Raforkukerfið þarf sveigjanleika

Kjalölduveita yrði vissulega mjög hagkvæm framkvæmd, skrifar framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun, en hún er „ekki forsenda fyrir stækkun virkjana á Þjórsársvæði“.

Auglýsing

Raf­orku­kerfið þarf ekki aðeins að fram­leiða nægi­lega orku til að mæta þörfum sam­fé­lags­ins heldur þarf sveigj­an­leiki kerf­is­ins að vera nægur til að mæta breyti­legri þörf fyrir raf­orku, hvort sem er innan sól­ar­hrings­ins og vik­unnar eða milli árs­tíða. Sveigj­an­leik­inn þarf einnig að vera nægi­legur til að mæta reglu­bundnu við­haldi ásamt óvæntum bil­unum í kerf­inu þannig að tryggt sé að unnt sé að afhenda öllum við­skipta­vinum þá orku sem þeir óska eftir á hverjum tíma.

Sveigj­an­leiki núver­andi kerfis Lands­virkj­unar er ekki nægj­an­legur til að mæta þörfum við­skipta­vina fyr­ir­tæk­is­ins og nauð­syn­legt er að setja upp meira afl í virkj­unum til að auka hann. Á nýliðnum vetri voru vinnslu­met ítrekað slegin í kerfi Lands­virkj­unar þegar vinnslan fór í fyrsta sinn yfir 1900 MW og við þær aðstæður var afl í raun upp urið í kerf­inu. Hætt er við að á kom­andi vetri geti orðið aflskortur í kerf­inu sem leitt getur til þess að grípa þurfi til skerð­inga hjá við­skipta­vinum Lands­virkj­unar jafn­vel þótt nægi­legt vatn verði í miðl­un­ar­lón­um.

Auglýsing

Við þetta bæt­ist að á næstu árum og ára­tugum má búast við enn meiri þörf fyrir sveigj­an­leika í raf­orku­kerf­inu sam­hliða orku­skiptum í sam­fé­lag­inu sem og mögu­lega upp­setn­ingu vind­orku­garða hér á landi.

Arð­semin byggir á aflaukn­ing­unni

Til þess að bregð­ast við þessum aðstæðum skoðar Lands­virkjun nú mögu­leika á stækkun virkj­ana á Þjórs­ár­svæði, en nú í vor gerði Alþingi breyt­ingar á lögum sem ein­falda leyf­is­ferli slíkra verk­efna. Eftir breyt­ing­una þurfa þessi verk­efni ekki að fara í gegnum Ramma­á­ætlun en þau fara engu að síður í gegnum ferli mats á umhverf­is­á­hrifum eins og við á sem og skipu­lags­ferli. Þrátt fyrir þessa ein­földun á leyf­is­veit­inga­ferl­inu munu slík verk­efni taka mörg ár í und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd og á meðan er hætt við að upp geti komið aðstæður þar sem skortur verður á afli í raf­orku­kerfi lands­ins.

Arð­semi slíkra verk­efna byggir ein­göngu á því afli eða sveigj­an­leika sem þau bæta við kerfið og verð­lagn­ing á mark­aði verður að taka mið af því. Sú litla orku­vinnsla sem bæt­ist við í kerf­inu sam­fara þessum stækk­unum skiptir litlu máli í þessu sam­bandi og hún er ekki for­senda fyrir því að ráð­ast í slík verk­efni. Það er því mis­skiln­ingur að þessi verk­efni séu ekki arð­bær án auk­ins rennslis til virkj­an­anna. Þvert á móti þurfa þau að vera arð­söm án auk­ins rennslis til virkj­an­anna og í þau verður ekki ráð­ist án þess að sú arð­semi sé tryggð.

Kjalöldu­veita ekki for­senda stækk­unar

Kjalöldu­veita hefur verið nefnd til sög­unnar í þessum sam­hengi og tengd við stækk­anir virkj­ana á Þjórs­ár­svæð­inu. Kjalöldu­veita er vissu­lega mjög hag­kvæm fram­kvæmd sem myndi auka rennsli til allra virkj­ana Lands­virkj­unar á Þjórs­ár­svæð­inu og þar með auka orku­vinnslu á svæð­inu. Umhverf­is­á­hrif veit­unnar tengj­ast fyrst og fremst minnk­uðu rennsli í fossa í Efri­-­Þjórsá en hún hefur ekki áhrif á Þjórs­ár­ver þrátt fyrir þrá­látar full­yrð­ingar þess efn­is.

Kjalöldu­veita er hins vegar ekki á dag­skrá hjá Lands­virkjun að svo stöddu. Verk­efnið er í ferli í Ramma­á­ætlun og bíður afgreiðslu þar. Mögu­legt aukið rennsli frá Kjalöldu­veitu er því ekki for­senda fyrir stækkun virkj­ana á Þjórs­ár­svæði og ekki er gert ráð fyrir því við mat á arð­semi verk­efn­anna.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vatns­afls hjá Land­virkj­un.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar