Pexels

Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein

Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Með tilkomu Shein er hraðinn í tískustraumum orðinn svo mikill að hefðbundnu hraðtískufyrirtækin eins og H&M og Zara blikna í samanburði. Fötin sem Shein selur eru framleidd við slæmar vinnuaðstæður og hafa umhverfissinnar bent á að þau séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti, mögulega til að ná góðri mynd á Instagram, áður en þau enda í ruslinu.

Shein var stofn­aði árið 2008 og hét þá SheInside og ku aðal­lega hafa selt brúð­ar­kjóla. Árið 2012 breytti eig­and­inn, Chris Xu, áherslum fyr­ir­tæk­is­ins og byrj­aði að selja tísku­fatnað fyrir ung­lings­stúlkur og breytti síðar nafn­inu í Shein (borið fram she-in). Chris Xu var eng­inn sér­stakur tísku­fröm­uður en hann sér­hæfði sig í leit­ar­véla­bestun (e. search engine optim­ization) og er tækni­m­iðuð nálgun í mark­aðs­setn­ingu talin ein helsta ástæða þess hvað fyr­ir­tækið hefur vaxið hratt.

Shein er í dag metið á 100 millj­arða Banda­ríkja­dala. Það er meira en sam­an­lagt virði tískurisanna H&M og Zara. Árið 2021 tók snjall­for­rit Shein fram úr Amazon sem vin­sælasta inn­kaupa-appið í Banda­ríkj­unum og er heima­síða Shein einnig mest heim­sótta fata­síða í heimi. Stærsti mark­aður Shein er í Banda­ríkj­un­um, Bras­il­íu, Frakk­landi og Spáni.

Ef þú, les­andi góð­ur, hefur aldrei heyrt fyr­ir­tæk­is­ins getið fyrr en nú þarf það ekki að koma á óvart. Mark­hópur Shein er kyn­slóð Z (ein­stak­lingar ​​fæddir milli áranna 1997 og 2012), einna helst ung­lings­stúlkur og fer hin árang­urs­ríka mark­aðs­setn­ing fyrst og fremst fram á sam­fé­lags­miðlum eins og TikT­ok, Instagram og Youtu­be.

Upp­gangur Shein er ekki án vand­kvæða en lítið er vitað um starfs­hætti fyr­ir­tæk­is­ins og hefur Shein verið sakað um umhverf­is­spjöll, slæmar vinnu­að­stæður og stuld á hönnun frá stórum tísku­fyr­ir­tækjum og minni sjálf­stæðum hönn­uð­um.

Úr hraða í háhraða

Hrað­tíska (e. fast fas­hion) vísar til þess að tísku­fyr­ir­tæki fram­leiða mikið magn af flíkum og selja á mjög lágu verði. Flík­urnar eru yfir­leitt úr gæða­litlum efnum og fram­leiddar í löndum þar sem vinnu­skil­yrði eru slæm, fólkið sem býr flík­urnar til fær ekki mann­sæm­andi laun og jafn­vel eru börn að störf­um.

Í umfjöllun Neyt­enda­blaðs­ins um Shein segir að hug­takið hrað­tíska hafi fyrst verið notað yfir við­skipta­módel spænska tísku­vöru­merk­is­ins Zara. „Á sínum tíma fór Zara úr því að hanna árs­tíða­bundnar tísku­línur yfir í að bjóða neyt­endum upp á stöðugan straum af nýjum fatn­aði allan árs­ins hring. Hrað­inn átti þó eftir að aukast til muna og nú væri nær að tala um háhraðat­ísku (e. ultra fast fas­hion),“ segir í umfjöll­un­inni.

Lauren Bravo, höf­undur bók­ar­innar How to Break Up with Fast Fas­hion segir í sam­tali við the Guar­dian að það sem skilji Shein að öðrum fyr­ir­tækjum sem stunda hrað­tísku sé óeðli­lega lágt verð. Verðið á þeim varn­ingi sem Shein selur er allt að helm­ingi lægri en hjá öðrum fyr­ir­tækjum í sama bransa. „Shein hefur tekið hlut­ina stig­inu lengra með því að selja föt á svo lágu verði að þau hvetja neyt­endur til að líta á þau sem einnota,“ segir Lauren Bravo.

Kjólar á 750 - 2900 krónur.
Skjáskot: shein.com

Í umfjöllun the Guar­dian segir Zainab Mahmood, blaða­maður og tals­maður sjálf­bærrar tísku, að hrað­tísku­fyr­ir­tæki líkt og Shein séu að nota öll trixin í bók­inni til að gera neyt­endur háða því að kaupa föt.

Við­skipta­módel Shein

Shein rekur ekki eina ein­ustu verslun heldur fara öll við­skipti fram á net­inu. Fyr­ir­tækið á heldur ekki fata­verk­smiðjur heldur gerir Shein samn­ing við þriðja aðila í Kína, nokkur þús­und fata­verk­smiðj­ur, sem fram­leiða fá ein­tök af flík­um. Tak­markað magn af vörum er síðan birt á heima­síðu Shein og algrímar (e. algorit­hms) fylgj­ast með við­brögðum neyt­enda. Ef ákveðið bik­iní slær til dæmis í gegn á TikTok gerir Shein stærri pant­anir og fram­leiðir meira. Þetta módel hefur verið kallað „test and repeat“. Matt­hew Brenn­an, rit­höf­undur og sér­fræð­ingur í kín­verskum tækni­mál­um, segir í sam­tali við Vox að Shein sé stöðugt að safna og greina gögn við­skipta­vina og noti síðan upp­lýs­ing­arnar til að hanna fatnað eftir því sem er í tísku hverju sinni.

Shein býður upp á öll heit­ustu „trend­in“ á ómót­stæði­legu verði. Úrvalið af fatn­aði og fylgi­hlutum er marg­falt meira en almennt ger­ist en á hverjum degi bætir Shein við 2.000 til 10.000 nýjum flíkum og tísku­varn­ingi á heima­síðu sína. Á þriggja mán­aða tíma­bili, frá jan­úar til apríl 2022, bætti Shein við 315.000 nýjum vörum á heima­síðu sína. Til sam­an­burðar bætti H&M „ein­ung­is“ við 4.400 nýjum vör­um.

Fjöldi nýrra vara sem Shein bætti við á heimasíðu sína á þriggja mánaða tímabili, samanborið við hraðtískufyrirtækin H&M, Zara og Boohoo.
Skjáskot: Business of Fashion

Fyrir utan stöðugt flæði af hræó­dýrum fötum eykur Shein stöðugt fram­boð á klæðn­aði á útsölu. Fyr­ir­tækið heldur reglu­lega svo­kall­aðar skyndi­út­sölur (e. flash sales). Skyndi­út­sölur virka þannig að tak­markað fram­boð af vörum er á útsölu í tak­mark­aðan tíma. Útsölu­tím­inn er sýndur efst á heima­síð­unni í klukku­tím­um, mín­útum og sek­únd­um.

Gagn­rýnendur hafa bent á að þessi aðferða­fræði ýti undir hug­mynd­ina að neyt­endur þurfi að kaupa vörur strax til að missa ekki af „ein­stöku tæki­færi“. Þetta er vel þekkt trikk í mark­aðs­fræð­unum og kall­ast FOMO (e. Fear of Miss­ing Out).

Skyndiútsala Shein.
Skjáskot: shein.com

TikT­ok, áhrifa­valdar og afslátt­ar­kóðar

Líkt og áður sagði á mark­aðs­her­ferð Shein sér fyrst og fremst stað á sam­fé­lags­miðlum eins og Instagram, Tiktok og Youtu­be. Shein hefur verið í sam­starfi við ótelj­andi áhrifa­valda stóra og smáa, tísku­blogg­ara og fræga ein­stak­linga á borð við Katy Perry, Hailey Bieber, Khloe Kar­dashian og Lil Nas X. Shein treystir þó einnig á við­skipta­vini sína til að aug­lýsa fyr­ir­tæk­ið.

Við­skipta­vinir Shein geta sett inn umsögn um flíkur sem þeir hafa keypt og fá fyrir það afslátt­ar­stig. Fyrir góða umsögn er hægt að fá fimm­tíu stig og hægt er að næla sér í enn fleiri stig ef mynd af flík­inni er látin fylgja með. Við­skipta­vinir geta síðan notað stigin til að kaupa fleiri vörur frá Shein á afslætti. Við­skipta­vinir fá ekki ein­ungis stig fyrir að setja inn umsögn heldur er nóg að stað­festa að ákveðin pöntun hafi skilað sér og að fötin séu komin í réttar hend­ur.

Einnig treystir Shein á svokölluð „hauls“ í mark­aðs­setn­ingu sinni og mætti þýða það sem „fata­hóls­mynd­bönd“ á íslensku. Það eru mynd­bönd sem við­skipta­vinir deila á sam­fé­lags­miðlum af öllum þeim fötum sem þeir hafa verslað frá fyr­ir­tæk­inu. Á TikTok er myllu­merkið #shein­haul með hvorki meira né minna en 5,3 millj­arða áhorf.

@mynamesmillicent69 The part two no one asked for <3 #foryoupage #fyp #foryou #shein #sheinhaul ♬ original sound - bhaddiebeats🎵

Í grófum dráttum lýsa fata­hóls­mynd­bönd sér þannig að ungur ein­stak­ling­ur, yfir­leitt ung kona, situr fyrir framan mynda­vél­ina og heldur uppi stórum plast­poka merktum Shein. Hún rífur upp pok­ann og úr flæða margir minni plast­pokar með vörum frá fyr­ir­tæk­inu. Konan sýnir föt­in, mátar þau og gefur jafn­vel sitt álit. Áhorf­endur mynd­bands­ins fá síðan afslátt­ar­kóða og upp­haf­legi við­skipta­vin­ur­inn fær þókn­un.

Með þess­ari afar snjöllu mark­aðs­setn­ingu tekst Shein ekki ein­ungis að láta við­skipta­vini sjá um að aug­lýsa fyr­ir­tækið heldur tryggir þetta stans­lausa eft­ir­spurn eftir vör­um.

Umhverf­is­á­hrif og vinnu­að­stæður

Fata­iðn­að­ur­inn er ábyrgur fyrir um það bil tíu pró­sent af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í heim­inum en það er meiri losun en allt flug og allar skipa­sigl­ingar í heim­inum sam­an­lagt. Gríð­ar­leg orka fer í að fram­leiða fötin og kolefn­is­fót­spor fylgir því að ferja fötin milli landa.

Hrað­tíska hefur ekki ein­ungis leitt til þess að fleiri föt eru fram­leidd með til­heyr­andi áhrifum á umhverfið heldur veldur gríða­legt fram­boð því að fólk kaupir mun meira af end­ing­ar­litlum fatn­aði. Í umfjöllun Neyt­enda­blaðs­ins kemur fram að fata­sóun á heims­vísu sam­svari því að fullur sorp­bíll af fötum endi á rusla­haug á hverri sek­úndu.

Þar sem verðið á föt­unum er ofur­lágt er ekki að undra að lítið fari fyrir gæð­um. Sér­fræð­ingar í tísku­brans­anum hafa sagt að flík­urnar sem Shein fram­leiðir séu úr það gæða­litlu efni að erfitt væri að selja við­skipta­vinum þær úti í búð.

Í októ­ber 2021 sýndi kanadíska sjón­varps­stöðin CBC frétta­skýr­inga­þátt um skað­leg efni í vörum frá Shein. Af þeim vörum sem rann­sak­aðar voru inni­hélt ein vara af hverjum fimm umtals­vert magn eit­ur­efna, meðal ann­ars blý, PFAS og þalöt. Flík­urnar sem CBC rann­sak­aði voru meðal ann­ars ætluð börnum og ófrískum kon­um. Rann­sak­endur komust að því að jakki fyrir unga­barn, keyptur af heima­síðu Shein, inni­hélt nán­ast 20 sinnum meira blý en heil­brigð­is­stofnun Kanada telur öruggt fyrir börn. Taska frá Shein inni­hélt efni sem var fimm sinnum yfir við­mið­un­ar­mörk­um.

„Við erum að leit­ast eftir skamm­vinnri ánægju með fata­kaupum sem eru þó mjög dýr­keypt ef við horfum til heilsu okkar og umhverf­is,“ segir Miriam Diamond, umhverf­is­efna­fræð­ingur og pró­fessor við háskól­ann í Toronto, sem leiddi rann­sókn­ina.

Líkt og mörg önnur fyr­ir­tæki í hrað­tísku­brans­anum hefur Shein verið sakað um slæmar vinnu­að­stæð­ur. Í nóv­em­ber 2021 birti Public Eye skýrslu um vinnu­að­stæður í verk­smiðjum sem Shein er í við­skiptum við í Kína. Starfs­fólkið í verk­smiðj­unum vann allt að 75 klukku­stunda vinnu­viku og fengu mörg hver aðeins einn dag í frí í mán­uði. Í verk­smiðj­unum sem voru rann­sak­aðar var ekki einn ein­asti neyð­ar­út­gangur og var starfs­fólki borgað fyrir hverja flík, sem hvetur til enn lengri vinnu­daga.

„Ég vil ekki deyja fyrir tísku,“ stendur á einu skilta mótmælenda starfsfólks í fataverksmiðju í Bangladesh.
Mynd: EPA

Ofgnótt af not­uðum fötum

Á vef­síðu Shein kemur fram að Shein bjóði upp á „hvetj­andi end­ur­vinnslu­prógram”. Neyt­endur eru hvattir til að skila flíkum sem þeim hugn­ast ekki í pop-up versl­anir þeirra í skiptum fyrir Shein gjafa­kort. Flík­urnar sem við­skipta­vinir skila inn eru síðan sendar til góð­gerða­sam­taka til að hjálpa fólki „í neyð“.

Fjöldi rann­sókna hefur hins vegar sýnt fram á að hið óhóf­lega magn af not­uðum (og ónot­uð­um) fötum sem gefin eru til góð­gerða­mála eru yfir­leitt úr svo litlum gæðum að þau enda strax í urðun í við­kom­andi landi með til­heyr­andi umhverf­is­á­hrif­um. Í hverri viku senda til dæmis Evr­ópa og Banda­ríkin um 15 millj­ónir af not­uðum flíkum til Accra, höf­uð­borg Ghana. Um 40% af flík­unum sem eru sendar til borg­ar­innar Accra eru úr það litlum gæðum að þau eru talin verð­laus við komu og enda strax í urð­un.

Mörg lönd í hinu hnatt­ræna suðri hafa fengið sig full­södd á að vera rusla­haugur Vest­ur­landa. Lönd í aust­ur­hluta Afr­íku eins og Ken­ía, Rúanda, Tanz­an­ía, Búrúndi og Úganda gerðu á sínum tíma til­raunir til að stöðva inn­flutn­ing á not­uðum fötum þar sem þau valda umhverf­is­skaða og grafa undan inn­lendri fata­fram­leiðslu. Banda­ríkin hót­uðu þá við­skipta­þving­unum og að draga löndin úr við­skipta­samn­ingnum The African Growth and Opportunity Act (AGOA), sem ætlað er að bæta við­skipta­sam­band milli Banda­ríkj­anna og Afr­íku­ríkja, meðal ann­ars með frjálsu flæði á vör­um.

Urðunarhóll í Accra. Auk fatafjalla má þar finna gríðarmikinn rafrænan úrgang.
Mynd: EPA

Eft­ir­lík­ing af eft­ir­lík­ingu

Und­an­farið hafa heilu sam­fé­lögin sprottið upp á TikT­ok, Reddit og Face­book þar sem við­skipta­vinir Shein deila ábend­ingum um hvernig hægt er að finna föt sem líkj­ast ákveðnum tísku­vörum en á mun lægra verði á heima­síðu Shein. Þessi „næst-besti val­mögu­leiki“ er þekktur sem „dupe“ í TikTok heim­inum og þýðir í raun eft­ir­lík­ing.

Hefð­bundin hrað­tísku­fyr­ir­tæki fá hug­myndir frá sýn­ing­arpöllum hátísku­húsa og hraða síðan fram­leiðslu­ferl­inu úr mán­uðum í nokkrar vik­ur. Shein er hins vegar ekki að elt­ast við tísku­strauma frá sýn­ing­arpöllum heldur fram­leiðir eft­ir­lík­ingar af vörum sem sést hafa á Tiktok eða Instagram. Þannig er ekki verið að leita að eft­ir­lík­ingu að nýj­ustu Balenci­aga tösk­unni heldur eft­ir­lík­ingu af kjól frá Zöru.

Undir myllu­merkj­unum #zaravss­hein og #zara­dupe á TikTok sýna not­endur og máta keim­lík föt frá ann­ars vegar Zöru og hins vegar Shein og eru myllu­merkin með 39 milljón áhorf.

Bent hefur verið á að við­skipta­vinir Shein séu ekki endi­lega að kaupa sér flíkur til að klæð­ast heldur til að deila á Instagram. „Dupe” sam­fé­lagið sé fyrst og fremst að auð­velda ungum stúlkum að næla sér í Instagram-­sam­þykkt lúkk fyrir eins lít­inn pen­ing og mögu­legt er.

Fyr­ir­tæki eins og Levi Strauss, Dr. Mart­ens og Ralph Lauren hafa kært Shein fyrir höf­unda­rétt­ar­brot. En Shein er ekki ein­ungis þekkt fyrir að stela hönnun frá tískurisum heldur einnig frá minni, sjálf­stæðum hönn­uð­um. Hönn­uð­ur­inn Bailey Prado greindi frá því á Instagram síðu sinni að Shein hafi stolið hönnun á yfir 45 vörum af sér. Vör­urnar sem Bailey Prado hannar og selur á heima­síðu sinni kosta á milli 12.000 og 40.000 krónur en hægt var að kaupa flík­urnar á Shein á undir 2.500 krón­ur.

Prado segir í sam­tali við the Guar­dian að sú stað­reynd að Shein bæti við tug­þús­undum af nýjum vörum dag­lega á heima­síð­una gefi til kynna að verið sé að stela hönn­un. „Við þurfum að spyrja okkur að því hvernig Shein tekst að fram­leiða svona mikið af hönnun á hverjum deg­i,” segir Prado.

Við­skipta­módel Shein ýtir óhjá­kvæmi­lega undir aukna eft­ir­spurn, fram­leiðslu og sóun. Shein býður upp á ódýr­ustu flík­urnar úr litlum gæð­um, afslátt­ar­kóða er að finna á hverju strái og við­skipta­vinir fá gjafa­kort fyrir að skila inn flík­um. Allt er þetta gert til að tryggja stans­lausa eft­ir­spurn eftir vörum frá Shein. Hrað­tíska er vanda­mál út af fyrir sig en hrað­inn sem Shein býður upp á getur aldrei talist umhverfi­vænn né rétt­lát­ur. Líkt og Eliza­beth Sho­bert, sér­fræð­ingur í mark­aðs­fræðum og staf­rænni stefnu­mót­un, sagði í sam­tali við the Guar­di­an: „Maður spyr sig hvar endar þetta eig­in­lega?“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnRakel Guðmundsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar