Af hverju skiptir kvennasáttmálinn máli?

Rut Einarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, skrifar um kvennasáttmálann og spyr hvort Ísland þurfi ekki að vera öðrum þjóðum fyrirmynd í jafnréttismálum.

Auglýsing

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkja­banda­lag Íslands hafa skilað inn sam­eig­in­legri skugga­skýrslu til nefndar sem starfar á grund­velli samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart konum (Kvenna­sátt­mál­ans). Nefndin und­ir­býr nú fund þar sem full­trúar íslenska rík­is­ins munu sitja fyrir svörum um fram­kvæmd Kvenna­sátt­mál­ans.

Ísland hefur trónað á toppi lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins (e. World Economic For­um) síð­ustu ár og má því segja að Ísland standi öðrum þjóðum framar þegar kemur að jafn­rétti kynj­anna, enda hæla stjórn­völd sér oft af því á alþjóða­vett­vangi. En hvað þýðir það í stóra sam­heng­inu? Þýðir það ekki að við þurfum að vera öðrum þjóðum fyr­ir­mynd og passa að við­halda og bæta jafn­rétti hér á landi á sama tíma og við styðjum við aðrar þjóð­ir?

Ísland und­ir­rit­aði Kvenna­sátt­mál­ann árið 1980, en hann var ekki full­giltur af Alþingi fyrr en 1985 eftir mik­inn þrýst­ing frá kvenna­sam­tök­um. Með full­gild­ingu skuld­binda íslensk stjórn­völd sig til þess að fara eftir sátt­mál­anum bæði við laga­gerð og þegar mál fara fyrir dóm­stóla. Nú erum við vissu­lega með sterk jafn­rétt­islög á Íslandi en samn­ing­ur­inn hefur þó ekki verið að fullu inn­leiddur í íslenska lög­gjöf. Þrátt fyrir að dóm­stólar eigi að horfa til alþjóð­legra sátt­mála þegar dómar eru felld­ir, þá sjáum við það ítrekað að það virð­ist gleym­ast og ein­göngu sé farið eftir íslenskum lög­um, sem ekki eru jafn sterk og kvenna­sátt­mál­inn þegar kemur að mis­munun gagn­vart kon­um.

Auglýsing

Sem dæmi um það má nefna þá gagn­rýni sem við setjum fram í skugga­skýrsl­unni sem nú hefur verið send til CEDAW nefnd­ar­inn­ar.

Í 5. gr. sátt­mál­ans kemur m.a. fram að aðild­ar­ríkin skuli gera allar við­eig­andi ráð­staf­anir til að breyta félags­legum og menn­ing­ar­legum hegð­un­ar­venjum karla og kvenna með það fyrir augum að takast megi að upp­ræta for­dóma og venjur sem byggj­ast á hug­mynd­inni um van­mátt eða ofur­mátt ann­ars hvort kyns­ins eða á við­teknum hlut­verkum karla og kvenna. Enn er náms- og starfs­val kynj­anna kyn­bundið hér á landi. Ábyrgð á heim­ilum og börnum er enn oft á herðum kvenna og hér ríkja enn ákveðnar hug­myndir um það hvað hvoru kyni um sig leyf­ist, sem m.a. birt­ast í starfs- og náms­vali. Það þarf sam­stillt átak stjórn­valda til þess að bæta úr þessu. Til þess þarf t.d. að gera kynja­fræði að skyldu­fagi á öllum skóla­stig­um, eins og kemur fram í skugga­skýrsl­unni.

Í 6. gr. sátt­mál­ans er áhersla á að koma í veg fyrir man­sal og vændi sem hefur fengið mjög aukið vægi á síð­ustu árum, en þrátt fyrir það eru ekki nægi­leg úrræði fyrir konur í vændi eða sem lenda í man­sali. Sam­kvæmt Eurostat hefur vændi auk­ist gríð­ar­lega á árunum 2016-2019 á Íslandi, en þrátt fyrir það er ekki nægi­legt fjár­magn hjá lög­reglu til þess að rann­saka man­sal á kon­um, eða til að aðstoða þær sem lenda í því. Sam­tökin hvetja því stjórn­völd í skugga­skýrsl­unni m.a. Til að auka fjár­magn til lög­regl­unnar til þess að rann­saka þetta og koma í veg fyrir man­sal á Íslandi, sem og við köllum eftir auknu fjár­magni til þess að styðja við þolend­ur.

Það er ekki ein­ungis mik­il­vægt fyrir jafn­rétti á Íslandi að sátt­mál­inn sé inn­leiddur að fullu hér­lend­is, heldur skiptir það einnig máli á alþjóða­skala. Við höfum ekki náð jafn­rétti fyrr en jafn­rétti hefur verið náð alls stað­ar. Reglu­lega fá íslenskar kvenna­hreyf­ingar gagn­rýni fyrir að vera of kröfu­harð­ar, því jafn­rétti er mun verra í öðrum löndum og megum við því prísa okkur sælar hér­lend­is. Þar komum við að ábyrgð Íslands sem það land sem trónar á toppi allra lista yfir kynja­jafn­rétti í lönd­um. Með því að inn­leiða kvenna­sátt­mál­ann í íslensk lög sýnum við í verki að við virðum alþjóða­skuld­bind­ing­ar, tökum jafn­rétti kynj­anna alvar­lega og styðjum um leið við það að styrkja jafn­rétti á heims­mæli­kvarða því það er mik­il­vægt að það sé sam­ræmi í lögum um jafn­rétti á milli landa. Því fleiri lönd sem inn­leiða sátt­mál­ann, því nær erum við að ná jafn­rétti.

Fram­kvæmd Íslands á Kvenna­sátt­mál­anum verður tekin fyrir á fundi nefnd­ar­innar í Genf í febr­úar 2023. Í skugga­skýrslu sam­tak­anna er bent á hvað betur má fara í starfi íslenska rík­is­ins til að útrýma mis­munun gagn­vart konum og hafa þau því enn tæki­færi til þess að gera betur áður en staða Íslands gagn­vart sátt­mál­anum verður tekin fyrir í febr­ú­ar. Mun full­trúi sam­tak­anna sem skrif­uðu skugga­skýrsl­una einnig ávarpa und­ir­bún­ings­nefnd fund­ar­ins þann 4. júlí þar sem farið verður ítar­legar í þau atriði sem fram koma í skugga­skýrslu sam­tak­anna.

Höf­undur er fram­kvæmda­stýra Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komið að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar