Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Auglýsing

„Það liggur fyr­ir, sam­kvæmt Græn­bók­inni og bestu upp­lýs­ingum sem við höf­um, að það þarf hið minnsta að tvö­falda orku­fram­leiðsl­una til að ná fram orku­skipt­u­m,“ segir Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra í við­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Til að standa undir skuld­bind­ingum Íslands í lofts­lags­málum þurfi 650 MW á næstu átta árum eða til árs­ins 2030. Til sam­an­burðar má benda á að Kára­hnjúka­virkj­un, langstærsta virkjun lands­ins, er 690 MW að afli. Nú eru 300 MW þegar „í píp­un­um“ segir ráð­herrann, „þannig að meira þarf að koma til.“

Auglýsing

„Í píp­un­um“ er m.a. Hvamms­virkjun í Þjórsá, sem yrði um 95 MW. Orku­stofnun hefur sent Lands­virkjun drög að ákvörðun sinni um virkj­ana­leyfi fram­kvæmd­ar­innar og sam­kvæmt því sem Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, hefur sagt í fréttum er leyfið svo gott sem komið í hús þótt vænt­an­lega fylgi því ein­hver skil­yrði.

Hvamms­virkjun er ein af þremur virkj­unum sem fyr­ir­tækið áformar í neðri hluta Þjórsá. Hún yrði í byggð og neðsta virkj­unin í umfangs­miklu kerfi virkj­ana ofar á Þjórs­ár- og Tungna­ár­svæð­inu. Virkj­un­ar­kost­ur­inn hefur frá upp­hafi verið undeild­ur, íbúar í nágrenn­inu hafa mót­mælt harð­lega og sagt að nóg sé komið af virkj­unum í þeirra heim­byggð. Hinir tveir virkj­un­ar­kostir Lands­virkj­unar neðar í ánni, Holta­virkjun og Urriða­foss­virkj­un, voru einnig í nýt­ing­ar­flokki þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar, en færð­ust í með­förum þings­ins í bið­flokk.

„Óhætt er að segja að til­lögur um flokkun Holta­virkj­unar og Urriða­foss­virkj­unar í nýt­ing­ar­flokk hafa vakið reiði í nær­sam­fé­lag­inu“ enda um að ræða „stórar virkj­un­ar­hug­myndir í byggð,“ sagði í meiri­hluta­á­liti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis sem fjall­aði um þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una í vor. Í álit­inu sagði einnig að mik­il­vægt væri að horfa til neðri hluta Þjórsár „sem eina heild“ og því beint til ráð­herra og verk­efn­is­stjórnar 5. áfanga ramma­á­ætl­unar að horfa til „allra þriggja virkj­ana­kosta“ í neðri hluta Þjórsár við það mat. Hvaða þýð­ingu þau orð hafa er algjör­lega óljóst á þessum tíma­punkti.

Lands­virkjun seg­ist eiga von á, þrátt fyrir að virkj­ana­leyfi Hvamms­virkj­unar og fram­kvæmda­leyfi séu ekki stað­fest, að haf­ist verði handa við bygg­ingu virkj­un­ar­innar á næsta ári.

Um þrjátíu vinorkukostir eru á teikniborðum framkvæmdaaðila og sveitarstjórna víðs vegar um landið.

Í við­tali við Morg­un­blaðið í dag er Guð­laugur Þór spurður út í vind­orku­á­form þau sem uppi eru víðs vegar um land­ið, á að minnsta kosti þrjá­tíu stöð­um. Um yrði að ræða í kringum 1.000 vind­myll­ur, ef þeir yrðu allir að veru­leika, líkt og Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, rakti nýlega. „Verði þessi sýn að veru­leika ættum við engu umhverf­isslysi til að jafna úr Íslands­sög­unni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða, því myll­urnar yrðu reistar af ásetn­ingi, með fullri vit­neskju um hin víð­tæku umhverf­is­á­hrif,“ sagði Bjarni.

Gagn­rýni úr vissum ranni

Blaða­maður Morg­un­blaðs­ins orðar spurn­ingu sína til ráð­herr­ans með þeim hætti að „úr vissum ranni“ sé tölu­verð and­staða við vind­orku. Þar hlýtur hann að vera að vísa til heima­manna, sem hafa verið helstu and­stæð­ingar slíkra áforma m.a. í Norð­ur­ár­dal, í Hval­fjarð­ar­sveit og víð­ar.

„Allir þessir orku­kostir eru umdeild­ir,“ svarar Guð­laug­ur. „Svo verður alltaf og ég tek ekki afstöðu til þess hvaða leiðir menn fara. Menn þurfa aðeins að sjá til þess að græna orkan sé fyrir hendi. Þeir sem töl­uðu mest með vind­orku fyrir ári eru mest á móti henni núna. Og ég ætla ekki að spá um hvernig þessi mál þró­ast. Það er eðli­legt að málin séu umdeild. Við þurfum að velja þá kosti sem okkur finnst bestir og það ger­ist ekki án umræðu. Það er harla ólík­legt að við sjáum enga vind­orku hér á Íslandi og ég er sam­mála því að sumir staðir koma alls ekki til greina. Held við getum verið sam­mála um það. Það væri svo­lítið skrítið að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að eng­inn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vind­orku.

Vindorkuvirkjunin Búrfellslundur er fyrirhuguð í Hafinu á Þjórsársvæðinu. Tvær tilraunamyllur hafa snúist þar í tæpan áratug. Mynd: Landsvirkjun

Tveir virkj­un­ar­kostir Lands­virkj­un­ar, Búr­fellslundur og Blöndu­lundur eru langt komnir í und­ir­bún­ingi og í svörum Lands­virkj­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans nýver­ið, um hvort að Búr­fellslundur verði m.a. settur fram fyrir Hvamms­virkj­un, sagði að unnið væri að báðum þessum virkj­ana­kostum sam­hliða. Báðir vind­orku­kostir Lands­virkj­unar eru í nýt­ing­ar­flokki þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar sem sam­þykktur var á Alþingi í vor.

„Svo höfum við verið langt á eftir öðrum þegar kemur að vind­orkunn­i,“ segir Guð­laugur Þór við Morg­un­blað­ið. „Þar hefur ekki verið nein sér­stök lög­gjöf fyrir utan ramma­á­ætl­un. Nú eru starf­andi þrír vinnu­hópar; einn er að bera saman laga- og reglu­gerð­ar­um­hverfið í Nor­egi, Dan­mörku, Skotlandi og á Nýja-­Sjá­landi, annar að kanna hvar hægt er að reisa vind­orku­ver á hafi og sá þriðji mun leggja fram til­lögur um hvernig laga-og reglu­gerð­ar­um­hverfi við eigum að hafa utan um vind­ork­una. Þannig að svona var staðan þegar við tókum við fyrir ári. Það hefur náðst mik­ill árangur á skömmum tíma, en betur má ef duga skal.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent