Þjórsárver – baráttan heldur áfram

Kolbrún Haraldsdóttir segir það þyngra en tárum taki að Héraðsvötn og Kjalölduveita hafi verið færð úr verndarflokki í biðflokk í nýrri rammaáætlun Alþingis.

Auglýsing

Það er þyngra en tárum taki að verða vitni að afgreiðslu Alþingis á ramma­á­ætlun sem sam­þykkt var á dög­un­um. Sá gjörn­ingur að færa Hér­aðs­vötn og Kjalöldu­veitu úr vernd í bið­flokk er mik­ill afleik­ur. Það færir bar­áttu um nátt­úru­vernd og vernd óbyggðra víð­erna mörg skref aftur á bak. Hinn almenni leik­maður skilur orðið hvorki upp né nið­ur. Vinstri hreyf­ing­in- grænt fram­boð er rúin trausti þeirra sem trúðu því að hreyf­ingin væri málsvari nátt­úru­verndar og þess að verja nátt­úruperlur fyrir ágangi þeirra sem fyrst og fremst sjá í þeim skjót­feng­inn gróða en þeir færa ósköpin gjarnan í felu­bún­ing um mik­il­vægi orku­skipta.

Auglýsing
Þeir flokkar sem nú sitja í rík­is­stjórn eru marg ólíkir og vitað mál að mikið ber á milli þeirra þegar skoðuð er fram­ganga þeirra varð­andi virkjun og vernd í gegnum tíð­ina. Með það í huga er athygl­is­vert hversu sam­hentir flokk­arnir eru í þessu máli. En það er með miklum ólík­indum hvernig komið er fyrir þeim stjórn­ar­flokki sem kennt hefur sig við nátt­úru­vernd. Ég er ekki viss um að for­ysta VG geri sér grein fyrir því hversu mikið áfall þessi gjörn­ingur er því fólki sem barist hefur árum og ára­tugum saman fyrir vernd nátt­úru­verð­mæta í heima­byggð og í mörgum til­vikum treyst á stuðn­ing VG. Vil ég þar nefna Þjórs­ár­ver og fossa­röð­ina fal­legu í ofan­verðri Þjórsá. Þjórs­ár­verin eru eitt víðu­áttu­mesta og fjöl­breyttasta gróð­ur­svæði á hálendi Íslands og hafa alþjóð­legt mik­il­vægi, aðal­lega fyrir vatna­fugla og þar er eitt mesta heiða­gæsa­varp í heimi. Kjalöldu­veita myndi hafa óaft­ur­kræf nei­kvæð áhrif á vatna­svið og nátt­úru Ver­anna og þurrka að miklu leiti upp fossa­röð­ina, Dynk, Kjálka­vers­foss og Gljúf­ur­leit­ar­foss. Viljum við það?

Ég skrif­aði grein til handa báráttu fyrir vernd Þjórs­ár­vera sem birt­ist þann 19. mars árið 2005 en þá voru uppi áform um Norð­linga­öldu­veitu. Það eru 17 ár liðin og enn stöndum við í bar­áttu um verndun Þjórs­ár­vera, það er með ólík­indum að bar­áttan standi enn! Ég vil gera loka­orð þess­arar greinar minnar þá að loka­orðum mínum hér, þau eiga enn við „Ég hvet stjórn­völd, sveit­ar­stjórn og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök til að taka höndum saman og vinna í sam­ein­ingu að verndun Þjórs­ár­vera til fram­tíð­ar. Síð­ast en ekki síst vil ég hvetja almenn­ing til að láta sig málið varða, við berum öll sam­eig­in­lega ábyrgð á því hvernig farið er með nátt­úru lands­ins“. Bar­áttan heldur áfram.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar