Pólitísk stjórnsýsla hindrar virkjunarkosti vindorku á samkeppnismarkaði

Skúli Thoroddsen lögfræðingur skrifar að vissulega geymi Ísland stóran hluta óspilltustu víðerna í Evrópu sem þurfi að vernda. „Þar verður að sjálfsögðu ekki virkjuð vindorka nema að ígrunduðu máli. Það þarf samt enga rammaáætlun til.“

Auglýsing

Tæki­færi í auk­inni vist­vænni orku eru aug­ljós, eins og dæmi sanna, einkum þessi miss­erin þegar stríð geisar og orku­skortur ríkir í Evr­ópu. Samt er engin fram­tíð­ar­sýn stjórn­valda um nýt­ingu vind­orku hér á landi, nema ef vera skyldi í þágu Lands­virkj­un­ar?

Um raf­orku gilda sömu lög­mál eins og um hverja aðra vöru á mark­aði. Mun­ur­inn er sá að flutn­ingur raf­orku er háður eft­ir­lits­skyldri starf­semi Lands­nets og dreifi­veitna m.a. um arð­semi þeirra að til­teknu hámarki. Virkj­un­ar­að­ili greiðir tengigjöld sem hækkar ekki álögur til almenn­ings. Um virkj­un­ar­leyfi vind­orku gilda ákvæði raf­orku­laga, m.a. um að fyrir liggi skipu­lag sveit­ar­fé­lags, mat á umhverf­is­á­hrifum og tengi­samn­ingur við Lands­net. Þá þarf fram­kvæmda­leyfi sveit­ar­fé­lags. Flókn­ara er það nú ekki.

Fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra VG barð­ist með oddi og egg fyrir þeirri vafasömu laga­túlkun að vind­orka félli undir s.k. ramma­á­ætl­un, að það væri rík­is­ins að ákveða hvar vindur væri virkj­aður og hvar ekki, en ekki sveit­ar­fé­laga eins og stjórn­ar­skráin gerir þó ráð fyr­ir. Ráð­herr­ann taldi vind­inn vera land­svæði þar sem er að finna orku­auð­lind. En vindur er alls stað­ar. Það þarf að vernda víð­ernin var þá sagt. Víð­erni á hálendi Íslands eru að stórum hluta þjóð­­lendur og með þær fer for­­sæt­is­ráð­herra. Aðeins örbrot þessa lands hefur verið frið­­lýst sem víð­erni. Engin stefna er um frið­­lýs­ingu víð­erna á Íslandi frekar en um virkjun vind­orku. Eina frið­­lýsta víð­ernið á Íslandi er land í eigu einka­að­ila, Drangar á Strönd­um. Til sanns vegar má færa að Ísland geymi stóran hluta af óspillt­­ustu víð­ernum vestur Evr­­ópu sem sé mik­il­vægt að vernda. Ég tek undir það. Þar verður að sjálf­sögðu ekki virkjuð vind­orka nema að ígrund­uðu máli. Það þarf samt enga ramma­á­ætlun til. Þjóð­lendum verður ekki haggað án sam­þykkis for­sæt­is­ráð­herra sam­kvæmt þjóð­lendulög­um. Raf­orku­lög­in, afstaða sveit­ar­fé­lags, skipu­lags­lög og lög um mat á umhverf­is­á­hrifum tryggja full­kom­lega það sem ramma­á­ætlun er ætlað að vernda innan sem utan þjóð­lendu. Ekk­ert bendir til að núver­andi umhverf­is­ráð­herra sé að fatta þetta, svo það sé nú sagt, ekki frekar en meiri­hluti umhverfis og sam­göngu­nefndar Alþingis ef marka má nýj­ustu fréttir þaðan um Búr­fellslund í ramma­á­ætlun að til­lögu nefnd­ar­inn­ar, NB í þágu Lands­virkj­un­ar, Búr­fellslundur er innan þjóð­lendu. Póli­tíkin og stjórn­sýslan hindra hins vegar virkjun vind­orku á sam­keppn­is­mark­aði utan þjóð­lendu í stað þess að fara bara að gild­andi lög­um.

Auglýsing

Hin til­finn­inga­ríka afstaða gegn vind­orku­verum hefur tafið upp­bygg­ingu vind­orku­garða í a.m.k. sjö ár, svo ég taki dæmi að und­ir­bún­ingi vind­orku­vers vestur í Döl­um, utan víð­ern­is, fjarri alfara­leið manna og ferðum fugla. Það tók Skipu­lags­stofnun tæp tvö ár að afgreiða mats­á­ætlun vegna mats á umhverf­is­á­hrifum virkj­un­ar­kosts­ins. Átti að taka fjórar vik­ur. Eftir að stofn­unin hafði verið kærð fyrir slóða­skap í máls­með­ferð var mats­á­ætlun loks sam­þykkt á þeim bæ. Næst neit­aði Skipu­lags­stofnun Dala­byggð um stað­fest­ingu á breyt­ingu á aðal­skipu­lagi vegna virkj­un­ar­inn­ar, tafði þar með málið enn frekar í fleiri mán­uði, vegna þess að fyr­ir­huguð virkjun væri ekki í ramma­á­ætlun og vís­aði loks á inn­við­a­ráð­herra, sem tók undir þvæl­una og sökk í fen fárán­leik­ans og neit­aði líka að stað­festa skipu­lag­ið, vegna þess „að virkj­unin er ekki í ramma­á­ætlun að mati Skipu­lags­stofn­un­ar.“ Orku­stofnun var á önd­verðu meiði. Leitað hefur verið álits Umboðs­manns alþingis á þess­ari væg­ast sagt óvenju­legu stjórn­sýslu.

Fyr­ir­sjá­an­legar frek­ari tafir á máls­með­ferð fyrir virkj­un­ar­kost­inn í Döl­unum má ætla 4 til 7 ár, fangi menn ekki skyn­semi sína. Taf­irnar yrðu enn meiri fyrir aðra virkj­un­ar­kosti í vindi utan þjóð­lendu, ætli menn að fella vind­orku­kosti undir vald rík­is­ins í ramma­á­ætl­un, þar sem sveit­ar­fé­lög ættu að ráða för sam­kvæmt stjórn­ar­skrá. Ramma­á­ætlun varðar fyrst og fremst virkj­un­ar­kosti í jarð­varma og vatns­afli og er mik­il­væg þess vegna. Það á ekki við um vind­orku. Það er af og frá. Lands­net hefur líka rugl­ast í rím­inu og neitað að hefja við­ræður um tengi­samn­ing við virkj­un­ar­að­il­ann fyrir vest­an. Ástæðan er óvissa um ramma­á­ætl­un. Sú ákvörðun Lands­nets var kærð til Orku­stofn­unar í júlí í fyrra og er þar enn til skoð­un­ar, skoð­unar sem eðli­lega ætti að taka tvær til þrjár vik­ur. Kannski er nýr Orku­mála­stjóri enn ekki búinn að ná átt­um.

Það er ann­ars alveg maka­laust hvað íslensk stjórn­sýsla er óburðug og bernsk. Hún ræður ekki við ein­föld­ustu verk­efni. Getur ekki tekið afstöðu, dregur lapp­irn­ar, fag­lega ófær um að taka rök­studda kær­an­lega afstöðu sem bera mætti eftir atvikum undir dóm­stóla. En þetta er svo sem ekk­ert eins­dæmi. Því mið­ur.

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar