Hitabylgjan í Evrópu aðeins „forsmekkurinn að framtíðinni“

Skógareldar, vatnsskömmtun og óvenju mikið magn ósons í loftinu. Allt frá Norðursjó til Miðjarðarhafsins hefur hvert hitametið á fætur öðru fallið síðustu daga. Og sumarið er rétt að byrja.

Veðurfréttamaður BBC fer yfir hitamet helgarinnar.
Veðurfréttamaður BBC fer yfir hitamet helgarinnar.
Auglýsing

Á sumum svæðum í Frakk­landi og á Spáni hefur á síð­ustu dögum verið tíu gráðum heit­ara en með­al­hiti á þessum árs­tíma. Það er ekk­ert smá­ræði, segja sér­fræð­ing­ar, og að miklir þurrkar að auki á mörgum svæðum í Evr­ópu, hafi gert illt verra.

Hita­bylgjan for­dæma­lausa miðað við árs­tíma er ekki aðeins bundin við Evr­ópu heldur hefur um þriðj­ungur Banda­ríkj­anna þurft að fylgj­ast vand­lega með veð­ur­við­vör­unum vegna mik­ils hita síð­ustu daga. Þá hefur skæður hiti hangið yfir Ind­landi og Pakistan og fleiri land­svæðum jarð­ar.

„Við höfum sagt það áður og við segjum það aft­ur: Vegna lofts­lags­breyt­inga munu hita­bylgjur byrja fyrr, þær eru að verða algeng­ari og ákaf­ari vegna þess að magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­loft­inu hefur aldrei verið meira. Það sem við erum að sjá núna er hinn óheppi­legi for­smekkur að fram­tíð­inn­i.“

Þetta sagði Claire Nullis, tals­maður Alþjóða veð­ur­fræði­stof­unn­ar, um helg­ina. Orð hennar eru ekki sér­stak­lega upp­lífg­andi. Hlut­irnir virð­ast vera að ger­ast hraðar en almenn­ingur átti von á, þrátt fyrir var­úð­ar­orð sér­fræð­inga síð­ustu ár - um að einmitt svona muni áhrif lofts­lags­ham­far­anna birt­ast okk­ur.

Hita­stigið í Evr­ópu mun lækka í dag og næstu daga en veð­ur­fræð­ingar vara við því að sam­tímis sé von á mikil úrkomu sem gæti valdið óskunda.

Auglýsing

Hún er sögð hafa verið sér­lega skæð og for­dæma­laus, hita­bylgjan sem „bak­aði“ vest­ur­hluta Evr­ópu um helg­ina. Í Biar­ritz í Frakk­landi, þar sem sól­dýrk­endur koma saman í júní til að njóta veð­ur­blíð­unn­ar, fót hita­stigið upp í 42,9 gráður á laug­ar­dag. Svo hár var hit­inn um stærsta hluta lands­ins að franska veð­ur­stofan sendi út við­vörun og bað fólk að sýna aðgát. Langar biðraðir mynd­uð­ust við vatns­renni­brauta­garða. Ljónin í dýra­görð­unum fengju ísköggla með frosnu blóði til að kæla sig. Þótt ljón séu vissu­lega von hitum í sínu nátt­úru­lega umhverfi geta þau ekki leitað sama skjóls­ins fyrir þeim í dýra­görð­un­um.

Ýmsum við­burð­um, svo sem tón­leik­um, var frestað um helg­ina í Frakk­landi, á Spáni og í Portú­gal.

Hitinn var hæstur í gær, sunnudag, í Sviss. Fólk leitaði skiljanlega í skuggann til að verjast honum. Mynd: EPA

Yfir fjör­tíu gráður mæld­ust víða í land­inu og þótt hvass­viðri af Atl­ants­haf­inu sé yfir­leitt ekki fagnað á þessum árs­tíma var mörgum létt að heyra að slíkt væri á leið­inni.

„Þessi hita­bylgja er fyrr á ferð­inni en þekkst hefur frá upp­hafi mæl­inga,“ sagði Matthieu Sor­el, veð­ur­fræð­ingur hjá frönsku veð­ur­stof­unni. Hann sagði ljóst að hita­bylgjan mark­aði áhrif lofts­lags­breyt­inga.

Hit­inn var ekki aðeins óbæri­legur að margra mati, sér­stak­lega þeirra sem búa ekki við þann lúxus að kom­ast inn í loft­kæld hús, heldur mynd­að­ist mikið magn hinnar skað­legu loft­teg­undar ósóns er svifryk dans­aði í brenn­heitum sól­ar­geisl­un­um. Þetta varð til þess að dæmi eru um að fólk hafi fundið fyrir önd­un­ar­erf­ið­leik­um, hóstað og fundið brjóst­verk.

Vatns­skortur og kýr í vanda

Frétta­miðlar í Evr­ópu hafa einnig greint frá því að vatn hafi verið skammt­að, m.a. á Norð­ur­-Ítal­íu. Að afloknu þurru vori var snemm­bú­inni hita­bylgju ekki bæt­andi á vatns­bú­skap­inn.

Ítalskar kýr eru líkt og mann­fólkið ekki upp á sitt besta við þessar of heitu aðstæð­ur. Kúa­bændur segja nytin kúnna hafa minnkað um 10 pró­sent í hita­bylgj­unni. Kýr þurfa að drekka tugi lítra af vatni á dag til að mjólka vel sam­kvæmt nútíma mæli­kvörð­um. En vatnið er af skornum skammti.

Hið óvenju­lega veður varð til þess að skóg­ar­eldar kvikn­uðu á nokkrum stöðum á Spáni í lok síð­ustu viku og eyddu slökkvi­liðs­menn helg­inni í bar­áttu við þá. Á landa­mær­unum við Portú­gal voru þeir sér­lega miklir og rýma þurfti fjórtán bæi er eld­tungur nálg­uð­ust óðfluga. Um 20 þús­und hekt­arar lands urðu eld­unum að bráð.

Í Frakk­landi kvikn­aðu einnig gróð­ur­eld­ar, m.a. vegna eld­fimra her­æf­inga á her­stöð í suð­ur­hluta lands­ins. Um 200 hekt­arar lands brunnu áður en það tókst að slökkva í síð­ustu glæð­un­um.

Ferðamenn kæla sig í hitanum í gosbrunni í Berlín í Þýskalandi. Mynd: EPA

Franskir bændur fóru ekki var­hluta af hita­bylgj­unni. Þeir sem vanir eru að vinna úti allan dag­inn í júní sögð­ust aðeins hafa getað aðhafst utandyra snemma á morgn­anna og á kvöld­in. Miður dag­ur­inn var ein­fald­lega of heit­ur. Í gróð­ur­húsum þar sem tómatar og annað græn­meti er rækt­að, hækk­aði hit­inn skarpt, fór í 55 gráður á laug­ar­dag. Í slíkum hita er alls ekki óhætt að vinna.

Þótt Bret­landseyjar hafi ekki „bak­ast“ í hit­anum síð­ustu daga voru þar engu að síður met sleg­in. Föstu­dag­ur­inn var sá heit­asti frá upp­hafi mæl­inga, fór yfir 30 stig.

Sér­fræð­ingar frönsku veð­ur­stof­unnar segja að vegna lofts­lags­breyt­inga séu hita­bylgjur eins og þessar fimm til tíu sinnum lík­legri en fyrir einni öld síð­an. Þá er hit­inn í slíkum bylgjum að með­al­tali 1,8-4 gráðum meiri en áður.

Og hátt hita­stig er ekki eina hættan sem fylgir breyt­ingum á lofts­lagi af manna­völd­um. Flóð eru orðin tíð­ari og verða enn tíð­ari. Það sama má segja um öfga­fulla þurrka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent