200 færslur fundust merktar „kosningar2021“

Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur hefur starfað síðan í nóvember 2021.
Ásmundur Einar Daðason staðið sig best allra ráðherra – Bjarni Benediktsson langverst
Mun meiri óánægja er með störf ráðherra Sjálfstæðisflokksins en störf annarra ráðherra í ríkisstjórn samkvæmt nýrri könnun. Óánægjan er aðallega með Bjarna Benediktsson og Jón Gunnarsson. Mennta- og barnamálaráðherra er sá sem flestir eru ánægðir með.
5. janúar 2023
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin ekki stærri hjá Gallup í tólf ár en Vinstri græn hafa aldrei mælst minni
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn mælast nánast með sama fylgi í nýrri könnun Gallup og langstærstu flokkar landsins. Flokkur forsætisráðherra mælist hins vegar sjötti stærsti flokkurinn á þingi, með undir sjö prósent fylgi og einungis fjóra þingmenn.
3. janúar 2023
Kosningaþátttaka í síðustu alþingiskosningum var mest á meðal kosningabærra einstaklinga sem hafa engan erlendan bakgrunn, 83 prósent, en minnst meðal innflytjenda, 42,1 prósent.
42,1 prósent innflytjenda greiddu atkvæði í síðustu alþingiskosningum
Kosningaþátttaka innflytjenda í síðustu alþingiskosningum var 42,1 prósent, um helmingi minni en kosningaþátttaka í heildina, sem var 80,1 prósent. Enginn innflytjandi á sæti á þingi en 3,2 prósent varaþingmanna eru innflytjendur.
21. desember 2022
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
26. nóvember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017.
Tíð ríkisstjórnarskipti og kórónuveiran hafa stóraukið nýtingu fjáraukalaga
Þegar lög um opinber fjármál voru sett árið 2015 áttu þau að auka festu í ríkisfjármálum og draga úr notkun fjáraukalaga. Þróunin hefur hins vegar orðið þveröfug, meðal annars vegna tíðra ríkisstjórnarskipta og kórónuveirufaraldurs.
21. nóvember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin hefur næstum tvöfaldað fylgið og andar ofan í hálsmálið á Sjálfstæðisflokki
Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun og fjölmargir möguleikar í kortunum. Þrír andstöðuflokkar hafa bætt við sig einum Framsóknarflokki það sem af er kjörtímabili en ríkisstjórnin tapað yfir tíu prósentustigum.
19. nóvember 2022
Guðlaugur Þór horfir til þess að fella Bjarna
Eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum stjórnmálum er að Guðlaugur Þór Þórðarson hefur metnað til þess að verða formaður Sjálfstæðisflokksins.
27. október 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði til formanns Samfylkingarinnar
Miklar breytingar verða í forystusveit Samfylkingarinnar á landsfundi sem fer fram í lok þessa mánaðar. Nú liggur fyrir að Kristrún Frostadóttir fær ekki mótframboð í formannskjöri flokksins.
21. október 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður að öllum líkindum formaður Samfylkingarinnar í lok þessa mánaðar.
Píratar og Samfylkingin hafa samanlagt bætt við sig tíu prósentustigum á kjörtímabilinu
Allir stjórnarflokkarnir þrír hafa tapað fylgi frá því að síðast var kosið, í september 2021. Staðan er verst hjá Vinstri grænum, sem eru nú sjötti stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun.
20. október 2022
Guðmundur Árni Stefánsson.
Guðmundur Árni býður sig fram til varaformanns en Heiða hættir við framboð
Fyrrverandi varaformaður Alþýðuflokksins og ráðherra vill verða næsti varaformaður Samfylkingarinnar. Núverandi varaformaður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér.
16. október 2022
Kunnugleg staða í íslenskum stjórnmálum einu ári eftir þingkosningar
Margt er sameiginlegt með þeirri þróun sem varð á fyrsta ári ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningarnar 2017 og þess sem hefur gerst á því ári sem liðið er frá síðustu kosningum.
8. október 2022
Sjálfstæðismenn geta verið ánægðir með upptaktinn í fylgi flokksins en Vinstri græn hafa tapað flokka mest það sem af er kjörtímabili. Framsókn hefur ekki yfir miklu að brosa enda hefur fylgi flokksins fallið skarpt.
Sjálfstæðisflokkur mælist nánast í kjörfylgi og Samfylkingin mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst stærri á þessu kjörtímabili en Framsókn ekki mælst minni. Samfylkingin mælist nú næst stærsti flokkurinn og er sá flokkur sem hefur bætt mestu við sig. Píratar eru einnig með mun meira fylgi en fyrir ári.
3. október 2022
Kristrún vill að aðildarviðræður að ESB verði lagðar í þjóðaratkvæðagreiðslu
Kristrún Frostadóttir segir ekkert hafa breyst í afstöðu flokks síns gagnvart Evrópusambandinu. Sjálf sé hún stuðningsmaður aðildar. Fyrsta skrefið sem þurfi að stíga sé að spyrja þjóðina hvort hún vilji fara í þetta verkefni.
12. september 2022
„Við verðum að losna úr þessu hugarfari að þetta sé barátta hvers fyrir sig“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún vill sitja í mið-vinstristjórn og segir að neitunarvaldið gagnvart þeim aðgerðum sem hún telur nauðsynlegt að ráðast í liggi hjá Sjálfstæðisflokki.
10. september 2022
Þótt stjórnin mælist fallin er staða hennar betri nú en tæpu ári eftir kosningarnar 2017
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír voru samtals með meira fylgi ellefu mánuðum eftir kosningarnar 2017 en þeir mælast með núna. Stjórnarflokkarnir mældust þá með minna sameiginlegt fylgi en þeir mælast með nú.
4. september 2022
Fylgi Samfylkingarinnar hefur ekki mælst meira síðan í janúar 2021. Kristrún Frostadóttir sækist eftir því að verða næsti formaður flokksins.
Framsókn, Samfylking og Píratar nánast jafnstór í nýrri könnun
Stjórnarflokkarnir þrír hafa samtals tapað 8,5 prósentustigum af fylgi á kjörtímabilinu og njóta stuðnings minnihluta þjóðarinnar. Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mælast með 11,7 prósentustigum meira en þeir fengu í síðustu kosningum.
1. september 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Tíu pólitískar áherslur sem komu fram á flokksráðsfundi Vinstri grænna
Vinstri græn eru m.a. í ríkisstjórn til að passa upp á að hlutir gerist ekki en dreymir um annað stjórnarsamstarf. Flokkurinn gagnrýnir forstjóralaun, vill leggja útsvar á fjármagnstekjur, taka auðlindagjöld af vindorku og hækka veiðigjöld.
29. ágúst 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra.
Framsóknarflokkurinn rétt rúmu prósentustigi minni en Sjálfstæðisflokkur
Sósíalistaflokkurinn mælist næstum jafn stór og Vinstri græn í nýrri könnun. Sameiginlegt fylgi Pírata og Samfylkingar mælist nú jafn mikið og sameiginlegt fylgi þeirra beggja og Viðreisnar var í kosningunum í fyrrahaust.
25. ágúst 2022
Meirihluti ráðuneytisstjóra var skipaður án auglýsingar
Frá árinu 1954 hefur það verið meginregla í lögum á Íslandi að það skuli auglýsa opinberlega laus embætti hjá íslenska ríkinu. Eftir þessari meginreglu er þó ekki farið í mörgum tilvikum.
25. ágúst 2022
Hreinn Loftsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir.
Hreinn tímabundið aðstoðarmaður ráðherra á ný og Áslaug Hulda fær fastráðningu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur haft fjóra aðstoðarmenn á þeim tæpu níu mánuðum sem liðnir eru frá því að ný ríkisstjórn tók til starfa. Hreinn Loftsson, sem var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í tvær vikur í desember, er mættur aftur til starfa.
23. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
18. ágúst 2022
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
None
10. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
8. ágúst 2022
Vinsældir Framsóknarflokksins dala milli mánaða.
Framsókn tapar mestu milli mánaða og fylgistap ríkisstjórnarflokkanna eykst
Stjórnarflokkarnir hafa tapað næstum níu prósentustigum af fylgi frá síðustu kosningum. Á sama tíma hafa þrír stjórnarandstöðuflokkar bætt samanlagt við sig 10,5 prósentustigum.
4. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni ætlar að halda áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur setið í því embætti frá því snemma árs 2009. Í nóvember verður fyrsti landsfundur flokksins í fjögur og hálft ár haldinn. Bjarna finnst „ekkert annað eðlilegt en að ég haldi mínu striki“.
4. ágúst 2022
Jákvæðni íslenskra kjósenda gagnavart aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur stóraukist.
Íslenskir kjósendur ekki verið hallari undir markaðshyggju síðan árið 2007
Íslenskir kjósendur eru hallari undir markaðs- og alþjóðahyggju en þeir hafa verið í meira en áratug. Raunar mælist jákvæðni gagnvart aukinni markaðshyggju sú mesta frá 2007. Á sama tíma eru vinsældir einangrunarhyggju á undanhaldi.
9. júlí 2022
Hvað ætlar Samfylkingin að verða þegar hún er orðin stór?
Nýr formaður mun taka við Samfylkingunni í haust. Langlíklegast er að sá verði Kristrún Frostadóttir, ákveði hún að bjóða sig fram. Dagur B. Eggertsson virðist ekki sýna formennskunni neinn áhuga og aðrir frambjóðendur eru ekki á fleti.
8. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
2. júlí 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
24. júní 2022
Logi Einarsson.
Logi hættir sem formaður Samfylkingar í haust
Það verða formannsskipti hjá Samfylkingunni á landsfundi í október. Sitjandi formaður segist sannfærður um að aðrir geti gert betur en hann í að afla flokknum meira fylgi.
18. júní 2022
Gengi ríkisstjórnarflokkanna hefur verið æði misjafnt það sem af er kjörtímabili. Framsókn mælist í kjörfylgi á meðan að hinir tveir flokkarnir mælast nálægt því lægsta fylgi sem þeir hafa nokkru sinni mælst með.
Fylgi Vinstri grænna ekki mælst minna síðan skömmu eftir formannsskipti 2013
Fylgi Pírata og Samfylkingar hefur ekki mælst hærra á þessu kjörtímabili en það gerist nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist annan mánuðinn í röð með um 20 prósent fylgi og Vinstri græn mælast verr en þau hafa gert í níu ár.
3. júní 2022
Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks endurnýjaði hjúskaparheitin eftir síðustu kosningar.
Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur aldrei mælst minni
Þegar ríkisstjórnin settist að völdum 2017 naut hún mikils stuðnings. Hann dalaði þó hratt en reis aftur þegar kórónuveirufaraldurinn skall á og hélst umtalsverður fram yfir kosningar og inn á árið í ár. Á síðustu mánuðum hefur hann hrunið.
3. júní 2022
Sveinn Flóki Guðmundsson
Upprifjun endurtalningarinnar í Norðvestur
1. maí 2022
Það er vindasamt á stjórnarheimilinu þessa dagana.
Ríkisstjórnin kolfallin og Sjálfstæðisflokkur mælist með undir 18 prósent fylgi
Samfylking og Píratar bæta við sig ellefu þingmönnum frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun en stjórnarflokkarnir tapa tólf. Samanlagt fylgi ríkistjórnarinnar mælist undir 40 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst minni í stórri könnun.
27. apríl 2022
Fjórir starfsmenn og embættismenn hafa hafnað flutningi milli ráðuneyta í kjölfar breyttrar skipunar stjórnarráðsins sem lögð var til í stjórnarsáttmála endurnýjaðs ríkisstjórnarsamstarfs í lok síðasta árs.
Tveir starfsmenn og tveir embættismenn höfnuðu flutningi milli ráðuneyta
Fjórir starfs- og embættismenn þáðu ekki boð um flutning milli ráðuneyta þegar breytt skipan ráðuneyta tók gildi í janúar. Biðlaun annars embættismannsins kosta ríkissjóð 22 milljónir króna.
19. apríl 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni haustið 2017. Flokkar þeirra hafa nánast skipt um fylgi á síðustu fjórum árum.
Staða stjórnarflokkanna nú sterkari en hún var hálfu ári eftir kosningarnar 2017
Rúmt hálft ár er liðið af öðru kjörtímabili þar sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur situr að völdum á Íslandi. Staða sumra stjórnmálaflokka hefur breyst umtalsvert á fjórum árum.
14. apríl 2022
Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur hrunið síðustu daga.
Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast saman með meira fylgi en stjórnarflokkarnir
Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur hrunið eftir atburði síðustu daga. Síðustu tæpu viku mælist fylgi þeirra einungis 41,4 prósent. Á sama tíma mælist samanlagt fylgi þriggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna 45,4 prósent.
12. apríl 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur siglir nokkuð lygnan sjó samkvæmt nýjustu könnun Gallup og litlar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða.
Fylgi stjórnmálaflokka hreyfist lítið – Andstaðan enn langt frá því að ógna stjórninni
Stöðugleiki mælist í fylgi flokka og þær litlu breytingar sem urðu á því milli febrúar og mars breyta ekki miklu. Tveir stjórnarflokkar mælast rétt undir kjörfylgi en einn aðeins yfir því. Þrír stjórnarandstöðuflokkar mælast yfir kjörfylgi.
4. apríl 2022
Sjálfstæðisflokkur og Píratar bæta vel við sig en Vinstri græn tapa umtalsverðu fylgi
Stjórnarflokkarnir mælast með minna sameiginlegt fylgi en þeir fengu í kosningunum í fyrrahaust. Tveir mælast í kjörfylgi en einn, Vinstri græn, langt undir því. Tveir stjórnarandstöðuflokkar hafa bætt við sig samtals 7,3 prósentustigum síðan í haust.
16. mars 2022
Sigurður Guðmundsson
Misjafn hagur – misjafnir hagir
22. febrúar 2022
Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks endurnýjaði hjúskaparheitin eftir síðustu kosningar.
Allir stjórnarflokkarnir tapað fylgi frá síðustu kosningum en mælast með meirihluta
Stjórnarandstaðan sem heild hefur bætt við sig fylgi frá síðustu kosningum. Þar munar mestu um aukningu á stuðningi við Pírata en Miðflokkurinn hefur tapað fylgi. Vinstri græn mælast nú fimmti stærsti flokkur landsins.
2. febrúar 2022
Stjórnarflokkarnir bættu samanlagt við sig fylgi í síðustu kosningum þar sem Framsókn vann kosningasigur. Hinir tveir flokkarnir töpuðu fylgi milli kosninga en stjórnarsamstarfið var endurnýjað.
Stjórnarflokkarnir tapa samanlögðu fylgi og mælast í vandræðum í Reykjavík
Þeir sem eru með háskólamenntun eru líklegri til að kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn en þeir sem eru með grunnskólamenntun. Flokkarnir sem sitja saman í meirihluta í Reykjavík njóta samanlagt meiri stuðnings þar en á nokkru öðru landsvæði.
27. janúar 2022
Gengi stjórnarflokkanna er misjafnt samkvæmt nýjustu könnun Maskínu.
Samfylking og Píratar bæta við sig en Sjálfstæðisflokkur langt undir kjörfylgi
Sjö flokkar næðu inn á þing ef kosið yrði í dag. Miðflokkurinn heldur áfram að hverfa og Vinstri græn mælast nú fimmti stærsti flokkur landsins.
26. janúar 2022
Hagnaður Pírata tífaldaðist milli ára
Rekstur Pírata lagaðist umtalsvert milli áranna 2019 og 2020, að mestu vegna þess að launakostnaður dróst saman. Eigið fé þeirra átta stjórnmálaflokka sem fá fé úr ríkissjóði jókst um tæplega 750 milljónir króna á síðasta kjörtímabili.
24. janúar 2022
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Kjósendur Samfylkingar síst ánægðir með frammistöðu síns formanns
Það var ekki bein fylgni milli árangurs í síðustu kosningum og þess hversu sáttir kjósendur hvers flokks voru með frammistöðu formanns hans í baráttunni sem fram fór í aðdraganda þingkosninga 2021.
14. janúar 2022
Jón Gunnarsson.
Tæplega þriðjungur landsmanna gerir minnstar væntingar til Jóns Gunnarssonar
Ný könnun sýnir að flestir landsmenn gera mestar væntingar til eina ráðherrans í ríkisstjórn sem settist í fyrsta sinn í slíka eftir síðustu kosningar.
13. janúar 2022
Frá undirritun nýs stjórnarsáttmála 28. nóvember síðastliðinn. Með honum fjölgar ráðuneytum úr 10 í 12 og fjöldi mála færist milli ráðuneyta.
Flestar athugasemdir við breytta skipan ráðuneyta snúa að menntamálum
Menntamálastofnun og stjórnendur framhaldsskóla eru meðal þeirra sem lýsa yfir áhyggjum með breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þá lýsir Rauði krossinn yfir áhyggjum á tilfærslu þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.
10. janúar 2022
Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin ekki mynduð til að vera „hatrammasti stjórnarandstöðuflokkurinn“
Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir að honum hafi leiðst átökin í stjórnmálunum og leikirnir kringum þau – enda alltaf verið sáttfús. Kannski of. „Ég var hins vegar reynslulítill og gerði mistök sem kostuðu mig starfið, býst ég við.“
30. desember 2021
Kosningar sem skiluðu sömu ríkisstjórn eftir næst lengstu viðræður í þrjá áratugi
Ríkisstjórnin ríghélt í þingkosningum sem fram fóru á árinu en tók sér samt rúmlega tvo mánuði að endurnýja heitin. Frjálslyndu miðjunni mistókst illa að sveigja valdajafnvægið í sína átt og Miðflokkurinn beið fullkomið afhroð.
25. desember 2021
Nýr stjórnarsáttmáli og breytt skipun stjórnarráðsins voru kynnt 28. nóvember síðastliðinn.
Fjölgun ráðuneyta og tilfærsla málaflokka kostar hálfan milljarð króna
Fjölgun ráðuneyta og ráðherra, í samræmi við stjórnarsáttmála, kostar 505 milljónir króna á næsta ári. Ráðherrar hafa aldrei verið fleiri og aðstoðarmenn þeirra eru nú 27. Launakostnaður þessara 39 einstaklinga er áætlaður 771 milljón á ári.
22. desember 2021
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti skýrslubeiðandi.
Stjórnarandstaðan sameinast um að láta kanna loforð ráðherra í aðdraganda kosninga
Öll stjórnarandstaðan á Alþingi hefur lagt fram skýrslubeiðni til Ríkisendurskoðunar, með ósk um að skoðað verði hvernig ráðherrar úthlutu eða lofuðu fé í sumar, þegar þingið var ekki starfandi og kosningabarátta í gangi.
17. desember 2021
„Falsfréttir“ eru hugtak sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum. Fólk virðist þó setja margt ólíkt undir þann hatt.
Pólitískar staðhæfingar stundum taldar til „falsfrétta“ og „rangra upplýsinga“
„Konan þarna í Viðreisn,“ sagði einn þátttakandi í spurningakönnun einfaldlega, er hann var beðinn um að nefna „falsfrétt“ eða „rangar upplýsingar“ sem hann hefði séð fyrir kosningar. Innan við helmingur sagðist hafa séð „falsfrétt“ í aðdraganda kosninga.
16. desember 2021
Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.
Fleiri kjósendur Viðreisnar ánægðir með stjórn sem flokkurinn er ekki í en óánægðir
Eftir því sem fólk er eldra og er með hærri tekjur, því ánægðari er það með nýskipaða ríkisstjórn. Stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna eru allir mun ánægðari en ekki. Einungis fjögur prósent Sjálfstæðismanna eru ósáttir.
16. desember 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
„Sjálfstæðisflokkurinn kominn langt frá ábyrgum og skynsamlegum ríkisrekstri“
Þingmaður Viðreisnar spyr hvort þörf sé á öllum þeim 248 nýjum nefndum sem ríkisstjórnin stofnaði á síðasta kjörtímabili. Hún gagnrýnir enn fremur fjölgun ráðuneyta.
15. desember 2021
Sjálfstæðismenn, eldra fólk, tekjuhærri og landsbyggðin ánægðust með nýja ríkisstjórn
Ný könnun sýnir að varla nokkur kjósandi Sjálfstæðisflokks er óánægður með nýja ríkisstjórn en að rúmlega fimmti hver kjósandi Vinstri grænna sé það. Ánægja með stjórnina mælist minnst hjá yngstu kjósendunum en mest hjá þeim elstu.
15. desember 2021
Hvert nýtt ráðuneyti kostar í kringum 190 milljónir króna á ári
Þegar ríkisstjórnarsamstarfið var endurnýjað var ákveðið að fjölga ráðherrum úr ellefu í tólf en ráðuneytunum úr tíu í tólf. Kostnaður við stofnun nýs ráðuneytis er metinn á 190 milljónir króna.
10. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
4. desember 2021
Stjórn sem græðir á hærri djammstuðli eins og matseðill frá Tenerife eða nýi bónusgrísinn
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fóru fram í gærkvöldi í fyrsta sinn eftir að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Það var ljóst á flestum ræðum stjórnarandstöðuflokkanna að þar hefði átt sér samtal.
2. desember 2021
Stjórnin talaði um betra Ísland en 2007, hanaslag alnetsins og kvenfyrirlitningu gagnrýnenda
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fóru fram í gærkvöldi í fyrsta sinn eftir að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Stjórnarliðar sem tóku til máls mærðu eigin verk, stjórnun og framtíðarsýn.
2. desember 2021
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Samfylkingin bætir aðeins við sig hjá Gallup – Vinstri græn dala hjá MMR
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða. Hann er mun minni en stuðningur við stjórnina mældist eftir að hún tók við 2017 en meiri en hann mældist nokkrum dögum fyrir síðustu kosningar.
2. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
1. desember 2021
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
None
1. desember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
29. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
28. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
27. nóvember 2021
Traust á niðurstöðu kosninga rofið
None
26. nóvember 2021
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór sá eini sem hlaut sæti eftir endurtalningu sem samþykkti eigið kjörbréf
Þegar talið var aftur í Norðvesturkjördæmi leiddi það til þess að fimm frambjóðendur misstu sæti sitt á þingi og fimm aðrir fengu slíkt sæti. Einungis einn þeirra sem komst inn kaus með því að endurtalningin myndi standa.
26. nóvember 2021
Já, sögðu 42 þingmenn er tekin var afstaða til gildis kosninganna í Norðvesturkjördæmi.
Öll kjörbréfin 63 staðfest af Alþingi
Alþingi samþykkti í kvöld með 42 atkvæðum gegn 5 að staðfesta gildi umdeildra kosninga í Norðvesturkjördæmi. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði.
25. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín styður ekki uppkosningu í Norðvesturkjördæmi
Katrín Jakobsdóttir hyggst greiða atkvæði með því að öll útgefin kjörbréf verði staðfest og er ekki á sama máli og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem mælti fyrir uppkosningu í Norðvesturkjördæmi á þinginu í dag.
25. nóvember 2021
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar við þingsetningu á þriðjudag.
Síðasti maðurinn sem á að ákvarða hvort Sigmar Guðmundsson verði áfram þingmaður
Þingmaðurinn Sigmar Guðmundsson segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur sé síðasti maðurinn sem eigi að hafa áhrif á það hvort Sigmar Guðmundsson skuli teljast löglega kjörinn þingmaður.
25. nóvember 2021
Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar og Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Andrés Ingi: Tölurnar gefa fullt tilefni til þess að „við efumst um allt“
Þingmaður Pírata spurði formann kjörbréfanefndar hvernig meirihlutinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að fara eftir síðari talningunni í Norðvesturkjördæmi. Hann svaraði og sagði að þau hefðu enga ástæðu til að rengja þær tölur sem þar koma fram.
25. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Almenningur þurfi að geta treyst kosningaúrslitum án alls vafa
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í minnihlutaáliti sínu úr kjörbréfanefnd að það sé ekki nægjanlegt að stjórnvöld fari í reynd málefnalega að við úrlausn mála, ef það sé ekki sýnilegt öðrum.
25. nóvember 2021
Alþingismenn munu í dag taka afstöðu til þess hvort þeir teljist rétt kjörnir.
Þrír valkostir þingsins
Rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðsla er á dagskrá Alþingis í dag. Fjögur nefndarálit koma út úr kjörbréfanefnd, sem fela í sér þrjá ólíka valkosti um hvernig leyst verði úr kosningaklúðrinu í Norðvesturkjördæmi.
25. nóvember 2021
Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmaður Pírata.
Kærir oddvita yfirkjörstjórnar til lögreglu fyrir „mögulegt kosningasvindl“
Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur beint kæru til lögreglu og fer fram á að það verði rannsakað hvort nægar líkur séu á því að Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í NV-kjördæmi hafi „vísvitandi rangfært atkvæðagreiðslu.“
24. nóvember 2021
Birgir Ármannson þingmaður Sjálfstæðisflokksins leiðir kjörbréfanefndina.
Allir nefndarmenn sammála um að „fyrri talning“ geti ekki gilt
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa slær möguleikann á því að láta „fyrri talninguna“ í Borgarnesi gilda út af borðinu í greinargerð sinni í dag. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata stendur ekki að greinargerðinni.
23. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri grænna, sem situr í undirbúningsnefnd um rannsókn kjörbréfa.
Svandís hefur talað fyrir uppkosningu en hinir stjórnarflokkarnir vilja aðra niðurstöðu
Það mun liggja fyrir á fimmtudag í næstu viku hvort kjósa þurfi aftur í Norðvesturkjördæmi eða hvort endurtalning verði látin gilda. Engin eining er milli flokka um niðurstöðuna, ekki einu sinni innan raða ríkisstjórnarflokkanna.
19. nóvember 2021
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.
Ríkjandi viðhorf í nefndinni að seinni talningin í Borgarnesi skuli gilda
„Að meðaltali er skoðunin nær seinni talningunni, en allir eru með fyrirvara um að skoðun sín geti breyst,“ segir þingmaður Pírata, spurður út í störf undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa, sem er að ljúka vinnu sinni.
17. nóvember 2021
Mörg kunnugleg andlit munu hittast aftur við ríkisstjórnarborðið eftir að sú næsta verður mynduð.
Þrjú ný ráðuneyti, tveir nýir ráðherrar og stjórnarsáttmáli sem skilur eftir „erfið mál“
Nýr stjórnarsáttmáli gæti verið kynntur í næstu viku. Tilfærsla verður á málaflokkum milli ráðuneyti, ný ráðuneyti mynduð og nýtt fólk sest í ríkisstjórn. Ágreiningur flokkanna um virkjanaáform verður klæddur í búning endurskoðunar á rammaáætlun.
16. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson búast öll við því að endurnýja stjórnarsamstarf flokka sinna í þessari viku, eða þeirri næstu.
Stuðningur við ríkisstjórnina ekki mælst meiri frá því í janúar 2018
Fylgi Vinstri grænna eykst milli mánaða en fylgi Framsóknar dalar og er nú aftur komið í kjörfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnarflokkurinn sem mælist með minna fylgi en hann fékk í kosningunum.
15. nóvember 2021
Það er búið að velja sigurvegara kreppunnar
None
14. nóvember 2021
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ber saman „meðferð klögumála“ í kosningunum á Íslandi og í Írak
„Hvers vegna er þetta svona flókið?“ spyr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um þann tíma sem undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar hefur gefið sér í að fara yfir kjörgögn úr Norðvesturkjördæmi.
13. nóvember 2021
Þorbjörg Sigríður
Segir það fáránlegt að stjórnin þurfi þetta langan tíma til að „endurnýja heitin“
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir hægagang í stjórnarmyndunarviðræðum og segir allt vera óeðlilegt við ástandið. Sigríður Á. Andersen tekur undir með þingmanninum en bendir á að það þurfi ekki ræðustól Alþingis til að tjá sig um hin ýmsu málefni.
11. nóvember 2021
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður VG.
„Sjálfstæðisflokkurinn og VG eiga ekki að vera saman í ríkisstjórn“
Fyrrverandi þingflokksformaður VG segir að ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn og VG eigi ekki að starfa saman sé sú að „þar með svíkja þeir kjósendur sína“. Það gerist nánast óhjákvæmilega.
9. nóvember 2021
Andrés Kristjánsson
Kosningarnar og Monty Hall vandamálið
7. nóvember 2021
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem mynduð var eftir kosningarnar 2017. Ljóst er að hún verður ekki eins skipuð nú og þá, enda tveir þeirra sem þá settust í ráðherrastóla ekki lengur á þingi.
Minni stuðningur við ríkisstjórnina nú en þegar hún var fyrst mynduð
Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var fyrst mynduð studdu rúmlega 74 prósent landsmanna hana. Nú, þegar sú ríkisstjórn er að byrja nýja vegferð, mælist stuðningurinn töluvert minni þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir hafi bætt við sig þingmönnum.
6. nóvember 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Hvaða þýðingu hafa atkvæðin?
4. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Við vitum hvar pyttirnir eru“
Formaður Vinstri grænna staðfestir í samtali við Kjarnann að líklegt sé að ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði mynduð í næstu viku.
3. nóvember 2021
Ómar Harðarson
Kosningasvik
2. nóvember 2021
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Fjármálaráðuneytið lagði ekki í sérstaka vinnu til að reikna út heimtur af stóreignaskatti
Þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í útvarpsviðtali í aðdraganda kosninga að flokkur hans hafi látið reikna út kostnað af skattatillögum Samfylkingarinnar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í aðdraganda kosninga. Ráðuneytið segir þetta ekki rétt.
1. nóvember 2021
Stjórnarmyndunarviðræðurnar orðnar þær næst lengstu í 30 ár
Orkumál, skattkerfisbreytingar, kostnaðarsöm kosningaloforð og heilbrigðismál eru stærstu ásteytingarsteinarnir í viðræðum milli stjórnarflokkanna um endurnýjað samstarf.
1. nóvember 2021
Í kærunni er þess krafist að Alþingi ógildi kosningu Birgis Þórarinssonar og staðfesti ekki kjörbréf hans. Þessi í stað eigi landskjörstjórn að gefa út kjörbréf til handa Ernu Bjarnadóttur, frambjóðanda Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Kæra borist vegna Birgis – Erna fái kjörbréf í hans stað
Kæra hefur borist undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa þar sem farið er fram á að Alþingi ógildi kosningu Birgis Þórarinssonar, sem var kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn en gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn tveimur vikum eftir kosningar.
30. október 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Framsóknarflokkurinn vinsælastur í ríkisstjórn
Tæp áttatíu prósent landsmanna vilja sjá Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. Karlar vilja flokkinn frekar í ríkisstjórn en konur og þá vill eldra fólk flokkinn frekar í stjórn en það yngra.
28. október 2021
Björg Eva Erlendsdóttir
Hatursorðræða og níð á útleið úr kosningabaráttu
25. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
21. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
20. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
17. október 2021
Lýðræðisveislan var ekki ókeypis
Kostnaður frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins fyrr á árinu var á sjöunda tug milljóna. Mestu fé var varið í prófkjörin á höfuðborgarsvæðinu, en yfir 20 þúsund manns tóku þátt í því að stilla upp D-listum á landsvísu.
16. október 2021
Kærir kosningarnar – Gat ekki dregið fyrir þegar hann kaus
Kæra hefur borist Alþingi vegna kosninganna í lok september. Á sama tíma og fatlaður maður greiddi atkvæði í Borg­ar­bóka­safni við Kringl­una gekk ókunnug mann­eskja fram hjá kjör­klef­anum sem hefði „aug­ljós­lega getað séð hvernig kær­andi kaus“.
15. október 2021
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á nýliðadegi í þinginu fyrr í vikunni.
Prófkjörsbarátta Diljár Mistar kostaði rúmar 4,5 milljónir króna
Diljá Mist Einarsdóttir náði miklum árangri sem nýliði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar og hafnaði í þriðja sæti. Hún varði 4,5 milljónum í prófkjörsbaráttu sína samkvæmt uppgjöri framboðs hennar.
14. október 2021
Guðrún Pétursdóttir
Liðhlaupar og kosningar
13. október 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví tekur upp hanskann fyrir Birgi
Þingmaður Pírata segir að auðvitað eigi Birgir Þórarinsson ekki að þurfa að segja sig úr Miðflokknum. Ábyrgðin á öllu þessu veseni liggi hjá „gerendunum“ í þessu máli. Þó hafi ákvörðun Birgis að einhverju leyti verið sjálfhverf.
12. október 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Næstum sex af hverjum tíu vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra
Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi tapað fylgi í síðustu kosningum, og fengið 12,6 prósent atkvæða, vilja langflestir landsmenn Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra. Kjósendur hinna stjórnarflokkanna vilja frekar að hún leiði en þeirra formenn.
12. október 2021
Sannkristinn ræðukóngur sem beitti sér gegn þungunarrofi, afglæpavæðingu og orkupakkanum
Birgir Þórarinsson hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, flokk sem sem hann sagði síðast í vor að hefði brugðist í mörgum málum.
12. október 2021
Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Birgir segir forystu Miðflokksins hafa unnið markvisst gegn sér í lengri tíma
Birgir Þórarinsson segir að veist hafi verið að heimili sínu eftir að hann skipti um flokk. Hann fullyrðir að lykilfólk í Miðflokknum hafi unnið gegn honum skipulega frá áramótum og ástæðan sé sú að hann hafi gagnrýnt framferði þeirra í Klaustursmálinu.
12. október 2021
Hafsteinn Þór Hauksson
Hlutverk Alþingis að taka afstöðu til deilumála – og skoða atkvæði
Dósent við lagadeild Háskóla Íslands mætti á opinn fund undirbúningskjörbréfanefndar fyrr í dag. Hann segir að kosningar þurfi alltaf að vera frjálsar, leynilegar og lýðræðislegar og til þess fallnar að leiða vilja almennings í ljós.
11. október 2021
Karl Gauti Hjaltason.
Segir upplýsingar til um „að kosningalög hafi verið brotin á fleiri þáttum þetta síðdegi“
Frambjóðandi Miðflokksins segir vísbendingar um að „fleiri alvarlegir misbrestir“ hafi verið til staðar við talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Hann vísar í frásagnir „einstakra kjörstjórnarmanna um atburðarás um hádegisbil á sunnudeginum“.
11. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að laga sig að Birgi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að áhugavert verði að fylgjast með pólitískum afleiðingum vistaskipta Birgis Þórarinssonar, ekki síst þar sem Birgir hafi iðulega gagnrýnt Sjálfstæðiflokkinn.
10. október 2021
Birgir Ármannsson er formaður nefndarinnar.
Opinn fundur undirbúningskjörbréfanefndar á mánudaginn
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur boðað Hafstein Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, á opinn fund eftir helgi.
9. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Brotthvarf Birgis „fyrst og fremst áfall“
Stjórn Miðflokksins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna brotthvarfs Birgis Þórarinssonar úr flokknum en hann hefur nú gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. „Ákvörðun þingmannsins mikil vonbrigði,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.
9. október 2021
Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Yfirgefur Miðflokkinn tveimur vikum eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir hann
Birgir Þórarinsson hefur gengið til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann var kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn í annað sinn 25. september síðastliðinn. Birgir segir að traust milli hans og forystu Miðflokksins hafi brostið.
9. október 2021
Það er ekki hægt að mynda aftur ríkisstjórn um ekki neitt nema völd og stöðugleika
None
9. október 2021
Mynd af kjörgögnum í Borgarnesi eftir fyrstu talningu, en fyrir endurtalningu.
Sex af hverjum tíu treysta niðurstöðum nýafstaðinna þingkosninga
Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa mest traust á niðurstöðum nýafstaðinna þingkosninga. Kjósendur Sósíalistaflokks Ísland og Pírata bera minnst traust til þeirrar niðurstöðu.
8. október 2021
Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér ekki hvernig flokkur hans eigi að ná saman við Vinstri græn um áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Telur líklegra að Sjálfstæðisflokkur fari að vinna með Viðreisn en Vinstri grænum
Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að það muni reynast of erfitt að ná saman við Vinstri græn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Hann telur stjórn með Framsókn og Viðreisn vænlegri kost.
6. október 2021
Björn Leví Gunnarsson
Ef málefnin myndu í alvöru ráða för
5. október 2021
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Formaður Samfylkingar segir Vinstri græn og Framsókn ná meiri árangri í minnihlutastjórn
Logi Einarsson segir að fleiri mynstur séu í stöðunni en áframhaldandi ríkisstjórn. Vel sé hægt að styrkja hugmynd um myndun minnihlutastjórnar sem studd sé af Pírötum með aðkomu fleiri flokka.
5. október 2021
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Píratar tilbúnir að styðja við minnihlutastjórn félagshyggjuflokka
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að Píratar séu tilbúnir að styðja ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Samfylkingar án þess að setjast í þá stjórn. Slík minnihlutastjórn nyti þá stuðnings 33 þingmanna, eða þremur fleiri en stæðu á móti henni.
3. október 2021
Tilvik komu upp þar sem fatlað fólk fékk ekki að kjósa leynilega
Ekki var nægilega gott aðgengi fyrir fatlað fólk á kjörstöðum í nýafstöðnum kosningum, samkvæmt réttindagæslumanni fatlaðs fólks. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðisins og ef þetta er ekki í lagi þá er það mjög mikið áhyggjuefni.“
2. október 2021
Bjarni Benediktsson lifir af enn ein pólitísku endalokin
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki náð inn í ríkisstjórn eftir nýafstaðnar kosningar töldu margir að tími Bjarna Benediktssonar á formannsstóli væri liðinn. En nú er hann, eftir tólf og hálft ár á formannsstóli, að mynda fjórðu ríkisstjórn sína.
2. október 2021
Stefán Ólafsson
Fylgi flokka og fylgi blokka: Önnur sýn á stjórnmálin
2. október 2021
Er ekki bara best að vita hvort þingmenn séu réttkjörnir?
None
2. október 2021
Katrín og Guðni Th. á Bessastöðum í morgun.
Katrín sagði forseta frá gangi viðræðna við Bjarna og Sigurð Inga
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna hélt til Bessastaða á fund forseta Íslands í morgun.
1. október 2021
Íslandsdeild TI gagnrýnir Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi í dag.
Transparency lýsir yfir áhyggjum af viðbrögðum formanns yfirkjörstjórnar
Íslandsdeild Transparency International segir í yfirlýsingu að áhyggjur af framkvæmd kosninga og talningu byggist hvorki á samsæriskenningum né óþarfa upphlaupi heldur staðreyndum um klúður og lögbrot við talningu atkvæða.
1. október 2021
Þrátt fyrir að þing verði ekki kallað saman strax getur kjörbréfanefnd til bráðabirgða hafið störf strax eftir helgi.
Kjörbréfanefndar þingsins bíður langþyngsta úrlausnarefni aldarinnar
Kjörbréfanefndin sem tekur til starfa á Alþingi í næstu viku fær mun þyngra verkefni í fangið en aðrar slíkar nefndir sem starfað hafa það sem af er öldinni.
1. október 2021
Fjárframlög til Miðflokksins skerðast um helming – Framsókn á grænni grein
Framsóknarflokkurinn fær ekki einungis aukin áhrif í stjórnarmyndunarviðræðum vegna kosningasigurs síns, heldur líka stóraukin framlög úr ríkissjóði næstu árin. Miðflokkurinn tapaði mestu fylgi og verður því einnig af mestum peningum inn í flokksstarfið.
30. september 2021
Gengið út frá því að Katrín verði áfram forsætisráðherra en erfiðar málamiðlanir framundan
Stjórnarflokkarnir hafa rætt óformlega um verkaskiptingu, fjölgun ráðuneyta og hvaða málefni eigi að vera fyrirferðamest í stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar, náist samkomulag um áframhaldandi samstarf.
30. september 2021
Úr greinargerð formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til landskjörstjórnar.
Fundargerð yfirkjörstjórnar: Mannleg mistök hörmuð og skekkjan í bunkunum útskýrð
Kjarninn hefur fengið afhenta fundargerð og greinargerð frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi. Þar er misræmið á milli tveggja talninga allra atkvæða í kjördæminu útskýrt og beðist afsökunar á mistökum.
29. september 2021
Ingi Tryggvason héraðsdómari og formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi.
Orðin hans Inga frá A til Ö – „Af því að ég veit það“
Íslenska þjóðin var tekin í óvænt ferðalag eftir kosningar sem byrjaði á hringekju en endaði í rússíbanareið. Kjarninn tók saman atburðarásina eins og hún birtist í orðum formanns yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis.
29. september 2021
Gestur á kosningavöku Framsóknar greindist með COVID-19
Einstaklingur sem var á kosningavöku Framsóknarflokksins um helgina hefur greinst með COVID-19.
28. september 2021
Uppgjör: Kannanir almennt nálægt úrslitunum og þessir náðu þingsæti
Kjarninn og Baldur Héðinsson gerðu allskyns spár í aðdraganda kosninga sem byggðu á niðurstöðum þeirra skoðanakannana sem framkvæmdar voru. Hér eru þessar spár gerðar upp.
28. september 2021
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
28. september 2021
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
None
28. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
27. september 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þetta er bara bölvað rugl“
Þingmaður Pírata telur að ekki sé heimild til að endurtelja atkvæði þegar yfirkjörstjórn er búin að skila skýrslu til landskjörstjórnar.
27. september 2021
Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn ætlar sér að fjármagna róttæka fjölmiðlun
Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn hafi ekki náð mönnum inn á þing í sinni fyrstu tilraun fær flokkurinn tugmilljónir á hverju ári í framlag úr ríkissjóði á kjörtímabilinu. Féð verður meðal annars nýtt til uppbyggingar róttæks fjölmiðils.
27. september 2021
„Ég held að þetta verði negla“
Voru jarðarberin íslensk og hljómaði Tarzan Boy virkilega er spennan var að ná hámarki? Blaðamaður Kjarnans fylgdist með gáskafullri kosningavöku Framsóknarflokksins, eða „partístofu Ásmundar Einars“ eins og einhverjir kölluðu hana.
27. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
26. september 2021
„Jæja þetta voru ǵóðir 9 níu tímar“ sagði Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, á Twitter á sunnudagskvöld. Framan af degi leit út fyrir að Lenya yrði yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi breyttist það.
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu. Vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi og beiðni um slíka í Suðurkjördæmi er óvissa um stöðu jöfnunarmanna.
26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
26. september 2021
Ríkisstjórnin rígheldur og rúmlega það
Samkvæmt þeim atkvæðum sem talin höfðu verið um kl. 1 að kvöldi kjördags gæti ríkisstjórnin fengið 40 þingmenn, jafnvel fleiri. Útlit er fyrir að færri flokkar verði á þingi en búist hafði verið við.
26. september 2021
Fyrstu tölur úr Reykjavík suður: Hvorki Sósíalistaflokkur né Miðflokkur ná inn manni
None
26. september 2021
Fyrstu tölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar og Tommi á Búllunni inni
None
26. september 2021
Fyrstu tölur úr Suðvesturkjördæmi: Sjálfstæðisflokkur með yfir þriðjung talinna atkvæða
None
25. september 2021
Fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn fengið flest talin atkvæði
None
25. september 2021
Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi: Sjálfstæðisflokkur stærstur en Framsókn bætir við sig manni
None
25. september 2021
Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins og Viðreisn fá menn
None
25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
25. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
24. september 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Skattbyrði tekjuhæsta prósentsins er hærri en skattbyrði „alls fjöldans“ en ekki mikið hærri
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Loga Einarssonar um að tekjuhæsta 1 prósent þjóðarinnar borgi „minna en allur almenningur í landinu, allur fjöldinn“ í skatta.
24. september 2021
Ef Gunnar Smári væri listdansari á skautum
Auður Jónsdóttir rithöfundur trúir því að þeir sem brjótist út úr því viðtekna breyti heiminum.
24. september 2021
Fjórir miðjuflokkar hafa bætt við sig næstum tíu prósentustigum á kjörtímabilinu
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn eru í brekku þegar einn dagur er til kosninga. Báðir hafa tapað fylgi á kjörtímabilinu og mælast nú í sinni lægstu stöðu frá því að kosningaspáin var fyrst keyrð í vor. Níu flokkar mælast inni á þingi.
24. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
23. september 2021
Sigurður Ingi og Katrín fyrir hartnær fjórum árum, er þau mynduðu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Katrín og Sigurður Ingi þau einu sem fleiri treysta en vantreysta
Formaður Vinstri grænna er eini leiðtoginn í íslenskum stjórnmálum sem meirihluti landsmanna segist treysta, samkvæmt nýrri könnun frá MMR.
23. september 2021
Katrín Baldursdóttir
Með kærleikshagkerfið á þing
23. september 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Flokkurinn sem týndi sjálfum sér
23. september 2021
Flokkur fólksins á mikilli siglingu og mælist nú nánast í kjörfylgi
Á örfáum dögum hefur fylgi Flokks fólksins aukist um meira en 50 prósent. Framsóknarflokkurinn hefur ekki mælst hærri í kosningaspánni og Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera búinn að ná botni sínum.
23. september 2021
Flokkarnir hafa aukið útgjöld sín vegna auglýsinga á Facebook allnokkuð að undanförnu.
Flokkarnir auka útgjöldin til Facebook á lokametrunum
Dagana 14.-20. september vörðu Sjálfstæðisflokkurinn og Flokkur fólksins mestu fé í að koma auglýsingum sínum á framfæri á Facebook og Instagram. Allir flokkar virðast vera að auka útgjöld sín á þessum miðlum á lokametrum kosningabaráttunnar.
22. september 2021
Steinar Frímannsson
Kassi með innihaldi – Umhverfisstefna Pírata
22. september 2021
Gunnar Smári Egilsson í forystusætinu á RÚV á mánudag.
Íslenskt samfélag er ekki gjörspillt í alþjóðlegum samanburði
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Gunnars Smára Egilssonar um að íslenskt samfélag sé gjörspillt.
22. september 2021
Ingileif Jónsdóttir
Heilbrigðisþjónusta fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og uppruna
22. september 2021
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Hræringar eru í nokkrum kjördæmum og sitjandi þingmenn eru í mikilli fallhættu. Afar mjótt er á mununum víða en líkur nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna á að ná þingsæti hafa dregist saman. Kjarninn birtir nýja þingsætaspá.
22. september 2021
Eru Íslendingar fífl eða er í alvöru ójöfnuður á Íslandi?
None
22. september 2021
Steinar Frímannsson
Fögur fyrirheit en leiðirnar óljósar – Umhverfisstefna Sósíalistaflokksins
21. september 2021
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Þeim fækkar sem vilja sjá Bjarna sem forsætisráðherra
Samkvæmt nýjustu tölunum úr kosningabaráttukönnun ÍSKOS fer þeim fækkandi sem vilja sjá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokks taka við lyklunum að stjórnarráðinu eftir kosningarnar á laugardaginn.
21. september 2021
Ríkisstjórnin kolfallin, níu flokkar á þingi og Framsókn með pálmann í höndunum
Tveir stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, eru að mælast með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni frá því að hún var keyrð fyrst í vor. Sá þriðji, Framsókn, er hins vegar vel yfir kjörfylgi .
21. september 2021
Gunnar Smári alltaf við stjórnarborðið í spilakassa Samtaka skattgreiðenda
Félag sem heitir Samtök skattgreiðenda hefur kynnt til sögunnar stjórnarskiptarúllettu á netinu. Formaður félagsins segir það ekki hafa kostað krónu að setja vefinn í loftið og að tilgangurinn með honum sé að láta fólk hugsa um skattahækkanir.
21. september 2021
Brynhildur Björnsdóttir
Af hverju kærir hún ekki?
21. september 2021
Steinar Frímannsson
Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum
20. september 2021
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
20. september 2021
Miðjuflokkar í lykilstöðu nokkrum dögum fyrir kosningar en Sjálfstæðisflokkur tapar enn
Leiðtogaumræður á RÚV fóru fram 31. ágúst síðastliðinn og með þeim hófst kosningabaráttan af alvöru. Frá fyrstu kosningaspá sem keyrð var eftir þær og fram til dagsins í dag hafa þrír flokkar tapað fylgi.
20. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni varar við glundroða í stjórnmálum og vill leiða ríkisstjórn
Formaður Sjálfstæðisflokks býst við meira fylgi og að það kæmi sér á óvart ef Vinstri græn og Framsókn vilji ekki setjast niður með sér eftir kosningar. Hann segir flokkinn styðja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Aðrir hafi komið í veg fyrir það.
20. september 2021
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
19. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
18. september 2021