Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til

Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.

Lilja D. Alfreðsdóttir.
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Auglýsing

Fréttin hefur verið upp­færð þar sem for­seta­úr­skurður á vef Stjórn­ar­tíð­inda hefur verið upp­færð­ur. Mála­flokkur lista og menn­ingar heyrir undir ráðu­neyti Lilju Daggar Alfreðs­dótt­ur, ekki nýjan umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, Guð­laug Þór Þórð­ar­son. Guð­laugur Þór fer hins vegar með mál­efni menn­inga­minja. Guð­laugur Þór fer með stjórn­ar­mál­efni sem heyra undir mennta- og menn­ing­ar­­mála­ráðu­neytið skv. 6. tölul. 7. gr. Hér að neðan má sjá skjá­skot úr þeim for­seta­úr­skurði er nú í birt­ingu og þess sem var aðgengi­legur í gær­kvöldi.

Róbert Mars­hall upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­innar segir við Kjarn­ann að um inn­slátt­ar­villu hjá Stjórn­ar­tíð­indum hafi verið að ræða. Sú villa hafi þó ekki haft nein lög­form­leg áhrif.

Mála­flokkum sem heyrðu áður undir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið er nú dreift mun víðar innan stjórn­ar­ráðs­ins, sam­kvæmt for­seta­úr­skurði sem birtur hefur verið á vef Stjórn­ar­tíð­inda. Auk ofan­greinds má þar nefna að mál­efni fjöl­miðla, sem sögu­lega hafa ætið til­heyrt mennta­mála­ráðu­neyt­inu, hafa nú verið færð undir atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið. Undir þann mála­flokk heyrir til að mynda RÚV og Fjöl­miðla­nefnd. 

Auglýsing
Sömu sögu er að segja af höf­und­ar­rétt­ar­mál­um, þau eru nú líka komin undir nýtt ráðu­neyti sam­kvæmt for­seta­úr­skurði og fær­ast inn í atvinnu­vega­ráðu­neyt­ið. Sá ráð­herra sem um mun fara með þessi mál er Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, sem ber emb­ætt­is­heitið ferða­mála-, við­skipta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Senni­legt er að það þurfi laga­breyt­ingu til að búa til nýtt ráðu­neyti hennar og því má búast við því að mála­flokkar sem Lilja fer með verði færðir að nýju þegar þeirri vinnu er lok­ið.

­Mikið hefur verið rætt um upp­­­bygg­ingu nýrra þjóð­­ar­­leik­vanga og margir með vænt­ingar til þess að ráð­ist verði í slíka upp­­­bygg­ingu sem fyrst.

Engar skýrar ákvarð­­anir virð­­ast liggja fyrir í þeim mál­­um. Í sátt­­mál­unum segir ein­fald­­lega:  Unnið verður áfram að upp­­­bygg­ingu þjóð­­ar­hallar inn­i­í­­þrótta og þjóð­­ar­­leik­vanga. Sam­kvæmt for­seta­úr­skurði þá mun Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, nýr vís­inda-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, fara með mál­efni þjóð­ar­leik­vanga í nýrri rík­is­stjórn en sá mála­flokkur var áður inni í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­in­u. 

Jón Gunn­ars­son yfir útlend­inga­málum

Þegar stjórn­ar­sátt­mál­inn og verka­skipt­ing flokk­anna þriggja sem mynda rík­is­stjórn­ina: Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, var kynnt fyrir stofn­unum flokk­anna á laug­ar­dag kom fram að hluti inn­­flytj­enda­­mála ætti að flytj­­ast úr dóms­­mála­ráðu­­neyt­inu yfir í félags­mála­ráðu­neyt­ið, sem stýrt verður af Guð­mundi Inga Guð­brands­syni, vara­for­manni Vinstri grænna.

Sá til­flutn­ingur hefur þó ekki orðið með for­seta­úr­skurð­inum í gær og því má vænta þess að hann muni ekki eiga sér stað fyrr en boðuð end­ur­skoðun á lögum um útlend­inga og lögum um atvinnu­rétt­indi þeirra með það að mark­miði að rýmka ákvæði er varða útgáfu dval­­ar­­leyfa á grund­velli atvinn­u­þátt­­töku lýk­ur. Þangað til verða öll mál­efni útlend­inga, að frá­töldum atvinnu­leyf­um, á hendi dóms­mála­ráðu­neytis Jóns Gunn­ars­son­ar, sem mun sitja þar í að minnsta kosti 18 mán­uði. Hann verður því yfir bæði Útlend­inga­stofnun og Kæru­nefnd útlend­inga­mála. 

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, mun taka við ráð­herra­emb­ætti af Jóni þegar líður á kjör­tíma­bil­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent