Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?

Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.

Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Auglýsing

Vega­sam­göngur er stærsti los­un­ar­þáttur á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­valda. Til að ná mark­miði Par­ís­ar­sátt­mál­ans um að halda hlýnun jarðar undir 1,5°C þarf heimslosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda að drag­ast saman um að minnsta kosti 55% fyrir árið 2030. Raf­bíla­væð­ing, eða orku­skipti í sam­göng­um, er eitt helsta fram­lag Íslands í þeirri veg­ferð. Fyrir liggur að þessi ára­tugur er síð­asta tæki­færi mann­kyns­ins til að koma í veg fyrir óaft­ur­kræfar lofts­lags­breyt­ing­ar. Fjöldi rann­sókna hafa hins vegar sýnt fram á vand­kvæði raf­bíla­væð­ingar og að rót­tæk­ari kerf­is­breyt­inga er þörf ef koma á í veg fyrir verstu afleið­ingar lofts­lags­ham­fara. Slíkar breyt­ingar virð­ast ekki vera á dag­skrá íslenskra stjórn­valda.

Næst­best í raf­bíla­væð­ingu og næst­best í neyslu

Íslensk stjórn­völd hafa allt frá árinu 2012 veitt skattaí­viln­anir fyrir svokölluð vist­væn öku­tæki sem er ein helsta ástæða þess að Ísland er í dag í öðru sæti í heim­inum yfir nýskrán­ingu vist­vænna bíla, næst á eftir Nor­egi. En Ísland er ekki bara næst­best í heimi í nýskrán­ingu vist­vænna bíla heldur sitjum við einnig í öðru sæti yfir stærsta neyslu­drifna kolefn­is­fót­spor í heimi og þar bera sam­göngur ábyrgð á stærsta hlut­an­um.

Einka­bíla­eign á Ísland er hlut­falls­lega sú hæsta í Evr­ópu. Árið 2018 voru 767 fólks­bílar á hverja 1000 íbúa á Íslandi. Til sam­an­burðar var hæsta hlut­fall bíla­eigna í Evr­ópu­sam­band­inu í Lúx­em­borg, þar sem hlut­fallið var 676 bílar á hverja 1000 íbúa. Þrátt fyrir hraðan vöxt í nýskrán­ingu raf­bíla hér á landi hefur lítil breyt­ing orðið á losun frá þessum geira. Nýskrán­ing öku­tækja hefur að með­al­tali verið um 15.000 á hverju ári síð­ustu tíu ár. Það mun því taka Ísland hátt í 20 ár að skipta út núver­andi bíla­flota. Hættan er að mikil bíla­eign Íslend­inga vinni gegn ávinn­ingnum sem ann­ars gæti hlot­ist með orku­skipt­um.

Vanda­málið með raf­bíla

Í grund­vall­ar­at­riðum eru raf­knúin öku­tæki ekki svo ólík öku­tækjum sem ganga fyrir bens­íni. Bílar, sama hvaða orku þeir ganga fyr­ir, hafa slæm áhrif á umhverfi, land, lofts­lag og heilsu fólks. Bílar treysta á kolefn­is­freka inn­viði svo sem vegi, bíla­stæði og mann­virki, svo ekki sé talað um fram­leiðsl­una á bíl­unum sjálf­um. Þrátt fyrir að engin bein losun stafi af raf­bíl­um, þá ýta þeir undir losun og umhverf­is­á­hrif ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu. Raf­bílar eru vissu­lega mik­il­vægir en hættan er sú að stjórn­völd líti fram­hjá ávinn­ingnum sem á sér stað við breyt­ingar á ferða­venjum og neyslu­hegð­un. Fjöldi rann­sókna hefur sýnt að til að draga jafn stór­lega úr losun og nauð­syn­legt er þurfa kerf­is­breyt­ingar í sam­fé­lag­inu að eiga sér stað. Draga þarf úr bíla­eign- og notk­un, þétta byggð, minnka ferða­þörf, breyta við­horfi til einka­bíls­ins og ríkj­andi „bíla­menn­ing­u“, og almenn­ings­sam­göngur og virkir ferða­mátar (svo sem hjól­reiðar eða ganga) þurfa að verða megin ferða­mát­inn. Þessar breyt­ingar þurfa að eiga sér stað sam­hliða nauð­syn­legum orku­skiptum í sam­göng­um. Tak­mörkuð áhersla virð­ist vera lögð á þessa þætti í aðgerða­á­ætlun Íslands í lofts­lags­mál­um.

Aðgerða­á­ætlun Íslands í lofts­lags­mál­um: Metn­að­ar­full í orði en ekki á borði

Aðgerða­á­ætlun Íslands í lofts­lags­málum frá árinu 2020 er helsta stjórn­tæki stjórn­valda til að stand­ast mark­mið Par­ís­ar­sátt­mál­ans og er ætlað að leggja grunn­inn að mark­miði um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040. Hér að neðan er aðgerða­á­ætlun Íslands í lofts­lags­málum rýnd með til­liti til vega­sam­gangna.

Auglýsing

Aðgerða­á­ætl­unin boðar 48 aðgerðir sem ætlað er að draga úr los­un, þar af snúa tíu aðgerðir að vega­sam­göng­um. Að auki eru fjórar aðgerðir sem falla ekki beint undir vega­sam­göngur sem þó er áætlað að muni draga úr losun frá þessum geira. Þannig snýr tæp­lega þriðj­ungur af aðgerð­unum að vega­sam­göng­um.

Aðgerðir til að draga úr losun frá vegasamgöngum og áætluð losun 2030.

Raf­bílar – nýtt stöðu­tákn?

Í umsögnum við aðgerða­á­ætl­un­ina var ákall eftir áherslu á breyttar ferða­venjur og að þeim yrði lyft til jafns við orku­skipti í vega­sam­göng­um. Í aðgerða­á­ætl­un­inni seg­ir: „Í upp­færðri útgáfu hefur verið tekið til­lit til þess­ara þátta.“ Þessi stað­hæf­ing er vill­andi þar sem enn snúa flestar aðgerðir að orku­skiptum í sam­göngum og áætlað er að sam­dráttur í losun verði meiri frá orku­skiptum heldur en breyttum ferða­venj­um.

Gert er ráð fyrir því að fjöldi ferða með einka­bílnum vegna efldra almenn­ings­sam­gangna og hjól­reiða muni fara úr 76% í um 69% til árs­ins 2030. Þannig er gert ráð fyrir því að ferðir á einka­bíl drag­ist saman um 10% á 10 árum – þessum sömu 10 árum og við höfum til að draga úr losun um 55% og koma í veg fyrir óaft­ur­kræfar lofts­lags­breyt­ing­ar. Stefnan virð­ist ekki vera að draga úr akstri heldur ein­fald­lega breyta elds­neyti bíls­ins. Rann­sóknir hafa hins vegar sýnt fram á að breyttar ferða­venjur einar og sér hafa meiri og skjót­ari áhrif á sam­drátt í losun heldur en raf­bíla­væð­ing ein og sér. Þegar aðgerðir stjórn­valda mið­ast við að fólk ferð­ist um á einka­bíl, hvort sem það er bensín eða raf­bíll, þá vinnur það gegn öðrum ferða­venj­um.

Stefnan virðist ekki vera að draga úr akstri heldur einfaldlega breyta eldsneyti bílsins. Mynd: ON

Þrjár aðgerðir í aðgerða­á­ætl­un­inni miða að því að breyta ferða­venj­um. Aðgerð­irnar snúa að upp­bygg­ingu inn­viða fyrir virka ferða­máta, tíma­bundnar íviln­anir fyrir virka ferða­máta sem og efl­ingu almenn­ings­sam­gangna. Upp­bygg­ing almenn­ings­sam­gangna og hjóla­stíga eru nauð­syn­legt fram­lag en ríkj­andi bíla­menn­ing á Íslandi er þó ákveðin hindr­un. Heinonen og félagar (2021) skoð­uðu hvað veldur mik­illi bíla­eign á höf­uð­borg­ar­svæði Íslands og komust að því að bíla­miðað skipu­lag borg­ar­svæð­is­ins, ásamt nei­kvæðu við­horfi gagn­vart almenn­ings­sam­göngum og rót­gró­inni bíla­menn­ingu spila þar stærsta hlut­verki.

Rann­sóknin leiddi í ljós að bíll­inn end­ur­speglar ákveðna sam­fé­lags­stöðu og almenn­ings­á­litið sé að bíl­laus lífs­stíll beri merki um fátækt eða lægri sam­fé­lags­stöðu. Mik­il­vægt er að hafa í huga að breyt­ingar á neyslu­hegðun hafa yfir­leitt ekki átt sér stað með því að hvetja fólk til að breyta hegðun heldur með því að breyta sam­fé­lags­legum gildum og mögu­leik­unum í boði fyrir neyt­end­ur. Líkt og með aðrar ver­ald­legar eigur end­ur­spegla raf­bílar ákveðna sam­fé­lags­stöðu og geta því orðið eins­konar stöðu­tákn á Íslandi.

Bann við bruna­bílum árið 2030 – of seint í rass­inn gripið

Í aðgerða­á­ætlun kemur fram að bann við nýskrán­ingu bens­ín- og dísil­bíla og fleiri aðgerðir sendi skýr skila­boð um mik­il­vægi aðgerða gegn lofts­lags­vánni. Það má deila um það hversu mikið stjórn­völd ættu að hreykja sér af þess­ari aðgerð. Bens­ín­bíll getur enst í allt að tutt­ugu ár og mun því bens­ín­bíll keyptur árið 2029 að öllum lík­indum vera á göt­unum árið 2045, að menga og losa koltví­sýr­ing. Með þess­ari aðgerð er því verið að „læsa inni“ koltví­sýr­ing (e. car­bon lock-in) í að minnsta kosti tvo ára­tugi til við­bót­ar. Bann við bruna­bílum sendir óneit­an­lega mark­aðs­skila­boð til fram­leið­enda en við höfum hins vegar aðeins til árs­ins 2030 til að bregð­ast við og koma í veg fyrir verstu afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga. Að bíða fram til árs­ins 2030 með að banna inn­flutn­ing á bílum sem brenna jarð­efna­elds­neyti er algjör­lega á skjön við alvar­leika lofts­lags­ham­fara og fyrir vikið verður mark­mið Íslands um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 í raun óraun­hæft.

„Tengilt­vinn­bílar ýta undir enn einn los­un­ar­skandal­inn“

Önnur aðgerð sem vert er að vekja athygli á er íviln­anir fyrir vist­væn öku­tæki. Tengilt­vinn­bílar eru enn skil­greindir sem vist­væn öku­tæki sam­kvæmt stjórn­völdum og njóta því skatta­legra íviln­ana. Drægni tengilt­vinn­bíla á raf­magni er yfir­leitt á milli 30-60 kíló­metra. Eftir það byrja tengilt­vinn­bílar að nota bruna­vél­ina, þ.e. bensín eða dísil. Rann­sóknir hafa leitt í ljós að þegar tengilt­vinn­bílar byrja að nota bruna­vél­ina losa þeir marg­falt meira en skráð gildi fram­leið­anda gefur til kynna, og jafn­vel meira en venju­legir bruna­bílar. Úttekt Sam­orku á akst­ur­hegðun raf­bíla­not­enda sýndi fram á að not­endur tengilt­vinn­bíla á Íslandi keyra að með­al­tali meira og lengra en not­endur hreinna raf­bíla. Þetta gefur til kynna að öku­menn tengilt­vinn­bíla noti bruna­vél­ina umtals­verðan hluta af ferða­lag­inu. Þessi stað­reynd bendir til svo­kall­að­ara end­ur­kasts­á­hrifa (e. rebound effects) tengilt­vinn­bíla.

Þrjár aðgerðir stjórnvalda miða að því að breyta ferðavenjum. Mynd: Birgir Þór Harðarson

End­ur­kasts­á­hrif vísa til þess að sá sparn­aður sem hlýst vegna nýrrar tækni eða meiri orku­nýtni getur leitt til þess að neysla eykst og þannig minnkar orku­sparn­að­ur­inn sem hefði ann­ars náðst. Sem dæmi má nefna ein­stak­ling sem kaupir spar­neytn­ari bíl til að eyða minna elds­neyti en endar á því að keyra meira vegna þess að bíll­inn er svo spar­neyt­inn. Í raun ættu stefnu­mótendur alltaf að taka til­lit til end­ur­kasts­á­hrifa þegar um nýja, „skil­virk­ari“ tækni er að ræða.

Tengilt­vinn­bílar eru vin­sæll kostur á Íslandi en það sem af er ári er hlut­deild nýskráða tengilt­vinn­bíla 27% á meðan hlut­deild hreinna raf­magns­bíla er 21%. Sam­tökin Tran­sport and Environ­ment hafa hvatt stjórn­völd til að hætta að nið­ur­greiða tengilt­vinn­bíla þar sem þeir eru ein­fald­lega að „ýta undir enn einn los­un­ar­skandal­inn“. Stjórn­völd á Íslandi eru hins vegar enn að nið­ur­greiða tengilt­vinn­bíla fyrir háar upp­hæðir ár hvert. Skattaí­viln­unum átti að ljúka árið 2020 en þær voru að lokum fram­lengdar og leiða má líkur að því að Bíl­greina­sam­band Íslands, hags­muna­sam­tök selj­enda öku­tækja, hafa haft mikið um málið að segja. Í umsögn Bíl­greina­sam­bands­ins við ákvörðun um að hætta skattaí­viln­unum á tengilt­vinn­bíla er því haldið fram að tengilt­vinn­bílar séu enn ekki sam­keppn­is­hæfir í verði og að mik­il­vægt sé að tryggja að ekki komi bakslag í þann „góða gang sem er í sölu tengilt­vinn­bíla í dag“.

Lofts­lags­rétt­læti

Síð­ast en ekki síst tekur aðgerða­á­ætl­unin fram að „mik­il­vægt er að taka á losun óháð því hvar hún bók­fær­ist ... neysla okkar á Íslandi hefur sem dæmi kolefn­is­spor þótt meng­unin verði til hinum megin á hnett­inum og falli ekki undir los­un­ar­bók­hald Íslands. Allar aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum verða um leið að stuðla að félags­legu rétt­læti og jafn­rétti. Aðgerða­á­ætlun Íslands í lofts­lags­málum miðar að þessu.“ Hér eru tveir þættir sem mik­il­vægt er að benda á. Í fyrsta lagi má spyrja hvaða áhrif núver­andi sam­göngu­kerfi hefur á ólíka sam­fé­lags­hópa. En félags­legt rétt­læti og jafn­rétti krefst þess að einnig sé tekið til­lit til þeirra sem geta ekki eða hafa ekki áhuga á að eiga eða keyra bíl.

Auglýsing

Í öðru lagi nær félags­legt rétt­læti og jafn­rétti út fyrir landa­mæri Íslands. Lífs­fer­ill raf­bíla byrjar með námu­grefti fyrir ákveðnum efn­um, svo sem litíum, kóbalt og mangan, sem nú þegar eru af skornum skammti í heim­in­um. Námu­gröft­ur, verkun og fram­leiðsla á þeim efnum sem nauð­syn­leg eru fyrir raf­bíla á sér stað í fjar­lægum löndum með til­heyr­andi áhrifum á umhverfi, mann­rétt­indi og sam­fé­lögin sem þar búa. Námu­gröftur er ein­hver mest meng­andi iðn­aður í heimi og eft­ir­spurnin eftir raf­bílum mun ein­ungis ýta undir vöxt iðn­að­ar­ins. Vert er einnig að benda á að enn sem komið er er ekk­ert form­legt end­ur­vinnslu­ferli fyrir raf­hlöður á Íslandi og eru þær því fluttar úr landi til frek­ari end­ur­nýt­ing­ar, ef það er þá hægt. Þannig snertir kolefn­is­fót­spor raf­bíla í raun aldrei Ísland. Vís­inda­menn hafa ítrekað bent á að stjórn­völd þurfi að taka mið af óbeinni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í lofts­lags­að­gerðum sínum. Til­lit til neyslu­drif­ins kolefn­is­fót­spor Íslands virð­ist ekki ná til vega­sam­gangna þar sem engin aðgerð í aðgerða­á­ætl­un­inni miðar að því að draga úr neyslu og þar með fram­leiðslu á bíl­um.

Neyslu­drifin lausn er ekki væn­leg til árang­urs

Áherslan á lofts­lags­mál og fjár­magn til mála­flokks­ins hefur auk­ist til muna á núver­andi kjör­tíma­bili. Mála­flokk­ur­inn hefur ekki verið for­gangs­at­riði stjórn­valda hingað til og það er að koma í bakið á okkur núna. Þrátt fyrir auk­inn metnað miðar aðgerða­á­ætl­unin ekki að því að tak­marka einka­bíla­eign eða notk­un, tak­mörkuð áhersla er lögð á minnka ferða­þörf eða að breyta við­horfum og bíla­menn­ing­unni sem ríkir á Íslandi. Þetta eru hins vegar þær grund­vall­ar­breyt­ingar sem þurfa að eiga sér stað ætli Ísland sér að draga jafn stór­lega úr losun og nauð­syn­legt er.

Vega­sam­göngur eru stærsti los­un­ar­þáttur á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­valda og því brýnt að losna við bíla sem losa koltví­sýr­ing af göt­unum eins fljótt og auðið er. Raf­bílar spila óneit­an­lega mik­il­vægu hlut­verki í þeirri veg­ferð en til að bregð­ast við lofts­lags­breyt­ingum af þeim krafti sem nauð­syn­legt er þarf hins vegar að ráð­ast á rót vand­ans. Stefna stjórn­valda virð­ist vera sú að hvetja til frek­ari bíla­kaupa, svo lengi sem bíl­arnir ganga fyrir annarri orku en dísil og olíu. Vanda­málið er ekki bens­índrifnir bílar heldur bíla­drifin menn­ing.

Greinin byggir á MS rit­gerð höf­undar í umhverf­is­stjórn­mál­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira eftir höfundinnRakel Guðmundsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar