Opinbert starfsfólk í Bretlandi gæti verið á leið í stærstu verkfallshrinu í áratugi

Stefnt gæti í stærstu verkfallshrinu sem bresk stjórnvöld hafa séð síðan á áttunda áratug síðustu aldar, en opinbert starfsfólk krefst launahækkana í takti við verðbólgu.

Verkföll starfsfólk breska járnbrautarkerfisins eru fyrirhuguð á þriðjudag, fimmtudag og laugardag.
Verkföll starfsfólk breska járnbrautarkerfisins eru fyrirhuguð á þriðjudag, fimmtudag og laugardag.
Auglýsing

Stefnt gæti í verk­falla­hrynu opin­berra starfs­manna í Bret­landi svip­aða þeirri sem varð á átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar, bregð­ist stjórn­völd ekki við. Starfs­fólk breska járn­braut­ar­kerf­is­ins er á leið í verk­fall sem mun lama helm­ing leið­ar­kerf­is­ins í strax í næstu viku og útlit er fyrir að verk­föll bæði kenn­ara og heil­brigð­is­starfs­fólks gætu fylgt í kjöl­far­ið.

Um er að ræða verk­föll vegna kröfu um launa­hækk­anir opin­berra starfs­manna í sam­ræmi við verð­bólgu, sem hefur farið upp úr öllu valdi í Bret­landi líkt og víða ann­ars staðar vegna inn­rásar Rúss­lands í Úkra­ínu. Verð­bólgan í Bret­landi mælist nú um 9,2%, en breski seðla­bank­inn hefur varað við því að hún gæti náð allt að 11% í haust.

Auglýsing

Verk­föll starfs­fólk breska járn­braut­ar­kerf­is­ins eru fyr­ir­huguð á þriðju­dag, fimmtu­dag og laug­ar­dag í vik­unni sem hefst á morg­un, en nú hafa stærstu kenn­ara­sam­tök Bret­lands til­kynnt að bjóð­ist kenn­urum ekki launa­hækkun í betra sam­ræmi við verð­bólg­una fyrir mið­viku­dag­inn muni félagið til­kynni mennta­mála­ráð­herra Bret­lands að boðað verði til atkvæða­greiðslu innan félags­ins um hugs­an­legar verk­falls­að­gerðir í haust.

Þá gætu fleiri stór­tíð­indi verið á leið­inni þegar starfs­fólki breska heil­brigð­is­kerf­is­ins NHS verða kynntar árlegar launa­hækk­anir í vik­unni, en útlit er fyrir að þær verði mun lægri en verð­bólg­an. Tals­menn stétt­ar­fé­lags heil­brigð­is­starfs­fólks segja tvennt í stöð­unni fyrir bresk stjórn­völd: að bjóða heil­brigð­is­starfs­fólki sann­gjarnar kjara­bætur í sam­ræmi við verð­bólg­una eða horfa upp á fjölda­upp­sagnir og hugs­an­legar verk­falls­að­gerðir innan heil­brigð­is­kerfis sem þegar sé þan­ið.

Talið er að bresk yfir­völd hygg­ist bjóða heil­brigð­is­starfs­fólki, kenn­urum og millj­ónum ann­arra opin­berra starfs­manna 3 til 4 pró­senta launa­hækk­an­ir, en betur má ef duga skal þegar verð­bólga í land­inu er yfir 9%, segja sér­fræð­ing­ar. Þá harðn­aði gagn­rýn­in, sem og lík­urnar á fjölda­verk­föll­um, tals­vert þegar seðla­bank­inn spáði fyrir um allt að 11% verð­bólgu á árinu.

Þús­undir komu saman í mið­borg London í gær til að krefj­ast aðgerða af hálfu stjórn­valda til að koma til móts við hækk­andi fram­færslu­kostn­að. Tveir við­mæl­endur The Guar­dian sögðu fjölda skóla­barna ekki fá nóg að borða heima hjá sér og að for­eldrar þyrftu að velja á milli þess að gefa börn­unum sínum að borða, ekki sjálfum sér, og að borga leigu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiErlent