Neyðarkall vegna ófremdarástands í málefnum hjúkrunarheimila

„Þolinmæði eldra fólks og aðstandenda er þrotin,“ skrifar formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara. „Krafan er einföld, stjórnvöld hætti að níðast á mjög veiku gömlu fólki.“

Auglýsing

Lands­fundur LEB lýsti miklum áhyggjum af stöðu eldra fólks vegna við­var­andi skorts á hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Hjúkr­un­ar­heim­ili eru fyrir mikið veikt fólk sem ekki getur lengur séð um sig sjálft m.a. vegna heila­bil­un­ar. Fólk sem þarfn­ast sól­ar­hrings­þjón­ustu ást og virð­ing­ar. Eldra fólk sem er orðið svona veikt er í veikri stöðu og verður að reiða sig alfarið á aðra. Fólk í þess­ari stöðu er varn­ar­laust og alfarið komið upp á aðra með þjón­ustu og hags­muna­gæslu.

Það er sárt að horfa upp á fram­komu stjórn­valda sem koma í veg fyrir að mjög veikt gam­alt fólk fái notið lög­bund­innar þjón­ustu og hjúkr­unar með aðgerða­leysi og tak­mörk­uðum fjár­munum til upp­bygg­ingar hjúkr­un­ar­heim­ila. Lýs­ing Mart­eins Sverr­is­sonar í Frétta­blað­inu 15. júní sl. af sam­skiptum sínum við kerfið vegna veikrar móður er átak­an­legt en ekk­ert eins dæmi.

Hans nið­ur­staða er að stjórn­völdum sé sk... sama.

Auglýsing

Nú bíða um rúm­lega 400 ein­stak­lingar eftir plássi og þar af liggja tæp­lega 100 ein­stak­lingar á LSH og bíða eftir að geta útskrif­ast og kom­ist á heim­ili þar sem þeir geta fengið þjón­ustu og aðbúnað við hæfi.

Í skýrslu Hall­dórs S. Guð­munds­sonar frá júní 2021 „Virð­ing og reisn“ er lagt mat á þörf­ina fyrir hjúkr­un­ar­heim­ili fram til árs­ins 2035 miðað við óbreytt hlut­fall 80 ára og eldri sem þarfn­ast búsetu á hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Í dag eru tæp­lega 3000 hjúkr­un­ar­rými í rekstri en miðað við óbreytt hlut­fall verður þörfin tæp­lega 4800 árið 2035.

Til að mæta þörf­inni telur Hall­dór að það þurfi rúm­lega 130 ný rými á ári sem er árleg fjár­fest­ing upp á 6 til 7. millj­arða kr.

Bjarni Guð­munds­son, trygg­inga­fræð­ingur hefur rann­sakað ald­urs­bundna dán­ar­líkur og að með­al­tali hafa lífslíkur á Íslandi auk­ist um 2,25 mán­uði á ári frá árinu 1988 eða sem nemur einu ári á hverju fimm ára tíma­bili. Allt bendir til að lífaldur Íslend­inga haldi áfram hækka og fleiri nái því að verða 80 ára og hóp­ur­inn sem verður 90 ára eldri mun stækka á næstu ára­tug­um. Þetta er jákvæð þróun en hún krefst þess að sveit­ar­fé­lög og ríki bregð­ist við á jákvæðan hátt en horfi ekki á þessa þróun sem óleys­an­legt vanda­mál.

Í fjár­lögum árs­ins 2022 og í drögum að fjár­mála­á­ætlun fyrir tíma­bilið 2023-2027 er gert ráð fyrir að fjár­festa í hjúkr­un­ar­heim­ilum fyrir 19,5 millj­arða kr. Miðað við mat Hall­dórs á bygg­ing­ar­kostn­aði við bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila ætti þessi upp­hæð að duga til að byggja um 400 rými eða um 70 rými á ári. Þetta er vænt­an­lega ofmat þar sem hluti fjár­muna muni fara í end­ur­bætur og við­hald. Þar til við­bótar kemur fram­lag sveit­ar­fé­lag­anna.

Það er ljóst að fram­an­sögðu að mark­mið stjórn­valda duga skammt til að mæta brýnni þörf til að full­nægja grunn­rétti eldra fólks, það er að tryggja því öruggt heim­ili og þjón­ustu við hæfi þegar heilsan er farin að gefa sig og það getur ekki séð um sig sjálft. Við blasir að útskrifta­vandi LSH er ekki í sjón­máli og hann mun flytj­ast inn á nýjan spít­ala að öllu óbreyttu.

Fjör Gam­alt fólk situr lasið heima og fær ekki þá aðhlynn­ingu sem það þarfn­ast og á rétt á og aðstand­endur eru örmagna.

Á und­an­förnum árum hafa margar nefndir verið skip­aðar um rekstur og upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila og í hillum ráðu­neyta er góður bunki af skýrsl­um. Því er ljóst að við þurfum ekki fleiri nefndir og skýrslur heldur fjár­magn­aða fram­kvæmda­á­ætlun og verk­efna­stjórn. Sam­hliða í stór­átaki upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila þarf að tryggja aðra og fjöl­breytt­ari búsetu­kosti fyrir eldra fólk sem tryggir greiðan aðgang að fjöl­breyttri þjón­ustu, öryggi og sam­veru.

Þol­in­mæði eldra fólks og aðstand­enda er þrot­in. Krafan er ein­föld, stjórn­völd hætti að níð­ast á mjög veiku gömlu fólki sem er varn­ar­laust gagn­vart aðgerða­leysi þeirra og tryggi því lög­bund­inn rétt að til geta búið við öryggi og fengið þjón­ustu við hæfi.

Mart­einn Sverr­is­son komst að þeirri nið­ur­stöðu að stjórn­völdum væri sk.. sama um hægi eldra fólks. Eftir sam­skipti við stjórn­völd síð­ustu miss­eri er stutt í að ég kom­ist að sömu nið­ur­stöðu.

Höf­undur er for­maður kjara­nefndar Lands­sam­bands eldri borg­ara (LEB).

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar