Umhverfisvæn orkuöflun og orkunýting til húshitunar og orkuskiptin

Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins segir að ef ríkisstjórnin meini eitthvað með yfirýsingum sínum um orkuskiptin eigi hún að styðja betur við kaup íbúa á köldum svæðum á tækjabúnaði á borð við varmadælur.

Auglýsing

Fyrir Alþingi hefur legið frum­varp til breyt­ingar á lögum um nið­ur­greiðslur hús­hit­un­ar­kostn­að­ar. Í frum­varp­inu er lagt til að styrkir verði í formi ein­greiðslu til íbúð­ar­eig­enda sem fjár­festa í tækja­bún­aði er leiðir til umhverf­is­vænnar orku­öfl­unar og bættrar orku­nýt­ingar við hús­hit­un. Styrk­ur­inn tekur mið af kostn­aði við kaup á tækja­bún­aði og upp­setn­ingu utan dyra og er þar sér­stak­lega horft til varma­dælna.

Styrk­ur­inn skal sam­kvæmt frum­varp­inu jafn­gilda helm­ingi kostn­aðar við kaup á tækja­bún­aði, sem leiðir til umhverf­is­vænnar orku­öfl­unar og/eða bættrar orku­nýt­ingar við hús­hit­un, að hámarki 1 millj. kr. Styrkirnir eru samn­ings­bundnir til 15 ára á við­kom­andi hús­eign. Atvinnu­vega­nefnd lagði til hækkun á hámarki í 1,3 millj­ónir kr. Sam­kvæmt athugun Orku­stofn­unar fer kostn­aður slíks tækja­bún­aður almennt ekki yfir 2 millj­ónir króna. Þetta er van­á­ætl­að, kostn­að­ur­inn er nær 2,6 – 3 millj­ónir króna.

Hér er mikið hags­muna­mál fyrir íbúa lands­byggð­ar­innar sem nýta raf­orku til hús­hit­unar á köldum svæðum lands­ins, þar sem nýt­ing jarð­hita er ekki mögu­leg. Málið er liður í orku­skiptum og það bæði eykur tekjur rík­is­sjóðs og sparar rík­inu tölu­verð útgjöld til lengri tíma.

Auglýsing

Með varma­dælu og öðrum orku­spar­andi bún­aði er gert ráð fyrir að hægt verði að losa um allt að 110 GWst í aðra notk­un. Það sam­svarar raf­orku­notkun 50 þús­und raf­bíla. Þessar 110 GWst sem fara í aðra notkun munu við það fær­ast úr 11% virð­is­auka­skatti fyrir raf­hitun í 24% virð­is­auka­skatt fyrir aðra raf­orku­notk­un. Það mun auka tekjur rík­is­sjóðs veru­lega.

Aukin notkun á tækja­bún­aði til umhverf­is­vænnar orku­öfl­unar og/eða bættrar orku­nýt­ingar við hús­hitun mun einnig lækka útgjalda­þörf rík­is­ins til nið­ur­greiðslna vegna hús­hit­unar til lengri tíma. Ríkið sparar í formi lægri útgjalda.

Íbúð­ar­eig­end­ur, sem fjár­festa í umhverf­is­vænni orku­öflun og bættri orku­nýt­ingu, eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparn­aði rík­is­ins af fjár­fest­ingum sín­um.

Í ljósi þess hve mik­il­vægt er að stuðla að orku­skiptum og í ljósi þess að umræddir styrkir munu til lengri tíma litið lækka útgjald rík­is­ins, ætti að hækka styrk­ina í úr helm­ingi kostn­aðar í þrjá fjórðu (75%) hluta kostn­aðar og að hámark styrkja verði 1,5 millj. kr.

Frum­varpið gerir ráð fyrir að hækkun útgjalda verði fjár­mögnuð með auknu 50 milljón króna árlegu útgjalda­svig­rúmi á mál­efna­sviði 15 Orku­mál frá og með 2023 og það sem eftir stendur með ráð­stöfun fjár­heim­ilda af mál­efna­sviði 17 Umhverf­is­mál sem ætl­aðar eru til orku­skipta. Lög­fest­ing frum­varps­ins mun því ekki hafa nein fjár­hags­á­hrif á rík­is­sjóð. Hækkun styrks úr helm­ingi (50%) í þrjá fjórðu (75%) kostn­aðar íbúð­ar­eig­anda við tækja­kaup leiðir líka til að hlut­falls­legrar hækk­unar á ofan­greindu árlegu útgjalda­svig­rúmi um 25 millj­ónir króna.

Í frum­varp­inu kemur fram að losa þarf raf­orku til nauð­syn­legra orku­skipta á næstu árum og að með auk­inni notkun varma­dælna við hús­hitun í stað raf­hit­unar spar­ast mikil raf­orka sem þá er hægt að nýta á annan hátt, t.d. til orku­skipta í sam­göng­um.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar er mikið talað um orku­skipti. Þar kemur fram að leggja eigi áherslu á mark­vissar og metn­að­ar­fullar aðgerðir til að hraða orku­skiptum á öllum svið­um. Mark­miðið er að Ísland nái kolefn­is­hlut­leysi og fullum orku­skiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarð­efna­elds­neyti fyrst ríkja. Orku­skipti á að verða ríkur þáttur í fram­lagi Íslands til að ná árangri í bar­átt­unni við lofts­lags­vána sam­hliða því að styrkja efna­hags­lega stöðu lands­ins og verða í for­ystu í orku­skiptum á alþjóða­vísu. Styðja á orku­skipti á lands­vísu með áherslu á að horfa til orku­tengdra verk­efna og grænnar orku­fram­leiðslu. Byggða­á­ætlun á að styðja við græn umskipti um allt land.

Þetta eru háleit mark­mið um orku­skipti í land­inu þar sem hraða á orku­skiptum á öllum sviðum og ná fullum orku­skiptum fyrir árið 2040 og verða þá óháð jarð­efna­elds­neyti fyrst ríkja. Ísland á að vera í for­ystu í orku­skiptum á alþjóða­vísu og kveða á um þau í byggða­á­ætl­un.

Meini rík­is­stjórnin eitt­hvað með yfir­lýs­ingum sínum í stjórn­ar­sátt­mál­anum um orku­skipti, er ljóst að íbúð­ar­eig­endur sem fjár­festa tækja­bún­aði sem leiðir til umhverf­is­vænni orku­öfl­unar og bættrar orku­nýt­ingar eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparn­aði rík­is­ins. Það verður ekki gert með því að íbúð­ar­eig­endur á lands­byggð­inni stofni til mik­illa útgjalda við kaup á tækja­bún­aði sem gerir þau mögu­leg. Það eru útgjöld sem nema um 1,3 – 1,5 milljón króna með helm­ings­styrk og með 75% styrk 650 – 750 þús­und krón­ur. Mik­il­vægt er því að þessi mik­il­vægi styrkur verði auk­inn frekar en kveðið nú er ætl­un­in. Með því væri settur kraftur í umhverf­is­vænni orku­öfl­unar og bætta orku­nýt­ingu á lands­byggð­inni.

Höf­undur er þing­maður Flokks fólks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar