Kynbundið launamisrétti: Að spara til tjóns í jafnréttis- og velferðarmálum

Stjórnarkonur í Feminískum fjármálum skrifa um hversu hægt það gangi að uppræta kynbundið launamisrétti. Og hversu óásættanlegt það sé.

Auglýsing

Ef þið eigið leið um kirkju­garð þann 24. októ­ber og heyrið djúpa skruðn­inga, þá viljum við að þið vitið að það er ekk­ert að ótt­ast. Þetta eru bara kon­urnar sem gengu út á kvenna­frí­dag­inn 1975 og hafa síðan þá yfir­gefið vist­ar­verur þessa heims, að snúa sér í gröf­inni yfir því að hingað séum við kom­in, 47 árum síð­ar, og launa­munur kynj­anna sé enn til stað­ar. 

Það er kannski engin ástæða til að óttast, en það er ástæða til að vera reið. Jafn­vel bál­reið. Það er óásætt­an­legt hve hægt gengur að upp­ræta kyn­bundið launa­mis­rétti. Hið sama má segja um aðrar áskor­anir í jafn­rétt­is­mál­um, eins og ójafna umönn­unará­byrgð kynj­anna og heilsu­brest kvenna tengdan sér­stöku álagi í starfi og einka­lífi, sem og kynj­aðri hlut­drægni í heil­brigð­is­kerf­inu þar sem ákveðnir sjúk­dómar kvenna mæta algerum afgangi. Þessi vanda­mál verða ekki slitin úr sam­hengi við hvert annað -  sam­fé­lag sem skammtar sjálfu sér ríf­legan afslátt þegar kemur að launa­setn­ingu kvenna­stétta beitir sama skeyt­ing­ar­leysi þegar að kemur að því að jafna umönn­unará­byrgð kynj­anna og veita full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu til fólks af öllum kynj­um, svo nokkuð sé nefnt. Launa­mis­réttið er bein­tengt, ýtir undir og við­heldur öðru mis­rétti og það er enn ein ástæðan til að upp­ræta það. 

Kyn­bundið launa­mis­rétti má rekja að mestu leyti til kyn­bund­innar skipt­ingar í störf og atvinnu­greinar. Í jafn­launa­á­kvæði jafn­rétt­islaga, sem tók í gildi árið 2021, er kveðið á um að kon­um, körlum og fólki með hlut­lausa skrán­ingu kyns skulu greidd laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verð­mæt störf. Jafn­virð­is­nálgun jafn­launa­á­kvæð­is­ins felur í sér þörf á að leið­rétta virð­is­mat hefð­bund­inna kvenna­starfa. Við bindum miklar vonir við störf aðgerða­hóps um launa­jafn­rétti og jafn­rétti á vinnu­mark­aði og að lagðar verði fram lausnir sem bindi enda á hið vand­ræða­lega tíma­bil grass­er­andi launa­munar kynja í jafn­réttisparadís­inni Ísland­i. 

Við í félag­inu Femínísk fjár­mál höfum áhyggjur af fjár­mögnun þeirra aðgerða sem óhjá­kvæmi­legt mun verða að ráð­ast í ef leið­rétta á virð­is­mat kvenna­starfa. Það hefði verið ákjós­an­legt að sjá þess ítar­legri merki að stjórn­völd und­ir­búi þessa leið­rétt­ingu með til­liti til tekju­öfl­un­ar, líkt og við bendum á umsögn okkar um fjár­laga­frum­varp fyrir árið 2023. Fyr­ir­hyggju­leysi getur skapað kerf­is­læga áhættu fyrir rík­is­sjóð. Kostn­að­ur­inn vegna aft­ur­virkrar launa­leið­rétt­ingar ef til dóms­máls kæmi, sem ríkið ætti á hættu að tapa, gæti numið millj­arða króna fyrir rík­is­sjóð sbr. alþjóð­lega þróun og dóma­fram­kvæmd. Á Nýja-­Sjá­landi leiddi dóms­mál árið 2013 til 14-49% launa­leið­rétt­ingu heillar starfs­stéttar og nam kostn­aður u.þ.b. 180 ma. kr. Það er ekki aðeins rétt­læt­is­mál að ráð­ast strax í aðgerðir til að leið­rétta verð­mæta­mat kvenna­starfa, heldur einnig skyn­sam­leg efna­hags­stjórnun að atvinnu­rek­endur hætti að veita sjálfum sér afslátt við launa­setn­ingu kvenna eins og við­geng­ist hefur ára­tugum sam­an. 

Auglýsing
Auk þess að leið­rétta virð­is­mat þarf að huga að aðbún­aði og álagi sem margar kvenna­stéttir búa við, t.d. á Land­spít­al­an­um. Nýr Land­spít­ali kemur ekki til með að leysa þann vanda sem til staðar er að fullu og bæta verður í fjár­veit­ingar til að leysa þann mann­eklu­vanda og álag sem mynd­ast hefur í heil­brigð­is­kerf­inu á síð­ustu árum. Hér á landi er skortur á heil­brigð­is­starfs­fólki og er mönnun heil­brigð­is­þjón­ust­unnar for­senda þess að hægt sé að veita örugga og skil­virka heil­brigð­is­þjón­ustu.

Það er óskyn­sam­legt og ósjálf­bært að fjár­festa í menntun lækna, hjúkr­un­ar­fræð­inga og sjúkra­liða en hlúa svo illa að stétt­unum að fólkið sem þar starfar treystir sér ekki til að sinna störfum vegna starfs­að­stæðna, lík­am­legs og and­legs álags og streitu. Í októ­ber 1975 gengu konur út, en síð­ustu miss­eri höfum við líka séð konur ganga út úr störfum í heil­brigð­is­kerf­inu - og ekki koma aft­ur.

Óvið­un­andi aðstæður á vinnu­mark­aði, auk umönn­unará­byrgðar og kyn­bund­ins ofbeld­is, eru meðal þeirra áhrifa­þátta sem hugs­an­lega skýra mikla fjölgun örorku­líf­eyr­is­þega á meðal kvenna 50–66 ára. Á sama tíma og stjórn­völd þurfa að bregð­ast við áskor­unum vegna öldr­unar þjóð­ar­inn­ar, m.a. því að útlit er fyrir mik­illi hlut­falls­legri fjölgun fólks á eft­ir­launa­aldri og hlut­falls­lega minni fjölgun meðal fólks á vinnu­mark­aði, er veru­lega óskyn­sam­legt að fjár­festa ekki í aðgerðum sem geta komið í veg fyrir brott­hvarf kvenna af vinnu­mark­aði langt fyrir aldur fram. Við þurfum á öllum að halda. Þrátt fyrir að aðgerðir til að bregð­ast við þessu geti verið kostn­að­ar­samar þá munu þær ekki aðeins leiða til jákvæðra breyt­inga fyrir stórar kvenna­stétt­ir, heldur til lengri tíma einnig til jákvæðra efna­hags­legra áhrifa, s.s. auk­inna tekna rík­is­sjóðs vegna auk­innar atvinnu­þátt­töku og minni útgjalda vegna almannatrygg­inga og heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Femínísk fjár­mál hafa bent á að til að ráð­ast í aðgerðir sem hafa mikið gildi fyrir jafn­rétti og sam­fé­lags­lega vel­ferð, verður fjár­mögnun að vera full­nægj­andi. Í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2023 boðar rík­is­stjórnin í reynd nið­ur­skurð næstu árin með áherslu á að stemmt verði stigu við auknum eða nýjum útgjöldum og aðhalds­kröfum sem þar koma fram. Ekki sjást merki tekju­öfl­unar sem leið­togar tveggja rík­is­stjórn­ar­flokka hafa talað fyr­ir, svo sem hval­reka­skattur, hækkun veiði­gjalda og hækkun skatta á fjár­magnstekj­ur. Það er nokkuð sér­stakt að stefna for­ystu­fólks rík­is­stjórn­ar­innar sé svo fjar­ver­andi í frum­varp­inu og að aðal styrk­ing á tekju­hlið frum­varps­ins sé hækkun skatta á neyslu ein­stak­linga, sem óhjá­kvæmi­lega mun koma verr við tekju­lægri hópa. Stjórn­völd verða að taka verk­efnið alvar­lega, beita for­gangs­röðun og sann­gjarnri tekju­öflun til að spara sig ekki til tjóns í jafn­rétt­is- og vel­ferð­ar­mál­um.

Höf­undar eru stjórn­ar­konur Femínískra fjár­mála.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar