Mynd: Pexels pexels-markus-spiske-2990650
Mynd: Pexels

Hitnandi heimur versnandi fer

Á fyrstu sex mánuðum ársins höfðu 188 hitamet verið slegin, þurrkarnir í Evrópu í sumar voru þeir verstu í 500 ár og í Pakistan hafa að minnsta kosti 1.300 manns látið lífið vegna flóða. Þetta er raunveruleiki loftslagsbreytinga vegna hlýnunar andrúmslofts um 1.2°C. En hvernig mun heimurinn líta út við tveggja eða jafnvel þriggja gráðu hlýnun?

Milli­­­ríkja­­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) hefur það hlut­verk að taka saman upp­­lýs­ingar um lofts­lags­breyt­ingar af manna­völd­um og upp­lýsa stjórn­völd um stöðu og afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga. Nefndin hefur bent á að nauð­­syn­­legt sé að halda hlýnun jarðar undir 1,5°C að með­­al­tali fyrir árið 2100, miðað við með­­al­hita­­stig við upp­­haf iðn­­væð­ing­­ar­inn­ar, ann­­ars muni það hafa skelfi­­legar afleið­ing­ar. Ríki heims hafa, með und­ir­ritun á Par­ís­ar­sátt­mál­an­um, skuld­bundið sig að ná þessu mark­miði. Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hefur hins vegar ekki dreg­ist saman á und­an­förnum árum eins og vonir stóðu til og án taf­ar­lausra aðgerða er úti­lokað að stand­ist mark­mið um að halda hlýnun jarðar undir 1,5°C. 

Ófull­nægj­andi lofts­lags­mark­mið

Rann­­sóknir hafa sýnt fram á að ef öll ríki myndu stand­­ast lofts­lags­mark­miðin sem þau sjálf hafa sett sér mun hlýnun jarðar þó ekki hald­­ast undir 1,5°C. Sam­drátt­ur­inn í losun væri það lít­ill að hlýn­unin yrði að öllum lík­indum 2,4 gráð­ur. Með öðrum orð­um, lofts­lags­mark­mið ríkja eru langt frá því að vera nógu metn­að­ar­full til að stand­ast mark­mið Par­ís­ar­sátt­mál­ans. Hér er einnig um að ræða stórt ef, en flest ríki heims eru fjarri því að ná mark­miðum sem þau sjálf hafa sett sér.

Climate Action Tracker
Mynd: Aðsend

Til að stand­ast mark­miðið um 1,5 gráðu hlýnun þarf heimslosun að drag­ast saman um 45 pró­sent fyrir árið 2030. Fátt bendir til að svo verði. Þvert á móti er áætlað að losun muni aukast um 14 pró­sent fyrir árið 2030. Þetta þýðir ein­fald­lega að mark­mið um að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðu - fyrir árið 2100 - mun renna okkur úr greipum fyrir árið 2030. 

Það er nokkuð ljóst að án taf­ar­lauss sam­dráttar í losun stefnir heim­byggðin í tveggja til þriggja gráðu hlýnun á innan við 80 árum og því við hæfi að fara yfir það hvernig slík fram­tíð lítur út.

„Eng­inn lifir við með­al­hita jarð­ar“

Mik­il­vægt er að hafa í huga að þegar talað er um að jörðin muni hlýna um tvær eða þrjár gráður er um að ræða með­al­hlýn­un. Raun­veru­leik­inn er sá að mis­mun­andi svæði jarð­ar­innar eru að hitna mis­mikið og mis­hratt. Líkt og lofts­lags­vís­inda­menn segja gjarn­an: „Eng­inn lifir við með­al­hita jarð­ar.“ Frá árinu 2000 hefur til dæmis Norð­­ur­heim­­skautið hlýnað rúm­­lega tvisvar sinnum hraðar en aðrir staðir á jörð­inni. Sval­barði er sá staður á jörð­inni þar sem hita­stig hefur hækkað hrað­ast. Síðan 1971 hefur hita­stigið hækkað um 4°C, en það er fimm sinnum hraðar en hnatt­ræn hlýn­un. Ef ekk­ert breyt­ist er áætlað að hita­stigið í Longye­ar­byen, sem er stærsta byggðin á Sval­barða, muni hækka að með­al­tali um 10°C fyrir lok þess­ara ald­ar, með til­heyr­andi afleið­ingum á sam­fé­lag­ið.

Hita­bylgjur eru orðnar tíð­ari, heit­ari og vara lengur

Þegar hita­bylgjan skall á í Englandi fyrr í sumar sagði Claire Nullis, tals­­maður Alþjóða veð­­ur­fræð­i­­stof­unn­ar „Við höfum sagt það áður og við segjum það aft­­ur: Vegna lofts­lags­breyt­inga munu hita­­bylgjur byrja fyrr, þær eru að verða algeng­­ari og ákaf­­ari vegna þess að magn gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í and­­rúms­­loft­inu hefur aldrei verið meira. Það sem við erum að sjá núna er hinn óheppi­­legi for­smekkur að fram­­tíð­inn­i.“

Hita­bylgjur geta vissu­lega átt sér stað óháð lofts­lags­breyt­ing­um, en hita­met hafa á und­an­förnum árum verið slegin á met­hraða. Hita­bylgjur eru orðnar tíð­ari, heit­ari og vara leng­ur.

Með­al­hita­stig jarðar milli áranna 2011 og 2020 var hærra en nokkru sinni síðan síð­ustu ísöld eða fyrir 125 þús­und árum síð­an. Frá miðri tutt­ug­ustu öld hefur sum­arið á norð­ur­hveli jarðar lengst úr 78 dögum í meira en 95 daga. Fyrir lok þess­arar aldar er gert ráð fyrir að sum­arið á norð­ur­hveli jarðar muni vara helm­ing af árinu.

Árið 2003 var heitasta sumar í Evr­ópu í rúm­lega 500 ár og 70 þús­und manns létu lífið vegna hita. Í kjöl­farið var gerð rann­sókn þar sem reiknað var út hversu lík­legt það væri að hita­bylgjan hefði átt sér stað, ann­ars vegar með og hins vegar án hlýn­unar jarð­ar. Nið­ur­staðan var sú að hlýnun jarðar af manna­völdum gerði það að verkum að hita­bylgjan árið 2003 var tvisvar sinnum lík­legri en ef engin hlýnun af manna­völdum hefði átt sér stað. Önnur sam­bæri­leg rann­sókn leiddi í ljós að hlýnun jarðar hefur valdið því að hita­bylgjur í Evr­ópu eru nú um tíu sinnum lík­legri en ella. Einnig voru flóðin í Evr­ópu árið 2021 níu sinnum lík­legri til að eiga sér stað heldur en í heimi án hlýn­un­ar.  

Þau sem munu mest finna fyrir afleið­ingum hækk­andi hita­stigs á kom­andi árum eru við­kvæmir hópar í lág­tekju­löndum og þau sem ekki hafa aðgang að loft­ræst­ingu. Einnig mun hit­inn verða hlut­falls­lega hærri í stór­borgum m.a. vegna steypu og mal­biks, meng­un­ar, skorts á gróðri og afgangs­hita frá athöfnum manna. Flest dauðs­föll, af þeim 70.000 sem áttu sér stað sum­arið 2003, áttu sér stað í borgum þar sem þau sem eldri og við­kvæm­ari voru gátu ein­fald­lega ekki flúið hit­ann. 

Ákafar hita­bylgjur eru ekki eina afleið­ing lofts­lags­breyt­inga. Með hækk­andi hita­stigi munu jöklar bráðna, sjáv­ar­mál hækka, gróð­ur­eldar verða algeng­ari og sama má segja um flóð og öfga­fulla þurrka. 

Bráðnun jökla og hækkun sjáv­ar­máls

Bráðnun jökla er ein helsta birt­ing­ar­mynd hækk­andi hita­stigs. Talið er að Norð­­ur­heim­­skautið muni verða með öllu íslaust yfir sum­ar­mán­uð­ina fyrir árið 2050 og að bráðnun jökla Græn­lands sé nú þegar komið að svo köll­uðum vend­i­­punkti, þ.e. óaft­­ur­kræfra breyt­inga. Bráðnun jökla er, líkt og önnur lofts­lagstengd vanda­mál, dæmi um snjó­bolta­á­hrif. Það er að segja, því meira sem jörðin hitn­­ar, því meira bráðna jökl­­arnir og því minni er end­­ur­­speglun sól­­­ar­­geisla frá jöklun­um, og því meiri hitnar jörð­in.

Bráðnun jökla leiðir m.a. til hækk­­andi sjá­v­­­ar­­máls en fyrir hverja einnar gráðu hlýnun er talið að sjáv­ar­mál geti hækkað um 2,3 metra. Þetta þýðir að jafn­vel þótt við tak­mörkum hlýnun jarðar við 1,5 gráðu mun hækkun sjáv­ar­máls verða meiri en nemur þremur metrum til langs tíma litið - en óvíst er hversu langan tíma það mun taka nákvæm­lega fyrir sjáv­ar­mál að hækk­a. 

Bráðnun jokla leiðir til hækkandi sjávarmáls.
Mynd: Aðsend

Nýleg rann­sókn sýndi fram á að bráðnun jökla Græn­lands fram til þessa mun leiða til að minnsta kosti 27 senti­metra hækkun á sjáv­ar­máli. Höf­undar rann­sókn­ar­innar segja að með áfram­hald­andi losun á gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um, bráðnun jökla og varma­þenslu er ekki ólík­legt að sjáv­ar­mál hækki um nokkra metra.

Tveggja til þriggja metra hækkun sjáv­ar­máls þýðir að borgir eins og Amster­dam, New York og Jakarta munu glíma við óvið­ráð­an­­leg flóð­ og eyjar eins og Maldíveyjar munu ein­fald­lega sökkva í sæ. Jakarta er að að sökkva um 10 senti­metra á ári en það er tutt­ugu sinnum hraðar en meðal hækkun sjáv­ar­máls. Maldíveyjar liggja að með­al­tali 1,2 metrum yfir sjáv­ar­máli og ef hlýnun jarðar heldur áfram eins og spár gera ráð fyrir er áætlað að 80% af eyj­unum verði óbyggi­legar árið 2050. 

Skóg­ar­eld­ar 

Skóg­ar­eldar hafa geisað um Evr­ópu í sum­ar, líkt og und­an­farin ár. Sam­kvæmt Evr­ópsku skóg­ar­elda-­upp­lýs­inga­stofn­un­inni (EFFIS) brunnu 660.000 hekt­arar af landi í Evr­ópu á fyrstu sex mán­uðum þess árs. Það eru mestu skóg­ar­eldar sem skráðir hafa verið hjá stofn­unni á þessum árs­tíma,  allt frá því að mæl­ingar á gróð­ur­eldum hófust árið 2006. 

Hlýnun jarðar hefur und­an­farna ára­tugi ýtt undir stærri og kraft­meiri skóg­ar­elda sem verður sífellt erf­ið­ara að ná tökum á. Segja má að afleið­ingar skóg­ar­elda hafi tvö­föld nei­kvæð áhrif á lofts­lagið en skóg­ar­eldar eyði­leggja ekki ein­ungis stór land­svæði, sem ann­ars hefði bundið kolefni, heldur losa skóg­arnir einnig kolefni þegar þeir brenna. Árið 2021 sam­svar­aði losun frá skóg­ar­eldum tvö­faldri losun Þýska­lands á einu ári.  

For­dæma­laus flóð og þurrkar 

Þar sem heit­ara and­rúms­loft inni­heldur meira vatn í formi gufu, hefur úrkoma og tíðni alvar­legra flóða auk­ist eftir því. Fyrir iðn­bylt­ingu átti úrhelli (e. extreme rain­fall) sér stað á tíu ára fresti. Í dag eiga slíkir atburðir sér stað á sjö og hálfs árs fresti og ef losun heldur áfram að aukast eins og spár gera ráð fyrir munu þeir eiga sér stað á þriggja til fjög­urra ára frest­i. 

Í sept­em­ber 2021 lýsti New York-­borg, í fyrsta skipti, yfir neyð­ar­á­standi vegna úrhellis og flóða. Vatn flæddi niður í neð­an­jarð­ar­lest­ar­stöðvar og nokkrir drukkn­uðu þegar vatn flæddi of hratt í kjall­ara­í­búðir til að fólk náði að flýja.

Flóð hafa geisað í Pakistan síðan í lok ágúst á þessu ári og talið er að um 33 millj­ónir manna séu þegar á ver­gangi vegna þeirra. Minnst 1.300 manns hafa farist í flóð­un­um, þar af hátt í 450 börn. Rúm­lega milljón heim­ili eru í rúst og inn­viðir lands­ins í lama­sessi. Á Twitt­ersíðu sinni sagð­ist Ant­onio Guterres, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, aldrei hafa séð afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga af sömu stærð­argráðu og flóðin í Pakist­an. 

Á meðan mörg svæði á jörð­inni munu þjást af úrhelli og flóðum með hækk­andi hita­stigi munu önnur þjást af þurrkum vegna of lít­illa rign­inga. Þurrk­arnir í Evr­ópu í sumar eru þeir mestu í 500 ár og hafa þeir meðal ann­ars ýtt undir skóg­ar­elda, valdið upp­skeru­bresti og skorti á drykkj­ar­vatni. Sum­arið 2022 ríkti neyð­ar­á­stand vegna vatns­skorts í Frakk­landi, og reyndar í fleiri Evr­ópu­lönd­um, vegna vatns­skorts og var fólki meðal ann­ars meinað að vökva garða og þvo bíla sína sökum vatns­skorts­ins. Þá gátu bændur ekki vökvað hluta af rækt­ar­löndum sín­um. 

Hung­ursneyð, vatns­skortur og átök 

Langstærsti hluti rækt­aðs lands í heim­inum er háður reglu­legri úrkomu og munu útbreiddir þurrkar í fram­tíð­inni því að öllum lík­indum hafa skelfi­legar afleið­ingar á mat­væla­fram­leiðslu í heim­in­um. Í nýrri bók „Hot­house Earth“ rekur vís­inda­mað­ur­inn Bill McGuire hvernig heit­ari heimur mun líta út og segir hann m.a. fátt skýra afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga betur en sam­bandið milli þurrka, upp­skeru­brests, hung­ursneyða, fólks­flutn­inga og átaka. Í heit­ari heimi munu þurrkar, óum­flýj­an­lega, hafa aukin áhrif á land­bún­að, sem leiðir til upp­skeru­brests og hung­ursneyðar í stórum hluta heims­ins. Í hinu hnatt­ræna norðri munu áhrifin fyrst og fremst birt­ast í vöru­skorti og hærra verð­lag­i. 

Í heitari heimi munu þurrkar, óumflýjanlega, hafa aukin áhrif á landbúnað, sem leiðir til uppskerubrests og hungursneyðar í stórum hluta heimsins.
Mynd: EPA

Sam­kvæmt Mat­væla­á­ætlun Sam­ein­uðu þjóð­anna voru 41 milljón manns í 43 löndum á barmi hung­ursneyðar árið 2021, sam­an­borið við 27 millj­ónir árið 2019. Eftir því sem hlýnun jarðar verður meiri og öfgar í veðri verða algeng­ari, mun fólki sem lifir við hung­ursneyð fjölga.  

Sex vendi­punktar í hættu

Þrátt fyrir að vís­inda­menn geti spáð fyrir um - með þó nokk­urri vissu - hvað ger­ist þegar jörðin hitn­ar, ríkir ákveðin óvissa svo kall­aða vendi­punkta (e. tipp­ing points), það er að segja óaft­ur­kræfra breyt­inga á vist­kerfum jarð­ar. 

Lítið er til dæmis vitað um hvort Golfstraum­ur­inn muni stöðvast, hvað ger­ist við slíkar aðstæður og ef svo er, hvenær það muni eiga sér stað. Sama má segja um sífrerin í Síber­íu. Ef sífrerin þiðna er hætta á svo köll­uðum snjó­bolta­á­hrif­um. Undir sífrer­inu er mikið magn metangass sem losnar þegar sífrerin þiðna með hækk­andi hita­stigi, sem leiðir til enn meiri hlýn­un­ar, sem leiðir til enn meiri þiðn­unar osfrv. Nýleg rann­sókn sýndi fram á að miðað við núver­andi losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eru sex „vendi­punkt­ar“ í hættu, m.a. bráðnun Græn­lands­jök­uls, dauði kór­al­rifa og þiðnun sífrer­is. 

Í bók sinni segir McGuire lær­dóm­inn ein­fald­lega vera þann að í heit­ari heimi geti losun koltví­oxíðs í and­rúms­loftið af nátt­úru­legum ferlum mögu­lega haldið áfram, jafn­vel þótt við drögum úr los­un. Jafn­framt sé lofts­lagið að breyt­ast tölu­vert hraðar en fyrri spár gerðu ráð fyr­ir. Það þurfi því að taka öllum spám um hækkun hita­stigs sem algjöru lág­marki –  „við þurfum að und­ir­búa okkur undir það ver­sta, á meðan við vonum það besta,“ segir McGuire. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnRakel Guðmundsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar