Raforkukerfið þarf sveigjanleika

Kjalölduveita yrði vissulega mjög hagkvæm framkvæmd, skrifar framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun, en hún er „ekki forsenda fyrir stækkun virkjana á Þjórsársvæði“.

Auglýsing

Raf­orku­kerfið þarf ekki aðeins að fram­leiða nægi­lega orku til að mæta þörfum sam­fé­lags­ins heldur þarf sveigj­an­leiki kerf­is­ins að vera nægur til að mæta breyti­legri þörf fyrir raf­orku, hvort sem er innan sól­ar­hrings­ins og vik­unnar eða milli árs­tíða. Sveigj­an­leik­inn þarf einnig að vera nægi­legur til að mæta reglu­bundnu við­haldi ásamt óvæntum bil­unum í kerf­inu þannig að tryggt sé að unnt sé að afhenda öllum við­skipta­vinum þá orku sem þeir óska eftir á hverjum tíma.

Sveigj­an­leiki núver­andi kerfis Lands­virkj­unar er ekki nægj­an­legur til að mæta þörfum við­skipta­vina fyr­ir­tæk­is­ins og nauð­syn­legt er að setja upp meira afl í virkj­unum til að auka hann. Á nýliðnum vetri voru vinnslu­met ítrekað slegin í kerfi Lands­virkj­unar þegar vinnslan fór í fyrsta sinn yfir 1900 MW og við þær aðstæður var afl í raun upp urið í kerf­inu. Hætt er við að á kom­andi vetri geti orðið aflskortur í kerf­inu sem leitt getur til þess að grípa þurfi til skerð­inga hjá við­skipta­vinum Lands­virkj­unar jafn­vel þótt nægi­legt vatn verði í miðl­un­ar­lón­um.

Auglýsing

Við þetta bæt­ist að á næstu árum og ára­tugum má búast við enn meiri þörf fyrir sveigj­an­leika í raf­orku­kerf­inu sam­hliða orku­skiptum í sam­fé­lag­inu sem og mögu­lega upp­setn­ingu vind­orku­garða hér á landi.

Arð­semin byggir á aflaukn­ing­unni

Til þess að bregð­ast við þessum aðstæðum skoðar Lands­virkjun nú mögu­leika á stækkun virkj­ana á Þjórs­ár­svæði, en nú í vor gerði Alþingi breyt­ingar á lögum sem ein­falda leyf­is­ferli slíkra verk­efna. Eftir breyt­ing­una þurfa þessi verk­efni ekki að fara í gegnum Ramma­á­ætlun en þau fara engu að síður í gegnum ferli mats á umhverf­is­á­hrifum eins og við á sem og skipu­lags­ferli. Þrátt fyrir þessa ein­földun á leyf­is­veit­inga­ferl­inu munu slík verk­efni taka mörg ár í und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd og á meðan er hætt við að upp geti komið aðstæður þar sem skortur verður á afli í raf­orku­kerfi lands­ins.

Arð­semi slíkra verk­efna byggir ein­göngu á því afli eða sveigj­an­leika sem þau bæta við kerfið og verð­lagn­ing á mark­aði verður að taka mið af því. Sú litla orku­vinnsla sem bæt­ist við í kerf­inu sam­fara þessum stækk­unum skiptir litlu máli í þessu sam­bandi og hún er ekki for­senda fyrir því að ráð­ast í slík verk­efni. Það er því mis­skiln­ingur að þessi verk­efni séu ekki arð­bær án auk­ins rennslis til virkj­an­anna. Þvert á móti þurfa þau að vera arð­söm án auk­ins rennslis til virkj­an­anna og í þau verður ekki ráð­ist án þess að sú arð­semi sé tryggð.

Kjalöldu­veita ekki for­senda stækk­unar

Kjalöldu­veita hefur verið nefnd til sög­unnar í þessum sam­hengi og tengd við stækk­anir virkj­ana á Þjórs­ár­svæð­inu. Kjalöldu­veita er vissu­lega mjög hag­kvæm fram­kvæmd sem myndi auka rennsli til allra virkj­ana Lands­virkj­unar á Þjórs­ár­svæð­inu og þar með auka orku­vinnslu á svæð­inu. Umhverf­is­á­hrif veit­unnar tengj­ast fyrst og fremst minnk­uðu rennsli í fossa í Efri­-­Þjórsá en hún hefur ekki áhrif á Þjórs­ár­ver þrátt fyrir þrá­látar full­yrð­ingar þess efn­is.

Kjalöldu­veita er hins vegar ekki á dag­skrá hjá Lands­virkjun að svo stöddu. Verk­efnið er í ferli í Ramma­á­ætlun og bíður afgreiðslu þar. Mögu­legt aukið rennsli frá Kjalöldu­veitu er því ekki for­senda fyrir stækkun virkj­ana á Þjórs­ár­svæði og ekki er gert ráð fyrir því við mat á arð­semi verk­efn­anna.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vatns­afls hjá Land­virkj­un.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar