Afgreiðsla 3. áfanga rammaáætlunar – Fyrst klárum við Kjalölduveitu

Árni Finnsson fjallar um nýjustu vendingarnar í afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar í aðsendri grein en hann segir að vinnubrögð stjórnvalda við afgreiðsluna séu síst til þess fallin að efla traust.

Auglýsing

Að kröfu Lands­virkj­unar er gervi­-­kost­ur­inn Kjalöldu­veita settur í bið­flokk 3. áfanga ramma­á­ætl­unar þrátt fyrir að Þjórs­ár­ver, svæðið vestan Þjórsár og niður að efstu fossum í ánni sé í vernd­ar­flokki sam­kvæmt ályktun Alþingis um 2. áfanga. Ekki síst fyrir harð­fylgi Vinstri grænna.

Verk­efn­is­stjórn 3. áfanga ramma­á­ætl­unar hafn­aði því að taka fyrir Kjalöldu­veitu. Lands­virkjun ásak­aði þá verk­efn­is­stjórn­ina um lög­brot. Umhverf­is­ráðu­neytið hafnar þessum ásök­unum Lands­virkj­un­ar. Ráðu­neytið seg­ir:

„Í ljósi ofan­greinds og fyr­ir­liggj­andi gagna getur ráðu­neytið ekki tekið undir þá afstöðu Lands­virkj­unar að ákvörðun verk­efn­is­stjórnar hvað varðar Kjalöldu­veitu hafi verið ólög­mæt. Eins og sjá má í bréfum fag­hópa til verk­efn­is­sjórn­ar, dags. 6. og 8. maí 2015, tóku báðir fag­hóp­arnir virkj­un­ar­kost­inn til umfjöll­un­ar, mátu hann skv. við­ur­kenndri og vel skil­greindri aðferða­fræði og skil­uðu rök­studdri nið­ur­stöðu. Því telur URN [um­hverf­is­ráðu­neyt­ið] full­yrð­ingar Lands­virkj­unar um að virkj­un­ar­kost­ur­inn Kjalöldu­veita hafi ekki fengið „ lög­mæta umfjöllun fag­hópa“ ekki stand­ast skoð­un. Þar af leiðir að full­yrð­ingar um að verk­efn­is­stjórn hafi ákveðið „ein­hliða að ekki skildi fjallað um virkj­un­ar­kost­inn Kjalöldu­veitu“ og að honum hafi verið „raðað beint í vernd­ar­flokk án umfjöll­unar fag­hópa“ eru einnig rang­ar. Að mati ráðu­neyt­is­ins hlaut virkj­un­ar­kost­ur­inn full­nægj­andi umfjöllun fag­hópa sbr. áðurnefnt bréf for­manna fag­hópa þar sem umfjöllun þeirra og nið­ur­stöðum varð­andi virkj­un­ar­kost­inn er lýst.“

Mál­flutn­ingur Lands­virkj­unar síð­ustu miss­erin gegn ramma­á­ætlun hefur öðru fremur ein­kennst af róg­burði.

Auglýsing

Var­úð­ar­regl­unni snúið á hvolf

Sam­kvæmt til­lögu meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar verða Hér­aðs­vötn færð úr vernd­ar­flokki í bið­flokk.

Í meiri­hluta­á­liti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar segir um Hér­aðs­vötn:

„Við umfjöllun nefnd­ar­innar um fram­komna til­lögu til þings­á­lykt­unar hefur verið bent á þörf á end­ur­mati verk­efn­is­stjórnar á þessum kostum og því lands­svæði sem þeir til­heyra. Þau sjón­ar­mið komu fram fyrir nefnd­inni að mikil nei­kvæð áhrif fyr­ir­hug­aðra virkj­ana í Hér­aðs­vötnum í Skaga­firði á vist­gerðir með veru­lega hátt vernd­ar­gildi, og þá sér­stak­lega flæði­engjar, kunni að vera ofmet­ið.“

Hér er var­úð­ar­regl­unni snúið á hvolf. Verk­tak­inn skal njóta vafans vegna „fram­kom­inna sjón­ar­miða í nefnd­inn­i.“ Þessi vinnu­brögð vill nú VG gera að sín­um.

Afstaða VG

Í almennum stjórn­mála­um­ræðum á Alþingi 8. júní sl. sagði Orri Páll Jóhanns­son, full­trúi VG í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd: „Sátt verður að ríkja um nýjar virkj­anir til að byggja upp grænt og kolefn­is­hlut­laust sam­fé­lag. Mestu skiptir að það verðir gert af var­færni gagn­vart við­kvæmri nátt­úru lands­ins.“ Finnur Ing­ólfs­son hefði ekki getað orðað það bet­ur.

Um ramma­á­ætlun

Rétt fyrir síð­ustu alda­mót kynnti Finnur Ing­ólfs­son, þv. iðn­að­ar­ráð­herra, ramma­á­ætlun til sög­unn­ar. Full­yrt var að héðan í frá yrðu allir virkj­un­ar­kostir metnir á gull­vog. Unnið yrði mjög fag­lega, en allir vissu hvað málið snérist um: Fyrst klárum við Kára­hnjúka­virkj­un.

Nú eru skila­boðin þessi: Fyrst klárum við Kjalöldu­veitu.

Ástæða er til að benda á skýrslu sem gerð var af að beiðni for­sæt­is­ráð­herra, Katrínar Jak­obs­dótt­ur, um „efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu“ dags. 5. sept­em­ber 2018. Vinnu­brögð stjórn­valda við afgreiðslu ramma­á­ætl­unar nú eru síst til þess fallin að efla traust.

Höf­undur er for­­maður Nátt­úru­vernd­­ar­­sam­­taka Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar