Af hverju skiptir kvennasáttmálinn máli?

Rut Einarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, skrifar um kvennasáttmálann og spyr hvort Ísland þurfi ekki að vera öðrum þjóðum fyrirmynd í jafnréttismálum.

Auglýsing

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkja­banda­lag Íslands hafa skilað inn sam­eig­in­legri skugga­skýrslu til nefndar sem starfar á grund­velli samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart konum (Kvenna­sátt­mál­ans). Nefndin und­ir­býr nú fund þar sem full­trúar íslenska rík­is­ins munu sitja fyrir svörum um fram­kvæmd Kvenna­sátt­mál­ans.

Ísland hefur trónað á toppi lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins (e. World Economic For­um) síð­ustu ár og má því segja að Ísland standi öðrum þjóðum framar þegar kemur að jafn­rétti kynj­anna, enda hæla stjórn­völd sér oft af því á alþjóða­vett­vangi. En hvað þýðir það í stóra sam­heng­inu? Þýðir það ekki að við þurfum að vera öðrum þjóðum fyr­ir­mynd og passa að við­halda og bæta jafn­rétti hér á landi á sama tíma og við styðjum við aðrar þjóð­ir?

Ísland und­ir­rit­aði Kvenna­sátt­mál­ann árið 1980, en hann var ekki full­giltur af Alþingi fyrr en 1985 eftir mik­inn þrýst­ing frá kvenna­sam­tök­um. Með full­gild­ingu skuld­binda íslensk stjórn­völd sig til þess að fara eftir sátt­mál­anum bæði við laga­gerð og þegar mál fara fyrir dóm­stóla. Nú erum við vissu­lega með sterk jafn­rétt­islög á Íslandi en samn­ing­ur­inn hefur þó ekki verið að fullu inn­leiddur í íslenska lög­gjöf. Þrátt fyrir að dóm­stólar eigi að horfa til alþjóð­legra sátt­mála þegar dómar eru felld­ir, þá sjáum við það ítrekað að það virð­ist gleym­ast og ein­göngu sé farið eftir íslenskum lög­um, sem ekki eru jafn sterk og kvenna­sátt­mál­inn þegar kemur að mis­munun gagn­vart kon­um.

Auglýsing

Sem dæmi um það má nefna þá gagn­rýni sem við setjum fram í skugga­skýrsl­unni sem nú hefur verið send til CEDAW nefnd­ar­inn­ar.

Í 5. gr. sátt­mál­ans kemur m.a. fram að aðild­ar­ríkin skuli gera allar við­eig­andi ráð­staf­anir til að breyta félags­legum og menn­ing­ar­legum hegð­un­ar­venjum karla og kvenna með það fyrir augum að takast megi að upp­ræta for­dóma og venjur sem byggj­ast á hug­mynd­inni um van­mátt eða ofur­mátt ann­ars hvort kyns­ins eða á við­teknum hlut­verkum karla og kvenna. Enn er náms- og starfs­val kynj­anna kyn­bundið hér á landi. Ábyrgð á heim­ilum og börnum er enn oft á herðum kvenna og hér ríkja enn ákveðnar hug­myndir um það hvað hvoru kyni um sig leyf­ist, sem m.a. birt­ast í starfs- og náms­vali. Það þarf sam­stillt átak stjórn­valda til þess að bæta úr þessu. Til þess þarf t.d. að gera kynja­fræði að skyldu­fagi á öllum skóla­stig­um, eins og kemur fram í skugga­skýrsl­unni.

Í 6. gr. sátt­mál­ans er áhersla á að koma í veg fyrir man­sal og vændi sem hefur fengið mjög aukið vægi á síð­ustu árum, en þrátt fyrir það eru ekki nægi­leg úrræði fyrir konur í vændi eða sem lenda í man­sali. Sam­kvæmt Eurostat hefur vændi auk­ist gríð­ar­lega á árunum 2016-2019 á Íslandi, en þrátt fyrir það er ekki nægi­legt fjár­magn hjá lög­reglu til þess að rann­saka man­sal á kon­um, eða til að aðstoða þær sem lenda í því. Sam­tökin hvetja því stjórn­völd í skugga­skýrsl­unni m.a. Til að auka fjár­magn til lög­regl­unnar til þess að rann­saka þetta og koma í veg fyrir man­sal á Íslandi, sem og við köllum eftir auknu fjár­magni til þess að styðja við þolend­ur.

Það er ekki ein­ungis mik­il­vægt fyrir jafn­rétti á Íslandi að sátt­mál­inn sé inn­leiddur að fullu hér­lend­is, heldur skiptir það einnig máli á alþjóða­skala. Við höfum ekki náð jafn­rétti fyrr en jafn­rétti hefur verið náð alls stað­ar. Reglu­lega fá íslenskar kvenna­hreyf­ingar gagn­rýni fyrir að vera of kröfu­harð­ar, því jafn­rétti er mun verra í öðrum löndum og megum við því prísa okkur sælar hér­lend­is. Þar komum við að ábyrgð Íslands sem það land sem trónar á toppi allra lista yfir kynja­jafn­rétti í lönd­um. Með því að inn­leiða kvenna­sátt­mál­ann í íslensk lög sýnum við í verki að við virðum alþjóða­skuld­bind­ing­ar, tökum jafn­rétti kynj­anna alvar­lega og styðjum um leið við það að styrkja jafn­rétti á heims­mæli­kvarða því það er mik­il­vægt að það sé sam­ræmi í lögum um jafn­rétti á milli landa. Því fleiri lönd sem inn­leiða sátt­mál­ann, því nær erum við að ná jafn­rétti.

Fram­kvæmd Íslands á Kvenna­sátt­mál­anum verður tekin fyrir á fundi nefnd­ar­innar í Genf í febr­úar 2023. Í skugga­skýrslu sam­tak­anna er bent á hvað betur má fara í starfi íslenska rík­is­ins til að útrýma mis­munun gagn­vart konum og hafa þau því enn tæki­færi til þess að gera betur áður en staða Íslands gagn­vart sátt­mál­anum verður tekin fyrir í febr­ú­ar. Mun full­trúi sam­tak­anna sem skrif­uðu skugga­skýrsl­una einnig ávarpa und­ir­bún­ings­nefnd fund­ar­ins þann 4. júlí þar sem farið verður ítar­legar í þau atriði sem fram koma í skugga­skýrslu sam­tak­anna.

Höf­undur er fram­kvæmda­stýra Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar