Hnattræn hlýnun er knúin af mannvirkjagerð

Verkfræðingur segir að reikningurinn fyrir sannanlega íslenska losun gróðurhúsalofttegunda sé skilinn eftir hjá fátækasta fólki jarðarinnar og ábyrgðinni varpað á aðra sem fá að hreinsa upp okkar sóðaskap.

Auglýsing

Lítil umfjöllun sést um hlut mann­virkja­geirans í hnatt­rænni hlýnun manns­ins sam­an­borið við aðra veiga­minni þætti.

Yfir 40% gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eru rakin til mann­virkja­gerð­ar. Vega­sam­göngur losa 5% gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þetta sýna við­ur­kenndar alþjóð­legar rann­sókn­ir. Þannig sam­svara nei­kvæð áhrif mann­virkja­gerðar á umhverfið átt­földum nei­kvæðum áhrifum bíla, mælt í magni gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Bara sem­ent skapar 60% meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum á heims­vísu en umferð á veg­um. 

Ekk­ert bendir til þess að íslensk mann­virkja­gerð sé á ein­hvern hátt umhverf­is­vænni en erlend. Það má þó lesa út úr þeim gögnum sem stjórn­völd leggja fram. Með ein­földum hætti má sjá að losun í íslenskri mann­virkja­gerð er hlut­falls­lega meiri en í lönd­unum í kringum okk­ur. Við steypum til dæmis fleiri okkar mann­virkja sam­an­borið við Norð­ur­lönd og Evr­ópu. Þá eru íslenskar bygg­ingar almennt efn­is­meiri en víða erlend­is. Og lítið er það ekki sem byggt hefur verið und­an­farin ár. Þetta eru veiga­miklir þættir sem gera bara eitt; að ýta losun upp á við í sam­an­burði við flest lönd í Evr­ópu. 

Að magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá vega­sam­göngum á Íslandi sé  sexfalt (skv. útreikn­ingum Umhverf­is­stofn­un­ar) með­al­tal helstu sam­an­burð­ar­landa er óeðli­legt. Hér er um að ræða afvega­leið­andi ranga fram­setn­ingu á grund­vall­ar­upp­lýs­ingum um lofts­lags­vand­ann. Þannig er það því miður með margt sem yfir­völd miðla til almenn­ings á umhverf­is- og mann­virkja­sviði um þessar mund­ir. Að það ger­ist undir for­ystu stjórn­mála­afls sem kennir sig við græn mál­efni eru von­brigði.

Um þetta eigum við engar rann­sóknir og gögn (töl­fræði) frekar en um annað á mann­virkja­sviði. Of litlu er varið til þró­un­ar, nýsköp­unar og rann­sókna á umhverf­is- og mann­virkja­sviði Íslands. Þó eru til gamlar rann­sóknir frá Háskóla Íslands sem sýna að efn­is­magn í íslenskum bygg­ingum er meira en víð­ast hvar – og munar þá miklu. Við ein­fald­lega elskum stein­steypu og notum mikið af henni. Ef við fram­leiddum bíla myndum við steypa þá og það helst í inn­keyrsl­unni hjá við­skipta­vin­inum fremur en fjölda­fram­leiða í hag­nýtri verk­smiðju.  

Hvað gerir umhverf­is- og mann­virkja­gerð ann­arra þjóða umhverf­is­vænni en okk­ar? Norð­ur­lönd og flest Evr­ópu­lönd nota hlut­falls­lega meira timb­ur. Þá er notkun for­fram­leiddra mann­virkja­ein­inga þró­aðri, ekki und­an­tekn­ing heldur regla víð­ast hvar. Enn fremur er tækni­þekk­ing, hönnun og hönn­un­ar­stýr­ing almennt af betri gæðum í nágranna­lönd­un­um, sem birt­ist í best­un, sam­ræm­ingu hönn­unar (sbr. þema mygla) og vali lausna. Við erum óskipu­lögð, viljum redda hlutum og slökkva elda, gefum okkur almennt of lít­inn tíma í und­ir­bún­ing verk­efna. Að hluta til er fjár­mögn­un­ar­að­ferðum um að kenna. Hér er stiklað á stóru, margt fleira kemur til. 

Auglýsing
Lítil breyt­ing á hlut­falls­lega stórri heild gerir mik­ið. Þannig þarf mjög litla breyt­ingu á hefð­bundnu verk­lagi í umhverf­is- og mann­virkja­gerð, til þess að skapa mik­inn ávinn­ing fyrir umhverf­ið. Mikil breyt­ing á ein­hverju sem er mjög lítið gerir í besta falli ein­ungis mjög lít­ið. Þannig liggur fyrir nú þegar – öllum sem vilja sjá – að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu verður ekki hamin án veru­legs árang­urs í umhverf­is­vænni mann­virkja­gerð. Orku­skipti í vega­sam­göngum eru fín, ekki síst vegna jákvæðra áhrifa á inn- og útstreymis gjald­eyr­is, en eru ekki veiga­mik­ill þáttur þegar kemur að hnatt­rænni hlýn­un. 

Hnatt­ræn hlýnun bitnar á fátæk­asta fólki jarð­ar­inn­ar. Stærstur hluti fjár­magns leitar í fast­eign­ir; steypu, stál og grjót. Enda hefur stein­steypa löngum talist örugg fjár­fest­ing. Engin þjóð getur litið fram hjá þeim gríð­ar­stóra drif­krafti sem fjár­fest­ingar í innviðum og fast­eignum skapa í hnatt­rænni hlýnun – Ísland gerir það samt. Íslensk mann­virkja­gerð er þó ekki und­an­skilin ábyrgð, jafn­vel þótt sem­ent sé ekki lengur fram­leitt á Íslandi hefur sem­ents­notkun á Íslandi umhverf­is­á­hrif.

Sjálfum þykir mér óeðli­legt að stjórn­mála­flokkur sem kennir sig við græn mál­efni láti sem losun í íslenskri mann­virkja­gerð sé lítil sem eng­in, sér­stak­lega þar sem los­unin er langt yfir þekktum með­al­tölum í efn­is­notk­un.  Þótt umhverf­is­ráð­herra velji að sleppa því í skýrslu­gerð sinni að upp­lýsa um losun íslenskrar mann­virkja­gerðar - í skýrslu­gerð lands­ins fær­ustu sér­fræð­inga að sögn ráð­herr­ans – þýðir það ekki að los­unin sé ekki raun­veru­leiki. Fjár­fest­ingar á Íslandi skapa gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir, það er raun­veru­leik­inn. 

Umhverf­is­mála­um­ræðan á Íslandi er að mínu mati á veru­legum villi­götum og lítið upp­lýsandi fyrir almenn­ing. Skila­boð stjórn­valda eru mis­vísandi og aðgerð­ar­leysið óábyrgt – ekki nóg að segj­ast ætla gera voða­lega mikið rétt fyrir kosn­ing­ar. Reyndin er sú að reikn­ing­ur­inn fyrir sann­an­lega íslenska losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er skil­inn eftir hjá fátæk­asta fólki jarð­ar­innar – ábyrgð­inni varpað á aðra sem fá að hreinsa upp okkar sóða­skap. Stjórn­mála­flokkur sem byggir hug­mynda­fræði sína á umhverf­is- og mann­rétt­inda­málum ætti ekki að hegðað sér svona. 

Við getum auð­vitað gert miklu betur og ættum að vilja byggja landið með bestu þekk­ingu, hæfni og heið­ar­leika að leið­ar­ljósi. En þá þarf að hleypa að þekk­ingu, færni og reynslu. Það eru til lausnir og það er til þekk­ing, hvoru tveggja er þó mark­visst úthýst í vild­ar­vina­kerf­inu. Að grænn stjórn­mála­flokkur skilji ekki lofts­lags­vand­ann eftir fjögur ár í rík­is­stjórn er í stuttu máli óásætt­an­legt. Gefum nýju fólki tæki­færi. 

Höf­undur er verk­fræð­ing­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar