Hnattræn hlýnun er knúin af mannvirkjagerð

Verkfræðingur segir að reikningurinn fyrir sannanlega íslenska losun gróðurhúsalofttegunda sé skilinn eftir hjá fátækasta fólki jarðarinnar og ábyrgðinni varpað á aðra sem fá að hreinsa upp okkar sóðaskap.

Auglýsing

Lítil umfjöllun sést um hlut mann­virkja­geirans í hnatt­rænni hlýnun manns­ins sam­an­borið við aðra veiga­minni þætti.

Yfir 40% gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eru rakin til mann­virkja­gerð­ar. Vega­sam­göngur losa 5% gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þetta sýna við­ur­kenndar alþjóð­legar rann­sókn­ir. Þannig sam­svara nei­kvæð áhrif mann­virkja­gerðar á umhverfið átt­földum nei­kvæðum áhrifum bíla, mælt í magni gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Bara sem­ent skapar 60% meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum á heims­vísu en umferð á veg­um. 

Ekk­ert bendir til þess að íslensk mann­virkja­gerð sé á ein­hvern hátt umhverf­is­vænni en erlend. Það má þó lesa út úr þeim gögnum sem stjórn­völd leggja fram. Með ein­földum hætti má sjá að losun í íslenskri mann­virkja­gerð er hlut­falls­lega meiri en í lönd­unum í kringum okk­ur. Við steypum til dæmis fleiri okkar mann­virkja sam­an­borið við Norð­ur­lönd og Evr­ópu. Þá eru íslenskar bygg­ingar almennt efn­is­meiri en víða erlend­is. Og lítið er það ekki sem byggt hefur verið und­an­farin ár. Þetta eru veiga­miklir þættir sem gera bara eitt; að ýta losun upp á við í sam­an­burði við flest lönd í Evr­ópu. 

Að magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá vega­sam­göngum á Íslandi sé  sexfalt (skv. útreikn­ingum Umhverf­is­stofn­un­ar) með­al­tal helstu sam­an­burð­ar­landa er óeðli­legt. Hér er um að ræða afvega­leið­andi ranga fram­setn­ingu á grund­vall­ar­upp­lýs­ingum um lofts­lags­vand­ann. Þannig er það því miður með margt sem yfir­völd miðla til almenn­ings á umhverf­is- og mann­virkja­sviði um þessar mund­ir. Að það ger­ist undir for­ystu stjórn­mála­afls sem kennir sig við græn mál­efni eru von­brigði.

Um þetta eigum við engar rann­sóknir og gögn (töl­fræði) frekar en um annað á mann­virkja­sviði. Of litlu er varið til þró­un­ar, nýsköp­unar og rann­sókna á umhverf­is- og mann­virkja­sviði Íslands. Þó eru til gamlar rann­sóknir frá Háskóla Íslands sem sýna að efn­is­magn í íslenskum bygg­ingum er meira en víð­ast hvar – og munar þá miklu. Við ein­fald­lega elskum stein­steypu og notum mikið af henni. Ef við fram­leiddum bíla myndum við steypa þá og það helst í inn­keyrsl­unni hjá við­skipta­vin­inum fremur en fjölda­fram­leiða í hag­nýtri verk­smiðju.  

Hvað gerir umhverf­is- og mann­virkja­gerð ann­arra þjóða umhverf­is­vænni en okk­ar? Norð­ur­lönd og flest Evr­ópu­lönd nota hlut­falls­lega meira timb­ur. Þá er notkun for­fram­leiddra mann­virkja­ein­inga þró­aðri, ekki und­an­tekn­ing heldur regla víð­ast hvar. Enn fremur er tækni­þekk­ing, hönnun og hönn­un­ar­stýr­ing almennt af betri gæðum í nágranna­lönd­un­um, sem birt­ist í best­un, sam­ræm­ingu hönn­unar (sbr. þema mygla) og vali lausna. Við erum óskipu­lögð, viljum redda hlutum og slökkva elda, gefum okkur almennt of lít­inn tíma í und­ir­bún­ing verk­efna. Að hluta til er fjár­mögn­un­ar­að­ferðum um að kenna. Hér er stiklað á stóru, margt fleira kemur til. 

Auglýsing
Lítil breyt­ing á hlut­falls­lega stórri heild gerir mik­ið. Þannig þarf mjög litla breyt­ingu á hefð­bundnu verk­lagi í umhverf­is- og mann­virkja­gerð, til þess að skapa mik­inn ávinn­ing fyrir umhverf­ið. Mikil breyt­ing á ein­hverju sem er mjög lítið gerir í besta falli ein­ungis mjög lít­ið. Þannig liggur fyrir nú þegar – öllum sem vilja sjá – að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu verður ekki hamin án veru­legs árang­urs í umhverf­is­vænni mann­virkja­gerð. Orku­skipti í vega­sam­göngum eru fín, ekki síst vegna jákvæðra áhrifa á inn- og útstreymis gjald­eyr­is, en eru ekki veiga­mik­ill þáttur þegar kemur að hnatt­rænni hlýn­un. 

Hnatt­ræn hlýnun bitnar á fátæk­asta fólki jarð­ar­inn­ar. Stærstur hluti fjár­magns leitar í fast­eign­ir; steypu, stál og grjót. Enda hefur stein­steypa löngum talist örugg fjár­fest­ing. Engin þjóð getur litið fram hjá þeim gríð­ar­stóra drif­krafti sem fjár­fest­ingar í innviðum og fast­eignum skapa í hnatt­rænni hlýnun – Ísland gerir það samt. Íslensk mann­virkja­gerð er þó ekki und­an­skilin ábyrgð, jafn­vel þótt sem­ent sé ekki lengur fram­leitt á Íslandi hefur sem­ents­notkun á Íslandi umhverf­is­á­hrif.

Sjálfum þykir mér óeðli­legt að stjórn­mála­flokkur sem kennir sig við græn mál­efni láti sem losun í íslenskri mann­virkja­gerð sé lítil sem eng­in, sér­stak­lega þar sem los­unin er langt yfir þekktum með­al­tölum í efn­is­notk­un.  Þótt umhverf­is­ráð­herra velji að sleppa því í skýrslu­gerð sinni að upp­lýsa um losun íslenskrar mann­virkja­gerðar - í skýrslu­gerð lands­ins fær­ustu sér­fræð­inga að sögn ráð­herr­ans – þýðir það ekki að los­unin sé ekki raun­veru­leiki. Fjár­fest­ingar á Íslandi skapa gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir, það er raun­veru­leik­inn. 

Umhverf­is­mála­um­ræðan á Íslandi er að mínu mati á veru­legum villi­götum og lítið upp­lýsandi fyrir almenn­ing. Skila­boð stjórn­valda eru mis­vísandi og aðgerð­ar­leysið óábyrgt – ekki nóg að segj­ast ætla gera voða­lega mikið rétt fyrir kosn­ing­ar. Reyndin er sú að reikn­ing­ur­inn fyrir sann­an­lega íslenska losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er skil­inn eftir hjá fátæk­asta fólki jarð­ar­innar – ábyrgð­inni varpað á aðra sem fá að hreinsa upp okkar sóða­skap. Stjórn­mála­flokkur sem byggir hug­mynda­fræði sína á umhverf­is- og mann­rétt­inda­málum ætti ekki að hegðað sér svona. 

Við getum auð­vitað gert miklu betur og ættum að vilja byggja landið með bestu þekk­ingu, hæfni og heið­ar­leika að leið­ar­ljósi. En þá þarf að hleypa að þekk­ingu, færni og reynslu. Það eru til lausnir og það er til þekk­ing, hvoru tveggja er þó mark­visst úthýst í vild­ar­vina­kerf­inu. Að grænn stjórn­mála­flokkur skilji ekki lofts­lags­vand­ann eftir fjögur ár í rík­is­stjórn er í stuttu máli óásætt­an­legt. Gefum nýju fólki tæki­færi. 

Höf­undur er verk­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar