Sótspor á himnum

Magnús Rannver Rafnsson verkfræðingur skrifar um efnissóun í mannvirkjagerð og segir hana til tjóns fyrir íslenska skattgreiðendur. Einnig segir hann markvissa útilokun þekkingar vandamál á umhverfis- og mannvirkjasviði hérlendis.

Auglýsing

Stór hluti efn­ismassa mann­virkja er til­kom­inn vegna burðar á eigin þyngd. Eig­in­þyngd steyptra mann­virkja vegur um 50 til 80% heild­ar­á­lags. Stein­steypa í mann­virkjum ber þannig mikið til ein­ungis sjálfa sig. Þegar byggt er upp - hærri bygg­ingar - versnar staðan hlut­falls­lega þar sem vax­andi þungi efri hæða kallar á meira efn­is­magn neðar í mann­virk­inu. Þetta á sér­stak­lega við jarð­skjálfta­svæði.

Á meðal þess versta sem burð­ar­virk­is­hönn­uður gerir í hönnun sinni er of mik­ill efn­ismassi í efri hæðir mann­virk­is. Afleið­ingin mælist í umfram efn­is­notk­un, sem eykur veru­lega bygg­ing­ar­kostn­að, hægir á fram­kvæmda­hraða og marg­faldar jafn­vel nei­kvæð umhverf­is­á­hrif; mælt í kíló­grömmum los­unar koltví­sýr­ings.

Efn­is­sóun í mann­virkja­gerð er hulið vanda­mál. Þessu má líkja við mat­ar­só­un, sóun í mann­virkja­gerð er síst minni. Þetta má meðal ann­ars skýra með 1) of stuttum und­ir­bún­ings- og hönn­un­ar­tíma, 2) hlut­falls­lega lágum efn­is­verðum (sem hafa þó hækkað tíma­bund­ið) og 3) staðn­aðri hönn­un­ar­hug­mynda­fræði. Virk sam­keppni gengur því miður ekki út á hæfni, þekk­ingu og reynslu/ár­ang­ur, heldur tengsl og valda­stöð­ur. Vini sem hringja í vini. Og skiptir þá engu hvaða tjóna­slóð fyr­ir­tæki draga á eftir sér.

Auglýsing

Skortur á fram­þróun og mark­viss úti­lokun þekk­ingar er meiri­háttar vanda­mál á íslensku umhverf­is- og mann­virkja­sviði, s.s. á orku-, sam­göngu- og hús­bygg­inga­sviði. Vand­inn byrjar í und­ir­fjár­mögn­uðum háskólum lands­ins, þar sem stór ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki með langa tjóna­slóð eru jafn­vel í veiga­miklum hlut­verkum kennslu­starfs. Hér er aðkoma sér­hags­muna­væddra stór­fyr­ir­tækja að kennslu­starfi gagn­rýnd, ekki óháðir kenn­ar­ar. Sam­vinna atvinnu­lífs og háskóla er af hinu góða og þekk­ist víða, en ekki á þeim for­merkjum sem sjást hér­lend­is.

Verkin tala sínu máli; myglu­far­ald­ur, óvirkar verk­smiðj­ur, myglandi verk­smiðjur og ónýt burð­ar­kerfi. Stöðn­un. Flug­hálir nýlagðir akveg­ir, met í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, bragga­blús o.s.frv. Þetta sogar gríð­ar­lega háar fjár­hæðir úr fjár­hirslum almenn­ings sem hægt væri að nýta til ann­arra verk­efna, s.s. í bar­áttu gegn fátækt í stað þess að auka hana. Norð­ur­löndin glíma ekki við þessi vanda­mál í mann­virkja­gerð.

Mann­virkja­gerð skapar yfir 40% gróð­ur­húsa­loft­teg­unda heims­ins; steypa, stál og grjót. Umferð á vegum telur 5%. Efn­is­magn í mann­virkjum hefur mest um það að segja hve mikil losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda heims­ins er. Ver­andi þjóð sem notar hlut­falls­lega meira efni en nokkur önnur í mann­virkin sín, má telja víst að Ísland sé ókrýndur heims­meist­ari í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í mann­virkja­gerð. Athygli vekur að merki um notkun umhverf­is­stað­als sem tók gildi árið 2011 sjást hvergi jafn­vel á meðal stærstu ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækja lands­ins, sem hafa meira og minna eignað sér opin­beran markað umhverf­is- og mann­virkja­sviðs með skelfi­legum afleið­ing­um. Und­an­tekn­ingar finn­ast á meðal lít­illa einka­fyr­ir­tækja, sem eiga hrós skil­ið, en ekki úti­lokun frá opin­berum mann­virkja­mark­aði eins og nú tíðkast.

Mikil umfram­efn­is­notkun í mann­virkjum og röng skapar tjón fyrir skatt­greið­endur á Íslandi, á hverjum degi. Hún er mjög íþyngj­andi þáttur á stjórn­lausum hús­næð­is­mark­aði og eykur efn­is­kostnað bygg­inga lík­lega um 30 til 40%. Annar afleiddur kostn­aður fylgir í réttu hlut­falli við efn­is­só­un­ina. Hrein íslensk orka rétt­lætir ekki efn­is­sóun og hlut­falls­lega mikil nei­kvæð umhverf­is­á­hrif mann­virkja á Íslandi.

Það ber ein­hver ábyrgð á stöð­unni, það er ljóst. Ábend­ingar um núver­andi veg­ferð stjórn­valda hefur ekki skort. Víða skortir á skiln­ing, verra er að hann virð­ist ekki þurfa. Ímynd­ar­á­róður sjálftöku­fræð­inga um græna vett­vanga og grænar byggðir á fag­ur­skreyttum heima­síðum fyr­ir­tækj­anna sem sköp­uðu vand­ann skortir ekki. Starfs­vett­vangur mann­virkja­gerðar á Íslandi er á veru­lega miklum villi­göt­um.

Lítil sjálf­stætt starf­andi sér­fræð­inga­fyr­ir­tæki eiga enga mögu­leika á að sækja atvinnu hjá opin­berum aðilum á for­sendum hæfni, þekk­ing­ar, reynslu og árang­urs. Þetta meðal ann­ars afleið­ing af lobbí­isma. Þetta er alvar­legt, því hús­næð­is­vandi lands­ins er bund­inn fúsk­menn­ingu og aft­ur­haldi í vina­væddum tengsla­netum sterkum bönd­um. Jafn­vel í mestu útflutn­ings­löndum heims eru lítil sér­fræði­fyr­ir­tæki full­gildir þátt­tak­endur í heimsklassa vöru­þró­un, oft leið­andi frum­kvöðlar tækni­fram­fara, en ekki jað­ar­hópur sem úti­loka ber kerf­is­bund­ið. Þetta er því miður staðan enn í dag þegar skortur á sér­fræð­ingum og vinnu­afli almennt er mik­ill.

Almenn­ingur tekur þetta nátt­úru­lega allt saman bros­andi á bring­una – til­neyddur – með aðstoð stjórn­valda. Vel að verja ekki mörgum orðum í græn­þvott­ar­bylgj­una sem hinir útvöldu fáu standa þessa dag­ana fyrir í eigin upp­hafn­ingu um mikið frum­kvöðla­starf á umhverf­is­svið­inu, með skila­boðum um breyt­ingar – síð­ar. Á meðan stækkar sót­spor íslenskra mann­virkja að til­stuðlan sama fólks og stefnir nú á nýja toppa.

Það virð­ist sem stjórn­völd viti ein­fald­lega ekki sitt rjúk­andi ráð, kunna ekki einu sinni að leita uppi hæft fag­fólk, þurfa ekki. Á meðan leng­ist tjóna­slóðin og reikn­ing­ur­inn hækkar í sam­ræmi við það, nokkurn veg­inn línu­lega með hækk­andi yfir­borði sjáv­ar. Eftir fjórtán ára starf með umhverf­is­mál mann­virkja, sem enn er ekki hægt að hafa atvinnu af utan klúbbs­ins sem velur sig sjálf­ur, er ástæða til að spyrja enn á ný:

Hvað er til ráða? Eru allir sáttir við að horfa á þetta aðgerða­laust?

Höf­undur er verk­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar