Hnattræn hlýnun er knúin af mannvirkjagerð

Verkfræðingur segir að reikningurinn fyrir sannanlega íslenska losun gróðurhúsalofttegunda sé skilinn eftir hjá fátækasta fólki jarðarinnar og ábyrgðinni varpað á aðra sem fá að hreinsa upp okkar sóðaskap.

Auglýsing

Lítil umfjöllun sést um hlut mann­virkja­geirans í hnatt­rænni hlýnun manns­ins sam­an­borið við aðra veiga­minni þætti.

Yfir 40% gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eru rakin til mann­virkja­gerð­ar. Vega­sam­göngur losa 5% gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þetta sýna við­ur­kenndar alþjóð­legar rann­sókn­ir. Þannig sam­svara nei­kvæð áhrif mann­virkja­gerðar á umhverfið átt­földum nei­kvæðum áhrifum bíla, mælt í magni gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Bara sem­ent skapar 60% meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum á heims­vísu en umferð á veg­um. 

Ekk­ert bendir til þess að íslensk mann­virkja­gerð sé á ein­hvern hátt umhverf­is­vænni en erlend. Það má þó lesa út úr þeim gögnum sem stjórn­völd leggja fram. Með ein­földum hætti má sjá að losun í íslenskri mann­virkja­gerð er hlut­falls­lega meiri en í lönd­unum í kringum okk­ur. Við steypum til dæmis fleiri okkar mann­virkja sam­an­borið við Norð­ur­lönd og Evr­ópu. Þá eru íslenskar bygg­ingar almennt efn­is­meiri en víða erlend­is. Og lítið er það ekki sem byggt hefur verið und­an­farin ár. Þetta eru veiga­miklir þættir sem gera bara eitt; að ýta losun upp á við í sam­an­burði við flest lönd í Evr­ópu. 

Að magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá vega­sam­göngum á Íslandi sé  sexfalt (skv. útreikn­ingum Umhverf­is­stofn­un­ar) með­al­tal helstu sam­an­burð­ar­landa er óeðli­legt. Hér er um að ræða afvega­leið­andi ranga fram­setn­ingu á grund­vall­ar­upp­lýs­ingum um lofts­lags­vand­ann. Þannig er það því miður með margt sem yfir­völd miðla til almenn­ings á umhverf­is- og mann­virkja­sviði um þessar mund­ir. Að það ger­ist undir for­ystu stjórn­mála­afls sem kennir sig við græn mál­efni eru von­brigði.

Um þetta eigum við engar rann­sóknir og gögn (töl­fræði) frekar en um annað á mann­virkja­sviði. Of litlu er varið til þró­un­ar, nýsköp­unar og rann­sókna á umhverf­is- og mann­virkja­sviði Íslands. Þó eru til gamlar rann­sóknir frá Háskóla Íslands sem sýna að efn­is­magn í íslenskum bygg­ingum er meira en víð­ast hvar – og munar þá miklu. Við ein­fald­lega elskum stein­steypu og notum mikið af henni. Ef við fram­leiddum bíla myndum við steypa þá og það helst í inn­keyrsl­unni hjá við­skipta­vin­inum fremur en fjölda­fram­leiða í hag­nýtri verk­smiðju.  

Hvað gerir umhverf­is- og mann­virkja­gerð ann­arra þjóða umhverf­is­vænni en okk­ar? Norð­ur­lönd og flest Evr­ópu­lönd nota hlut­falls­lega meira timb­ur. Þá er notkun for­fram­leiddra mann­virkja­ein­inga þró­aðri, ekki und­an­tekn­ing heldur regla víð­ast hvar. Enn fremur er tækni­þekk­ing, hönnun og hönn­un­ar­stýr­ing almennt af betri gæðum í nágranna­lönd­un­um, sem birt­ist í best­un, sam­ræm­ingu hönn­unar (sbr. þema mygla) og vali lausna. Við erum óskipu­lögð, viljum redda hlutum og slökkva elda, gefum okkur almennt of lít­inn tíma í und­ir­bún­ing verk­efna. Að hluta til er fjár­mögn­un­ar­að­ferðum um að kenna. Hér er stiklað á stóru, margt fleira kemur til. 

Auglýsing
Lítil breyt­ing á hlut­falls­lega stórri heild gerir mik­ið. Þannig þarf mjög litla breyt­ingu á hefð­bundnu verk­lagi í umhverf­is- og mann­virkja­gerð, til þess að skapa mik­inn ávinn­ing fyrir umhverf­ið. Mikil breyt­ing á ein­hverju sem er mjög lítið gerir í besta falli ein­ungis mjög lít­ið. Þannig liggur fyrir nú þegar – öllum sem vilja sjá – að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu verður ekki hamin án veru­legs árang­urs í umhverf­is­vænni mann­virkja­gerð. Orku­skipti í vega­sam­göngum eru fín, ekki síst vegna jákvæðra áhrifa á inn- og útstreymis gjald­eyr­is, en eru ekki veiga­mik­ill þáttur þegar kemur að hnatt­rænni hlýn­un. 

Hnatt­ræn hlýnun bitnar á fátæk­asta fólki jarð­ar­inn­ar. Stærstur hluti fjár­magns leitar í fast­eign­ir; steypu, stál og grjót. Enda hefur stein­steypa löngum talist örugg fjár­fest­ing. Engin þjóð getur litið fram hjá þeim gríð­ar­stóra drif­krafti sem fjár­fest­ingar í innviðum og fast­eignum skapa í hnatt­rænni hlýnun – Ísland gerir það samt. Íslensk mann­virkja­gerð er þó ekki und­an­skilin ábyrgð, jafn­vel þótt sem­ent sé ekki lengur fram­leitt á Íslandi hefur sem­ents­notkun á Íslandi umhverf­is­á­hrif.

Sjálfum þykir mér óeðli­legt að stjórn­mála­flokkur sem kennir sig við græn mál­efni láti sem losun í íslenskri mann­virkja­gerð sé lítil sem eng­in, sér­stak­lega þar sem los­unin er langt yfir þekktum með­al­tölum í efn­is­notk­un.  Þótt umhverf­is­ráð­herra velji að sleppa því í skýrslu­gerð sinni að upp­lýsa um losun íslenskrar mann­virkja­gerðar - í skýrslu­gerð lands­ins fær­ustu sér­fræð­inga að sögn ráð­herr­ans – þýðir það ekki að los­unin sé ekki raun­veru­leiki. Fjár­fest­ingar á Íslandi skapa gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir, það er raun­veru­leik­inn. 

Umhverf­is­mála­um­ræðan á Íslandi er að mínu mati á veru­legum villi­götum og lítið upp­lýsandi fyrir almenn­ing. Skila­boð stjórn­valda eru mis­vísandi og aðgerð­ar­leysið óábyrgt – ekki nóg að segj­ast ætla gera voða­lega mikið rétt fyrir kosn­ing­ar. Reyndin er sú að reikn­ing­ur­inn fyrir sann­an­lega íslenska losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er skil­inn eftir hjá fátæk­asta fólki jarð­ar­innar – ábyrgð­inni varpað á aðra sem fá að hreinsa upp okkar sóða­skap. Stjórn­mála­flokkur sem byggir hug­mynda­fræði sína á umhverf­is- og mann­rétt­inda­málum ætti ekki að hegðað sér svona. 

Við getum auð­vitað gert miklu betur og ættum að vilja byggja landið með bestu þekk­ingu, hæfni og heið­ar­leika að leið­ar­ljósi. En þá þarf að hleypa að þekk­ingu, færni og reynslu. Það eru til lausnir og það er til þekk­ing, hvoru tveggja er þó mark­visst úthýst í vild­ar­vina­kerf­inu. Að grænn stjórn­mála­flokkur skilji ekki lofts­lags­vand­ann eftir fjögur ár í rík­is­stjórn er í stuttu máli óásætt­an­legt. Gefum nýju fólki tæki­færi. 

Höf­undur er verk­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar