Vindurinn, rammaáætlun og orkuskipti

Áformuð vindorkuver á Íslandi yrðu fyrst og fremst í erlendri eigu. „Erlent eignarhald á grunninnviðum á borð við raforkuver er ekki vænlegt í stórum stíl,“ skrifar Ari Trausti Guðmundsson, fyrrverandi þingmaður VG.

Auglýsing

Þróun vind­mylla og kort­lagn­ing gjöf­ulla, vind­bar­inna svæða á Íslandi hef­ur, meðal ann­arra ástæðna, orðið til þess að upp­hafs­fasi mik­illar sam­keppni um bygg­ingu vind­orku­vera af stærð­argráðunni 50 til 250 MW er löngu haf­inn. Sam­starf erlendra og inn­lendra aðila hefur leitt til und­ir­bún­ings vind­myllu­garða víða um land í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög. Mörg hver virð­ast horfa fram­hjá stöðu vind­orkunnar innan sk. ramma­á­ætl­unar þótt stefnt sé langt fram úr núver­andi upp­settu rafa­fli virkj­ana og heild­ar­sýn skorti.

Orku­verin verða fyrst og fremst í erlendri eigu, ef af þeim verð­ur. Norska fyr­ir­tækið Zephyr er með ein tíu land­svæði í skoð­un. Heild­ar­afl orku­ver­anna er sýni­lega yfir 2.000 MW eða um 2/3 hlutar af núver­andi rafa­fli. Vel yfir 30 vind­orku­verk­efni (um helm­ingur á und­ir­bún­ings­stig­i), sem borist hafa Orku­stofn­un, stað­festa að kapp­hlaupið um beislun vinds­ins yfir landi er orðið býsna hart.

Auglýsing

Ótalin eru verk­efni sem erlendir aðilar sjá fyrir sér í hafi við Ísland. Minna verður á að vind­myllur undan öldu- og straum­þungum úthafs­ströndum lands­ins eru langsóttur og van­hugs­aður kost­ur. Hyggi Norð­ur­-­Evr­ópu­ríki á fljót­andi úthafs­orku­ver, eða botn­föst nær landi, er nægt rými fyrir þau, og vindar nógu stríð­ir, undan ströndum ríkj­anna. Flutn­ings­leiðir í heima­land eru þar marg­falt styttri en úr haf­inu við Ísland. Til inn­lendra nota hér eru slík orku­ver ekki tæk vegna stærðar og stór­felldrar vöru­fram­leiðslu sem þeim myndi fylgja og hentar ekki íslensku hag­kerfi. Sæstreng úr landi viljum við ekki.

Um 30 vindorkuver eru á teikniborðum framkvæmdaaðila.

Erlent eign­ar­hald á grunn­innviðum á borð við raf­orku­ver er ekki væn­legt í stórum stíl, þótt ekki væri nema fyrr sem mest orku­ör­yggi og eigin yfir­ráð sam­fé­lags yfir þróun orku­mála. Íhugum hvort eign­ar­hald og þróun íslenskra hita­veitna og vatns­orku­vera á vegum t.d. nor­rænna og breskra stofn­ana eða fyr­ir­tækja hefðu skilað okkur núver­andi stöðu, tækni­stigi og öryggi? Reynslan kennir að sam­fé­lags­eign mik­ils meg­in­hluta raf­orku­vera er nauð­syn.

Hóf­leg vind­orka, með göllum og kost­um, virð­ist væn­leg í bland við aðra orku­kosti. Þeir eru nauð­syn­leg stoð vegna sveiflu­kennds vinds. Hlut­fall ólíkra orku­vera verður að ákvarða og aðlaga safnið að nýt­ing­unni. Vind­orka er hag­kvæm og bæri­lega vist­væn ef mann­virki eru end­ur­nýtt og vind­myllu­ver stað­sett fjarri byggð með sem umhverf­is­væn­ustum hætti, skv. stefnu Íslands um sjálf­bæra orku­vinnslu og vegna brýnna lofts­lags­lausna. Ótækt er að vind­orka lúti ekki svip­uðu skipu­lagi, reglum og for­sendum og önnur orku­ver (50-200 MW). Það vantar svæða­skipu­lag vind­orku og áætlun með miði af afl­getu og stað­setn­ingu vind­mylla hvað varðar vinda­far, nátt­úru­vernd, flutn­ings­kerf­ið, sýni­leika og orku­þörf.

Óaf­greitt þing­mál umhverf­is­ráð­herra vorið 2021 var til­raun til að koma fyrstu böndum á vind­orku­kapp­hlaup­ið. Takast verður að ljúka því og tryggja heild­rænt skipu­lag og skyn­sam­lega stað­setn­ingu vind­orku­vera með sér­stökum vind­orku­lögum á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili. Flýta verður vand­aðri vinnu starfs­hóps­ins sem nú und­ir­byggir laga­setn­ing­una.

Auglýsing

Löngum hefur verið deilt um hvort vind­orku­ver falli undir ramma­á­ætlun eða ekki. Orðið ramma­á­ætlun er vinnu­heiti fyrir Áætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða, sam­an­ber lög nr. 48 frá 2011, með þremur síð­ari breyt­ing­um. Upp­haf­lega tóku lögin til fall­vatna og jarð­varma en gild­is­svið­inu var breytt í orku­nýt­ingu land­svæða. Í með­förum iðn­að­ar­nefndar Alþingis 2011 var kveðið skýrt á um að í stað þess að lögin gildi aðeins um nýt­ingu fall­vatna og háhita­svæða, gildi þau um „virkj­un­ar­kosti til orku­vinnslu jafnt innan eign­ar­landa sem þjóð­lendna“ (þingskjal 1286 – 77.­mál). Í 3. grein lag­anna stendur m.a.: „Vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun tekur til land­svæða og virkj­un­ar­kosta sem verk­efn­is­stjórn skv. 8. gr. hefur fjallað um og hafa upp­sett rafafl 10 MW…“.

Undir lögin falla ber­sýni­lega allar raf­orku­upp­sprett­ur, á landi og yfir landi, enda eru tvö vind­orku­ver Lands­virkj­unar þegar í nýt­ing­ar­flokki 3. áfanga áætl­un­ar­inn­ar.

Fernt varðar mestu um ákvarð­anir um að beisla vind, eða nýta hann ekki: Orku­skipti, auð­linda­gjald, tíma­þröng frammi fyrir lofts­lags­breyt­ingum og loks verndun vatna­sviða og jarð­varma­svæða:

  • Full orku­skipti í sam­göng­um, þ.e. að fasa út yfir einni milljón tonnum af jarð­efna­elds­neyti, á innan við 20 árum þarfn­ast vænt­an­lega meiri raf­orku en sparn­að­ur, bætt nýt­ing virkj­ana og nokkur ný (og sum umdeild) vatns­afls- og jarð­varma­ver geta skil­að. Að auki kemur stækkun sam­fé­lags­ins, fjöl­breytt nýsköpun og grænn iðn­aður við sögu ásamt því að ekki er póli­tískur vilji til, eða víð­tækur áhugi á, að segja upp gild­andi stór­iðju­samn­ing­um.
  • Auð­linda­gjald er sann­gjarnt afgjald til sam­fé­lags­ins þegar jafn stór og verð­mæt en hvikul auð­lind og vind­ur­inn er ann­ars veg­ar.
  • Aðeins 20 ár eru til stefnu eigi íslensk orku­skipti að varða ver­öld­ina nægi­lega miklu. Ein­hverjir benda á minni orku­nýt­ingu raf­orku við fram­leiðslu raf­elds­neytis en við beina notkun raf­magns í raf­knúnum tækj­um. Rétt er það, en varla má treysta á nýja tækni til að rétt­læta hæga­gang eða bið­stöðu í útfösun jarð­efna­elds­neytis í sam­göngum og útgerð. Kosti orku­skiptin bygg­ingu fleiri raf­orku­vera (allra gerða), án þess að óska­nýtni raf­orku verði náð, má rétt­læta það með því að virkj­an­irnar komi sér síðar vel til almennra þarfa, eins þótt afrennsli á landi breyt­ist vegna minni jökla. Aðgerðir í lofts­lag­málum þola litla sem enga bið!
  • Umdeildar vatns­afls- og varma­afls­virkj­anir eru bæði í nýt­ing­ar- og bið­flokki ramma­á­ætl­un­ar. Með bygg­ingu vind­orku­vera má leysa umdeild­ustu orku­kost­ina undan mögu­legum fram­kvæmd­um. Gallar vind­orku eru stað­reynd, t.d. ýmis umhverf­is­á­hrif. Vind­orku­ver eru engu að síður sá orku­kostur sem einna auð­veld­ast er að afmá að mestu.

End­ur­heimt raf­orku úr orku­frekum málm­iðn­aði

Að lokum legg ég til að umræða um end­ur­heimt raf­orku til orku­skipta úr orku­frekum málm­iðn­aði fari fram með víð­tækum rök­stuðn­ingi þeirra sem eru með og á móti þeirri leið.

Sömu­leiðis þarf að koma fram hvernig ítrasta sviðs­mynd af sex (16 TWst við­bót­ar­orka vegna útfös­unar olíu­vara) er fengin með orku­út­reikn­ing­um. Ann­ars vegar er um orku­inni­hald rúm­lega eins megatonns af jarð­efna­elds­neyti að ræða og hins vegar raf­orku frá virkj­unum er skila til­teknu rafa­fli sem þarf til útreikn­aðar raf­orku við að fram­leiða vist­vænna orku­gjafa eða orku­bera.

Höf­undur er jarð­vís­inda­maður og fyrrum þing­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar