Deila um hvort Kim Kardashian hafi skemmt kjól sem var í eigu Marilyn Monroe

Í vikunni voru birtar myndir sem sýna áttu slit á sögufrægum kjól sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala. Fyrirtækið sem lánaði kjólinn segir nýja kynslóð hafa kynnst arfleifð Marilyn Monroe í kjölfar lánsins og hafnar því að hann hafi skemmst.

Kim Kardashian og Pete Davidson á Met Gala í maí.
Kim Kardashian og Pete Davidson á Met Gala í maí.
Auglýsing

For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins Rip­ley’s Beli­eve It or Not! full­yrða að Kim Kar­dashian hafi ekki valdið tjóni á sögu­frægum kjól sem eitt sinn var í eigu Mari­lyn Mon­roe þegar Kar­dashian klædd­ist kjólnum á rauða dregli Met Gala í síð­asta mán­uði. Fyrr í vik­unni bár­ust af því fregnir að kjóll­inn hafi laskast á Met Gala, safn­ar­inn Scott Fortner birti myndir á Instagram reikn­ingi sínum The Mari­lyn Mon­roe Collect­ion sem sýndu að margir af gervi­demönt­unum sem prýða kjól­inn hefðu losnað af honum og að aug­ljós slit væru sýni­leg á bak­hluta hans. Fortner starfar við að stað­festa upp­runa muna sem tengdir eru Mon­roe en hann er jafn­framt eig­andi stærsta einka­safns muna og gripa sem tengj­ast Mon­roe. Hægt er að sjá Instagram færlsu Fortners neðst í frétt­inni.

Í yfir­lýs­ingu frá Rip­ley’s Beli­eve It or Not! hafnar fyr­ir­tækið því aftur á móti að kjóll­inn hafi orðið fyrir skemmdum á Met Gala. Hann sé í nákvæm­lega sama ásig­komu­lagi og hann var fyrir hátíð­ina. Kjóll­inn er sá dýr­asti sem seldur hefur verið á upp­boði en Rip­ley’s Beli­eve It or Not! keypti kjól­inn árið 2016 á upp­boði. Kaup­verðið nam 4,8 millj­ónum Banda­ríkja­dala sem á gengi dags­ins í dag sam­svarar 630 millj­ónum króna.

Eng­inn klæðst kjólnum í 60 ár

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um ráku safn­menn upp stór augu þegar þegar greint var frá því að Kim Kar­dashian hefði mætt á rauða dregil Met Gala í kjólnum sem um ræð­ir. Mari­lyn Mon­roe klædd­ist þessum sama kjól þegar hún söng afmæl­is­söng­inn fyrir John F. Kenn­edy, þáver­andi Banda­ríkja­for­seta, árið 1962. Að því er fram kemur í umfjöllun the Guar­dian hafði eng­inn klæðst kjólnum í þessi 60 ár sem liðin eru á milli afmæl­is­veislu for­set­ans og nýaf­stað­innar Met Gala hátíð­ar.

Auglýsing

Til marks um alvar­­leika máls­ins sendi Alþjóða­ráð safna (ICOM) frá sér yfir­­lýs­ingu þar sem imprað er á því að sög­u­frægum flíkum ætti eng­inn að klæðast, nokkurn tím­ann, hvort sem við­kom­andi er frægur eða ei.

Kar­dashian var einnig gagn­rýnd fyrir það hversu ákveðin hún var í ákvörðun sinni að klæð­ast kjólnum á rauða dregl­in­um. Nokkrum vikum fyrir Met Gala kom í ljós að kjóll­inn pass­aði ekki full­kom­lega. Vegna þess að ekki var hægt að gera á honum nokkrar breyt­ingar fór Kar­dashian á stífan meg­r­ún­ar­kúr. Fyrir það var hún harð­lega gagn­rýnd og sögð senda aðdá­endum sín­um, sem telja millj­ón­ir, vafasöm skila­boð.

Í mynd­band­inu hér fyrir neðan sést hvernig starfs­fólk Rip­ley’s Beli­eve It or Not! reynir að troða Kar­dashian í kjól­inn sem aug­ljós­lega passar ekki utan um bak­hluta Kar­dashi­an.

Ný kyn­slóð fengið að kynn­ast arf­leifð Mon­roe

Í yfir­lýs­ingu Rip­ley’s Beli­eve It or Not! segir að mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins sé bæði að skemmta og fræða gesti og að þær umræður sem sprottið hafa upp í kjöl­far kjóla­láns­ins séu nákvæm­lega til þess falln­ar. „Það skiptir ekki máli á hvoru megin þú stendur í rök­ræðum um lán­ið, sögu­legu gildi kjól­ins hefur ekki verið stofnað í hættu, heldur hefur það verið und­ir­strik­að. Nýr hópur ungs fólks hefur nú fengið að kynn­ast sögu og arf­leifð Mari­lyn Mon­roe,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Rip­ley’s Beli­eve It or Not! þáði ekki greiðslu fyrir lánið og Kar­dashian var ekki greitt fyrir það að klæð­ast kjóln­um. Engu að síður er ljóst að þessi upp­á­koma hefur vakið mjög mikla athygli og reynst Rip­ley’s Beli­eve It or Not! afar góð kynn­ing.

Safnið hefur sett upp sýn­ingu á munum sem tengj­ast Mari­lyn Mon­roe í úti­búi sínu í Hollywood. Áður­nefndur kjóll er í aðal­hlut­verki á sýn­ing­unni sem opn­aði í lok maí og stendur yfir allt fram til loka hausts­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent