„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“

Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin ætlar að setja sér sjálf­stætt mark­mið um að árið 2030 verði búið að draga úr þeirri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem er á ábyrgð Íslands um 55 pró­sent miðað við þá losun sem var árið 2005. Um þetta er fjallað í stjórn­ar­sátt­mál­anum sem kynntur var í gær.

Þetta eru nokkur tíð­indi, en Ísland hefur verið í sam­floti með Nor­egi og Evr­ópu­sam­band­inu um mark­miða­setn­ingu við sam­drátt los­unar og ekki sett sér sjálf­stæð mark­mið um sam­drátt eins og nú er gert. Þrátt fyrir að í ESB-­sam­flot­inu sé nú stefnt að 55 pró­senta sam­drætti los­unar árið 2030 m.v. 2005 hefur hlut­deild Íslands í hinu sam­eig­in­lega mark­miði um sam­drátt los­unar verið öllu lægra, fram til þessa.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í sam­tali við Kjarn­ann eftir kynn­ingu stjórn­ar­sátt­mál­ans á Kjar­vals­stöðum í gær að hún teldi þetta bæði „metn­að­ar­fullt og raun­hæft“ mark­mið, en flokkur hennar tal­aði fyrir því í kosn­inga­bar­átt­unni að Ísland ætti að setja sér það mark­mið að draga úr losun um að minnsta kosti 60 pró­sent fyrir árið 2030 miðað við 2005.

„Ég veit að það eru önnur lönd með metn­að­ar­fyllri mark­mið, en þau eru með annan los­un­ar­prófíl en Ísland. Ég held að við eigum tæki­færi á að ná þessu mark­miði og held að þetta skipti veru­lega máli gagn­vart heim­in­um, að sýna að við séum ekki að hætt að vinna, við höfum verið dug­leg að upp­færa okkar mark­mið, bæta í okkar aðgerðir og þetta er enn eitt dæmið um það,“ sagði Katrín við Kjarn­ann.

Olíu­leit­ar­yf­ir­lýs­ing ekki bundin í lög

Í stjórn­ar­sátt­mál­anum er einnig sett fram yfir­lýs­ing um að rík­is­stjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíu­leitar í efna­hags­lög­sögu Íslands. Spurð um hvort þetta verði bundið í lög svarar Katrín neit­andi.

Auglýsing

„Fyrst og fremst er þetta bara okkar yfir­lýs­ing, eins og mjög margar þjóðir hafa verið að gera. Græn­lenska rík­is­stjórnin gerði slíkt hið sama fyrr á þessu ári. Þetta er skýrt, á meðan að þessi rík­is­stjórn er við völd verður þetta ekki gert,“ segir Katrín.

„Aug­ljós­lega ekki eins stór þjóð­garður og lagt var upp með“

Athygli vakti við kynn­ingu sátt­mál­ans í gær að fallið er frá áformum um að stofna þjóð­garð á mið­há­lend­inu í þeirri mynd sem lagt var upp með á síð­asta kjör­tíma­bili. Þess í stað segir í sátt­mál­anum að með breyt­ingum á lögum um Vatna­jök­uls­þjóð­garð verði stofn­aður „þjóð­garður á þegar frið­lýstum svæðum og jöklum í þjóð­lendum á hálend­in­u“.

Hálendisþjóðgarðurinn sem Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu á undanfarin ár verður mun minni en áætlað var. Mynd: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

„Þetta er aug­ljós­lega ekki eins stór þjóð­garður og lagt var upp með hér á síð­asta kjör­tíma­bili. Sú útfærsla mætti mik­illi and­stöðu víða um land,“ segir Katrín og bætir við að hún líti á þetta eins og verið sé að „taka fyrsta áfang­ann“ að mið­há­lend­is­þjóð­garði.

„Við gerum okkur grein fyrir því að svona þjóð­garður verður ekki stofn­aður í and­stöðu við sveit­ar­fé­lög hring­inn í kringum land­ið,“ segir Katrín. Hún seg­ist hafa farið á fundi á öllu Suð­ur­land­inu og þar hafi mið­há­lend­is­þjóð­garðs­málið verið „mjög til umræð­u“.

„Þá segi ég, það er betra að gera hlut­ina í áföngum og þá í eins góðri sátt og hægt er.“

Mesti tals­maður mik­illa breyt­inga á ráðu­neyta­skipan

Katrín hljóm­aði ekki mjög skúffuð yfir því í sam­tali við blaða­manna að flokkur hennar haldi ekki lengur á ráðu­neyti umhverf­is­mála. „Um­hverf­is­málin eiga að vera alls stað­ar,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra ein­fald­lega, innt eftir við­brögðum við því að nú væri mála­flokk­ur­inn kom­inn í aðrar hendur en yfir­lýsta „um­hverf­is­flokks­ins“ í rík­is­stjórn­inni.

„Ég var sjálf mesti tals­maður þess að við myndum gera miklar breyt­ingar á skipan ráðu­neyta og eins þessar stjórn­kerf­is­breyt­ing­ar. Við erum með stefnu í öllum mála­flokkum og það er ekk­ert sem segir að maður eigi að sitja alltaf í sömu ráðu­neyt­un­um,“ sagði Katrín og bætti við að ýmis stór verk­efni bíði í þeim ráðu­neytum sem Vinstri græn tóku að sér í stað ráðu­neyta umhverf­is- og heil­brigð­is­mála.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent