Mót­vinds-Ís­land skrif­uðu:

Thelma Harð­ar­dóttir

Arn­finnur Jón­as­son

Stein­unn Sig­ur­björns­dóttir

Denni Karls­son

Kristín Helga Gunn­ars­dóttir

Andrés Skúla­son

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent