200 færslur fundust merktar „kosningar2021“

Ólafur Ísleifsson var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í Reykjavík norður árið 2017, en færði sig yfir í Miðflokkinn eftir að Klausturmálið kom upp.
Vilborg leiðir Miðflokkinn í Reykjavík norður – Ólafur vék til að leysa „pattstöðu“
Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins sóttist ekki eftir sæti á lista flokksins í Reykjavík norður til þess að leysa „pattstöðu“ sem kom upp við uppstillingu listans í kjördæminu. Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir lögfræðingur mun leiða lista flokksins.
19. júlí 2021
Guðmundur Ragnarsson
Að láta drauminn rætast
16. júlí 2021
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja á blaðamannafundi í Hörpu í fyrra þegar efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs voru kynntar.
VG langt undir kjörfylgi og fengi sjö þingmenn
Ríkisstjórnin nýtur 55 prósent stuðnings en flokkarnir sem hana mynda fengju þó ekki meirihluta ef gengið yrði til kosninga nú. Framsókn bætir við sig, Sjálfstæðisflokkur stendur í stað en VG myndi tapa fjórum þingmönnum miðað við kosningarnar 2017.
16. júlí 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG
„Það skipti máli fyrir stjórnmálamenn að ná árangri – ekki bara tala“
Forsætisráðherra segist vera mjög ánægð með árangur VG á þessu kjörtímabili og muni hún leggja á það áherslu að flokkurinn leiði áfram ríkisstjórn – og haldi áfram að ná árangri fyrir íslenskt samfélag.
8. júlí 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
„Ef að þau geta notað mig þá er ég til“
Gunnar Smári Egilsson segist vera tilbúinn að taka sæti á lista Sósíalistaflokksins en sérstök kjörnefnd flokksins hefur óskað eftir kröftum hans.
4. júlí 2021
Stofna samráðshóp um vernd einstaklinga í aðdraganda kosninga
Tækniþróun síðustu ára hafa skapað aðstæður sem geta leitt af sér nýjar ógnir við lýðræði sem aftur getur leitt af sér að reynt verði að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður kosninga í lýðræðisríkjum, að því er fram kemur hjá Persónuvernd.
4. júlí 2021
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
„Sjálfskaparvíti“ hjá Sjálfstæðisflokknum að hafa sett Kristján Þór í sjávarútvegsráðuneytið
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir allt of lítinn og allt of einsleitan hóp ráða ferðinni í Sjálfstæðisflokknum frá degi til dags. Hann segir grunsemdir um hagsmunaárekstra liggja eins og þokumistur yfir flokknum.
3. júlí 2021
Guðmundur Andri Thorsson
Stöðugleikinn er stöðnun
2. júlí 2021
Samfylkingin er í vanda samkvæmt nýrri könnun Gallup. Logi Einarsson er formaður flokksins.
Samfylkingin undir tíu prósentin og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu
Ný könnun Gallup sýnir að ríkisstjórnarflokkarnir sigli nokkuð lygnan sjó og geti haldið áfram samstarfi að óbreyttu. Einnig er möguleiki á Reykjavíkurstjórn. Sósíalistaflokkurinn hefur mælst stöðugt inni fimm kannanir í röð.
1. júlí 2021
Forseti Alþingis á hlut í Marel en skráði hann ekki í hagsmunaskrá vegna „athugunarleysis“
Steingrímur J. Sigfússon hefur um margra ára skeið átt hlut í Marel og eign hans í félaginu er nú metin á sjö milljónir króna. Hann skráði þá eign ekki í hagsmunaskrá þingsins fyrr en nýverið. Alls eiga fimm þingmenn hlutabréf í Icelandair Group.
30. júní 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkur geti ekki tekið þátt í stjórn sem haldi áfram að ríkisvæða heilbrigðiskerfið
Óli Björn Kárason segir að ríkisrekin fjölmiðlun grafi „undan borgaralegum öflum“. Ekki síst þess vegna verði Sjálfstæðisflokkurinn að spyrna við fótum í málefnum RÚV.
30. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur ekki útilokað framboð með öllu þótt hann ætli sér ekki að stofna nýjan flokk.
Benedikt segir það hafa verið viðrað að bjóða fram „svonefndan CC-lista“ Viðreisnar
Fyrrverandi formaður Viðreisnar bendir á að fordæmi séu fyrir því að bjóða fram annan lista flokks, þar sem sameiginleg atkvæði myndu nýtast við úthlutun jöfnunarþingsæta. Það hefur tvívegis gerst áður, árin 1967 og 1983.
29. júní 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Hver er framtíðarsýnin fyrir Ísland?
29. júní 2021
Það blæs ekki byrlega hjá flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þessa daganna.
Miðflokkurinn við það að detta út af þingi samkvæmt nýrri könnun
Tvö stjórnarmynstur eru í kortunum samkvæmt nýrri könnun: áframhaldandi samstarf þeirra flokka sem nú mynda ríkisstjórn eða samstarf þeirra flokka sem ráða ríkjum í Reykjavíkurborg.
27. júní 2021
Haraldur Benediktsson.
Haraldur Benediktsson hættur við að hætta
Fyrr í mánuðinum sagði Haraldur Benediktsson að hann myndi ekki taka annað sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi. Hann sigraði ekki í prófkjöri en hefur nú skipt um skoðun.
25. júní 2021
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
None
25. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
24. júní 2021
Benedikt Jóhannesson
Biður Jón Steindór afsökunar
Benedikt Jóhannesson hefur beðið þingmann Viðreisnar afsökunar á orðum sínum. „Ummæli mín voru án alls samráðs við Jón og í óþökk hans.“
24. júní 2021
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Jón Steindór: Framganga Benedikts hefur „hryggt mig meira en orð fá lýst“
Þingmaður Viðreisnar hafnar því sem hann kallar samsæriskenningar fyrrverandi formanns flokksins. Hann vonar að Benedikt Jóhannesson muni lýsa yfir fullum stuðningi við Viðreisn. Geri hann það ekki séu eigin hagsmunir að blinda honum sýn.
23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
23. júní 2021
Uppfærsla á hugbúnaði eða nýtt stýrikerfi?
None
21. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
19. júní 2021
Haraldur Benediktsson.
Haraldur Benediktsson ætlar ekki að þiggja annað sætið
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi ætlar ekki að taka sæti á lista flokksins í kjördæminu ef varaformaður Sjálfstæðisflokksins sigrar hann í oddvitaslag um komandi helgi.
15. júní 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir í tímabundið leyfi frá störfum
Mennta- og menningarmálaráðherra er komin í tímabundið leyfi frá störfum samkvæmt læknisráði.
15. júní 2021
Niðurstaða nýjustu könnunar MMR er ekki jafn mikið gleðiefni fyrir alla stjórnarleiðtogana.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 27 prósent fylgi – Framsókn og Viðreisn dala skarpt
Framsóknarflokkur og Viðreisn tapa umtalsverðu fylgi milli kannana og níu flokkar mælast inni á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig tæpum tveimur prósentustigum á kjörtímabilinu en hinir stjórnarflokkarnir tapað samtals 6,4 prósentustigum.
15. júní 2021
Brynjar Níelsson hugsar sig enn um hvort hann eigi að halda áfram í stjórnmálum, eftir að hafa gefið út að hann væri hættur fyrir skemmstu.
Brynjar íhugar að hætta við að hætta: „Boginn í baki“ undan þrýstingi samflokksfólks
Brynjar Níelsson segir í nýjum hlaðvarpsþætti að hann sé ekki endanlega búinn að gera upp við sig um hvort hann bjóði sig fram til þings eða ekki. Segist ætla að skoða málin.
11. júní 2021
Er Ísland marxískt, spillt og stéttaskipt eða er allt sem ríkisstjórnin hefur gert frábært?
Eldhúsdagsumræður fóru fram í gær. Þar lýstu stjórnmálamenn stöðu mála í íslensku samfélagi á afar mismunandi hátt. Raunar svo mismunandi að það var á stundum eins og þeir væru ekki að lýsa gangi mála í sama landinu.
8. júní 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Er skilvirkni virkilega fallegasta orðið?
8. júní 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson eru oddvitar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík.
Sigurvegarar og taparar í vel heppnuðu prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík
Konur verða í stórum hlutverkum hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í komandi kosningum. Frjálslyndari frambjóðendum gekk betur en íhaldsamari og ef eitt er öruggt í lífinu þá er það að Birgir Ármannsson lendir í sjötta sæti.
7. júní 2021
Árni Finnsson
Þjóðgarðurinn sem hvarf af ratsjá ríkisstjórnarinnar
7. júní 2021
Sigríður gerir enga kröfu um sæti á lista og Brynjar kveður stjórnmálin
Brynjar Níelsson segist kveðja stjórnmálin sáttur. Fyrrverandi dómsmálaráðherra sóttist eftir öðru sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hún endaði ekki á meðal átta efstu.
6. júní 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór sigraði í Reykjavík – Sigríður Andersen beið afhroð
Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir eru sigurvegarar prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ásamt utanríkisráðherra. Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson voru langt frá settu markmiði.
6. júní 2021
Guðlaugur Þór tekur forystu á ný
Tveir sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu verið á leið út af þingi. Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen eru langt frá þeim árangri sem þau ætluðu sér í prófkjöri flokksins.
6. júní 2021
Áslaug Arna komin með forystu
Tveir sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu verið á leið út af þingi. Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen eru langt frá þeim árangri sem þau ætluðu sér í prófkjöri flokksins.
5. júní 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór leiðir eftir aðrar tölur – Sigríður Andersen líklega á útleið
Utanríkisráðherra er með forystu yfir dómsmálaráðherra eftir að búið er að telja yfir þrjú þúsund atkvæði. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins verður að óbreyttu í baráttusæti en fyrrverandi dómsmálaráðherra á litla möguleika á að ná inn á þing.
5. júní 2021
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin segir framgöngu Samherja óafsakanlega og vill raunverulegar aðgerðir
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að binda í lög vernd fyrir fjölmiðlafólk sem verður fyrir árásum af hálfu stórfyrirtækja.
5. júní 2021
Sighvatur Björgvinsson
Þrír flokkar – ein skoðun
5. júní 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Yfirkjörstjórn telur Áslaugu Örnu ekki hafa brotið gegn reglum Sjálfstæðisflokksins
Utanríkisráðherra og aðstoðarmaður hans kærðu dómsmálaráðherra fyrir að brjóta reglur prófkjörs, þar sem þau takast á. Ekki verður aðhafst frekar vegna málsins.
3. júní 2021
Ráðherrarnir tveir sækjast eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Guðlaugur Þór kærir framboð Áslaugar Örnu
Guðlaugur Þór og Áslaug Arna keppast um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Nú hefur Guðlaugur Þór ásamt Diljá Mist Einarsdóttur, sem er aðstoðarmaður Guðlaugs og einnig í framboði, kært framboð Áslaugar Örnu.
3. júní 2021
Hörður Filippusson
Jafnaðarstefna? Hvað er það?
3. júní 2021
Daði Már Kristófersson
Hvað ætlar þú að gera í ellinni?
3. júní 2021
MMR segir að fleiri baráttulínur séu að teiknast upp á milli flokka en bara sú sem fyrirtækið hefur vakið máls á að séu greinilegar á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks.
Framsókn og Píratar bæta við sig í nýrri könnun MMR – Vinstri græn dala mest
Fylgi Vinstri grænna mældist þremur prósentustigum lægra en síðast í nýrri könnun MMR. Á sama tíma bæta Framsókn og Píratar við sig tæpum þremur prósentustigum hvor flokkur. Píratar mælast næststærsti á eftir Sjálfstæðisflokki, sem er nærri kjörfylgi.
2. júní 2021
Katrín með öll tromp á hendi ... enn sem komið er
Tvö ríkisstjórnarmynstur virðast líkleg eins og er, miðað við stöðu mála í könnunum. Sitjandi ríkisstjórn nýtur nánast sama fylgis og útgáfa af svokölluðu Reykjavíkurmódeli.
2. júní 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Stígum skrefið
2. júní 2021
Hlynur Már Vilhjálmsson
Hver á að borga? Samherji á að borga
1. júní 2021
Finnur Birgisson
Heimsmet í skerðingum
31. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjórði efnahagspakki ríkisstjórnarinnar metinn á 20 milljarða króna
Útgjöld ríkissjóðs fyrir yfirstandandi ár verða 14,6 milljörðum krónum meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Áætlaður halli í ár nemur um 320 milljörðum króna. Kostnaður vegna sértækra aðgerða stjórnvalda hefur reynst minni en áætlað var.
31. maí 2021
Gauti Jóhannesson ætlar ekki að taka 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Gauti mun ekki taka sæti á lista á eftir Eyfirðingunum tveimur
Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi sóttist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í haust, en hafnaði í 3. sæti í prófkjöri í gær. Hann segist ekki ætla að taka sæti á lista flokksins.
30. maí 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi til kosninga í haust.
Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins keyrði tæpa 6.000 kílómetra í prófkjörsbaráttu og leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi í næstu kosningum. Þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson urðu í 2. og 3. sæti í prófkjöri flokksins.
30. maí 2021
Njáll Trausti Friðbertsson, hér ásamt Bryndís Haraldsdóttur samflokkskonu sinni, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í haust.
Njáll verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Njáll Trausti Friðbertsson verður oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Í öðru sæti í prófkjöri flokksins varð Berglind Ósk Guðmundsdóttir lögfræðingur á Akureyri.
30. maí 2021
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Heimsóknir til helvítis
29. maí 2021
Benedikt skekur Viðreisn
Helsta hvatamanni að stofnun Viðreisnar, og fyrsta formanni flokksins, var hafnað af uppstillingarnefnd fyrr í mánuðinum. Harðar deilur spruttu upp í kjölfarið.
29. maí 2021
Friðjón R. Friðjónsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sér dreift eignarhald fyrir sér sem leið til sátta um sjávarútveg
Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík viðrar í dag hugmynd um að þrengja að hámarksaflahlutdeild þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem kjósa að vera ekki skráð á hlutabréfamarkað.
28. maí 2021
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrsti formaður Viðreisnar.
Féllst á annað sætið en fékk ekki afsökunarbeiðni: „Því fór sem fór“
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar segir rangt að hann hafi hafnað 2. sæti á lista flokksins. Þvert á móti hafi hann fallist á beiðnina, en einnig gert kröfu um afsökunarbeiðni, sem hafi ekki verið í boði.
27. maí 2021
Sigmar Guðmundsson í framboð fyrir Viðreisn
Viðreisn hefur ákveðið uppröðun á lista sínum í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Þjóðþekktur frétta- og dagskrárgerðarmaður er í öðru sæti listans.
27. maí 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Í þágu hverra er auðlindaákvæði?
26. maí 2021
Hafa sent formlegt erindi til ÖSE til að óska eftir kosningaeftirliti í haust
Þingmaður Pírata segir aðgerðir gegn fjölmiðlafólki geta komið niður á kosningum og að það sé stórhættulegt að „fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gangverki lýðræðisins“.
26. maí 2021
Katrín Baldursdóttir
Stórfelld skattalækkun á millitekjur og lægri
26. maí 2021
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, María Rut Kristinsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Hanna Katrín Friðriksson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Heiða Ingimarsdóttir, Daði Már Kristófersson, Guðmundur Ragnarsson og Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson.
Hanna Katrín og Þorbjörg leiða fyrir Viðreisn í Reykjavík – Varaformaðurinn ekki oddviti
Viðreisn hafnaði fyrrverandi formanni við uppstillingu á lista í Reykjavík og varaformaður flokksins verður ekki oddviti í komandi kosningum.
26. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, stofnaði til umræðu við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um traust á Alþingi í dag.
Er Sjálfstæðisflokkur vandamál eða svar, hvað eigum við skilið og fæst traust með fötum?
Þingmenn ræddu traust á stjórnmálum og stjórnsýslu í sérstakri umræðu á Alþingi í dag. Þeir sem tóku til máls voru flestir hvorki sammála um orsök traustleysis né leiðir til að laga það.
25. maí 2021
Er í lagi að reka „skæruliðadeildir“ sem ráðast á blaðamenn?
None
25. maí 2021
Úlfar Þormóðsson
Kærleikurinn, sósinn minn, kærleikurinn!
24. maí 2021
Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi hættir á þingi – Gagnrýnir Framsókn fyrir undirmál og óheilindi
Þingflokksformaður Miðflokksins verður ekki í framboði í kosningunum í haust. Hann gagnrýnir þá framsóknarmenn fyrir að „fara í viðtöl og tala um æskuna eða annað slíkt til þess að breiða yfir sína framgöngu í stjórnmálum.“
22. maí 2021
Benedikt Jóhannesson
Benedikt afþakkar neðsta sæti á lista Viðreisnar
Fyrrverandi formaður Viðreisnar hefur tekið þá ákvörðun að bjóða ekki fram krafta sína fyrir Viðreisn fyrir komandi kosningar eftir að hafa verið boðið neðsta sæti á lista flokksins.
21. maí 2021
Dagur Hjartarson
Hundadagar
20. maí 2021
Framvarðarsveit Framsóknarflokksins í Reykjavík í komandi kosningum.
Ásmundur Einar og Lilja leiða fyrir Framsókn í Reykjavík
Brynja Dan Gunnarsdóttir verður í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkurinn náði einungis einum þingmanni inn úr báður höfuðborgarkjördæmunum í síðustu kosningum.
19. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín og Svandís leiða hjá Vinstri grænum í Reykjavík
Orri Páll Jóhannsson tekur annað sæti Kolbeins Óttarssonar Proppé í öðru hvor Reykjavíkurkjördæminu, en annars eru efstu sæti þar óbreytt hjá Vinstri grænum.
19. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
14. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni vill selja restina af Íslandsbanka á næsta kjörtímabili og allt að helming í Landsbanka
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef hann fengi að ráða þá myndi hann selja Íslandsbanka að öllu leyti við fyrsta tækifæri á nýju kjörtímabili. Hann vill líka selja stóran hluta í Landsbankanum.
13. maí 2021
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn dregur framboð sitt til baka – Leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans
Kolbeinn Óttarsson Proppé segir að umræða síðustu daga, þar sem hundruð þolenda kynferðisofbeldi hafa rofið þögnina enn á ný, hafi leitt til þess að hann hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram. Hann segir VG ekki eiga að þurfa að svara fyrir hans hegðun.
11. maí 2021
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til greina að fjölga kjördæmum í landinu.
Bjarni „myndi vilja sjá minni kjördæmi út um landið“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að fyrir sitt leyti komi til greina að tvöfalda fjölda kjördæma á landsbyggðinni, til þess að færa þingmennina nær fólkinu. Hann telur þörf á grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni.
11. maí 2021
Stjórnmálamenn sem hata fjölmiðla
None
10. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
8. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
5. maí 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn lofar að byggja 30 þúsund íbúðir á einum áratug
Komist Sósíalistaflokkur Íslands til valda lofar hann að byggja 30 þúsund íbúðir á næstu tíu árum fyrir alls 650 milljarða króna án þess að framkvæmdin kalli á framlög úr ríkissjóði.
4. maí 2021
Aldrei fleiri skráð í VG – kjörskrár tútnuðu út í aðdraganda forvals
Metfjöldi félaga er um þessar mundir skráður í VG, eða yfir 7.100 manns. Frá áramótum hafa á bilinu 1.400 til 1.500 manns bæst í flokkinn. Þingmaður sem tapaði oddvitaslag segist efins um fyrirkomulagið sem flokkurinn notar til að velja sér fulltrúa.
1. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn rýkur upp í fylgi – Mælist með tæplega 29 prósent
Samfylkingin hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu, Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst stærri frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkurinn fær sína bestu mælingu og Miðflokkurinn er við það að detta út af þingi. Ný könnun var birt í dag.
30. apríl 2021
Bjarni skákaði Lilju Rafneyju í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi
Vinstri græn hafa kosið sér nýjan oddvita í Norðvesturkjördæmi. Tveir sóttust eftir því að leiða lista flokksins þar. Sitjandi þingmaður náði ekki því sæti sem hún sóttist eftir.
25. apríl 2021
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn sækist eftir sæti í Reykjavík eftir að hafa verið hafnað í Suðurkjördæmi
Kolbeinn Óttarsson Proppé bauð sig fram til að vera oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi til að hafa meiri áhrif í pólitík. Þar var honum hafnað. Nú sækist hann eftir sínu gamla sæti í Reykjavík.
24. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
22. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
20. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
19. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
17. apríl 2021
Oddný Harðardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi á ný.
Oddný og Viktor Stefán leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi var samþykkur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. Oddný Harðardóttir leiðir listann áfram og Viktor Stefán Pálsson verður í öðru sæti listans.
14. apríl 2021
Katrín Jakobsdóttir og Logi Einarsson.
Forsætisráðherra segir að greina þurfi hverjir hafi hagnast á kórónuveirukreppunni
Eðlilegt er að fara yfir þá tekjuöflunarmöguleika sem séu fyrir hendi fyrir ríkið þegar búið er að greina hverjir hafi hagnast á yfirstandandi kreppu, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
12. apríl 2021
Hólmfríður Árnadóttir varð hlutskörpuð í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Hólmfríður Árnadóttir leiðir VG í Suðurkjördæmi
Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði skaut bæði sitjandi þingmanni og upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar ref fyrir rass í forvali VG í Suðurkjördæmi. Raunar röðuðust konur í þrjú efstu sætin í forvalinu.
12. apríl 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Komið í veg fyrir að Alþingi borgi fyrir akstur þingmanna í kosningabaráttu
Kostnaður vegna aksturs þingmanna, sem er greiddur úr ríkissjóði, hefur aukist í kringum síðustu þrjár kosningar. Það bendir til þess að skattgreiðendur hafi verið að borga fyrir kosningabaráttu sitjandi þingmanna. Nú á að taka fyrir þetta.
12. apríl 2021
Dagbjört Hákonardóttir
Þegar ríkisstjórnir þegja
9. apríl 2021
Karen Kjartansdóttir.
Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar hætt störfum
Karen Kjartansdóttir segir að hún og formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar hafi haft ólíkar hugmyndir um samstarf sitt. Hún hefur því sagt upp sem framkvæmdastjóri flokksins.
9. apríl 2021
Engin þriggja flokka ríkisstjórn í kortunum
Ef tekið er tillit til þeirra flokka sem hafa útilokað samstarf með öðrum í aðdraganda komandi kosninga þá bendir niðurstaða nýrrar könnunar til að næsta ríkisstjórn þurfi að innihalda að minnsta kosti fjóra stjórnmálaflokka.
9. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkur hans bætir mestu við sig á milli mánaða.
Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Píratar bæta við sig fylgi
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 44,7 prósent fylgi en þrír stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir mælast með 38,6 prósent. Miðflokkurinn hefur ekki mælst minni síðan skömmu eftir Klausturmálið.
8. apríl 2021
Efstu fjóru frambjóðendurnir á lista Samfylkingarinnar.
Logi og Hilda Jana efst á lista Samfylkingar í Norðausturkjördæmi
Listi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmisráðs flokksins í kvöld. Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi á Akureyri verður í öðru sæti listans, á eftir flokksformanninum Loga Einarssyni.
7. apríl 2021
Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stýra flokkum sem eru sýnilega mun vinsælli hjá tekjuhærri kjósendum en tekjulægri.
Næstum helmingur tekjuhæstu kjósendanna styðja Sjálfstæðisflokk eða Viðreisn
Mikill munur er á stuðningi tekjuhópa við stjórnmálaöfl. Píratar eru vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins hjá þeim sem minnstar hafa tekjurnar og sósíalistar eru líka sterkir þar.
7. apríl 2021
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen er annar oddvita Pírata í Reykjavík í komandi kosningum.
Samfylkingin og Píratar stærri hjá kjósendum undir þrítugu en Sjálfstæðisflokkurinn
Stærsti stjórnmálaflokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, höfðar síst til kjósenda á aldrinum 18-29 ára. Miðflokkurinn nær sömuleiðis illa til þess hóps.
7. apríl 2021
Hér sjást samherjarnir fyrrverandi í þingflokki Bjartrar framtíðar, Páll Valur Björnsson og Róbert Marshall (t.h.). Páli var hafnað ásamt fleirum af uppstillingarnefnd Samfylkingar en Róbert er einn nokkurra sem nú keppast um að leiða VG.
Óánægjugos hjá Samfylkingu og fjöldi í framboði fyrir Vinstri græn
Flokkarnir eru að búa sig til kosninga. Í Suðurkjördæmi hefur uppstillingarleið Samfylkingar verið harðlega gagnrýnd, hrúga af fólki vill leiða lista Vinstri grænna og oddviti Sjálfstæðisflokks tilkynnti snögglega á páskadag að hann ætli að hætta á þingi.
5. apríl 2021
Steingrímur J. Sigfússon á forsetastóli. Hann er einn þriggja oddvita í Norðausturkjördæmi sem fara ekki fram að nýju.
Reynslumiklir oddvitar hverfa á braut og fylgi Miðflokks dvínar
Framboðslistar stærstu flokkanna í Norðausturkjördæmi munu sumir hverjir hafa nýja ásýnd í kosningunum í haust, en reynslumiklir þingmenn fara ekki fram að nýju. Fylgi Miðflokksins í kjördæmi formannsins er mun minna nú en árið 2017.
4. apríl 2021
Páll Magnússon ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs.
Páll Magnússon ætlar að hætta á þingi
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokks mun ekki sækjast eftir því að vera áfram á þingi. Hann hafði áður boðað þátttöku í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi en segir áhugann hafa dofnað – neistann kulnað.
4. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Samfylkingin ríði vart feitum hesti frá því að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokk
Sigríður Á. Andersen er ekki viss um að Samfylkingin og aðrir flokkar græði á því að útiloka ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Að sama skapi eigi Sjálfstæðisflokkur ekki að hlaupa til og geðjast flokkunum sem eru lengra til vinstri.
4. apríl 2021
Sókn Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur í oddvitasæti Haraldar Benediktssonar í Norðvesturkjördæmi hefur þegar valdið titringi í röðum flokksmanna.
Gæti ráðherra og varaformaður þurft að sætta sig við annað sæti á framboðslista?
Hvernig verða framboðslistarnir í Norðvesturkjördæmi í haust? Sumir þeirra eru orðnir nokkuð klárir, en aðrir ekki. Einhver innanflokksátök gætu verið framundan og titrings hefur þegar orðið vart. Kjarninn leit yfir stöðu mála.
3. apríl 2021
Guðbrandur mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi kosningum.
Guðbrandur verður oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum.
3. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti þingmaður Kragans.
Sjálfstæðisflokk vantar konur, kergja innan Samfylkingar og margir um hituna hjá VG
Suðvesturkjördæmi, Kraginn svokallaði, er fjölmennasta kjördæmi landsins. Þar eru í boði þrettán þingmenn í kosningunum í haust. Listar sumra flokka eru að taka á sig mynd og átök eru sýnileg víða.
2. apríl 2021
Enginn flokkur getur sagt „Reykjavík er okkar“
Níu flokkar gætu átt möguleika á að ná í þá 22 þingmenn sem í boði eru í Reykjavíkurkjördæmunum. Innan stærri flokka eru að eiga sér stað innanflokksátök og ráðherrar eiga á hættu að detta út af þingi. Kjarninn skoðar fylgi flokka eftir landssvæðum.
1. apríl 2021
Ásdís Ólafsdóttir, Jón Ragnar Björnsson, Sigrún Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon og Þórunn Ragnarsdóttir
Virkjum grasrótina
31. mars 2021
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin ekki mælst minni frá því fyrir kosningarnar 2017
Alls myndu níu flokkar ná inn á þing ef kosið yrði í dag og hefðu þá aldrei verið fleiri. Sitjandi ríkisstjórn væri fallin og ómögulegt yrði að mynda stjórn sem innhéldi færri en fjóra flokka.
30. mars 2021
Willum Þór sækist eftir oddvitasæti Framsóknar í Kraganum
Willum Þór Þórsson sækist eftir áframhaldandi forystu á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í haust. Willum tók fyrst sæti fyrir flokkinn á þingi árið 2013.
29. mars 2021
Formenn stjórnmálaflokka leggja til bann við nafnlausum áróðri í aðdraganda kosninga
Áróðursefni þar sem reynt er að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga án þess að nokkur gangist við ábyrgð á efninu eða að hafa borgað fyrir það, var áberandi í síðustu þingkosningum. Miklum fjármunum var kostað til við gerð þess og dreifingu.
26. mars 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: „Að fást við svona heimsfaraldur er eins og að klífa fjall“
Fjármála- og efnahagsráðherra svarar því ekki hvort stjórnvöld hafi endurmetið væntingar um fjölda ferðamanna sem koma til landsins í ár, í ljósi atburða síðustu daga.
25. mars 2021
Guðmundur Gunnarsson
Guðmundur verður oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar mun leiða lista VIðreisnar í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum sem fara fram eftir sex mánuði og tvo daga.
23. mars 2021
Ríkissjóður verður rekinn í meira en 1.100 milljarða króna halla á sjö ára tímabili
Viðspyrnan í íslensku efnahagslífi veltur áfram sem áður á því hversu fljótt það tekst að taka á móti ferðamönnum til landsins, samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026.
22. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins og Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn mælist nánast jafn stór og Miðflokkurinn
Bæði Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn mælast nokkuð undir kjörfylgi en Framsókn hefur unnið á síðustu vikur. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa bætt við sig samanlagt um tíu prósentustigum og Sósíalistar mælast með 5,7 prósent fylgi.
22. mars 2021
Einar og Magnús síðustu staðfestu oddvitar á listum Pírata
Píratar hafa nú, fyrstir allra flokka, lokið vali í efstu sætin á listum sínum í öllum kjördæmum.
20. mars 2021
Pólitískt veðmál um efnahag og heilsu þjóðar
None
20. mars 2021
Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingar ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu.
Guðjón Brjánsson hættir á þingi í haust
Þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins að nýju til Alþingiskosninga síðar á árinu.
17. mars 2021
Björgvin G. Sigurðsson
Brýnasta úrlausnarefnið bíður enn
16. mars 2021
Gauti Jóhannesson.
Gauti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi
Frá því að Kristján Þór Júlíusson greindi frá því á laugardag að hann ætlaði sér að stíga til hliðar hafa tveir menn tilkynnt að þeir sækist eftir oddvitasæti hans í Norðausturkjördæmi.
16. mars 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór ætlar ekki fram í næstu kosningum
Óvinsælasti ráðherra landsins ætlar að hætta á þingi. Hann segir umræðuna um sjávarútveg „því miður oft litast af vanþekkingu eða fordómum“.
13. mars 2021
Haraldur Tristan Gunnarsson
Við þurfum að undirbúa Ísland fyrir þriggja gráðna hlýnun, jafnvel fjögurra
12. mars 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, getur brosað yfir stöðu flokksins í könnun MMR.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki mælst stærri í rúm tvö ár
Framsókn hefur aukið fylgi sitt um 67 prósent frá því í byrjun desember í könnunum MMR. Á sama tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað 22,5 prósent af fylgi sínu.
12. mars 2021
Sjávarútvegurinn, SA og Viðskiptaráð vilja ekki auðlindaákvæðið í stjórnarskrá
Í umsögnum helstu hagsmunagæslusamtaka landsins um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra eru gerðar verulegar athugasemdir við hugtakið „þjóðareign“.
10. mars 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Guðmundur Andri: „Þórunn mun sem sagt leiða listann og það styð ég“
Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar mun leiða lista flokksins í Kraganum. Núverandi oddviti sest í annað sætið.
10. mars 2021
Róbert Marshall í launalaust leyfi til að einbeita sér að framboði
Frá því í mars í fyrra hefur Róbert Marshall starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann vill nú komast aftur á þing.
9. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
6. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
5. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
3. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
2. mars 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
25. febrúar 2021
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
25. febrúar 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
24. febrúar 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Nennir ekki að VG og Framsókn verði „enn og aftur“ með „öll spil á hendi“
Formaður Viðreisnar sagði í hlaðvarpsþætti að hún skildi sjónarmið Samfylkingar um að útiloka samstarf við Miðflokk og Sjálfstæðisflokk. Hún vill þó ekki að VG og Framsókn verði enn á ný með öll spil á hendi við myndun næstu ríkisstjórnar.
22. febrúar 2021
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir
Heiða Guðný gefur kost á sér í oddvitasæti Vinstri grænna sunnanlands
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi og sveitarstjórnarkona hefur ákveðið að gefa kost á sér til þess að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi til komandi kosninga.
21. febrúar 2021
Hlynur Már Vilhjálmsson
Þingframbjóðanda vantar þína skoðun
19. febrúar 2021
Viljið þið að upplýsingafulltrúar og spunameistarar segi ykkur fréttir?
None
19. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin orðin minni en Vinstri græn samkvæmt nýrri könnun
Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking tapa fylgi en Framsókn og Vinstri græn bæta við sig. Miðflokkurinn græðir ekkert á dalandi fylgi Sjálfstæðisflokksins nú, líkt og hann hefur oft gert áður.
18. febrúar 2021
Ingibjörg Þórðardóttir ritari, Óli Halldórsson sveitarstjórnarmaður og Bjarkey Olsen Gunnardóttir þingflokksformaður.
Ritari Vinstri grænna segist upplifa fullkomna höfnun
Eftir forval Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi segist ritari flokksins upplifa fullkomna höfnun. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður er sömuleiðis vonsvikin og ætlar að gefa sér tíma til að ákveða hvort hún þiggi annað sætið á listanum.
16. febrúar 2021
Óli Halldórsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir voru í efstu tveimur sætum í forvali VG í Norðausturkjördæmi.
Óli Halldórsson efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi
Óli Halldórsson var efstur í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, sem fór fram um helgina. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður flokksins skipar annað sætið og Jódís Skúladóttir er í þriðja sæti.
16. febrúar 2021
Þær Helga Vala og Kristrún munu sitja í oddvitasætum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum í komandi Alþingiskosningum.
Helga Vala og Kristrún í oddvitasætin hjá Samfylkingunni í Reykjavíkurkjördæmum
Framboðslistar Samfylkingarinnar fyrir komandi Alþingiskosningar voru samþykktir á allsherjarfundi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir mun ekki leiða lista flokksins í SV kjördæmi heldur verður hún önnur í Reykjavík suður.
13. febrúar 2021
Laun ráðherra og aðstoðarmanna áætluð 681 milljónir króna í ár
Samkvæmt fjárlögum ársins 2018, sem var fyrsta heila árið sem núverandi ríkisstjórn starfaði, átti kostnaður við rekstur ríkisstjórnar Íslands og aðstoðarmanna hennar að vera 461 milljónir króna, en reyndist mun meiri.
13. febrúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Sósíalistar velkomnir í raðir VG
Forseti Alþingis og einn stofnandi Vinstri grænna segist ekki eiga von á öðru en að róttækum sósíalistum yrði vel tekið ef þeir vildu ganga í raðir VG – og efla flokkinn og gera hann þá ennþá róttækari.
11. febrúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Samstarf með Sjálfstæðisflokknum ekki „endilega eitthvað sem menn ættu að horfa á til langrar framtíðar“
Steingrímur J. Sigfússon segir að hann hafi persónulega ekkert á móti því ef hér á landi myndaðist það sem kalla mætti sterka minnihlutastjórn. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það gæti verið hollt, sérstaklega fyrir þingræðið.“
8. febrúar 2021
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja að hægt verði að breyta stjórnarskrá án þingrofs
Þingmenn úr þremur stjórnarandstöðuflokkum, auk eins sem stendur utan flokka, vilja að breytingar á stjórnarskrá fari í þjóðaratkvæðagreiðslu til að undirstrika vald þjóðarinnar sem stjórnarskrárgjafa.
3. febrúar 2021
Ríkisstjórnin gæti haldið velli þrátt fyrir að flokkarnir sem að henni standa séu allir að mælast með minna fylgi en þeir fengu í kosningunum 2017.
Ríkisstjórnin gæti haldið með minnihluta fylgis á bakvið sig
Ný könnun sýnir að þrír stjórnarandstöðuflokkar myndu saman fá níu fleiri þingmenn nú en haustið 2017. Aðrir flokkar tapa fylgi en Sjálfstæðisflokkur ver þingmannafjölda sinn vegna dauðra atkvæða. Allskyns stjórnarmynstur eru í kortunum.
1. febrúar 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Segir Friðjón nota „alla sömu frasana og Viðreisn“
Brynjar Níelsson segir að ef farið yrði að ráðum miðstjórnarmanns í Sjálfstæðisflokknum, og ráðist í breytingar á stefnu og gildum flokksins, væri verið að stunda tækifærismennsku og hentistefnu.“ Það gæti leitt til þess að Sjálfstæðisflokkur dagi uppi.
30. janúar 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Formenn allra flokka sammælist um að útiloka ofbeldisfull ummæli
Formaður Viðreisnar telur að skýrar sameiginlegar línur og skilaboð af hálfu forystufólks í stjórnmálum um að hvers kyns ofbeldi verði ekki liðið væri þýðingarmikil byrjun á kosningaári.
29. janúar 2021
Albertína mun ekki gefa kost á sér fyrir næstu kosningar
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, mun ekki gefa kost á sér fyrir næstu alþingiskosningar. Nýtt verkefni bíður hennar nú, að því er fram kemur á Facebook-síðu hennar.
28. janúar 2021
Segir Sjálfstæðisflokk vera með yfirbragð flokks sem vill ekki að Ísland breytist
Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í flokknum segir hann hafa á sér yfirbragð þess sem vilji ekki að íslenskt samfélag breytist. Skipti flokkurinn ekki um kúrs muni hann „daga uppi og verða að steini“.
28. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
26. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
23. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
22. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
20. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga en ekki afbrotamenn
Svandís Svavarsdóttir hefur kynnt áform um lagasetningu sem felur í sér afglæpavæðingu vörslu neysluskammta af fíkniefnum. Verði frumvarpið að lögum mun stórt skref verða stigið í átt frá refsistefnu í málaflokknum.
20. janúar 2021
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi
Tveir sitjandi þingmenn Vinstri grænna hafa tilkynnt um að þeir sækist eftir oddvitasæti í landsbyggðarkjördæmum. Lilja Rafney Magnúsdóttir vill áfram leiða í Norðvesturkjördæmi og Kolbeinn Óttarsson Proppé ætlar að færa sig í Suðurkjördæmi.
20. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
18. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
17. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
16. janúar 2021
Hvað á að gera við allt þetta fólk?
None
14. janúar 2021
Fjórar konur á meðal fimm efstu í könnun Samfylkingar – Oddvita í Reykjavík hafnað
Fari uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir niðurstöðu könnunar sem gerð var á meðal félagsmanna munu konur leiða bæði Reykjavíkurkjördæmin. Ágúst Ólafur Ágústsson varð ekki á meðal fimm efstu í könnuninni.
14. janúar 2021
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna tilkynnir framboð og færir sig um kjördæmi
Einn mest áberandi þingmaður Pírata ætlar að sækjast eftir því að leiða lista flokksins í Kraganum í næstu þingkosningum. Þrír af sex þingmönnum Pírata verða ekki í framboði. Allir sem hætta leiddu lista í síðustu kosningum.
13. janúar 2021
Ásmundur EInar Daðason félags- og barnamálaráðherra vill verða þingmaður Reykvíkinga.
Ásmundur Einar vill verða þingmaður Reykjavíkur
Félags- og barnamálaráðherra ætlar að söðla um og gefa kost á sér til þess að leiða Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann telur að Framsókn geti ekki orðið leiðandi afl kerfisbreytinga án fótfestu í þéttbýli.
13. janúar 2021
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Þórunn Egilsdóttir fer ekki fram á ný
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi mun ekki bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Þórunn ætlar að einbeita sér að því að takast á við baráttu við krabbamein með bjartsýnina að vopni.
13. janúar 2021
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast stærstu flokkarnir
Nánast engin breyting er á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða. Stjórnarflokkarnir myndu tapa 9,2 prósentustigum ef kosið yrði í dag en þeir þrír stjórnarandstöðuflokkar sem bætt hafa við sig á kjörtímabilinu græða 10,9 prósentustig.
5. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn ekki mælst með minna fylgi í tvö ár – Frjálslynda andstaðan á flugi
Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast samanlagt með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir og hafa bætt við sig rúmlega 50 prósent fylgi það sem af er kjörtímabili. Allir stjórnarflokkarnir mælast undir kjörfylgi.
23. desember 2020
Flokkur fólksins skiptir um ásýnd
Flokkur fólksins hefur farið í algjöra yfirhalningu og breytt allri ásýnd flokksins. Hann hefur skilað miklum hagnaði undanfarin ár og situr á digrum kosningasjóði.
22. desember 2020
Tilraun til umfangsmikillar endurnýjunar hjá Samfylkingunni
Alls sækjast 49 eftir sæti á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Margir nýir frambjóðendur ætla sér eitt af efstu sætunum og sumir þeirra njóta óopinbers stuðnings lykilfólks í flokknum í þeirri vegferð.
19. desember 2020
Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Efnahagsmálaumræðan „úrelt og þess vegna eiga hægri menn hana enn þá“
Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segist hafa trú á því að Samfylkingin geti orðið kjölfestuflokkur í íslenskum stjórnmálum, en fyrst þurfi að „kveða niður þá mýtu“ að flokkar vinstra megin við miðju geti ekki stjórnað efnahagsmálum.
18. desember 2020
Hluti frambjóða Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.
Stefán Ólafs, Ásta Guðrún og Nicole Leigh á meðal frambjóðenda Samfylkingarinnar
Samfylkingin er búin að birta lista yfir þá einstaklinga sem gætu endað á listum flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Þar má finna nokkur óvænt nöfn einstaklinga sem ekki höfðu þegar boðað að þeir ætluðu fram fyrir flokkinn.
17. desember 2020
Þingflokkur Pírata.
Skoðunarmenn lýsa yfir áhyggjum af kostnaðarsömum rekstri Pírata
Í ársreikningi Pírata kemur fram að flokkurinn eyddi um 96 prósent tekna sinna í rekstur í fyrra, en lagði lítið fyrir í kosningabaráttusjóð. Hinir flokkarnir sjö á þingi lögðu allir meira til hliðar og flestir tugi milljóna króna.
15. desember 2020
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði.
Guðmundur genginn í Viðreisn og sækist eftir oddvitasæti á heimaslóðum
Fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði ætlar í stjórnmál og sækist eftir því að leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Hann segist hafa skoðað fleiri kosti, en innst inni hafi hann vitað að Viðreisn yrði fyrir valinu.
14. desember 2020
Fátt bendir til þess að pólitískt veðmál Vinstri grænna gangi upp
Vinstri græn hafa ekki mælst með minna fylgi frá vormánuðum 2013. Flokkurinn hefur tapað um 55 prósent af kjósendum sínum frá því að sitjandi ríkisstjórn var sett á laggirnar, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur á sama tíma bætt við sig fylgi.
12. desember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins safnar upp digrum kosningasjóði með framlögum úr ríkissjóði
Hagnaður Flokks fólksins á árinu 2019 var 68 prósent af veltu flokksins. Um síðustu áramót átti flokkurinn tæplega 66 milljónir króna í handbæru fé. Það mun bætast við þann sjóð í ár og á því næsta. Nær allar tekjur Flokks fólksins koma úr ríkissjóði.
10. desember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, getur verið ánægður með nýjustu könnun MMR.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist tvisvar sinnum stærri en Samfylkingin
Stærsti flokkur landsins mælist nú yfir kjörfylgi. Hinir tveir flokkarnir sem sitja með honum í ríkisstjórn myndu bíða afhroð ef kosið yrði í dag. Flokkur fólksins er á skriði og Sósíalistaflokkur Íslands næði inn á þing.
7. desember 2020
Konur myndu kjósa félagshyggjustjórn en karlar hallast að íhaldinu
Kjósa konur öðruvísi en karlar? Skipta menntun eða tekjur máli þegar fólk ákveður hvaða stjórnmálaflokkur endurspegli best skoðanir þess á því hvernig þjóðfélagið á að vera? Er munur á því hvernig borgarbúar og þeir sem búa úti á landi ráðstafa atkvæðum?
5. desember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir er formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson var fyrr í haust kosinn varaformaður flokksins.
Viðreisn dalar og Framsókn minnsti flokkurinn sem næði inn
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins og fylgi hans hefur mælst nánast það sama þrjá mánuði í röð. Samfylkingin kemur þar næst og hefur ekki mælst stærri síðan í janúar.
3. desember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
29. nóvember 2020
Hólmfríður Árnadóttir vill leiða VG í Suðurkjördæmi í næstu kosningum.
Hólmfríður sækist eftir því að leiða VG í Suðurkjördæmi
Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, hefur ákveðið að bjóða sig fram til þess að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi til kosninga á næsta ári.
27. nóvember 2020
Halldór Gunnarsson í Holti.
Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar
Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.
27. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
23. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir er formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson var fyrr í haust kosinn varaformaður flokksins.
Viðreisn sækir helst fylgi til vel menntaðra og tekjuhárra karla á höfuðborgarsvæðinu
Enginn flokkur sem mældur er í könnunum MMR nýtur jafn lítilla vinsælda hjá tekjulægstu landsmönnum og Viðreisn. Flokkurinn virðist höfða mun betur til karla en kvenna.
21. nóvember 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
„Öfgar til hægri og vinstri eru eins og hver önnur tískusveifla“
Formaður Framsóknarflokksins segir að framtíðin ráðist á miðjunni. Það viti framsóknarfólk og telur hann að flestir Íslendingar viti það innst inni.
21. nóvember 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Karlar og minna menntaðir hrífast af Miðflokknum
Flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er á mjög svipuðu róli nú í könnunum og hann var í síðustu kosningum. Hann á erfitt uppdráttar á höfuðborgarsvæðinu og hjá ungu fólki en er sterkur á landsbyggðinni.
20. nóvember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin á miklu skriði hjá konum og yngstu kjósendunum
Degi fyrir kosningarnar 2016 sögðust eitt prósent kjósenda undir þrítugu ætla að kjósa Samfylkinguna. Nú mælist stuðningur við flokkinn hjá þeim aldurshópi 19,3 prósent. Bætt staða Samfylkingarinnar þar er lykilbreyta í auknu fylgi flokksins.
19. nóvember 2020
Willum Þór Þórsson
Willum: Staða Framsóknarflokksins á höfuðborgarsvæðinu er alvarleg
Formaður fjárlaganefndar telur að Framsókn hafi ekki tekist að tala fyrir borgaralegum málefnum, en fylgi flokksins á höfuðborgarsvæðinu mælist nú tæplega sex prósent. Hann vill RÚV af auglýsingamarkaði og á fjárlög.
19. nóvember 2020
Píratar væru stærsti flokkur landsins ef ungt og tekjulítið fólk kysi einvörðungu
Píratar eru sterkir á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Ungt og tekjulítið fólk lítur frekar til þeirra en annarra flokka. Og enginn flokkur sem á þegar sæti á Alþingi hefur bætt við sig meira fylgi frá 2017 en Píratar.
18. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Bjarni vill verða forsætisráðherra á ný
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur metnað til að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar í september á næsta ári og leiða hana. Hann segir núverandi stjórn hafa fundið leiðir til að útkljá mál og hefði þess vegna verið nokkuð farsæl.
18. nóvember 2020
Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í janúar 2020.
Sósíalistaflokkurinn sækir vinstrafylgið fast og heggur í stöðu Vinstri grænna
Í borgarstjórnarkosningunum fyrir tveimur árum sigraði Sósíalistaflokkurinn baráttuna um vinstri vænginn og fékk fleiri atkvæði en Vinstri græn. Skýrar vísbendingar eru um að sú sókn í vinstrafylgið getið haldið áfram í komandi þingkosningum.
17. nóvember 2020
Forystusveit Sjálfstæðisflokksins sem var kosin á landsfundi 2018.
Sjálfstæðisflokkur styrkir stöðu sína sem fyrsti valkostur elstu og tekjuhæstu kjósendanna
Stærsti stjórnmálaflokkur landsins siglir nokkuð lygnan sjó samkvæmt könnunum og hefur ekki tapað á ríkisstjórnarsamstarfinu. Fylgi flokksins á Austurlandi hefur hríðlækkað og hann virðist aðallega vera að slást við Miðflokkinn um atkvæði.
16. nóvember 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Framsókn með undir sex prósenta fylgi í Reykjavík og nágrenni
Framsóknarflokkurinn er að mælast með svipað fylgi og hann fékk þegar síðast var kosið. Hann hefur styrkt stöðu sína víða á landsbyggðinni en tapað fylgi á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn er í hættu að fá enga menn þingmenn kosna.
14. nóvember 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu hefur hrunið frá síðustu kosningum
Fylgi Vinstri grænna, flokks forsætisráðherra, hefur ekki mælst lægra í könnunum MMR frá því í apríl 2013. Í síðustu kosningum var sterkasta vígi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningur við flokkinn þar hefur dregist verulega saman á kjörtímabilinu.
13. nóvember 2020
Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata.
Halldóra sér fyrir sér stjórnarsamstarf Pírata við Samfylkingu og Viðreisn
Þingflokksformaður Pírata segir að enginn flötur sé á ríkistjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk eða Miðflokk. Augljósustu kostirnir fyrir slíkt samstarf séu Samfylkingin og Viðreisn. Kosningabandalag sé þó ekki í pípunum.
11. nóvember 2020
Óli Halldórsson og Kári Gautason hafa í vikunni lýst því yfir að þeir vilji vera í fararbroddi hjá VG í Norðausturkjördæmi. Óli vill leiðtogasæti listans.
Óli vill taka við forystusætinu af Steingrími í Norðausturkjördæmi
Óli Halldórsson, sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi, hefur boðað að hann vilji leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi. Kári Gautason framkvæmdastjóri þingflokks VG hefur einnig hug á sæti ofarlega á lista í þessu sterka vígi flokksins.
3. nóvember 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á kjörstað 2017. Margt hefur breyst í stuðningi flokks hennar síðan þá.
Frá kosningum til dagsins í dag: Svona hefur fylgi stjórnmálaflokkanna þróast
Þeir flokkar sem mynda ríkisstjórnina hafa tapað 12,4 prósentustigum frá kosningunum 2017 samkvæmt könnunum MMR. Fjórir stjórnarandstöðuflokkar hafa á sama tíma bætt við sig 11,1 prósentustigum.
1. nóvember 2020