Deila um hvort Kim Kardashian hafi skemmt kjól sem var í eigu Marilyn Monroe

Í vikunni voru birtar myndir sem sýna áttu slit á sögufrægum kjól sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala. Fyrirtækið sem lánaði kjólinn segir nýja kynslóð hafa kynnst arfleifð Marilyn Monroe í kjölfar lánsins og hafnar því að hann hafi skemmst.

Kim Kardashian og Pete Davidson á Met Gala í maí.
Kim Kardashian og Pete Davidson á Met Gala í maí.
Auglýsing

For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins Rip­ley’s Beli­eve It or Not! full­yrða að Kim Kar­dashian hafi ekki valdið tjóni á sögu­frægum kjól sem eitt sinn var í eigu Mari­lyn Mon­roe þegar Kar­dashian klædd­ist kjólnum á rauða dregli Met Gala í síð­asta mán­uði. Fyrr í vik­unni bár­ust af því fregnir að kjóll­inn hafi laskast á Met Gala, safn­ar­inn Scott Fortner birti myndir á Instagram reikn­ingi sínum The Mari­lyn Mon­roe Collect­ion sem sýndu að margir af gervi­demönt­unum sem prýða kjól­inn hefðu losnað af honum og að aug­ljós slit væru sýni­leg á bak­hluta hans. Fortner starfar við að stað­festa upp­runa muna sem tengdir eru Mon­roe en hann er jafn­framt eig­andi stærsta einka­safns muna og gripa sem tengj­ast Mon­roe. Hægt er að sjá Instagram færlsu Fortners neðst í frétt­inni.

Í yfir­lýs­ingu frá Rip­ley’s Beli­eve It or Not! hafnar fyr­ir­tækið því aftur á móti að kjóll­inn hafi orðið fyrir skemmdum á Met Gala. Hann sé í nákvæm­lega sama ásig­komu­lagi og hann var fyrir hátíð­ina. Kjóll­inn er sá dýr­asti sem seldur hefur verið á upp­boði en Rip­ley’s Beli­eve It or Not! keypti kjól­inn árið 2016 á upp­boði. Kaup­verðið nam 4,8 millj­ónum Banda­ríkja­dala sem á gengi dags­ins í dag sam­svarar 630 millj­ónum króna.

Eng­inn klæðst kjólnum í 60 ár

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um ráku safn­menn upp stór augu þegar þegar greint var frá því að Kim Kar­dashian hefði mætt á rauða dregil Met Gala í kjólnum sem um ræð­ir. Mari­lyn Mon­roe klædd­ist þessum sama kjól þegar hún söng afmæl­is­söng­inn fyrir John F. Kenn­edy, þáver­andi Banda­ríkja­for­seta, árið 1962. Að því er fram kemur í umfjöllun the Guar­dian hafði eng­inn klæðst kjólnum í þessi 60 ár sem liðin eru á milli afmæl­is­veislu for­set­ans og nýaf­stað­innar Met Gala hátíð­ar.

Auglýsing

Til marks um alvar­­leika máls­ins sendi Alþjóða­ráð safna (ICOM) frá sér yfir­­lýs­ingu þar sem imprað er á því að sög­u­frægum flíkum ætti eng­inn að klæðast, nokkurn tím­ann, hvort sem við­kom­andi er frægur eða ei.

Kar­dashian var einnig gagn­rýnd fyrir það hversu ákveðin hún var í ákvörðun sinni að klæð­ast kjólnum á rauða dregl­in­um. Nokkrum vikum fyrir Met Gala kom í ljós að kjóll­inn pass­aði ekki full­kom­lega. Vegna þess að ekki var hægt að gera á honum nokkrar breyt­ingar fór Kar­dashian á stífan meg­r­ún­ar­kúr. Fyrir það var hún harð­lega gagn­rýnd og sögð senda aðdá­endum sín­um, sem telja millj­ón­ir, vafasöm skila­boð.

Í mynd­band­inu hér fyrir neðan sést hvernig starfs­fólk Rip­ley’s Beli­eve It or Not! reynir að troða Kar­dashian í kjól­inn sem aug­ljós­lega passar ekki utan um bak­hluta Kar­dashi­an.

Ný kyn­slóð fengið að kynn­ast arf­leifð Mon­roe

Í yfir­lýs­ingu Rip­ley’s Beli­eve It or Not! segir að mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins sé bæði að skemmta og fræða gesti og að þær umræður sem sprottið hafa upp í kjöl­far kjóla­láns­ins séu nákvæm­lega til þess falln­ar. „Það skiptir ekki máli á hvoru megin þú stendur í rök­ræðum um lán­ið, sögu­legu gildi kjól­ins hefur ekki verið stofnað í hættu, heldur hefur það verið und­ir­strik­að. Nýr hópur ungs fólks hefur nú fengið að kynn­ast sögu og arf­leifð Mari­lyn Mon­roe,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Rip­ley’s Beli­eve It or Not! þáði ekki greiðslu fyrir lánið og Kar­dashian var ekki greitt fyrir það að klæð­ast kjóln­um. Engu að síður er ljóst að þessi upp­á­koma hefur vakið mjög mikla athygli og reynst Rip­ley’s Beli­eve It or Not! afar góð kynn­ing.

Safnið hefur sett upp sýn­ingu á munum sem tengj­ast Mari­lyn Mon­roe í úti­búi sínu í Hollywood. Áður­nefndur kjóll er í aðal­hlut­verki á sýn­ing­unni sem opn­aði í lok maí og stendur yfir allt fram til loka hausts­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiErlent