Afgreiðsla 3. áfanga rammaáætlunar – Fyrst klárum við Kjalölduveitu

Árni Finnsson fjallar um nýjustu vendingarnar í afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar í aðsendri grein en hann segir að vinnubrögð stjórnvalda við afgreiðsluna séu síst til þess fallin að efla traust.

Auglýsing

Að kröfu Lands­virkj­unar er gervi­-­kost­ur­inn Kjalöldu­veita settur í bið­flokk 3. áfanga ramma­á­ætl­unar þrátt fyrir að Þjórs­ár­ver, svæðið vestan Þjórsár og niður að efstu fossum í ánni sé í vernd­ar­flokki sam­kvæmt ályktun Alþingis um 2. áfanga. Ekki síst fyrir harð­fylgi Vinstri grænna.

Verk­efn­is­stjórn 3. áfanga ramma­á­ætl­unar hafn­aði því að taka fyrir Kjalöldu­veitu. Lands­virkjun ásak­aði þá verk­efn­is­stjórn­ina um lög­brot. Umhverf­is­ráðu­neytið hafnar þessum ásök­unum Lands­virkj­un­ar. Ráðu­neytið seg­ir:

„Í ljósi ofan­greinds og fyr­ir­liggj­andi gagna getur ráðu­neytið ekki tekið undir þá afstöðu Lands­virkj­unar að ákvörðun verk­efn­is­stjórnar hvað varðar Kjalöldu­veitu hafi verið ólög­mæt. Eins og sjá má í bréfum fag­hópa til verk­efn­is­sjórn­ar, dags. 6. og 8. maí 2015, tóku báðir fag­hóp­arnir virkj­un­ar­kost­inn til umfjöll­un­ar, mátu hann skv. við­ur­kenndri og vel skil­greindri aðferða­fræði og skil­uðu rök­studdri nið­ur­stöðu. Því telur URN [um­hverf­is­ráðu­neyt­ið] full­yrð­ingar Lands­virkj­unar um að virkj­un­ar­kost­ur­inn Kjalöldu­veita hafi ekki fengið „ lög­mæta umfjöllun fag­hópa“ ekki stand­ast skoð­un. Þar af leiðir að full­yrð­ingar um að verk­efn­is­stjórn hafi ákveðið „ein­hliða að ekki skildi fjallað um virkj­un­ar­kost­inn Kjalöldu­veitu“ og að honum hafi verið „raðað beint í vernd­ar­flokk án umfjöll­unar fag­hópa“ eru einnig rang­ar. Að mati ráðu­neyt­is­ins hlaut virkj­un­ar­kost­ur­inn full­nægj­andi umfjöllun fag­hópa sbr. áðurnefnt bréf for­manna fag­hópa þar sem umfjöllun þeirra og nið­ur­stöðum varð­andi virkj­un­ar­kost­inn er lýst.“

Mál­flutn­ingur Lands­virkj­unar síð­ustu miss­erin gegn ramma­á­ætlun hefur öðru fremur ein­kennst af róg­burði.

Auglýsing

Var­úð­ar­regl­unni snúið á hvolf

Sam­kvæmt til­lögu meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar verða Hér­aðs­vötn færð úr vernd­ar­flokki í bið­flokk.

Í meiri­hluta­á­liti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar segir um Hér­aðs­vötn:

„Við umfjöllun nefnd­ar­innar um fram­komna til­lögu til þings­á­lykt­unar hefur verið bent á þörf á end­ur­mati verk­efn­is­stjórnar á þessum kostum og því lands­svæði sem þeir til­heyra. Þau sjón­ar­mið komu fram fyrir nefnd­inni að mikil nei­kvæð áhrif fyr­ir­hug­aðra virkj­ana í Hér­aðs­vötnum í Skaga­firði á vist­gerðir með veru­lega hátt vernd­ar­gildi, og þá sér­stak­lega flæði­engjar, kunni að vera ofmet­ið.“

Hér er var­úð­ar­regl­unni snúið á hvolf. Verk­tak­inn skal njóta vafans vegna „fram­kom­inna sjón­ar­miða í nefnd­inn­i.“ Þessi vinnu­brögð vill nú VG gera að sín­um.

Afstaða VG

Í almennum stjórn­mála­um­ræðum á Alþingi 8. júní sl. sagði Orri Páll Jóhanns­son, full­trúi VG í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd: „Sátt verður að ríkja um nýjar virkj­anir til að byggja upp grænt og kolefn­is­hlut­laust sam­fé­lag. Mestu skiptir að það verðir gert af var­færni gagn­vart við­kvæmri nátt­úru lands­ins.“ Finnur Ing­ólfs­son hefði ekki getað orðað það bet­ur.

Um ramma­á­ætlun

Rétt fyrir síð­ustu alda­mót kynnti Finnur Ing­ólfs­son, þv. iðn­að­ar­ráð­herra, ramma­á­ætlun til sög­unn­ar. Full­yrt var að héðan í frá yrðu allir virkj­un­ar­kostir metnir á gull­vog. Unnið yrði mjög fag­lega, en allir vissu hvað málið snérist um: Fyrst klárum við Kára­hnjúka­virkj­un.

Nú eru skila­boðin þessi: Fyrst klárum við Kjalöldu­veitu.

Ástæða er til að benda á skýrslu sem gerð var af að beiðni for­sæt­is­ráð­herra, Katrínar Jak­obs­dótt­ur, um „efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu“ dags. 5. sept­em­ber 2018. Vinnu­brögð stjórn­valda við afgreiðslu ramma­á­ætl­unar nú eru síst til þess fallin að efla traust.

Höf­undur er for­­maður Nátt­úru­vernd­­ar­­sam­­taka Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar