Sótspor á himnum

Magnús Rannver Rafnsson verkfræðingur skrifar um efnissóun í mannvirkjagerð og segir hana til tjóns fyrir íslenska skattgreiðendur. Einnig segir hann markvissa útilokun þekkingar vandamál á umhverfis- og mannvirkjasviði hérlendis.

Auglýsing

Stór hluti efn­ismassa mann­virkja er til­kom­inn vegna burðar á eigin þyngd. Eig­in­þyngd steyptra mann­virkja vegur um 50 til 80% heild­ar­á­lags. Stein­steypa í mann­virkjum ber þannig mikið til ein­ungis sjálfa sig. Þegar byggt er upp - hærri bygg­ingar - versnar staðan hlut­falls­lega þar sem vax­andi þungi efri hæða kallar á meira efn­is­magn neðar í mann­virk­inu. Þetta á sér­stak­lega við jarð­skjálfta­svæði.

Á meðal þess versta sem burð­ar­virk­is­hönn­uður gerir í hönnun sinni er of mik­ill efn­ismassi í efri hæðir mann­virk­is. Afleið­ingin mælist í umfram efn­is­notk­un, sem eykur veru­lega bygg­ing­ar­kostn­að, hægir á fram­kvæmda­hraða og marg­faldar jafn­vel nei­kvæð umhverf­is­á­hrif; mælt í kíló­grömmum los­unar koltví­sýr­ings.

Efn­is­sóun í mann­virkja­gerð er hulið vanda­mál. Þessu má líkja við mat­ar­só­un, sóun í mann­virkja­gerð er síst minni. Þetta má meðal ann­ars skýra með 1) of stuttum und­ir­bún­ings- og hönn­un­ar­tíma, 2) hlut­falls­lega lágum efn­is­verðum (sem hafa þó hækkað tíma­bund­ið) og 3) staðn­aðri hönn­un­ar­hug­mynda­fræði. Virk sam­keppni gengur því miður ekki út á hæfni, þekk­ingu og reynslu/ár­ang­ur, heldur tengsl og valda­stöð­ur. Vini sem hringja í vini. Og skiptir þá engu hvaða tjóna­slóð fyr­ir­tæki draga á eftir sér.

Auglýsing

Skortur á fram­þróun og mark­viss úti­lokun þekk­ingar er meiri­háttar vanda­mál á íslensku umhverf­is- og mann­virkja­sviði, s.s. á orku-, sam­göngu- og hús­bygg­inga­sviði. Vand­inn byrjar í und­ir­fjár­mögn­uðum háskólum lands­ins, þar sem stór ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki með langa tjóna­slóð eru jafn­vel í veiga­miklum hlut­verkum kennslu­starfs. Hér er aðkoma sér­hags­muna­væddra stór­fyr­ir­tækja að kennslu­starfi gagn­rýnd, ekki óháðir kenn­ar­ar. Sam­vinna atvinnu­lífs og háskóla er af hinu góða og þekk­ist víða, en ekki á þeim for­merkjum sem sjást hér­lend­is.

Verkin tala sínu máli; myglu­far­ald­ur, óvirkar verk­smiðj­ur, myglandi verk­smiðjur og ónýt burð­ar­kerfi. Stöðn­un. Flug­hálir nýlagðir akveg­ir, met í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, bragga­blús o.s.frv. Þetta sogar gríð­ar­lega háar fjár­hæðir úr fjár­hirslum almenn­ings sem hægt væri að nýta til ann­arra verk­efna, s.s. í bar­áttu gegn fátækt í stað þess að auka hana. Norð­ur­löndin glíma ekki við þessi vanda­mál í mann­virkja­gerð.

Mann­virkja­gerð skapar yfir 40% gróð­ur­húsa­loft­teg­unda heims­ins; steypa, stál og grjót. Umferð á vegum telur 5%. Efn­is­magn í mann­virkjum hefur mest um það að segja hve mikil losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda heims­ins er. Ver­andi þjóð sem notar hlut­falls­lega meira efni en nokkur önnur í mann­virkin sín, má telja víst að Ísland sé ókrýndur heims­meist­ari í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í mann­virkja­gerð. Athygli vekur að merki um notkun umhverf­is­stað­als sem tók gildi árið 2011 sjást hvergi jafn­vel á meðal stærstu ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækja lands­ins, sem hafa meira og minna eignað sér opin­beran markað umhverf­is- og mann­virkja­sviðs með skelfi­legum afleið­ing­um. Und­an­tekn­ingar finn­ast á meðal lít­illa einka­fyr­ir­tækja, sem eiga hrós skil­ið, en ekki úti­lokun frá opin­berum mann­virkja­mark­aði eins og nú tíðkast.

Mikil umfram­efn­is­notkun í mann­virkjum og röng skapar tjón fyrir skatt­greið­endur á Íslandi, á hverjum degi. Hún er mjög íþyngj­andi þáttur á stjórn­lausum hús­næð­is­mark­aði og eykur efn­is­kostnað bygg­inga lík­lega um 30 til 40%. Annar afleiddur kostn­aður fylgir í réttu hlut­falli við efn­is­só­un­ina. Hrein íslensk orka rétt­lætir ekki efn­is­sóun og hlut­falls­lega mikil nei­kvæð umhverf­is­á­hrif mann­virkja á Íslandi.

Það ber ein­hver ábyrgð á stöð­unni, það er ljóst. Ábend­ingar um núver­andi veg­ferð stjórn­valda hefur ekki skort. Víða skortir á skiln­ing, verra er að hann virð­ist ekki þurfa. Ímynd­ar­á­róður sjálftöku­fræð­inga um græna vett­vanga og grænar byggðir á fag­ur­skreyttum heima­síðum fyr­ir­tækj­anna sem sköp­uðu vand­ann skortir ekki. Starfs­vett­vangur mann­virkja­gerðar á Íslandi er á veru­lega miklum villi­göt­um.

Lítil sjálf­stætt starf­andi sér­fræð­inga­fyr­ir­tæki eiga enga mögu­leika á að sækja atvinnu hjá opin­berum aðilum á for­sendum hæfni, þekk­ing­ar, reynslu og árang­urs. Þetta meðal ann­ars afleið­ing af lobbí­isma. Þetta er alvar­legt, því hús­næð­is­vandi lands­ins er bund­inn fúsk­menn­ingu og aft­ur­haldi í vina­væddum tengsla­netum sterkum bönd­um. Jafn­vel í mestu útflutn­ings­löndum heims eru lítil sér­fræði­fyr­ir­tæki full­gildir þátt­tak­endur í heimsklassa vöru­þró­un, oft leið­andi frum­kvöðlar tækni­fram­fara, en ekki jað­ar­hópur sem úti­loka ber kerf­is­bund­ið. Þetta er því miður staðan enn í dag þegar skortur á sér­fræð­ingum og vinnu­afli almennt er mik­ill.

Almenn­ingur tekur þetta nátt­úru­lega allt saman bros­andi á bring­una – til­neyddur – með aðstoð stjórn­valda. Vel að verja ekki mörgum orðum í græn­þvott­ar­bylgj­una sem hinir útvöldu fáu standa þessa dag­ana fyrir í eigin upp­hafn­ingu um mikið frum­kvöðla­starf á umhverf­is­svið­inu, með skila­boðum um breyt­ingar – síð­ar. Á meðan stækkar sót­spor íslenskra mann­virkja að til­stuðlan sama fólks og stefnir nú á nýja toppa.

Það virð­ist sem stjórn­völd viti ein­fald­lega ekki sitt rjúk­andi ráð, kunna ekki einu sinni að leita uppi hæft fag­fólk, þurfa ekki. Á meðan leng­ist tjóna­slóðin og reikn­ing­ur­inn hækkar í sam­ræmi við það, nokkurn veg­inn línu­lega með hækk­andi yfir­borði sjáv­ar. Eftir fjórtán ára starf með umhverf­is­mál mann­virkja, sem enn er ekki hægt að hafa atvinnu af utan klúbbs­ins sem velur sig sjálf­ur, er ástæða til að spyrja enn á ný:

Hvað er til ráða? Eru allir sáttir við að horfa á þetta aðgerða­laust?

Höf­undur er verk­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komið að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar