30 færslur fundust merktar „vindorkuver“

Brekkukambur er hæsta fjall Hvalfjarðarstrandarinnar. Á toppi þess hyggst Zephyr Iceland reisa 250 metra háar vindmyllur.
Zephyr frestar kynningarfundi á vindorkuveri í Hvalfirði
Ekkert verður af kynningarfundi á áformuðu vindorkuveri í Hvalfjarðarsveit í kvöld. Zephyr segir frestun skýrast af of stuttum fyrirvara en samtökin Mótvindur-Ísland segja nær að bíða með kynningar þar til rammi stjórnvalda liggi fyrir.
9. janúar 2023
Ásýnd vindmyllanna frá bænum Ekru, 1,6 kílómetra norðan við Lagarfoss.
Vindmyllur við Lagarfoss þurfa í umhverfismat
Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun voru ekki sammála um nauðsyn þess að 160 metra háar vindmyllur við Lagarfossvirkjun færu í umhverfismat. Orkusalan vill öðlast reynslu á rekstri vindmylla.
29. desember 2022
Í orkuverinu yrðu á bilinu 70-100 vindmyllur, sem eru 200 metra háar aflstöðvar hver fyrir sig. Myndin er frá vindorkuveri í Svíþjóð
Áforma að reisa 70-100 vindmyllur í grennd við Stuðlagil
Ef fyrirætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 70-100 vindmyllur rísa á Fljótsdalsheiði, í um 4-5 kílómetra fjarlægð frá Stuðlagili. Svæðið er í dag óbyggt en Zephyr segir það tilvalið undir vindorkuver enda vindafar ákjósanlegt og stutt í háspennulínur.
8. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
2. desember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
27. nóvember 2022
Kínverska orkuverið á Taívansundi mun aðeins framleiða orku um helming ársins að meðaltali.
Kínverjar áforma langstærsta vindorkuver heims
Þúsundir vindtúrbína á 10 kílómetra löngu svæði í Taívanssundi. Vindorkuverið sem borgaryfirvöld í kínversku borginni Chaozhou áforma yrði það stærsta í heimi.
26. október 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Vindurinn, rammaáætlun og orkuskipti
24. október 2022
Vindtúrbína í landbúnaðarsvæði á vesturhluta Danmerkur.
Vindmylluframleiðandi ekki lengur á dagskrá vettvangsferðar Grænvangs
37 fulltrúar atvinnulífs, samtaka og sveitarfélaga ætla að taka þátt í vettvangsferð Grænvangs til Danmerkur í þeim tilgangi að fræðast um nýtingu vindorku. Hugmyndin að ferðinni kviknaði í kjölfar konunglegrar heimsóknar.
21. október 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
29. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
26. september 2022
Vindorkuverið Hornsea 2 er í um 90 kílómetra fjarlægð frá ströndum Yorkshire.
Heimsins stærsta vindorkuver á hafi úti
Spaðar 165 vindmylla undan ströndum Yorkshire í Norðursjó eru farnir að snúast. Vindorkuverið Hornsea 2, sem er 1,3 GW að afli, getur framleitt rafmagn sem dugar 1,3 milljónum heimila.
31. ágúst 2022
Zephyr Iceland vill reisa 8-12 vindmyllur, sem yrðu líklega 250 metra háar eða hærri, á Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit.
Afhentu sveitarstjórn 1.709 undirskriftir gegn vindorkuveri
Hvalfjarðarsveit gerir fjölmargar athugasemdir við matsáætlun Zephyr Iceland á áformuðu vindorkuveri á hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar. Hún samþykkti í vikunni einróma umsögn við matsáætlun fyrirtækisins.
26. ágúst 2022
Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir sveitarstjórna ekki hafa tekið afstöðu til byggingar vindorkuvers á Brekkukambi.
Taka ekki afstöðu til vindorkuversins fyrr en stefna stjórnvalda liggur fyrir
Fulltrúar vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland hafa ekki verið í beinum samskiptum við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Engu að síður hefur fyrirtækið auglýst matsáætlun fyrir vindorkuver á hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandar.
20. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
16. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
14. ágúst 2022
Fjallið Brekkukambur í Hvalfirði er 647 metrar á hæð þar sem það er hæst. Vindmyllurnar yrðu um 250 metra háar.
„Eins og að krota inn á málverk eftir Kjarval“
Ef vindorkuver Zephyr Iceland fær að rísa á Brekkukambi, hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar, mun það blasa við úr öllum áttum – gnæfa yfir sveitir, frístundabyggðir og útivistarsvæði. Íbúar segja nóg komið af „stórkarlalegri starfsemi“ í Hvalfirði.
11. ágúst 2022
Ekkert vindorkuver er risið á Íslandi þótt nokkrar tilraunamyllur hafi verið reistar.
Rammann vantar því annars yrði byrjað „að drita þessu niður út um allt“
Fjölmörg sveitarfélög hafa misserum saman verið að fá á sín borð fyrirspurnir og beiðnir um byggingu vindorkuvera. Loks hillir undir að ríkið setji ramma um nýtingu vinds sem forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir sárlega vanta.
26. júlí 2022
Átta myllur eru í vindorkuverinu á Haramseyju. Þær sjást víða að.
Kæra vindorkufyrirtæki vegna dauða hafarna
Vindmyllurnar limlesta og valda dauða fjölda fugla, segja samtök íbúa á norskri eyju, íbúa sem töpuðu baráttunni við vindmyllurnar en hafa nú kært orkufyrirtækið.
24. júlí 2022
Steinunn á grunni sumarbústaðarins sem hún er að byggja í Hvalfjarðarsveitinni.
Vindmyllurnar munu „gína yfir umhverfi mínu eins og hrammur“
1-8 vindmyllur myndu sjást frá Þingvöllum. 8 frá fossinum Glym og jafnmargar frá hringveginum um Hvalfjörðinn. Enda yrðu þær jafnvel 247 metrar á hæð. Og hátt upp í fjalli.
18. júlí 2022
Búrfellslundur gæti orðið fyrsta vindorkuverið sem rís á Íslandi
Er Alþingi ákvað að setja virkjanakostinn Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar var stigið stærsta skrefið til þessa í átt að því að reisa fyrsta vindorkuverið á Íslandi. Ef tilskilin leyfi fást gætu framkvæmdir hafist innan fárra missera.
16. júlí 2022
Starfshópinn skipa þau Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Hilmar, Björt og Kolbeinn skipuð í starfshóp um vindorku
Nýr starfshópur á að gera tillögur um nýtingu vindorku, hvort sérlög skuli gerð um slíka kosti og hvernig megi ná fram þeim markmiðum stjórnvalda að byggja þá upp á afmörkuðum svæðum.
13. júlí 2022
Vindmyllur er ekki hægt að setja niður hvar sem er á hafi úti.
Skipar starfshóp um nýtingu vinds á hafi
Hvar er mögulegt að hafa fljótandi vindmyllur umhverfis Ísland? Hvar eru skilyrði óhagstæð vegna fiskimiða og siglingaleiða, farfugla og náttúru? Hlutverk nýs starfshóps verður að komast að þessu.
6. júlí 2022
Innviðaráðherra staðfestir ekki aðalskipulagsbreytingar vegna vindorkuvera
Ráðherra hefur hafnað aðalskipulagsbreytingum vegna þriggja vindorkuvera í Reykhólahreppi og Dalabyggð. Skipulagsstofnun hafði ítrekað bent sveitarfélögunum á atriði sem þyrfti að bæta úr.
27. apríl 2022
Qair Iceland áformar nokkur vindorkuver á Íslandi.
Umhverfismat vindorkuvers austan Baulu hafið
Fyrirtækið Qair Iceland ehf. áformar að reisa 13-17 vindmyllur í Norðurárdal, austan við fjallið Baulu. Fyrstu skref í umhverfismati orkuversins hafa verið tekin.
7. febrúar 2022
María Hrönn Gunnarsdóttir
Þriðja stærsta raforkuver landsins á Melrakkasléttu?
19. júlí 2021
Hið áformaða virkjanasvæði er í grænum lit fyrir miðri mynd.
Áhrifasvæðið myndi ná langt inn á óbyggð víðerni
Bæði Skipulagsstofnun og Náttúrufræðistofnun vilja að fuglarannsóknir vegna áformaðs vindorkuvers á Melrakkasléttu standi í tvö ár. Á svæðinu eru uppeldisstöðvar rjúpu. Þeim er sérstaklega hætt við að fljúga á hindranir. Myllurnar yrðu um 200 metra háar.
6. júlí 2021
Í Meðallandi er m.a. að finna votlendi sem nýtur sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum.
Áforma vindorkugarð á flatlendu fuglasvæði í Meðallandi
Vindorkuvirkjun í Meðallandi var meðal þeirra kosta sem verkefnisstjórn rammaáætlunar ákvað að taka ekki til umfjöllunar. Skipulagsferlið er þó komið af stað í hinni flatlendu sveit sem er skilgreind sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði.
24. júní 2021
Tölvuteiknuð mynd af vindorkuvirkjuninni á Harams-fjalli.
„Þeir eru að eyðileggja eyjuna okkar“
Deilum um byggingu átta 150 metra háa vindmylla á norskri eyju er ekki lokið þó að andstæðingar vindorkuversins hafi tapað enn einu dómsmálinu. Þeir segja ekki í boði að gefast upp. Deilurnar hafa klofið fámennt samfélagið.
25. maí 2021
Vindmyllur hafa farið hækkandi með árunum. Á Melrakkasléttu yrðu þær um 200 metra háar í hæstu stöðu. Á myndinni má sjá mann ganga innan um vindmyllur í Belgíu.
Áforma 200 MW vindorkuver á einu helsta varpsvæði rjúpunnar á Íslandi
Vindorkuver Qair á Melrakkasléttu yrði innan alþjóðlega mikilvægs fuglasvæðis, á svæði sem tilnefnt hefur verið á náttúruminjaskrá og á flatlendri sléttunni og því sjást víða að.
10. maí 2021