Auglýsing

Þegar úrslit borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í Reykja­vík lágu ljós fyrir blasti við að leið Sjálf­stæð­is­flokks­ins til valda í borg­inni væri í meira lagi tor­sótt. Eini raun­hæfi mögu­leiki flokks­ins á því að kom­ast í meiri­hluta lá í gegnum sam­starf við Fram­sókn, Flokk fólks­ins og Við­reisn.

Með ákvörðun Við­reisnar um að beisla sig við Sam­fylk­ingu og Pírata í meiri­hluta­við­ræðum varð þó ljóst að ekk­ert gæti orðið af því sam­starfi. Á end­anum varð svo átaka­lítið að lenda sam­komu­lagi þess­ara þriggja flokka og Fram­sókn­ar­flokks­ins um nýtt meiri­hluta­sam­starf í Reykja­vík.

Á meðan á við­ræðum stóð og eftir að skipan nýs meiri­hluta hafði verið kynnt heyrð­ust harma­kvein úr ranni sjálf­stæð­is­manna í borg­inni og víð­ar. Orð eins og „úti­lok­un­arpóli­tík“ og „þrjósku­banda­lag“ voru nán­ast dag­legt brauð í fjöl­miðl­um.

Hildur Björns­dóttir odd­viti borg­ar­stjórn­ar­flokks­ins, fór yfir málin í útvarps­við­tali eftir að búið var að kynna nýjan meiri­hluta. Hún sagði það „vinn­u­­reglu í Sjálf­­stæð­is­­flokknum að geta starfað með öll­um“ og að við myndun nýja meiri­hlut­ans hefði verið stunduð „leið­indapóli­tík“ þar sem sam­starf við aðra flokka hefði verið úti­lokað og banda­lög myndu „til að ein­angra aðra“. „Þetta var svo­­lítið hegðun sem við kennum börn­unum okkar að sé ekki æski­­leg,“ sagði Hildur í við­tal­inu.

Í þessu við­tali og öðrum svip­uðum fór þó ekki mikið fyrir því að odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins ræddi af hverju hún teldi aðra flokka síður vilja vinna með Sjálf­stæð­is­flokknum í borg­inni. Sjálf­stæð­is­menn hafa almennt ekki rætt þau mál mik­ið, út á við hið minnsta.

Meira púður hefur verið sett í að gagn­rýna Fram­sókn­ar­flokk­inn og Einar Þor­steins­son fyrir að „svíkja lof­orð um breyt­ing­ar“ og leyfa „úti­lok­un­ar­flokk­un­um“ að teyma sig inn í „end­ur­reist meiri­hluta­sam­starf“. Í nafn­lausum rist­jórn­ar­dálki Morg­un­blaðs­ins í vik­unni var Einar sagður hafa sett „fót­inn fyrir þann vilja borg­ar­búa“ að losna við Dag B. Egg­erts­son af borg­ar­stjóra­stóli og með því hefði hann brotið sitt „ein­asta lof­orð“.

„Það gleym­ist sein­t,“ sagði höf­undur Stak­steina – varpar þannig ábyrgð á áfram­hald­andi valda­leysi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík á Einar Þor­steins­son og „úti­lok­un­ar­flokk­ana“ sem mynd­uðu meiri­hluta á miðj­unni með 55,8 pró­sent atkvæða að baki sér og 13 af 23 borg­ar­full­trú­um.

Auglýsing

Það eru þó nokkrar ástæður fyrir því að Fram­sókn, Við­reisn og jafn­vel fleiri flokkar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði þurft að ná saman við í borg­inni gátu illa hugsað sér slíkt sam­starf.

Í reynd má segja að flokk­ur­inn hafi sjálfur úti­lokað sig frá meiri­hluta­sam­starfi, bæði með vali sínu á fram­boðs­lista og sumum þeim stefnu­málum sem flokk­ur­inn setti á odd­inn í kosn­inga­bar­átt­unni.

Eins og tveir ólíkir flokkar í skipu­lags- og sam­göngu­málum

Fólkið innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík er ósam­stíga í mörgum lyk­il­málum sem snerta þróun borg­ar­innar til fram­tíð­ar. Nær ósam­rým­an­leg sjón­ar­mið hafa til dæmis verið uppi í hópi borg­ar­full­trúa flokks­ins um eitt lyk­il­mála í sam­göngu- og skipu­lags­málum innan borg­ar­innar til langrar fram­tíð­ar, upp­bygg­ingu Borg­ar­línu og tengdri upp­bygg­ingu hús­næð­is.

Hvað þetta mál varðar hafa áherslur verið ansi breyti­legar á milli frjáls­lynd­ari og íhalds­sam­ari arma flokks­ins í borg­inni. Hildur Björns­dóttir og Katrín Atla­dóttir fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi voru þannig nokkuð sér á báti innan borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins er kom að sam­göngu- og skipu­lags­málum í Reykja­vík á síð­asta kjör­tíma­bili.

Klofn­aði flokk­ur­inn nokkrum sinnum í afstöðu til mála er vörð­uðu Borg­ar­línu og fleiri skipu­lags­mál, er kosið var um þau í ráðum og nefndum borg­ar­inn­ar.

Nið­ur­staðan í próf­kjöri flokks­ins sem haldið var í mars varð á þá leið að Hildur fékk umboð til þess að leiða list­ann. Hún hefur talað fyrir breyttum ferða­venjum og fjöl­breyttum ferða­mátum í Reykja­vík, en fáir sem eru nálægt hennar línu í skipu­lags- og sam­göngu­málum fengu hins vegar braut­ar­gengi í próf­kjör­inu.

Þess í stað röð­uð­ust í næstu sæti list­ans þau Ragn­hildur Alda M. Vil­hjálms­dótt­ir, Kjartan Magn­ús­son, Marta Guð­jóns­dóttir og Björn Gísla­son, sem öll eru hluti af íhalds­sam­ari armi flokks­ins í borg­inni og á nokkuð annarri línu en Hildur í þessum mál­um. Eini borg­ar­full­trú­inn utan Hildar sem telst til frjáls­lynd­ari arms flokks­ins er Frið­jón R. Frið­jóns­son.

Nokkuð skýr skil eru þarna á milli er kemur að sam­göngu- og skipu­lags­mál­um, og kom það glögg­lega í ljós í svörum þessa hóps við spurn­ingum frá flokks­mönn­um, sem birt voru í aðdrag­anda próf­kjörs Sjálf­stæð­is­manna í vetr­ar­lok.

„Borg­ar­línan mun ekki leysa umferð­ar­vand­ann þar sem henni er ætlað að taka akreinar frá annarri umferð. Hún er óraun­hæf og kostn­aður við hana him­in­hár, auk þess sem allt er á huldu um það hver muni greiða rekstr­ar­kostnað henn­ar. Hún er því óút­fyllt ávísun á borg­ar­búa og ég mun ekki sam­þykkja tafagjöld, né aðrar álögur á borg­ar­búa vegna þessa ævin­týr­is. Borg­ar­línan er jafn­framt tíma­skekkja þegar haft er í huga að við stöndum á þrös­k­uldi bylt­inga í sam­göngum og í gerð far­ar­tækja. Auk þess er borg­ar­línan ekki ein­ungis sam­göngu­stefna heldur skipu­lags­stefna sem ég er alfarið mót­fall­in,“ sagði Marta Guð­jóns­dóttir til dæmis í svari sínu við spurn­ingu um hvort hún styddi Borg­ar­línu eins og verk­efnið liti út á teikni­borð­inu.

Í svari sínu við sömu spurn­ingu sagði Kjartan Magn­ús­son að í stað þess að festa sig í „19. aldar lausnum“ ætti Reykja­vík­­­ur­­borg að horfa til nútíðar og fram­­tíð­­ar, á lausnir eins og snjall­­stýr­ingu umferð­­ar­­ljósa, sjálfa­k­andi öku­tæki og sjálfa­k­andi almenn­ings­­sam­­göng­­ur. Hann sagð­ist hrif­inn af hug­myndum um „létt­línu“ og það sögð­ust Ragn­hildur Alda M. Vil­hjálms­dóttir og Björn Gísla­son einnig vera.

Hug­myndir um svo­kall­aða „létt­línu“ hafa helst verið settar fram af hópi sem kallar sig Áhuga­­fólk um sam­­göngur fyrir alla, sem einnig leggur til að minna fé verði sett í bættar almenn­ings­­sam­­göngur á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu en sam­­göngusátt­­mál­inn gerir ráð fyrir og þeim mun meira fé í bygg­ingu fjölda nýrra mis­­lægra gatna­­móta á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu. Þessar hug­myndir hafði Hildur Björns­dóttir áður kallað „metn­að­­ar­­lausa útgáfu af hinu fyr­ir­hug­aða hágæða almenn­ings­­sam­­göng­u­­kerf­i“ sem Borg­ar­línan á að verða.

Strax og nið­ur­stöður próf­kjörs­ins hjá Sjálf­stæð­is­flokknum lágu fyrir hermdu heim­ildir Kjarn­ans að hóp­ur­inn sem studdi Hildi teldi víst að miðað við sam­setn­ingu list­ans yrði erfitt að mynda meiri­hluta, sökum þeirrar íhalds­sömu stefnu sem mörg þeirra sem fengu braut­ar­gengi í próf­kjör­inu standa fyr­ir, sér í lagi í sam­göngu- og skipu­lags­mál­um. Sú stefna á ekki hljóm­grunn hjá meiri­hluta borg­ar­búa – og ekki í for­ystu­sveitum ann­arra stjórn­mála­afla í borg­inni.

Það hefur komið á dag­inn – og ekki myndi koma stór­kost­lega á óvart ef borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn myndi á ný klofna í afstöðu sinni til sam­göngu- og skipu­lags­mála borg­ar­innar á þessu kjör­tíma­bili.

Horna­málun í hús­næð­is­málum

Þegar horft á mál­efnin sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tefldi fram í kosn­inga­bar­átt­unni er síðan ljóst að flokk­ur­inn mál­aði sig út í horn með áherslum sínum í skipu­lags­mál­um, sér­stak­lega gagn­vart sam­starfi við Við­reisn.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn setti það inn í stefnu­skrá sína að víkja ætti alfarið frá frek­ari þétt­ingu byggðar í grónum hverfum borg­ar­innar og sagði að horfa skyldi til þess að byggja meira í jaðri borg­ar­inn­ar; í Stað­ar­hverfi í Graf­ar­vogi, Úlf­arsár­dal og á Kjal­ar­nesi. Einnig tal­aði flokk­ur­inn fyrir nýjum hverfum að Keldum og í Örfiris­ey.

Við­reisn lagði eins og aðrir flokkar sem mynd­uðu síð­asta meiri­hluta tölu­verða áherslu á þétt­ingu byggð­ar. Flokk­ur­inn sagð­ist vilja hefja upp­bygg­ing­una sem framundan er á Ártúns­höfða og ljúka skipu­lagi Keldna­lands, byggja upp sam­kvæmt skipu­lagi í Skerja­firð­inum og ráð­ast í upp­bygg­ingu hús­næðis á Skeifu­svæð­inu, við Kringl­una og í Úlf­arsár­dal, auk þess sem Við­reisn sagði að þétt­býlið á Kjal­ar­nesi mætti stækka, þannig að það gæti borið verslun og nær­þjón­ustu.

Auglýsing

Þegar þau stefnu­mál sem flokk­arnir báru fram til kjós­enda sinna eru borin saman þarf eng­inn að undr­ast það að Við­reisn hafi fremur kosið að halla sér að fyrri sam­starfs­fé­lögum í Sam­fylk­ing­unni og Pírötum og svo að Fram­sókn, sem úti­lok­aði ekki þétt­ingu innan gró­inna hverfa með sama hætti og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn.

Fram­sókn sagð­ist vilja „þétta byggð þar sem inn­­viðir leyfa og í auk­inni sátt við íbúa“ en nefndi enga sér­­staka staði innan borg­­ar­innar í því sam­hengi í stefnu­skrá sinni, en tal­aði þó um „öfluga upp­­­bygg­ingu í öllum hverfum borg­­ar­inn­­ar“. Þetta var hæfi­lega loð­ið, eins og reyndar margt annað í stefnu flokks­ins fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar.

Eiga mál­efnin ekki að ráða?

Í lýð­ræð­is­legum kosn­ingum bjóða stjórn­mála­flokkar fram hug­myndir sínar og stefnu og leggja í dóm kjós­enda. Með hlut­falls­kosn­inga­kerfi eins og er við lýði á Íslandi ger­ist það sjaldan að einn flokkur fái að ráða öllu sjálfur og því þarf oft­ast að leita sam­starfs og ein­hverra mála­miðl­ana.

Í slíku kerfi er eðli­legt að flokkar leit­ist við að vinna fremur með flokkum sem þeir eiga mál­efna­lega sam­leið með en öðrum, svo stefnur þeirra og hug­sjónir kom­ist til skila að eins miklu leyti og mögu­legt er.

Það sem ætti ekki að telj­ast eðli­legt er að vera til í að vinna með öll­um, alltaf. Og það er hrein­lega und­ar­legt að gera kröfu um að allir séu til í að vinna með þér, þegar stefn­urnar eru á skjön. Enn und­ar­legra að kalla það úti­lok­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Líkja fyrirhugaðri nýbyggingu í Mosfellsbæ við vegginn mikla í Game of Thrones
Íbúar við götuna Bjarkarholt í miðbæ Mosfellsbæjar gera sumir verulegar athugasemdir við breytingar sem stendur til að gera á deiliskipulagi uppbyggingarreits í næsta nágrenni heimilis þeirra.
Kjarninn 2. október 2022
Frá 2009 hefur embættismaður verið fluttur til í annað embætti, án þess að starfið sem um ræðir sé auglýst.
Fimmtungur embættisskipana frá 2009 án auglýsingar
Á síðustu tólf árum hefur embættismaður 67 sinnum verið fluttur í annað embætti án auglýsingar, samkvæmt samantekt forsætisráðuneytisins yfir flutning embættismanna milli embætta frá 2009 til 2022.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari