Raforkukerfið þarf sveigjanleika

Kjalölduveita yrði vissulega mjög hagkvæm framkvæmd, skrifar framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun, en hún er „ekki forsenda fyrir stækkun virkjana á Þjórsársvæði“.

Auglýsing

Raf­orku­kerfið þarf ekki aðeins að fram­leiða nægi­lega orku til að mæta þörfum sam­fé­lags­ins heldur þarf sveigj­an­leiki kerf­is­ins að vera nægur til að mæta breyti­legri þörf fyrir raf­orku, hvort sem er innan sól­ar­hrings­ins og vik­unnar eða milli árs­tíða. Sveigj­an­leik­inn þarf einnig að vera nægi­legur til að mæta reglu­bundnu við­haldi ásamt óvæntum bil­unum í kerf­inu þannig að tryggt sé að unnt sé að afhenda öllum við­skipta­vinum þá orku sem þeir óska eftir á hverjum tíma.

Sveigj­an­leiki núver­andi kerfis Lands­virkj­unar er ekki nægj­an­legur til að mæta þörfum við­skipta­vina fyr­ir­tæk­is­ins og nauð­syn­legt er að setja upp meira afl í virkj­unum til að auka hann. Á nýliðnum vetri voru vinnslu­met ítrekað slegin í kerfi Lands­virkj­unar þegar vinnslan fór í fyrsta sinn yfir 1900 MW og við þær aðstæður var afl í raun upp urið í kerf­inu. Hætt er við að á kom­andi vetri geti orðið aflskortur í kerf­inu sem leitt getur til þess að grípa þurfi til skerð­inga hjá við­skipta­vinum Lands­virkj­unar jafn­vel þótt nægi­legt vatn verði í miðl­un­ar­lón­um.

Auglýsing

Við þetta bæt­ist að á næstu árum og ára­tugum má búast við enn meiri þörf fyrir sveigj­an­leika í raf­orku­kerf­inu sam­hliða orku­skiptum í sam­fé­lag­inu sem og mögu­lega upp­setn­ingu vind­orku­garða hér á landi.

Arð­semin byggir á aflaukn­ing­unni

Til þess að bregð­ast við þessum aðstæðum skoðar Lands­virkjun nú mögu­leika á stækkun virkj­ana á Þjórs­ár­svæði, en nú í vor gerði Alþingi breyt­ingar á lögum sem ein­falda leyf­is­ferli slíkra verk­efna. Eftir breyt­ing­una þurfa þessi verk­efni ekki að fara í gegnum Ramma­á­ætlun en þau fara engu að síður í gegnum ferli mats á umhverf­is­á­hrifum eins og við á sem og skipu­lags­ferli. Þrátt fyrir þessa ein­földun á leyf­is­veit­inga­ferl­inu munu slík verk­efni taka mörg ár í und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd og á meðan er hætt við að upp geti komið aðstæður þar sem skortur verður á afli í raf­orku­kerfi lands­ins.

Arð­semi slíkra verk­efna byggir ein­göngu á því afli eða sveigj­an­leika sem þau bæta við kerfið og verð­lagn­ing á mark­aði verður að taka mið af því. Sú litla orku­vinnsla sem bæt­ist við í kerf­inu sam­fara þessum stækk­unum skiptir litlu máli í þessu sam­bandi og hún er ekki for­senda fyrir því að ráð­ast í slík verk­efni. Það er því mis­skiln­ingur að þessi verk­efni séu ekki arð­bær án auk­ins rennslis til virkj­an­anna. Þvert á móti þurfa þau að vera arð­söm án auk­ins rennslis til virkj­an­anna og í þau verður ekki ráð­ist án þess að sú arð­semi sé tryggð.

Kjalöldu­veita ekki for­senda stækk­unar

Kjalöldu­veita hefur verið nefnd til sög­unnar í þessum sam­hengi og tengd við stækk­anir virkj­ana á Þjórs­ár­svæð­inu. Kjalöldu­veita er vissu­lega mjög hag­kvæm fram­kvæmd sem myndi auka rennsli til allra virkj­ana Lands­virkj­unar á Þjórs­ár­svæð­inu og þar með auka orku­vinnslu á svæð­inu. Umhverf­is­á­hrif veit­unnar tengj­ast fyrst og fremst minnk­uðu rennsli í fossa í Efri­-­Þjórsá en hún hefur ekki áhrif á Þjórs­ár­ver þrátt fyrir þrá­látar full­yrð­ingar þess efn­is.

Kjalöldu­veita er hins vegar ekki á dag­skrá hjá Lands­virkjun að svo stöddu. Verk­efnið er í ferli í Ramma­á­ætlun og bíður afgreiðslu þar. Mögu­legt aukið rennsli frá Kjalöldu­veitu er því ekki for­senda fyrir stækkun virkj­ana á Þjórs­ár­svæði og ekki er gert ráð fyrir því við mat á arð­semi verk­efn­anna.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vatns­afls hjá Land­virkj­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar