Ramminn er skakkur

Þingmaður Viðreisnar segir að ákvarðanir stjórnarflokkanna um breytingar á stöðu Héraðsvatna og Kjaldölduveitu í rammaáætlun hafi verið alvarlegar og illa rökstuddar.

Auglýsing

Kom­andi kyn­slóðum stendur ógn af lofts­lags­breyt­ingum og orku­skipti eru mik­il­vægur þáttur í að sporna gegn þeim. Metn­að­ar­full mark­mið og skuld­bind­ingar Íslands í lofts­lags­málum gera að verkum að orku­skipti eiga að vera for­gangs­mark­mið. Aðgerða er þörf í þágu orku­skipta. Til þess þarf auk­inn aðgang að end­ur­nýj­an­legri orku sem hægt er að ná fram með betri og skyn­samri nýt­ingu þeirra auð­linda sem þegar eru nýtt­ar, styrk­ingu dreifi­kerfis um landið allt, spar­semi í notkun og auk­inni orku­vinnslu. Sam­hliða ógn af lofts­lags­breyt­ingum er aukin áhersla í sam­fé­lag­inu á mik­il­vægi og verð­mæti óbyggðra víð­erna sem ríkur vilji er til að standa vörð um. Ég held að við skiljum öll að verk­efnið sem þing stóð frammi fyrir við afgreiðslu á ramma­á­ætlun var að ná fram heil­brigðu jafn­vægi milli nýt­ingar og vernd­ar.

Þá hefur mikla þýð­ingu að leik­reglur séu skýrar og að eiga stjórn­tæki á borð við ramma­á­ætl­un. Ramma­á­ætlun er lyk­ill­inn að því að stuðla að sem mestri sátt um þá nýju orku­vinnslu sem þarf til að klára orku­skipti Íslands og standa undir nýjum grænum iðn­aði á Íslandi. Jafn­framt skiptir máli að gagn­sæi og almanna­hags­munir séu leið­ar­stef stjórn­valda þegar grund­vall­ar­á­kvarð­anir á borð við þessar eru tekn­ar.

Töfin hefur bitnað á hags­munum almenn­ings

Sama til­laga og þingið fjallar núna um hefur áður verið lögð fram í þrí­gang en ekki náð fram að ganga. Síðan þá hefur aukin áhersla verið lögð á orku­skipti og orku­ör­yggi. Það er því fagn­að­ar­efni að ramma­á­ætlun sé loks að ná fram að ganga. Það er aug­ljóst hags­muna­mál fyrir orku­skipti og orku­geir­ann en fyrst og fremst almenn­ing í land­inu. En fyr­ir­heit um orku­skipti verða bara orðin tóm ef það fylgir ekki hvernig á að tryggja fram­boð og afhend­ingu raf­orku. Þetta ár hefur und­ir­strikað ræki­lega að það þarf að styrkja flutn­ings­kerf­ið. Hér þarf að sama skapi að horfa á stóru mynd­ina. Leiðin til að ná fram metn­að­ar­fullum mark­miðum er skýr hug­mynda­fræði og skýr verk­stjórn. Það eru mikil tæki­færi fyrir Ísland í þessum mála­flokki, sem þarf að sækja. Ísland getur orðið leið­andi ríki ef vel er að verki stað­ið.

Auglýsing

Lær­dómur þessa ferlis er m.a. að færri kostir verði til umfjöll­unar við næsta skref til að auð­velda verkið og koma í veg fyrir að ákvarð­anir séu teknar á grund­velli gagna sem eru komin til ára sinna. Annar lær­dómur er að heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun er tíma­bær. Lög­gjöfin verður að vera þess umkomin að ná fram mark­miðum um orku­ör­yggi, orku­sjálf­stæði og sjálf­bærni. Ramm­inn núna tekur ekki til­lit til umhverf­is­á­hrifa teng­inga við raf­orku­kerf­ið, það er hver umhverf­is­á­hrif raf­lína eru sem þarf að setja upp vegna virkj­ana. Við end­ur­skoðun lag­anna sem von­andi er fram undan verður meg­in­mark­miðið að vera að tryggja fag­leg vinnu­brögð sem eru byggð á mál­efna­legum for­sendum fyrir ákvörð­unum í þágu almanna­hags­muna.

Alþingis að taka ákvarð­anir

Í allri þeirri umræðu sem nú fer fram um póli­tík rík­is­stjórn­ar­innar með breyt­ingum á flokkun virkj­un­ar­kosta skiptir máli að það er ekki eitt og sér gagn­rýni­vert að gera til­lögur að breyt­ing­um. Það sem skiptir máli er á hvaða for­sendum það er gert. Jákvætt er t.d. að í fyrsta sinn eru til­greindir virkj­un­ar­kostir í vind­orku í ramma­á­ætl­un. Það er þýð­ing­ar­mikið skref. Al­þingi er ekki heldur bundið af til­lögum verk­efn­is­stjórn­ar og það er eðli­legt er að end­an­leg ákvörðun sé á hendi þeirra sem bera á henni póli­tíska ábyrgð. Þingið fær til­lögur í hendur sem það vinnur úr. Það er ein­fald­lega hlut­verk þings­ins. Ákvarð­anir þings­ins verða hins vegar að vera byggðar á sterkum rökum í þágu almanna­hags­muna. Breyt­ingar sem þingið gerir eiga að vera ræki­lega rök­studd­ar, byggðar á skýrum for­sendum og mik­il­vægar breytur verða að vera uppi á borð­um, svo sem um hag­kvæmni virkj­un­ar­kosta og þjóð­fé­lags­leg áhrif.

Þegar þessi mæli­stika er sett á nið­ur­stöðu meiri­hlut­ans í gær fellur rík­is­stjórnin á próf­inu hvað varðar til­teknar til­lög­ur. Breyt­inga­til­lögur um Hér­aðs­vötn og Kjalöldu­veitu eru alvar­legar og illa rök­studd­ar. Um Hér­aðs­vötn verður að segja hið aug­ljósa. Rök­stuðn­ingur þar að baki er ein­fald­lega veik­ur. Allt bendir til að hér hafi póli­tísk hags­munir leitt af sér nið­ur­stöðu sem fer gegn fag­legu mati og verður ekki rök­studd með því að ríkir almanna­hags­munir hafi verið að baki. Þessi til­laga rík­is­stjórn­ar­innar er dap­ur­legur loka­sprettur á ann­ars vand­aðri vinnu umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar. Nið­ur­staðan um Kjalöldu­veitu vekur upp stórar spurn­ing­ar. Ekki eru færð fram rök fyrir hvers vegna þarf að meta þann kost aft­ur. Rökin í umfjöllun um neðri hluta Þjórsár eru sömu­leiðis nokkuð mis­vísandi. Talað er um að líta á svæðið sem heild. Engu að síður áréttar meiri hlut­inn að virkj­un­ar­kost­ur­inn Hvamms­virkjun standi óbreytt­ur. Hver er þá nið­ur­stað­an? Var mark­miðið að skila af sér nið­ur­stöðu sem skap­aði óvissu?

Og myndin er bjöguð

Við­reisn hefur talað fyrir því sjón­ar­miði að orku­fyr­ir­tæki skuli nýta sem best þá raf­orku sem má fram­leiða á núver­andi virkj­ana­svæð­um. Flokk­unin frá verk­efna­stjórn virð­ist að meg­in­stefnu byggj­ast á sömu nálg­un. Meiri hlut­inn hefur nú vikið frá þessum við­miðum um ákveðna kosti án þess að fyrir liggi sterkur rök­stuðn­ing­ur. Þá er ekki heldur fjallað um hversu mikil raf­orka fær­ist milli flokka sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lög­unum í heild sinni, né um hag­kvæmni virkj­un­ar­kosta sem fær­ast milli flokka eða þjóð­hags­leg áhrif þeirra.

Vís­ind­anna er að svara því hvað mark­mið um orku­skipti krefj­ast mik­illar orku. Stjórn­mál­anna er hins vegar að svara hvaðan sú orka á að koma og hver for­gangs­röð­unin á að vera. Og stjórn­mál­anna er að svara því hvernig á að ná fram til orku­skiptum og kolefn­is­hlut­leysi árið 2040.

Hug­mynda­fræði rammans gengur út að meta kosti og rök að baki nið­ur­stöð­um. Það er hug­mynda­fræði rík­is­stjórn­ar­innar sem er veiki hlekk­ur­inn, því stórar ákvarð­anir liggja nú í loft­inu án þess að hafa rökin með sér. Fyrir vikið hangir ramm­inn skakkur og myndin í ramm­anum verður bjög­uð. 

Höf­undur er þing­maður Við­reisnar og vara­for­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefndar

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar