Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar

Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.

Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­menn í Suð­ur­kjör­dæmi gagn­rýna Bjarna Bene­dikts­son for­mann flokks­ins harð­lega fyrir að hafa ekki valið Guð­rúnu Haf­steins­dóttur til að gegna ráð­herra­emb­ætti fyrir hönd flokks­ins og segja halla á lands­byggð­ina við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.

Í sam­eig­in­legri ályktun frá stjórnum full­trúa­ráða sex svæð­is­fé­laga flokks­ins í kjör­dæm­inu er „furð­u“ og „gríð­ar­legum von­brigð­um“ lýst yfir og kallað eftir frek­ari útskýr­ingum frá Bjarna á þeirri ákvörðun að gera Guð­rúnu ekki að ráð­herra nú þeg­ar.

Guðrún Hafsteinsdóttir var talin líkleg til þess að verða ráðherra Sjálfstæðisflokksins og verður það raunar, en ekki strax.

Eins og kynnt var í morgun mun Guð­rún verða inn­an­rík­is­ráð­herra síðar á kjör­tíma­bil­inu. Jón Gunn­ars­son, þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæm­is, byrjar hins vegar í því ráð­herra­emb­ætti og víkur síðan fyrir Guð­rúnu.

Sunn­lenskir sjálf­stæð­is­menn eru þó afar ósáttir við hvernig málum er hátt­að.

„Það að veita Guð­rúnu Haf­steins­dóttur ráðu­neyti ein­ungis hluta kjör­tíma­bils­ins er eins og blaut tuska í and­litið á þeim þús­undum kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi og öllum þeim hund­ruðum sjálf­boða­liða sem tóku þátt í að tryggja glæst gengi flokks­ins,“ segir í ályktun stjórna full­trúa­ráða Sjálf­stæð­is­fé­lag­anna í Suð­ur­kjör­dæmi.

Höf­uð­borg­ar­svæð­is­kjör­dæmin eiga tíu ráð­herra af tólf

Auð­velt er að færa rök fyrir því að það halli nokkuð á lands­byggð­ar­kjör­dæmin í þeirri nýju rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur sem kynnt var í dag.

Auglýsing

Af ráð­herr­unum tólf eru ein­ungis tveir sem voru kjörnir á þing í lands­byggð­ar­kjör­dæm­um, Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir sem er odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og Sig­urður Ingi Jóhanns­son sem leiddi Fram­sókn í Suð­ur­kjör­dæmi. Eng­inn ráð­herra kemur var kjör­inn á þing í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Fjórir ráð­herrar koma hins­vegar úr Suð­vest­ur­kjör­dæmi og Reykja­vík­ur­kjör­dæmin tvö eiga hvort um sig þrjá full­trúa við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. Við inn­komu Guð­rúnar í rík­is­stjórn­ina í stað Jóns, eins og boðað hefur ver­ið, verður vægi lands­byggð­ar­kjör­dæmanna þó ögn meira.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent