Færslur eftir höfund:

Grétar Þór Sigurðsson

Jón Steindór Valdimarsson, sitjandi varaþingmaður Viðreisnar, er flutningsmaður skýrslubeiðninnarsem nú hefur verið send Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra.
Vilja kanna hvort breyting á nauðgunarákvæði hafi aukið traust í garð réttarvörslukerfisins
Árið 2018 var nauðgunarákvæði almennra hegningarlaga breytt þannig að samþykki var gert að skilyrði fyrir samræði. 17 þingmenn úr fimm flokkum hafa nú óskað eftir skýrslu frá dómsmálaráðherra um áhrif lagabreytingarinnar.
22. október 2022
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sitjandi varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
„Hugsum okkur um áður en við notum bílinn sem úlpu“
Þingmenn úr röðum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar gerðu almenningssamgöngur að umtalsefni sínu á þingi í dag. Þau sögðu skerðingu á þjónustu strætó vekja upp spurningar og að arðbærni almenningssamgangna væri öllum ljós.
19. október 2022
Fáni Alþýðusambands Íslands í kröfugöngu á verkalýðsdaginn. Sambandið hefur ýmislegt út á fjárlagafrumvarp næsta árs að setja.
Stjórnvöld „skili auðu í að bæta afkomu heimila í aðdraganda kjarasamninga“
Í umsögn ASÍ við fjárlagafrumvarpið segir að þar sé ekki að finna nauðsynlegar umbætur í velferðar eða húsnæðismálum og að þær leiðir sem ætlaðar eru til tekjuöflunar ríkissjóðs auki byrðar launafólks. ASÍ horfir til komugjalds og hækkun auðlindagjalda.
19. október 2022
Nýtt verk Töfrateymisins í grennd Lækjarskóla í Hafnarfirði. Hænurnar hafa töluverðar áhyggjur af framtíð sinni að sögn listamannanna.
Hænur í stað óleyfilegs kosningaáróðurs
„Þetta er framhald verks sem var þar áður,“ segja listamennirnir um tvær stórar hænur sem halda uppi merkjum nýrrar stjórnarskrár við undirgöng í nágrenni Lækjarskóla í Hafnarfirði. Málað var yfir veggverk á sama stað í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.
19. október 2022
Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Hildur skilaði uppgjöri vegna prófkjörs í gær
Prófkjörsbarátta Ragnhildar Öldu Vilhjálmsdóttur sem einnig sóttist eftir oddvitasæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins kostaði 8,4 milljónir. Frambjóðendur hafa þrjá mánuði frá prófkjöri til að skila upplýsingum um kostnað framboða til Ríkisendurskoðunar.
11. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
8. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
6. ágúst 2022
Hommar hafa lægri tekjur en gagnkynhneigðir þrátt fyrir meiri menntun
Samkvæmt nýrri rannsókn BHM, Samtakanna 78 og Hagfræðistofnunar telur meirihluti hinsegin fólks halla á kjör og réttindi þess á vinnumarkaði. Hommar eru tekjulægri en gagnkynhneigðir karlar en lesbíur eru tekjuhærri en gagnkynhneigðar konur.
5. ágúst 2022
Xi Jinping, forseti Kína, og Tsai Ing-wen, forseti Taívan.
Kínverjar æfa eldflaugaskot á meðan Taívanar búa sig undir að verjast
Umfangsmesta heræfing Kínverja fer nú fram umhverfis Taívan. Stjórnmálamenn víða að kalla eftir því að allt fari friðsamlega fram en flugskeytum hefur verið skotið á loft á æfingunni. Taívanar ætla ekki að hrinda af stað átökum en eru við öllu búnir.
4. ágúst 2022
Fyrr á þessu ári mótmælti fólk ákvörðun hæstaréttar Bandaríkjanna um að snúa við dómi í máli Roe gegn Wade.
Banni við þungunarrofi hafnað í hinu íhaldssama Kansas-ríki
Hátt í 60 prósent kjósenda í Kansas voru andvíg því að fella niður rétt til þungunarrofs. Ríki allt í kringum Kansas hafa saumað að réttinum til þungunarrofs eða jafnvel bannað með öllu og er ríkið orðið eins konar athvarf kvenna sem vilja rjúfa þungun.
3. ágúst 2022
Segja frumvarp sem heimilar farveitur „gera út af við“ leigubifreiðaakstur hérlendis
Leigubifreiðastjórar segja drög að nýju frumvarpi til laga um leigubifreiðaakstur vera „feigðarflan“. Tvö fagfélög leigubílstjóra leggjast alfarið gegn frumvarpinu sem þau segja sniðið eftir tillögum Viðskiptaráðs og Samkeppniseftirlitsins.
2. ágúst 2022
Kolbrún Baldursdóttir segir íbúa í grennd við Hlemm hafa áhyggjur af því að komast ekki að húsum sínum á bíl eftir að Hlemmtorg verður að veruleika.
Saknar samráðs við íbúa og spyr hvað verði um bílastæðin á Hlemmtorgi
Borgarfulltrúi Flokks fólksins segir lipurð og sveigjanleika skorta hjá meirihlutanum í skipulagsmálum. Að hennar sögn hafa íbúar í grennd við Hlemm áhyggjur af því að komast ekki að húsum sínum á bíl, til dæmis til að afferma vörur.
1. ágúst 2022
Carbfix fangar kolefni úr jarðgufu við Hellisheiðarvirkjun.
Hagfræðistofnun segir kolefnisföngun ábatasamari en stjórnvöld geri ráð fyrir
Reiknað er með að hægt verði að fanga 150 þúsund tonn af kolefni sem losnar frá jarðvarmavirkjunum árið 2030. Hagfræðistofnun gerir ráð fyrir að föngun á árunum 2021 til 2030 verði 950 þúsund tonn og að þjóðhagslegur ávinningur föngunar sé 6 milljarðar.
1. ágúst 2022
Kaffibarþjónn leggur lokahönd á einn rjúkandi heitan cappucino.
Bandarísk kaffihús hafa ekki náð sér af COVID-19 sökum aukinnar heimavinnu
Í kórónuveirufaraldrinum þurftu margir að segja skilið við skrifstofuna og sinna vinnunni heiman frá sér. Bandaríkjamenn vinna enn talsvert heima hjá sér og kaffihús þar vestanhafs hafa þurft að súpa seyðið af þeirri þróun.
29. júlí 2022
Ferðamenn skoða sig um á Hellnum á Snæfellsnes
Erlendar gistinætur orðnar fleiri en fyrir faraldur
Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum í júní voru 12 prósent fleiri en í sama mánuði árið 2019. Fjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll hefur ekki náð sömu hæðum en dvalartími ferðamanna hefur lengst frá því fyrir kórónuveirufaraldur.
29. júlí 2022
Þóroddur Bjarnason telur rétt að staldra við fyrirætlanir um að fjármagna uppbyggingu samgönguinnviða með gjaldtöku í jarðgöngum.
Gjaldtaka í jarðgöngum yrði „talsverð byrði“ fyrir íbúa smárra sveitarfélaga
Prófessor í félagsfræði spyr hvers vegna íbúar á landsvæðum þar sem jarðgöng eru brýn nauðsyn ættu að greiða fyrir samgöngubætur annars staðar á landinu, umfram þá vegfarendur sem fara um önnur kostnaðarsöm mannvirki á borð við brýr eða mislæg gatnamót.
29. júlí 2022
Í upphafi árs breytti olíurisinn Royal Dutch Shell um nafn og flutti höfuðstöðvar sínar frá Den Haag til London. Í dag heitir fyrirtækið einfaldlega Shell.
Methagnaður hjá Shell í miðri orkukrísu
Mögur ár kórónuveirufaraldursins eru að baki fyrir olíuframleiðendur. Stjórnvöld hafa gagnrýnt olíu- og orkufyrirtæki fyrir að maka krókinn á sama tíma og almenningur þarf að greiða hátt verð fyrir orku til húshitunar og fyrir eldsneyti á bílinn.
28. júlí 2022
Þolmarkadagur jarðarinnar er í dag, tveimur dögum fyrr en í fyrra
Til að standa undir auðlindanotkun jarðarbúa þyrfti 1,75 jörð samkvæmt útreikningum samtakanna Global Footprint Network. Margar leiðir eru færar til þess að minnka auðlindanotkun og seinka þannig deginum.
28. júlí 2022
Um hálf milljón Bandaríkjamanna hafa látist í ópíóðafaraldrinum á síðastliðnum tveimur áratugum.
Teva greiðir á sjötta hundrað milljarða í sátt vegna máls sem tengist Actavis
Lyfjafyrirtækið Teva hefur nú náð samkomulagi í fjölda dómsmála sem höfðuð hafa verið gegn því í kjölfar ópíóðafaraldursins í Bandaríkjunum. Fyrirtækið keypti Actavis árið 2016 en Actavis hefur verið stór framleiðandi ópíóðalyfja fyrir Bandarískan markað.
27. júlí 2022
Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands.
Óráðlegt að gera ráð fyrir óbreyttum stuðningi hins opinbera við rafbílakaup
Formaður rafbílasambandsins segir eðlilegt að afsláttur af opinberum gjöldum verði lækkaður þegar bílarnir verða ódýrari og að fundin verði sanngjörn lausn á gjaldheimtu fyrir akstur. Hann gefur lítið fyrir ábatamat Hagfræðistofnunar á stuðningi við kaup.
26. júlí 2022
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, listafólkið Ólafur Ólafsson og Libia Castro og Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.
„Forkastanlegt að aðili með svona viðhorf gegni þessari stöðu“
Listafólkið Libia Castro og Ólafur Ólafsson hafa bent ríkissaksóknara á fordómafull ummæli vararíkissaksóknara í garð listafólks í kjölfar þess að saksóknari hóf skoðun á öðrum ummælum vararíkissaksóknarans sem snúa að samkynhneigðum hælisleitendum.
25. júlí 2022
Nýr Herjólfur er tvinnskip og gengur að hluta til fyrir olíu en að mestu fyrir rafmagni. Hann brennir um 2.500 lítra af olíu á viku en til samanburðar brenndi gamli Herjólfur 55 þúsund lítra af olíu á viku.
Milljarðaábati af rafvæðingu Herjólfs og Sævars
Að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er það þjóðhagslega hagkvæmt að rafvæða þær ferjur sem eru hluti af þjóðvegakerfinu. Rafvæðing Herjólfs og Hríseyjarferjunnar Sævars mun minnka losun koltvísýrings um 175 þúsund tonn á árunum 2020 til 2049.
25. júlí 2022
Heiðar Guðjónsson tók við sem forstjóri Sýnar árið 2019 en hann hafði þá verið stjórnarformaður félagsins frá árinu 2014.
Heiðar Guðjónsson selur hlut sinn í Sýn og kveður sem forstjóri
Heiðar átti alls 12,72 prósenta hlut í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu Sýn fyrir viðskiptin. Þann hlut hefur hann selt fyrir 2,2 milljarða.
25. júlí 2022
Hátt í 700 þúsund farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðasta mánuði.
Uppsveiflan í ferðaþjónustu hafin á ný
Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvellil var 90 prósent af fjöldanum í sama mánuði árið 2019 og heildarfjöldi farþega er talsvert meiri en spár Isavia gerðu ráð fyrir. Erlend kortavelta hefur aldrei mælst jafn mikil í mánuðinum.
25. júlí 2022
Quadball iðkendur með kústsköft á milli lappanna. Gjarðirnar í forgrunni er mörkin, hægt er að vinna sér inn stig með því að koma tromlunni inn fyrir mark andstæðingsins.
Quidditch spilarar breyta nafni íþróttarinnar til að fjarlægja sig J.K. Rowling
Tvær ástæður eru fyrir því að íþróttasambandið Major League Quidditch hyggst breyta nafni íþróttarinnar í Quadball. Önnur er sú að Warner Bros á vörumerkið Quidditch en hin ástæðan eru transfóbísk ummæli höfundar bókanna um galdrastrákinn Harry Potter.
24. júlí 2022