Þjórsárver – baráttan heldur áfram

Kolbrún Haraldsdóttir segir það þyngra en tárum taki að Héraðsvötn og Kjalölduveita hafi verið færð úr verndarflokki í biðflokk í nýrri rammaáætlun Alþingis.

Auglýsing

Það er þyngra en tárum taki að verða vitni að afgreiðslu Alþingis á ramma­á­ætlun sem sam­þykkt var á dög­un­um. Sá gjörn­ingur að færa Hér­aðs­vötn og Kjalöldu­veitu úr vernd í bið­flokk er mik­ill afleik­ur. Það færir bar­áttu um nátt­úru­vernd og vernd óbyggðra víð­erna mörg skref aftur á bak. Hinn almenni leik­maður skilur orðið hvorki upp né nið­ur. Vinstri hreyf­ing­in- grænt fram­boð er rúin trausti þeirra sem trúðu því að hreyf­ingin væri málsvari nátt­úru­verndar og þess að verja nátt­úruperlur fyrir ágangi þeirra sem fyrst og fremst sjá í þeim skjót­feng­inn gróða en þeir færa ósköpin gjarnan í felu­bún­ing um mik­il­vægi orku­skipta.

Auglýsing
Þeir flokkar sem nú sitja í rík­is­stjórn eru marg ólíkir og vitað mál að mikið ber á milli þeirra þegar skoðuð er fram­ganga þeirra varð­andi virkjun og vernd í gegnum tíð­ina. Með það í huga er athygl­is­vert hversu sam­hentir flokk­arnir eru í þessu máli. En það er með miklum ólík­indum hvernig komið er fyrir þeim stjórn­ar­flokki sem kennt hefur sig við nátt­úru­vernd. Ég er ekki viss um að for­ysta VG geri sér grein fyrir því hversu mikið áfall þessi gjörn­ingur er því fólki sem barist hefur árum og ára­tugum saman fyrir vernd nátt­úru­verð­mæta í heima­byggð og í mörgum til­vikum treyst á stuðn­ing VG. Vil ég þar nefna Þjórs­ár­ver og fossa­röð­ina fal­legu í ofan­verðri Þjórsá. Þjórs­ár­verin eru eitt víðu­áttu­mesta og fjöl­breyttasta gróð­ur­svæði á hálendi Íslands og hafa alþjóð­legt mik­il­vægi, aðal­lega fyrir vatna­fugla og þar er eitt mesta heiða­gæsa­varp í heimi. Kjalöldu­veita myndi hafa óaft­ur­kræf nei­kvæð áhrif á vatna­svið og nátt­úru Ver­anna og þurrka að miklu leiti upp fossa­röð­ina, Dynk, Kjálka­vers­foss og Gljúf­ur­leit­ar­foss. Viljum við það?

Ég skrif­aði grein til handa báráttu fyrir vernd Þjórs­ár­vera sem birt­ist þann 19. mars árið 2005 en þá voru uppi áform um Norð­linga­öldu­veitu. Það eru 17 ár liðin og enn stöndum við í bar­áttu um verndun Þjórs­ár­vera, það er með ólík­indum að bar­áttan standi enn! Ég vil gera loka­orð þess­arar greinar minnar þá að loka­orðum mínum hér, þau eiga enn við „Ég hvet stjórn­völd, sveit­ar­stjórn og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök til að taka höndum saman og vinna í sam­ein­ingu að verndun Þjórs­ár­vera til fram­tíð­ar. Síð­ast en ekki síst vil ég hvetja almenn­ing til að láta sig málið varða, við berum öll sam­eig­in­lega ábyrgð á því hvernig farið er með nátt­úru lands­ins“. Bar­áttan heldur áfram.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar