„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra segir við Kjarn­ann að hann sjái ekki fyrir sér að ríkið komi til með að auka neitt við það fjár­magn sem renni til rekstrar almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sam­fara því að nýtt kerfi hágæða almenn­ings­sam­gangna, Borg­ar­lína, verður tekið í notk­un.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra var ekki jafn afdrátt­ar­laus í sam­tali við Kjarn­ann um þetta efni eftir blaða­manna­fund rík­is­stjórn­ar­innar í gær, en segir þó að ábyrgðin á almenn­ings­sam­göngu­kerf­inu og ákvarð­ana­taka um hvernig kerfið eigi að vera verði að fara sam­an.

Sveit­ar­fé­lögin ýta á eftir sam­tali um málið

Kallað hefur verið eftir því af hálfu Sam­bands sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Strætó bs. að ríkið styðji við yfir­lýst mark­mið sín um breyttar ferða­venjur með mjög auknum fram­lögum til almenn­ings­sam­gangna, til dæmis í sumar í umsögnum við drög að Græn­bók um sam­göngu­mál, sem fjallað var um í Kjarn­anum.

Í umsögn SSH sagði fram­kvæmda­stjór­inn Páll Björg­vin Guð­munds­son að sam­tökin hefðu verið að reka á eftir því við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­ið, sem Sig­urður Ingi stýrði þá og stýrir enn, að vinna hæf­ist við að festa í sessi skuld­bind­ingar ríkis og sveit­ar­fé­laga vegna þeirra rekstr­ar­þátta sem falla undir sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þar með talið almenn­ings­sam­gangna.

Þess­ari vinnu átti að vera lokið fyrir lok árs 2020, en sam­talið hefur ekki enn farið af stað nú þegar hyllir undir árs­lok 2021.

Millj­arður á ári til 2033 og sér það ekki breyt­ast

Sig­urður Ingi var nokkuð afdrátt­ar­laus í sam­tali við Kjarn­ann í gær um að það kæmi ekki til greina að hans hálfu að ríkið færi að leggja fram meira fé en það gerir nú þegar inn í rekstur almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, jafn­vel eftir að Borg­ar­línan fer að aka um göt­urnar og nýtt leiða­net Strætó tekur gildi.

Auglýsing

Þessi bætta þjón­usta með tíð­ari ferðum og fleiri vögnum á göt­unum mun að sjálf­sögðu kosta meira og hefur talan tveir millj­arðar á ári í auk­inn grunn­rekstr­ar­kostnað hefur verið nefnd í því sam­hengi.

„Við höfum alla tíð sagt: Við erum til­búin að taka þátt í þessum stofn­kostn­aði, en rekst­ur­inn er hjá sveit­ar­fé­lög­un­um. Það eru engin áform uppi um breyt­ingar í þá veru. Við erum í dag að greiða millj­arð inn í almenn­ings­sam­göngu­kerfið og áætlum að gera það áfram til árs­ins 2033 sam­kvæmt sam­þykkri sam­göngu­á­ætl­un.

Þannig að þú sérð ekki fyrir þér að það breyt­ist?

„Nei, ég sé það ekki fyrir mér. Ein­hvers­staðar verða að vera hreinar línur á milli þess hvað þessi gerir og hinn ger­ir, en ekki fjölga gráu svæð­un­um. Sveit­ar­fé­lögin eru venju­lega að kalla eftir því að þeim sé fækk­að,“ sagði Sig­urður Ingi.

Ábyrgð og ákvarð­anir þurfi að fara saman

Bjarni Bene­dikts­son segir að í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé fjallað um að „þetta sam­tal muni eiga sér stað“ á milli rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

„En það getur nátt­úr­lega ekki verið þannig að sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem eru að reka kerfið taki ákvörðun um umfangið og þar með talið þá halla­rekst­ur­inn og snúi sér svo við og segi: „Ríkið hlýtur að létta þess­ari byrði af okk­ur.“

„Þetta er áskor­unin í þessu, að það fari saman ábyrgðin á kerf­inu og ákvarð­ana­taka um það hvernig kerfið eigi að vera. En höf­uð­borg­ar­sátt­mál­inn ber það mjög vel með sér að við viljum nútíma­væða sam­göng­urnar og ég held að við eigum mikið undir því að það tak­ist vel til og það geti aukið mjög lífs­gæðin hérna á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u,“ segir Bjarni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent