„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra segir við Kjarn­ann að hann sjái ekki fyrir sér að ríkið komi til með að auka neitt við það fjár­magn sem renni til rekstrar almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sam­fara því að nýtt kerfi hágæða almenn­ings­sam­gangna, Borg­ar­lína, verður tekið í notk­un.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra var ekki jafn afdrátt­ar­laus í sam­tali við Kjarn­ann um þetta efni eftir blaða­manna­fund rík­is­stjórn­ar­innar í gær, en segir þó að ábyrgðin á almenn­ings­sam­göngu­kerf­inu og ákvarð­ana­taka um hvernig kerfið eigi að vera verði að fara sam­an.

Sveit­ar­fé­lögin ýta á eftir sam­tali um málið

Kallað hefur verið eftir því af hálfu Sam­bands sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Strætó bs. að ríkið styðji við yfir­lýst mark­mið sín um breyttar ferða­venjur með mjög auknum fram­lögum til almenn­ings­sam­gangna, til dæmis í sumar í umsögnum við drög að Græn­bók um sam­göngu­mál, sem fjallað var um í Kjarn­anum.

Í umsögn SSH sagði fram­kvæmda­stjór­inn Páll Björg­vin Guð­munds­son að sam­tökin hefðu verið að reka á eftir því við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­ið, sem Sig­urður Ingi stýrði þá og stýrir enn, að vinna hæf­ist við að festa í sessi skuld­bind­ingar ríkis og sveit­ar­fé­laga vegna þeirra rekstr­ar­þátta sem falla undir sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þar með talið almenn­ings­sam­gangna.

Þess­ari vinnu átti að vera lokið fyrir lok árs 2020, en sam­talið hefur ekki enn farið af stað nú þegar hyllir undir árs­lok 2021.

Millj­arður á ári til 2033 og sér það ekki breyt­ast

Sig­urður Ingi var nokkuð afdrátt­ar­laus í sam­tali við Kjarn­ann í gær um að það kæmi ekki til greina að hans hálfu að ríkið færi að leggja fram meira fé en það gerir nú þegar inn í rekstur almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, jafn­vel eftir að Borg­ar­línan fer að aka um göt­urnar og nýtt leiða­net Strætó tekur gildi.

Auglýsing

Þessi bætta þjón­usta með tíð­ari ferðum og fleiri vögnum á göt­unum mun að sjálf­sögðu kosta meira og hefur talan tveir millj­arðar á ári í auk­inn grunn­rekstr­ar­kostnað hefur verið nefnd í því sam­hengi.

„Við höfum alla tíð sagt: Við erum til­búin að taka þátt í þessum stofn­kostn­aði, en rekst­ur­inn er hjá sveit­ar­fé­lög­un­um. Það eru engin áform uppi um breyt­ingar í þá veru. Við erum í dag að greiða millj­arð inn í almenn­ings­sam­göngu­kerfið og áætlum að gera það áfram til árs­ins 2033 sam­kvæmt sam­þykkri sam­göngu­á­ætl­un.

Þannig að þú sérð ekki fyrir þér að það breyt­ist?

„Nei, ég sé það ekki fyrir mér. Ein­hvers­staðar verða að vera hreinar línur á milli þess hvað þessi gerir og hinn ger­ir, en ekki fjölga gráu svæð­un­um. Sveit­ar­fé­lögin eru venju­lega að kalla eftir því að þeim sé fækk­að,“ sagði Sig­urður Ingi.

Ábyrgð og ákvarð­anir þurfi að fara saman

Bjarni Bene­dikts­son segir að í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé fjallað um að „þetta sam­tal muni eiga sér stað“ á milli rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

„En það getur nátt­úr­lega ekki verið þannig að sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem eru að reka kerfið taki ákvörðun um umfangið og þar með talið þá halla­rekst­ur­inn og snúi sér svo við og segi: „Ríkið hlýtur að létta þess­ari byrði af okk­ur.“

„Þetta er áskor­unin í þessu, að það fari saman ábyrgðin á kerf­inu og ákvarð­ana­taka um það hvernig kerfið eigi að vera. En höf­uð­borg­ar­sátt­mál­inn ber það mjög vel með sér að við viljum nútíma­væða sam­göng­urnar og ég held að við eigum mikið undir því að það tak­ist vel til og það geti aukið mjög lífs­gæðin hérna á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u,“ segir Bjarni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent