Pólitísk stjórnsýsla hindrar virkjunarkosti vindorku á samkeppnismarkaði

Skúli Thoroddsen lögfræðingur skrifar að vissulega geymi Ísland stóran hluta óspilltustu víðerna í Evrópu sem þurfi að vernda. „Þar verður að sjálfsögðu ekki virkjuð vindorka nema að ígrunduðu máli. Það þarf samt enga rammaáætlun til.“

Auglýsing

Tæki­færi í auk­inni vist­vænni orku eru aug­ljós, eins og dæmi sanna, einkum þessi miss­erin þegar stríð geisar og orku­skortur ríkir í Evr­ópu. Samt er engin fram­tíð­ar­sýn stjórn­valda um nýt­ingu vind­orku hér á landi, nema ef vera skyldi í þágu Lands­virkj­un­ar?

Um raf­orku gilda sömu lög­mál eins og um hverja aðra vöru á mark­aði. Mun­ur­inn er sá að flutn­ingur raf­orku er háður eft­ir­lits­skyldri starf­semi Lands­nets og dreifi­veitna m.a. um arð­semi þeirra að til­teknu hámarki. Virkj­un­ar­að­ili greiðir tengigjöld sem hækkar ekki álögur til almenn­ings. Um virkj­un­ar­leyfi vind­orku gilda ákvæði raf­orku­laga, m.a. um að fyrir liggi skipu­lag sveit­ar­fé­lags, mat á umhverf­is­á­hrifum og tengi­samn­ingur við Lands­net. Þá þarf fram­kvæmda­leyfi sveit­ar­fé­lags. Flókn­ara er það nú ekki.

Fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra VG barð­ist með oddi og egg fyrir þeirri vafasömu laga­túlkun að vind­orka félli undir s.k. ramma­á­ætl­un, að það væri rík­is­ins að ákveða hvar vindur væri virkj­aður og hvar ekki, en ekki sveit­ar­fé­laga eins og stjórn­ar­skráin gerir þó ráð fyr­ir. Ráð­herr­ann taldi vind­inn vera land­svæði þar sem er að finna orku­auð­lind. En vindur er alls stað­ar. Það þarf að vernda víð­ernin var þá sagt. Víð­erni á hálendi Íslands eru að stórum hluta þjóð­­lendur og með þær fer for­­sæt­is­ráð­herra. Aðeins örbrot þessa lands hefur verið frið­­lýst sem víð­erni. Engin stefna er um frið­­lýs­ingu víð­erna á Íslandi frekar en um virkjun vind­orku. Eina frið­­lýsta víð­ernið á Íslandi er land í eigu einka­að­ila, Drangar á Strönd­um. Til sanns vegar má færa að Ísland geymi stóran hluta af óspillt­­ustu víð­ernum vestur Evr­­ópu sem sé mik­il­vægt að vernda. Ég tek undir það. Þar verður að sjálf­sögðu ekki virkjuð vind­orka nema að ígrund­uðu máli. Það þarf samt enga ramma­á­ætlun til. Þjóð­lendum verður ekki haggað án sam­þykkis for­sæt­is­ráð­herra sam­kvæmt þjóð­lendulög­um. Raf­orku­lög­in, afstaða sveit­ar­fé­lags, skipu­lags­lög og lög um mat á umhverf­is­á­hrifum tryggja full­kom­lega það sem ramma­á­ætlun er ætlað að vernda innan sem utan þjóð­lendu. Ekk­ert bendir til að núver­andi umhverf­is­ráð­herra sé að fatta þetta, svo það sé nú sagt, ekki frekar en meiri­hluti umhverfis og sam­göngu­nefndar Alþingis ef marka má nýj­ustu fréttir þaðan um Búr­fellslund í ramma­á­ætlun að til­lögu nefnd­ar­inn­ar, NB í þágu Lands­virkj­un­ar, Búr­fellslundur er innan þjóð­lendu. Póli­tíkin og stjórn­sýslan hindra hins vegar virkjun vind­orku á sam­keppn­is­mark­aði utan þjóð­lendu í stað þess að fara bara að gild­andi lög­um.

Auglýsing

Hin til­finn­inga­ríka afstaða gegn vind­orku­verum hefur tafið upp­bygg­ingu vind­orku­garða í a.m.k. sjö ár, svo ég taki dæmi að und­ir­bún­ingi vind­orku­vers vestur í Döl­um, utan víð­ern­is, fjarri alfara­leið manna og ferðum fugla. Það tók Skipu­lags­stofnun tæp tvö ár að afgreiða mats­á­ætlun vegna mats á umhverf­is­á­hrifum virkj­un­ar­kosts­ins. Átti að taka fjórar vik­ur. Eftir að stofn­unin hafði verið kærð fyrir slóða­skap í máls­með­ferð var mats­á­ætlun loks sam­þykkt á þeim bæ. Næst neit­aði Skipu­lags­stofnun Dala­byggð um stað­fest­ingu á breyt­ingu á aðal­skipu­lagi vegna virkj­un­ar­inn­ar, tafði þar með málið enn frekar í fleiri mán­uði, vegna þess að fyr­ir­huguð virkjun væri ekki í ramma­á­ætlun og vís­aði loks á inn­við­a­ráð­herra, sem tók undir þvæl­una og sökk í fen fárán­leik­ans og neit­aði líka að stað­festa skipu­lag­ið, vegna þess „að virkj­unin er ekki í ramma­á­ætlun að mati Skipu­lags­stofn­un­ar.“ Orku­stofnun var á önd­verðu meiði. Leitað hefur verið álits Umboðs­manns alþingis á þess­ari væg­ast sagt óvenju­legu stjórn­sýslu.

Fyr­ir­sjá­an­legar frek­ari tafir á máls­með­ferð fyrir virkj­un­ar­kost­inn í Döl­unum má ætla 4 til 7 ár, fangi menn ekki skyn­semi sína. Taf­irnar yrðu enn meiri fyrir aðra virkj­un­ar­kosti í vindi utan þjóð­lendu, ætli menn að fella vind­orku­kosti undir vald rík­is­ins í ramma­á­ætl­un, þar sem sveit­ar­fé­lög ættu að ráða för sam­kvæmt stjórn­ar­skrá. Ramma­á­ætlun varðar fyrst og fremst virkj­un­ar­kosti í jarð­varma og vatns­afli og er mik­il­væg þess vegna. Það á ekki við um vind­orku. Það er af og frá. Lands­net hefur líka rugl­ast í rím­inu og neitað að hefja við­ræður um tengi­samn­ing við virkj­un­ar­að­il­ann fyrir vest­an. Ástæðan er óvissa um ramma­á­ætl­un. Sú ákvörðun Lands­nets var kærð til Orku­stofn­unar í júlí í fyrra og er þar enn til skoð­un­ar, skoð­unar sem eðli­lega ætti að taka tvær til þrjár vik­ur. Kannski er nýr Orku­mála­stjóri enn ekki búinn að ná átt­um.

Það er ann­ars alveg maka­laust hvað íslensk stjórn­sýsla er óburðug og bernsk. Hún ræður ekki við ein­föld­ustu verk­efni. Getur ekki tekið afstöðu, dregur lapp­irn­ar, fag­lega ófær um að taka rök­studda kær­an­lega afstöðu sem bera mætti eftir atvikum undir dóm­stóla. En þetta er svo sem ekk­ert eins­dæmi. Því mið­ur.

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar