„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“

Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin ætlar að setja sér sjálf­stætt mark­mið um að árið 2030 verði búið að draga úr þeirri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem er á ábyrgð Íslands um 55 pró­sent miðað við þá losun sem var árið 2005. Um þetta er fjallað í stjórn­ar­sátt­mál­anum sem kynntur var í gær.

Þetta eru nokkur tíð­indi, en Ísland hefur verið í sam­floti með Nor­egi og Evr­ópu­sam­band­inu um mark­miða­setn­ingu við sam­drátt los­unar og ekki sett sér sjálf­stæð mark­mið um sam­drátt eins og nú er gert. Þrátt fyrir að í ESB-­sam­flot­inu sé nú stefnt að 55 pró­senta sam­drætti los­unar árið 2030 m.v. 2005 hefur hlut­deild Íslands í hinu sam­eig­in­lega mark­miði um sam­drátt los­unar verið öllu lægra, fram til þessa.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í sam­tali við Kjarn­ann eftir kynn­ingu stjórn­ar­sátt­mál­ans á Kjar­vals­stöðum í gær að hún teldi þetta bæði „metn­að­ar­fullt og raun­hæft“ mark­mið, en flokkur hennar tal­aði fyrir því í kosn­inga­bar­átt­unni að Ísland ætti að setja sér það mark­mið að draga úr losun um að minnsta kosti 60 pró­sent fyrir árið 2030 miðað við 2005.

„Ég veit að það eru önnur lönd með metn­að­ar­fyllri mark­mið, en þau eru með annan los­un­ar­prófíl en Ísland. Ég held að við eigum tæki­færi á að ná þessu mark­miði og held að þetta skipti veru­lega máli gagn­vart heim­in­um, að sýna að við séum ekki að hætt að vinna, við höfum verið dug­leg að upp­færa okkar mark­mið, bæta í okkar aðgerðir og þetta er enn eitt dæmið um það,“ sagði Katrín við Kjarn­ann.

Olíu­leit­ar­yf­ir­lýs­ing ekki bundin í lög

Í stjórn­ar­sátt­mál­anum er einnig sett fram yfir­lýs­ing um að rík­is­stjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíu­leitar í efna­hags­lög­sögu Íslands. Spurð um hvort þetta verði bundið í lög svarar Katrín neit­andi.

Auglýsing

„Fyrst og fremst er þetta bara okkar yfir­lýs­ing, eins og mjög margar þjóðir hafa verið að gera. Græn­lenska rík­is­stjórnin gerði slíkt hið sama fyrr á þessu ári. Þetta er skýrt, á meðan að þessi rík­is­stjórn er við völd verður þetta ekki gert,“ segir Katrín.

„Aug­ljós­lega ekki eins stór þjóð­garður og lagt var upp með“

Athygli vakti við kynn­ingu sátt­mál­ans í gær að fallið er frá áformum um að stofna þjóð­garð á mið­há­lend­inu í þeirri mynd sem lagt var upp með á síð­asta kjör­tíma­bili. Þess í stað segir í sátt­mál­anum að með breyt­ingum á lögum um Vatna­jök­uls­þjóð­garð verði stofn­aður „þjóð­garður á þegar frið­lýstum svæðum og jöklum í þjóð­lendum á hálend­in­u“.

Hálendisþjóðgarðurinn sem Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu á undanfarin ár verður mun minni en áætlað var. Mynd: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

„Þetta er aug­ljós­lega ekki eins stór þjóð­garður og lagt var upp með hér á síð­asta kjör­tíma­bili. Sú útfærsla mætti mik­illi and­stöðu víða um land,“ segir Katrín og bætir við að hún líti á þetta eins og verið sé að „taka fyrsta áfang­ann“ að mið­há­lend­is­þjóð­garði.

„Við gerum okkur grein fyrir því að svona þjóð­garður verður ekki stofn­aður í and­stöðu við sveit­ar­fé­lög hring­inn í kringum land­ið,“ segir Katrín. Hún seg­ist hafa farið á fundi á öllu Suð­ur­land­inu og þar hafi mið­há­lend­is­þjóð­garðs­málið verið „mjög til umræð­u“.

„Þá segi ég, það er betra að gera hlut­ina í áföngum og þá í eins góðri sátt og hægt er.“

Mesti tals­maður mik­illa breyt­inga á ráðu­neyta­skipan

Katrín hljóm­aði ekki mjög skúffuð yfir því í sam­tali við blaða­manna að flokkur hennar haldi ekki lengur á ráðu­neyti umhverf­is­mála. „Um­hverf­is­málin eiga að vera alls stað­ar,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra ein­fald­lega, innt eftir við­brögðum við því að nú væri mála­flokk­ur­inn kom­inn í aðrar hendur en yfir­lýsta „um­hverf­is­flokks­ins“ í rík­is­stjórn­inni.

„Ég var sjálf mesti tals­maður þess að við myndum gera miklar breyt­ingar á skipan ráðu­neyta og eins þessar stjórn­kerf­is­breyt­ing­ar. Við erum með stefnu í öllum mála­flokkum og það er ekk­ert sem segir að maður eigi að sitja alltaf í sömu ráðu­neyt­un­um,“ sagði Katrín og bætti við að ýmis stór verk­efni bíði í þeim ráðu­neytum sem Vinstri græn tóku að sér í stað ráðu­neyta umhverf­is- og heil­brigð­is­mála.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent