Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað

Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Auglýsing

Talað er um að horft verði til bæði skatta­lækk­ana og frek­ari efl­ingu almanna­þjón­ust­unnar í nýjum stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem kynntur var í dag. Hvað skatt­ana varðar er þó ekki settar fram nein útfærð stefna um breyt­ing­ar. Það á að sjá til hvernig fram vindur í rík­is­fjár­mál­um.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir við Kjarn­ann að ef svig­rúm verði til ein­hverra skatta­lækk­ana komi á kjör­tíma­bil­inu verði þær í þágu þeirra tekju­lægstu í eða til þess að bæta sam­keppn­is­stöðu fyr­ir­tækja.

„Það er talað um það að við ætlum ekki að fara í nið­ur­skurð heldur munum við horfa til þró­unar rík­is­fjár­mála og eftir því sem þróun þeirra leyfir verði horft til þess að efla almanna­þjón­ust­una ann­ars vegar og lækka skatta ef svig­rúm er til, þannig að það nýt­ist hinum tekju­lægstu eða styrki sam­keppn­is­stöðu fyr­ir­tækja,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra í sam­tali við Kjarn­ann á Kjar­vals­stöðum fyrr í dag, en þar var stjórn­ar­sátt­mál­inn kynntur á blaða­manna­fundi.

Í sátt­mál­anum segir að horft verði sér­stak­lega til skatt­breyt­inga hjá litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um, ef af ein­hverjum breyt­ingum þá verð­ur.

„Það er ekki verið að lofa neinu, þetta hlýtur að hanga í raun og veru á því hvernig geng­ur,“ segir Katrín.

Nið­ur­skurður ekki á dag­skrá

Katrín segir það ef til vill vera „stóru tíð­ind­in“ hvað efna­hags­mál varðar að rík­is­stjórnin sé ekki að boða nið­ur­skurð í almanna­þjón­ust­unni og á henni er að heyra að hún sé þokka­lega bjart­sýn á þróun rík­is­fjár­mála.

Auglýsing

„Við erum að koma miklu betur út úr árinu en þegar fjár­mála­á­ætlun var sam­þykkt á sínum tíma. Það vekur manni bjart­sýni um að við séum að ná þessum mark­miðum um að vaxa út úr krepp­unn­i.“

Um efna­hags­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar er fjallað á fyrstu síðum stjórn­ar­sátt­mál­ans, undir yfir­skrift­inni Við ætlum að vaxa til meiri vel­sæld­ar. Þar segir auk ann­ars að rík­is­stjórnin muni „stuðla að því að skatt­kerfið standi undir sam­neyslu og gegni tekju­jöfn­un­ar­hlut­verki, reglur skatt­kerfs­ins séu skýrar og rétt­látar og að fram­kvæmd þeirra sé skil­virk og gagn­sæ.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent