Tíu pólitískar áherslur sem komu fram á flokksráðsfundi Vinstri grænna

Vinstri græn eru m.a. í ríkisstjórn til að passa upp á að hlutir gerist ekki en dreymir um annað stjórnarsamstarf. Flokkurinn gagnrýnir forstjóralaun, vill leggja útsvar á fjármagnstekjur, taka auðlindagjöld af vindorku og hækka veiðigjöld.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

1. Vildu helst vera í annarri rík­is­stjórn en eru í þess­ari til að „passa upp á að hlutir ger­ist ekki“

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, vara­for­maður Vinstri grænna og félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, hélt fyrstur ræðu af for­ystu­fólki flokks­ins. Þar ræddi hann meðal ann­ars um erindi Vinstri grænna í stjórn­málum og við­ur­kenndi að hann hefði hugsað tals­verð um það í tengslum við veru flokks­ins í rík­is­stjórn á síð­ustu tveimur kjör­tíma­bil­um. „Kannski er rétt­ara að spyrja hvers vegna við erum í rík­is­stjórn, eða í þeirri rík­is­stjórn sem við erum í nún­a.“ 

Guð­mundur svar­aði svo eigin spurn­ingu og sagði að Vinstri græn væru í stjórn­málum til að hafa áhrif. Koma að sterkum vinstri áherslum og sterkum grænum áhersl­um. „Þess vegna erum við í rík­is­stjórn.“

Vara­for­mað­ur­inn bætti þó síðar við að það mætti ekki gleym­ast að Vinstri græn séu líka í rík­is­stjórn til að „passa upp á að hlutir ger­ist ekki“. „Að þessu sögðu, þá er draumarík­is­stjórnin mín með stjórn­mála­hreyf­ingum sem eru lengra til vinstri og grænni. Og, þar vil ég sjá okkur í fram­tíð­inn­i.“

2. Umhverf­is­málin ekki látin til Sjálf­stæð­is­flokks­ins í blindni

Í ræðu Guð­mundar kom fram að það væri ekk­ert laun­ung­ar­mál að það hafi verið Vinstri grænum erfitt að láta umhverf­is­ráðu­neyt­ið, sem hann stýrði á síð­asta kjör­tíma­bili, af hendi í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Nú er Guð­laugur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki yfir þeim mála­flokki. 

Auglýsing
Að sögn Guð­mundar var það þó ekki gert í blindni. „Allt síð­asta kjör­tíma­bil unnum við að því að færa víg­lín­una í umhverf­is­mál­un­um. Lofts­lags­málin voru dregin upp úr lág­deyðu und­an­far­inna ára á undan og komust efst á dag­skrá í sam­fé­lags­um­ræð­unni. [...] En, þar með var ekki allt unnið og það vantar sár­lega upp á í ákveðnum geirum, geirum sem ekki heyra undir umhverf­is­ráðu­neyt­ið, en þar eru sjáv­ar­út­vegur og land­bún­aður efst á blaði. Þess vegna var mik­il­vægt að sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­ið, nú mat­væla­ráðu­neyti, yrði undir stjórn VG því þarna þarf að taka til og koma aðgerðum í gang.“

3. Launa­þjófn­aður er „grimmi­leg illska“

Þá minnt­ist vara­for­mað­ur­inn á að inn­flytj­endum væri að fjölga mjög hratt hér­lend­is, mest­megnis vegna stríðs­ins í Úkra­ínu. Vel hefði gengið að finna vinnu fyrir það fólk sem hingað kæmi. 

Eitt af stóru verk­efn­unum sem sé fyr­ir­stand­andi sé þó að sporna gegn félags­legum und­ir­boðum og launa­þjófn­aði. „Launa­þjófn­aður er auð­vitað ekk­ert annað en grimmi­leg illska sem bitnar fyrst og fremst á inn­flytj­endum og þeim sem lægst hafa kjör­in.“

4. Nú er kom­inn tími til að fjár­magnstekju­fólkið greiði útsvar

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna og for­sæt­is­ráð­herra, var næst í pontu. Hún fór um víðan völl og varði árangur flokks síns í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki frá haustinu 2017. 

For­mað­ur­inn sagði að Vinstri græn myndu halda áfram að vinna að rétt­lát­ara skatt­kerfi á Íslandi. „Nú er kom­inn tími til að breyta skatt­lagn­ingu þeirra sem fyrst og fremst hafa fjár­magnstekjur og tryggja að þau greiði sann­gjarnan hlut í útsvar til sveit­ar­fé­lag­anna til að fjár­magna þau mik­il­vægu verk­efni sem þau sinna ekki síst í félags- og vel­ferð­ar­þjón­ust­u. Um það hefur verið talað í tutt­ugu ár en nú er kom­inn tími aðgerða.“

Í stjórn­­­­­­­­­ar­sátt­­­­­mála rík­­­­­is­­­­­stjórn­­­­­­­­­ar­innar frá 30. nóv­­­­­em­ber 2021 sagði að reglu­verk í kringum tekju­til­­­­­flutn­ing yrði „tekið til end­­­­­ur­­­­­skoð­unar til að tryggja að þau sem hafa ein­­­­­göngu fjár­­­­­­­­­magnstekjur reikni sér end­­­­­ur­­­­­gjald og greiði þannig útsvar.“

5. Ekki hægt að kalla eftir ábyrgð launa­fólks á stöð­ug­leika en hækka svo for­stjóra­launin

For­sæt­is­ráð­herr­ann bland­aði sér einnig í hitaum­ræðu um launa­kjör þeirra sem best hafa það á Íslandi og kröfu efsta lags­ins í efna­hags­legu fæðu­keðj­unni hér­lendis um að almennt launa­fólk taki ekki til sín launa­hækk­anir í haust, þar sem ekk­ert svig­rúm sé til þess.

Í ræðu sinni sagði Katrín að það væri mik­il­vægt að tala ekki að tala niður kröfur launa­fólks um bætt kaup og kjör og kalla eftir ábyrgð um leið og launa­hæstu for­stjórar lands­ins, sem hafi marg­föld mán­að­ar­laun venju­legs fólk, fá launa­hækk­anir sem einar nemi kannski hund­ruð þús­unda á mán­uði ásamt mögu­legum kaup­réttum og háum arð­greiðslum til eig­enda fyr­ir­tækj­anna í land­inu. „Hér má t.d. taka dæmi af for­stjórum tveggja stærstu fyr­ir­tækj­anna á dag­vöru­mark­aði sem höfðu í fyrra mán­að­ar­laun sem nema 15-16 földum lág­marks­launum á vinnu­mark­aði (5,4-5,6 millj­ónir króna) og launa­hækkun árs­ins nam ein og sér einum og hálfum til tvennum lág­marks­launum (480-740 þús­und) – á tímum þar sem launa­fólk er beðið að sýna hóf­semd í kröfum sín­um.“

Auglýsing
Í þeirri snúnu stöðu sem við séum öll í sé ein­fald­lega ekki boð­legt að ganga fram með þessum hætti „heldur hljótum við öll að gera þá kröfu að atvinnu­rek­endur sýni hóf­semd í eigin kjörum og tali af ábyrgð.“

Sú krafa hafi í áranna rás skilað því að Ísland sé meðal allra fremstu ríkja innan OECD-­­ríkja þegar kemur að tekju­­jöfn­uði. „Við ætlum ekki að glata þeirri stöð­u.“

6. Lands­virkjun verði aldrei einka­vædd

Katrín tal­aði einnig um mik­il­vægi þess að almenn­ingur á Íslandi eigi helsta orku­fyr­ir­tæki lands­ins, Lands­virkj­un. Hún sagði að það yrði ekki ítrekað nægj­an­lega að því stæði ekki til að breyta. „Og ég hlýt að minna á and­stöðu VG við hug­myndir fyrri rík­is­stjórna um sæstreng til Evr­ópu – sú staða sem við erum í núna sem þjóð með okkar fyr­ir­tæki í almanna­eigu og orku­markað undir inn­lendri stjórn er öfunds­verð. Nú þegar raf­orku­verð í Evr­ópu er í hæstu hæðum sýnir staða okkar hér á Íslandi að okkar afstaða – okkar Vinstri-grænna – hefur reynst far­sæl fyrir íslenskan almenn­ing.“

7. Vinstri græn lýsa yfir stuðn­ingi við hækkun veiði­gjalda

Flokks­ráðs­fund­ur­inn sam­þykkti á sunnu­dag ýmsar álykt­an­ir, sem eiga að vera leið­ar­vísir í stjórn­mála­legum áherslum Vinstri grænna næstu miss­er­in. 

Sú sem vakti mesta athygli snýr að því að flokknum fannst nauð­syn­legt að taka fram að hann lýsi yfir stuðn­ingi við hug­myndir um hækkun veiði­gjalda, þar sem sér­stak­lega sé tekið til­lit til smærri útgerða, end­ur­skoðun laga sem lúta að gagn­sæi um raun­veru­lega eig­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og að sporna gegn sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi. „Stór­út­gerðin hefur haldið áfram að skila hagn­aði í gegnum heims­far­aldur og inn­rás Rússa í Úkra­ínu og á að leggja meira til sam­fé­lags­ins.“

Vinstri græn hafa setið í rík­is­stjórn í næstum fimm ár og fara nú með ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála.

8. Sér­stak­lega lýst yfir stuðn­ingi við bar­áttu launa­fólks fyrir mann­sæm­andi kjörum

Þá lýsti fund­ur­inn yfir stuðn­ingi við bar­áttu launa­fólks fyrir mann­sæm­andi kjör­um. „Ábyrgir kjara­samn­ingar eru mik­il­vægir til að tryggja efna­hags­lega vel­sæld en þeir munu ekki nást meðan laun stjórn­enda hækka óhóf­lega og risa­vaxnar arð­greiðslur eru greiddar út til fjár­magns­eig­enda. Gæta þarf þess að laun stjórn­enda rík­is­stofn­ana og fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins hækki ekki upp úr öllu valdi úr takti við almenna launa­þróun í land­inu. Ef svig­rúm er til þess þá er svig­rúm til launa­hækk­ana fyrir launa­fólk.“ 

Fund­ur­inn ítrek­aði að það væri hags­muna­mál allra að ná far­sælum samn­ingum á vinnu­mark­aði. „Brýnt er í þeim samn­ingum að bæta kjör hinna verst settu og halda áfram inn­leið­ingu á stytt­ingu vinnu­vik­unnar sem gagn­ast sam­fé­lag­inu öllu.“

9. End­ur­skoða þarf almanna­trygg­inga­kerfið

Fund­ur­inn ítrek­aði mik­il­vægi þess að afkoma öryrkja og eldri borg­ara yrði tryggð. „End­ur­skoða þarf almanna­trygg­inga­kerfi örorku­líf­eyr­is­þega þannig að það verði í senn sann­gjarn­ara og gagn­særra og skoða þarf sér­stak­lega stöðu hinna tekju­lægstu í hópi eldri borg­ara og öryrkja. Einnig er mik­il­vægt að fjölga atvinnu­tæki­færum fyrir fólk með skerta starfs­getu og efla starfsend­ur­hæf­ingu við hæfi.“

10. Kalla eftir skýrum reglum um inn­heimtu auð­linda­gjalds af vind­orku­verum

Flokks­ráðs­fund­ur­inn gerði sér­staka ályktun um vind­orku. Í henni ítreka Vinstri græn þá afstöðu að ekki verði ráð­ist í upp­bygg­ingu vind­orku­vera, ann­arra en þeirra tveggja sem þegar eru í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­un­ar, fyrr en stefna um upp­bygg­ingu vind­orku liggur fyrir sem og almennur og skýr lag­ara­mmi um gjald­töku af vind­orku­ver­um.

Um­hverf­is­rann­sóknir og nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið eigi að vera grund­völlur fyrir ákvörð­unum um upp­bygg­ingu í þágu orku­nýt­ingar að mati flokks­ins. „Vinstri græn telja að upp­bygg­ing vind­orku eigi heima á mjög fáum þegar rösk­uðum svæðum með teng­ingu við vatns­afls­virkj­anir Lands­virkj­unar en eðli­legt er að fyr­ir­tæki sem er í almanna­eigu hafi for­gang í þessum mál­um. Frá upp­hafi verður að ríkja sátt um nýt­ingu þess­arar auð­lind­ar. Kalla þarf eftir afstöðu almenn­ings og félaga­sam­taka m.t.t. nátt­úru- og umhverf­is­vernd­ar­sjón­ar­miða og eign­ar­halds vind­orku­vera hér­lend­is. Þá þarf að setja skýrar reglur um inn­heimtu auð­linda­gjalds af vind­orku­verum sem renna á til sam­fé­lags­ins. Marka þarf stefnu hið fyrsta um nýt­ingu vind­orku í efna­hags­lög­sög­unn­i.“

Vinstri græn mæl­d­ust með 7,5 pró­­sent fylgi í síð­ustu könnun Mask­ínu sem birt var í síð­ustu viku. Það er umtals­vert undir þeim 12,6 pró­­sentum sem flokk­­ur­inn fékk í síð­­­ustu kosn­­ing­­um. Alls hafa Vinstri græn, flokkur for­­sæt­is­ráð­herr­ans Katrínar Jak­obs­dótt­­ur, tapað 5,1 pró­­sent­u­­stigi það sem af er kjör­­tíma­bil­i.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar