Neyðarkall vegna ófremdarástands í málefnum hjúkrunarheimila

„Þolinmæði eldra fólks og aðstandenda er þrotin,“ skrifar formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara. „Krafan er einföld, stjórnvöld hætti að níðast á mjög veiku gömlu fólki.“

Auglýsing

Lands­fundur LEB lýsti miklum áhyggjum af stöðu eldra fólks vegna við­var­andi skorts á hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Hjúkr­un­ar­heim­ili eru fyrir mikið veikt fólk sem ekki getur lengur séð um sig sjálft m.a. vegna heila­bil­un­ar. Fólk sem þarfn­ast sól­ar­hrings­þjón­ustu ást og virð­ing­ar. Eldra fólk sem er orðið svona veikt er í veikri stöðu og verður að reiða sig alfarið á aðra. Fólk í þess­ari stöðu er varn­ar­laust og alfarið komið upp á aðra með þjón­ustu og hags­muna­gæslu.

Það er sárt að horfa upp á fram­komu stjórn­valda sem koma í veg fyrir að mjög veikt gam­alt fólk fái notið lög­bund­innar þjón­ustu og hjúkr­unar með aðgerða­leysi og tak­mörk­uðum fjár­munum til upp­bygg­ingar hjúkr­un­ar­heim­ila. Lýs­ing Mart­eins Sverr­is­sonar í Frétta­blað­inu 15. júní sl. af sam­skiptum sínum við kerfið vegna veikrar móður er átak­an­legt en ekk­ert eins dæmi.

Hans nið­ur­staða er að stjórn­völdum sé sk... sama.

Auglýsing

Nú bíða um rúm­lega 400 ein­stak­lingar eftir plássi og þar af liggja tæp­lega 100 ein­stak­lingar á LSH og bíða eftir að geta útskrif­ast og kom­ist á heim­ili þar sem þeir geta fengið þjón­ustu og aðbúnað við hæfi.

Í skýrslu Hall­dórs S. Guð­munds­sonar frá júní 2021 „Virð­ing og reisn“ er lagt mat á þörf­ina fyrir hjúkr­un­ar­heim­ili fram til árs­ins 2035 miðað við óbreytt hlut­fall 80 ára og eldri sem þarfn­ast búsetu á hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Í dag eru tæp­lega 3000 hjúkr­un­ar­rými í rekstri en miðað við óbreytt hlut­fall verður þörfin tæp­lega 4800 árið 2035.

Til að mæta þörf­inni telur Hall­dór að það þurfi rúm­lega 130 ný rými á ári sem er árleg fjár­fest­ing upp á 6 til 7. millj­arða kr.

Bjarni Guð­munds­son, trygg­inga­fræð­ingur hefur rann­sakað ald­urs­bundna dán­ar­líkur og að með­al­tali hafa lífslíkur á Íslandi auk­ist um 2,25 mán­uði á ári frá árinu 1988 eða sem nemur einu ári á hverju fimm ára tíma­bili. Allt bendir til að lífaldur Íslend­inga haldi áfram hækka og fleiri nái því að verða 80 ára og hóp­ur­inn sem verður 90 ára eldri mun stækka á næstu ára­tug­um. Þetta er jákvæð þróun en hún krefst þess að sveit­ar­fé­lög og ríki bregð­ist við á jákvæðan hátt en horfi ekki á þessa þróun sem óleys­an­legt vanda­mál.

Í fjár­lögum árs­ins 2022 og í drögum að fjár­mála­á­ætlun fyrir tíma­bilið 2023-2027 er gert ráð fyrir að fjár­festa í hjúkr­un­ar­heim­ilum fyrir 19,5 millj­arða kr. Miðað við mat Hall­dórs á bygg­ing­ar­kostn­aði við bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila ætti þessi upp­hæð að duga til að byggja um 400 rými eða um 70 rými á ári. Þetta er vænt­an­lega ofmat þar sem hluti fjár­muna muni fara í end­ur­bætur og við­hald. Þar til við­bótar kemur fram­lag sveit­ar­fé­lag­anna.

Það er ljóst að fram­an­sögðu að mark­mið stjórn­valda duga skammt til að mæta brýnni þörf til að full­nægja grunn­rétti eldra fólks, það er að tryggja því öruggt heim­ili og þjón­ustu við hæfi þegar heilsan er farin að gefa sig og það getur ekki séð um sig sjálft. Við blasir að útskrifta­vandi LSH er ekki í sjón­máli og hann mun flytj­ast inn á nýjan spít­ala að öllu óbreyttu.

Fjör Gam­alt fólk situr lasið heima og fær ekki þá aðhlynn­ingu sem það þarfn­ast og á rétt á og aðstand­endur eru örmagna.

Á und­an­förnum árum hafa margar nefndir verið skip­aðar um rekstur og upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila og í hillum ráðu­neyta er góður bunki af skýrsl­um. Því er ljóst að við þurfum ekki fleiri nefndir og skýrslur heldur fjár­magn­aða fram­kvæmda­á­ætlun og verk­efna­stjórn. Sam­hliða í stór­átaki upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila þarf að tryggja aðra og fjöl­breytt­ari búsetu­kosti fyrir eldra fólk sem tryggir greiðan aðgang að fjöl­breyttri þjón­ustu, öryggi og sam­veru.

Þol­in­mæði eldra fólks og aðstand­enda er þrot­in. Krafan er ein­föld, stjórn­völd hætti að níð­ast á mjög veiku gömlu fólki sem er varn­ar­laust gagn­vart aðgerða­leysi þeirra og tryggi því lög­bund­inn rétt að til geta búið við öryggi og fengið þjón­ustu við hæfi.

Mart­einn Sverr­is­son komst að þeirri nið­ur­stöðu að stjórn­völdum væri sk.. sama um hægi eldra fólks. Eftir sam­skipti við stjórn­völd síð­ustu miss­eri er stutt í að ég kom­ist að sömu nið­ur­stöðu.

Höf­undur er for­maður kjara­nefndar Lands­sam­bands eldri borg­ara (LEB).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Kindle með penna og Pixel lekar
Kjarninn 3. október 2022
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar