Úr einkasafni. Anna Björk Hjaltadóttir Gjálp
Úr einkasafni.

„Valdaójafnvægi og yfirgangur“

Samband heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi við Landsvirkjun er óheilbrigt og áform um virkjanaþrennu í neðri hluta Þjórsá er dæmi um valdaójafnvægi og yfirgang. Þetta er mat Önnu Bjarkar Hjaltadóttur, formanns Gjálpar, félags atvinnuuppbyggingar við Þjórsá. Sjálf er hún uppalin á Fossnesi og hefur barist gegn virkjanaframkvæmdum í neðri hluta árinnar í áraraðir. „Ég veit eiginlega ekki hvað þarf til að stoppa þá.“

Gjálp, félag um atvinnu­upp­bygg­ingu við Þjórsá, fagnar því að Holta­virkjun og Urriða­foss­virkjun í neðri hluta Þjórs­ár, verði færðar úr nýt­ing­ar­flokki yfir í bið­flokk, líkt og meiri­hluti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar hefur lagt til í meiri­hluta­á­liti nefnd­ar­innar á þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar.

„En rök­stuðn­ing­ur­inn fyrir því á alveg jafn vel við Hvamms­virkj­un. Þannig ég skil ekki af hverju Hvamms­virkjun er tekin út fyrir sviga, annað en það að hún er bara komin lengst í ferl­in­u,“ segir Anna Björk Hjalta­dótt­ir, for­maður Gjálp­ar, í sam­tali við Kjarn­ann.

Hvamms­virkj­un, sem hefur verið í nýt­ing­ar­flokki frá 2015, verður áfram í nýt­ing­ar­flokki sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lögu umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra um þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar sem lögð var fram í febr­ú­ar. Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd gerir ekki athuga­semd við það en í meiri­hluta­á­liti nefnd­ar­inn­ar, sem birt var í síð­ustu viku, er hins vegar lagt til að færa Holta­virkjun og Urriða­foss­virkjun úr nýt­ing­ar­flokki í bið­flokk. „Auð­vitað hefði ég viljað fá þetta allt í vernd­ar­flokk,“ segir Anna Björk.

Gjálp lýsa sér sem sam­fé­lags­sam­tökum sem vilja „auðga okkar fal­legu sveitir með atvinnu­tæki­færum tengdum Þjórs­á“. Sam­tökin voru stofnuð árið 2016 og hefur Anna Björk verið for­maður frá upp­hafi. Hún ólst upp á bænum Foss­nesi í Gnúp­verja­hreppi og ljóst er að Hvamms­virkjun mun hafa mikil áhrif á bæinn og nán­asta umhverfi hans, til að mynda mun fjög­urra þver­kíló­metra mann­gert stöðu­vatn myndast, verði Hvamms­virkjun að veru­leika.

Sam­fé­lags­leg áhrif, atvinnu­upp­bygg­ing og landið sjálft

„Ég er upp­alin með þetta fyrir aug­unum og útsýnið frá Foss­nesi er stór­kost­legt. Það eru þessi sam­fé­lags­legu áhrif, áhrif á upp­bygg­ingu á atvinnu í sam­fé­lag­inu og svo landið sjálft sem varð til þess að ég fann mig knúna til þess að gera eitt­hvað.“

Anna Björk er búsett á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í dag en móðir hennar er bóndi í Foss­nesi og tengslin við bæinn og sveit­ina eru enn náin. „Ég er mikið hjá henni, ég er með hest­ana mína hjá henni og ríð mikið út og hjálpa til við helstu stóru sveita­við­burð­ina, svo sem smala­mennsku.“ Þá er sonur Önnu Bjarkar á leik­skóla­aldri og veit hann fátt betra en að fara í sveit­ina til ömmu.

Hvamms­virkjun muni ekki leiða til atvinnu­upp­bygg­ingar

Atvinnu­upp­bygg­ing í tengslum við virkj­ana­fram­kvæmdir er Önnu Björk hug­leikin eftir að hún fylgd­ist með slíkri við fram­kvæmd Kára­hnjúka­virkj­unar en hún starf­aði fyrir Alcoa Fjarðaál um tíma og var búsett á Reyð­ar­firði í sjö ár, frá 2008 til 2015.

„Ég sá hvað upp­bygg­ingin þar á virkjun Kára­hnjúka­virkj­unar hafði góð áhrif á sam­fé­lagið fyrir austan þar sem ungt fólk var að flytja aftur í bæinn og upp­bygg­ingin var mik­il.“

Anna Björk kom fyrst á Reyð­ar­fjörð árið 2003 og segir bæinn þá hafa verið deyj­andi sam­fé­lag. Upp­bygg­ingin hafi hins vegar verið óum­deil­an­leg með Kára­hnjúka­virkj­un. Áhrifin sem Hvamms­virkjun mun hafa á sam­fé­lagið í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi eru þver­öfug að mati Önnu Bjark­ar. „Það er ekki hægt að líkja þessu tvennu sam­an.“ Áhrifin eru þegar orðin grein­an­leg að hennar mati.

Nei­kvæð áhrif þegar orðin áþreif­an­leg

Hug­myndir um virkj­anir á þessu svæði eru ekki nýjar af nál­inni. Síður en svo. Athug­anir á hag­kvæmni virkj­ana í neð­an­verðri Þjórsá hófust árið 1999. Hvamms,- Holta- og Urriða­foss­virkjun voru þar á meðal og árið 2003 kom út skýrsla um mat á umhverf­is­á­hrifum þess­ara kosta.

Örlítið af hæsta hluta eyjunnar Hagaey mun standa upp úr fyrirhuguðu lóni, manngerðu stöðuvatni, sem mun myndast, verði Hvammsvirkjun að veruleika.
Mynd: Úr einkasafni

Mikil and­staða var við áformin og segir Anna Björk að ákveðin stöðnun hafi átt sér stað í sam­fé­lag­inu og nei­kvæðra áhrifa strax farið að gæta. Virkj­ana­á­formin voru fljótt sett á ís og við tók vinna við áætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða, betur þekkt sem ramma­á­ætl­un, þar sem virkj­ana­kostir eru flokk­aðir í orku­nýt­ing­ar-, bið- og vernd­ar­flokk. Árið 2013 fóru allar þrjár virkj­an­irnar í bið­flokk og sama ár var svokölluð Norð­linga­öldu­veita, sem reisa átti í nátt­úruperlunni Þjórs­ár­verum, sett í vernd­ar­flokk ram­m­á­ætl­un­ar.

And­stæð­ingar virkj­an­anna gátu andað létt­ar. Um stund.

Í byrjun sum­ars 2015 sam­þykkti Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis að færa Hvamms­virkjun eina og sér í orku­nýt­ing­ar­flokk.

Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd vill skoða betur sam­­fé­lags­­leg áhrif á nær­­sam­­fé­lagið

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar, sem lögð var fram á Alþingi í febr­úar er lagt til að allar virkj­an­irnar þrjár verði í nýt­ing­ar­flokki. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, er fjórði umhverf­is­ráð­herr­ann á rúm­lega fimm árum sem leggur til­lög­una fram.

Sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lögum meiri­hluta­á­lits umhverf­is- og sam­göngu­nefndar á að færa Holts- og Urriða­foss­virkjun úr nýt­ing­ar­flokki í bið­flokk. Í áliti nefnd­ar­innar segir meðal ann­ars að óhætt sé að segja að til­­lögur um flokkun Holta­­virkj­unar og Urriða­­foss­­virkj­unar í nýt­ing­­ar­­flokk hafa vakið upp reiði í nær­­sam­­fé­lag­in­u, enda sé um að ræða „stórar virkj­un­­ar­hug­­myndir í byggð“.

Meiri­hlut­inn telur ljóst að „hluti af sjálfs­­mynd margra íbúa í sveit­inni er sam­býlið við Þjórsá og þær breyt­ingar sem virkj­un­­ar­fram­­kvæmdir hefðu á umhverfið þar eru í huga margra íbúa óásætt­an­­leg­­ar,“ segir í nefnd­­ar­á­lit­inu. „Mætti því færa rök fyrir því að sú nið­­ur­­staða sem aðferða­­fræðin leiðir af sér um flokkun virkj­un­­ar­­kosta í neðri hluta Þjórsár í nýt­ing­­ar­­flokk sam­­rým­ist ekki þeim sam­­fé­lags­­legu við­horfum sem eru und­ir­liggj­andi í nær­­sam­­fé­lag­in­u.“

Vegna þessa telur meiri­hlut­inn nauð­­syn­­legt að leggja til þá breyt­ing­­ar­til­lögu að Holta- og Urriða­­foss­­virkjun verði flokk­aðar í bið­­flokk þar til umfjöllun um sam­­fé­lags­­leg áhrif á nær­­sam­­fé­lagið á grund­velli nýrrar nálg­unar í aðferða­fræði verði lok­ið. Mik­il­vægt sé að horfa á neðri hluta Þjórsár „sem eina heild“ og því er beint til ráð­herra og verk­efn­is­­stjórnar að horft verði til „allra þriggja virkj­un­­ar­­kosta“ í neðri hluta Þjórsár við það mat.

Fólki í sveit­inni haldið í helj­ar­g­reipum

Anna Björk gerir sér­stak­lega athuga­semd við þetta mat meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar. „Þau segja að það beri að líta á neðri hluta Þjórsár sem eina heild en samt er það ekki gert.“ Með því að halda Hvamms­virkjun í nýt­ing­ar­flokki er í raun og veru, að mati Önnu Bjark­ar, verið að halda fólki í sveit­inni í helj­ar­g­reipum og koma í veg fyrir fjár­fest­ingar til atvinnu­upp­bygg­ingu, til að mynda í ferða­þjón­ustu á svæðum í nágrenni virkj­un­ar­inn­ar.

„Við erum búin að gera allt sem í okkar valdi stendur í þessu mats­ferli. Við höfum skilað inn mörgum umsögnum á mörg­um, mörgum blað­síðum þar sem við listum upp í mjög mörgum liðum af hverju Hvamms­virkjun ætti ekki að ver­a,“ segir Anna Björk, sem er hóf­lega bjart­sýn á að áform um „um­fjöllun um sam­­fé­lags­­leg áhrif á nær­­sam­­fé­lagið á grund­velli nýrrar nálg­unar í aðferða­fræði á sam­fé­lags­legum áhrif­um“, líkt og lagt er til í meiri­hluta­á­lit­inu, muni hafa áhrif.

„Ég veit eig­in­lega ekki hvað þarf til að stoppa þá. Ég velti fyrir mér hvaða áhrif það hefur að það eigi að rann­saka sam­fé­lags­á­hrif. Hvaða áhrif hefur það ef að nið­ur­staðan verði nei­kvæð áhrif. Halda þeir bara samt áfram?“

Fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra hafnar því að verið sé að drekkja Þjórs­ár­verum

Þing­menn þriggja stjórn­ar­and­stöðu­flokka, meðal ann­ars vara­for­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar, lögðu fram breyt­ing­ar­til­lögu við breyt­ing­ar­til­lögu umhverf­is- og sam­göngu­nefndar á ramma­á­ætlun, þar sem lagt er til að horfið verði frá því að færa fimm virkj­ana­kosti úr vernd­ar­flokki ramma­á­ætl­unar líkt og meiri­hluti nefnd­ar­innar vill.

I nefnd­ar­á­liti sem Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata, und­ir­ritar segir að minni­hlut­inn styðji þá til­lögu meiri­hluta nefnd­ar­innar að færa Holta­virkjun og Urriða­foss­virkjun úr orku­nýt­ing­ar­flokki í bið­flokk, en telur að ef ekki verði gengið lengra muni lítið fara fyrir heild­stæðu end­ur­mati á öllum þremur virkj­un­ar­kostum í Neðri­-­Þjórsá. Í til­lög­unni er lagt til að allir þrír virkj­un­ar­kostir í Neðri­-­Þjórsá verði færðir úr orku­nýt­ing­ar­flokki í bið­flokk.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra og núverandi félagsmálaö og vinnumarkaðsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Til­lagan var felld á Alþingi á mið­viku­dag. Að því loknu var þriðji áfangi ram­m­á­ætl­unar sam­þykktur með 34 atkvæð­um. Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra og fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra, sagð­ist eiga erfitt með að sitja undir því að verið sé að drekkja Þjórs­ár­verum, líkt og hann sagði stjórn­ar­andtöðu­þing­menn halda fram í umræðu um ramma­á­ætl­un.

„Það sem að hér er verið að gera, það er ein­fald­lega verið að stækka bið­flokk­inn, það er verið að fresta ákvörð­un, rétt eins og það er verið að fresta ákvörðun um að taka Skrokköldu og neðri hluta Þjórsár til skoð­unar eða til ákvörð­unar núna og ég verð hér að lokum að hafna því að það sé verið að drekkja Þjórs­ár­verum,“ sagði fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra.

Inn­takslón á stærð við tvö Sel­tjarn­ar­nes

Anna Björk segir að verið sé að draga úr áhrif­unum sem Hvamms­virkjun mun hafa með því að leggja áherslu á að um rennsl­is­virkjun verði að ræða. Miðl­un­ar­lón, þar sem vatni er safnað og notað eftir þörfum þegar rennsli minn­kar, muni því ekki mynd­ast heldur inn­takslón. „Þetta er samt fjög­urra þver­kíló­metra inn­takslón,“ bendir hún á.

Inn­takslón­ið, Haga­lón, verður í raun mann­­gert stöðu­vatn og með til­­komu þess myndi fjöl­breytt lands­lag við ána og bakka henn­ar breyt­­ast.

„Þegar var byrjað að tala um virkj­anir í neðri hluta Þjórsár var alltaf talað um rennsl­is­virkj­an­ir. Þegar þú hugsar um rennsl­is­virkj­anir þá hugsar þú að það sé ekki lón. En það er helst lónið sem er að valda þessum nei­kvæðu áhrif­um. Það er ekki útlitið á virkj­un­inni sjálfri,“ segir Anna Björk, sem hefur borið stærð lóns­ins saman við þekktar svæði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Útsýnið frá bænum Fossnesi þar sem Anna Björk er uppalin. Áin Þverá rennur út í Þjórsá og mun fyrirhugað lón ná upp að mynni gljúfursins sem er við hliðina á bænum þannig að áin og allt flatlendið í kringum hana færi á kaf.
Úr einkasafni

„Sel­tjarn­ar­nesið er tveir fer­kíló­metr­ar. Ef þú myndir draga línu frá Suð­ur­göt­unni og taka allt sem er vestan við hana þá ertu komin með fjóra fer­kíló­metra. Þetta er ekk­ert smá. Það er verið að taka land af fólki.“

Hélt að Þjórs­ár­verin væru komin í örugga höfn

Virkj­an­irnar þrjár eru ekki þær einu á Þjórs­ár­svæð­inu sem fjallað er um í ramma­á­ætl­un. Kjal­alda er virkj­un­ar­hug­mynd Lands­virkj­unar skammt sunnan Þjórs­ársvera. Verk­efna­stjórn ramma­á­ætl­unar vildi setja hana í vernd­ar­flokk en meiri­hluti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar leggur til að hún fari í bið­flokk.

„Maður hélt að Þjórs­ár­verin væru komin í örugga höfn. Fólk er sleg­ið,“ segir Anna Björk um áform nefnd­ar­innar að taka Kjalöldu úr vernd­ar­flokki. „Ég hef ekki tekið beinan þátt í þessum slag, ég hef ákveðið að taka slag­inn um neðri hluta Þjórsár út frá sam­fé­lags- og atvinnu­upp­bygg­ing­u,“ segir Anna Björk, sem ver fyrst og fremst frí­tím­anum í þessi bar­áttu­mál. „Og maður er að berj­ast á móti fólki sem er að þessu í vinn­unni með sér­fræð­inga á bak­við sig.“

Sam­bandið við Lands­virkjun orðið óheil­brigt

Anna Björk er samt sem áður kunnug starf­sem­inni sem hún er að berj­ast á móti en hún starf­aði hjá Lands­virkjun á sumrin sem ung­ling­ur, auk þess sem hún starf­aði í mötu­neyti orku­fyr­ir­tæk­is­ins með­fram námi. „Ég þekki fyr­ir­tækið og Lands­virkjun hefur gert rosa­lega margt gott fyrir sveit­ina en þetta er orð­inn svo­lít­ill yfir­gang­ur, þetta er orðið óheil­brigt sam­band. Þetta er valda­ó­jafn­vægi og yfir­gang­ur.“

Anna Björk ætlar að halda bar­átt­unni áfram, ekki síst nú þegar útlit er fyrir að Hvamms­virkjun sé á meðal næstu virkj­ana­á­forma sem Lands­virkjun ætlar að ráð­ast í

„Það er að flagga þessum málum og fræða fólk, fá fólk á stað­inn og sýna þeim hvað er að fara und­ir,“ segir hún, aðspurð um verk­efnin fram und­an.

„Þetta er ekk­ert smá.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal