Erlendar gistinætur orðnar fleiri en fyrir faraldur

Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum í júní voru 12 prósent fleiri en í sama mánuði árið 2019. Fjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll hefur ekki náð sömu hæðum en dvalartími ferðamanna hefur lengst frá því fyrir kórónuveirufaraldur.

Ferðamenn skoða sig um á Hellnum á Snæfellsnes
Ferðamenn skoða sig um á Hellnum á Snæfellsnes
Auglýsing

Gistinætur á hót­elum voru rúm­lega 496 þús­und í júní síð­ast­liðnum sam­an­borið við 190 þús­und í fyrra. Gistinætur erlendra ferða­manna á hót­elum nærri fjór­föld­uð­ust á milli ára og voru tæp­lega 405 þús­und sam­an­borið við tæp­lega 107 þús­und í fyrra. Hag­stofa Íslands birti tölu­legar upp­lýs­ingar um fjölda gistin­átta í morgun á vef sín­um.

Sé horft lengra aftur sést að fjöldi gistin­átta erlendra ferða­manna er nú orð­inn meiri en var fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur. Í júní árið 2019 var skráður fjöldi erlendra gistin­átta tæp­lega 362 þús­und. Skráðar gistinætur erlendra ferða­manna voru því tæp­lega 12 pró­sent fleiri í júní síð­ast­liðnum heldur en í júní árið 2019.

Fram­boð og nýt­ing auk­ist

Frá því í júní árið 2019 hefur fram­boð hót­el­her­bergja aukist, fjöld­inn farið úr 10.438 í 11.498. Til sam­an­burðar var fram­boðið 8.889 í júní í fyrra. Nýt­ingin í júní síð­ast­liðnum var einnig betri heldur en fyrir far­ald­ur, 78,8 pró­sent sam­an­borið við 72,1 pró­sent í júní árið 2019. Í júní í fyrra var nýt­ingin ekki nema 40 pró­sent.

Auglýsing

Heild­ar­fjöldi gistin­átta á skráðum gisti­stöðum í júní var rúm­lega 1,1 millj­ón, sam­an­borið við 486 þús­und í sama mán­uði í fyrra. Til skráðra gisti­staða telj­ast meðal ann­ars hót­el, gisti­heim­ili, íbúða­gist­ing á borð við íbúðir sem leigðar eru út í gegnum Air­bnb, orlofs­hús og tjald­svæði.

Heild­ar­fjöldi gistin­átta erlendra ferða­manna á skráðum gisti­stöðum var rúm­lega 896 þús­und í júní sem er tæp­lega fjór­földun milli ára en heild­ar­fjöldi gistin­átta erlendra ferða­manna í júní í fyrra nam 243 þús­und­um. Í júní árið 2019 var fjöldi erlendra gistin­átta á skráðum gisti­stöðum tæp­lega 794 þús­und. Fjöldi erlendra gistin­átta í heild var því tæp­lega 13 pró­sent meiri í júní í ár heldur en í júní árið 2019.

Dvölin lengri en fyrir far­aldur

Þessar tölur eru í sam­ræmi við aðrar tölur sem geta gefið vís­bend­ingu um stöðu mála í ferða­þjón­ustu. Til að mynda hefur erlend korta­velta í júní aldrei verið eins mikil og í síð­asta mán­uði þegar hún nam 28,3 millj­örðum króna. Í Hag­sjá Lands­bank­ans sem birt var um miðjan þennan mánuð kemur fram að í mán­uð­inum hafi rúm­lega 176 þús­und erlendir ferða­menn farið í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl í júní. „Það er um 90% af komum erlendra ferða­manna miðað við júní­mánuð 2019 en um 75% af því sem sást þegar mest lét árið 2018.“

Þessi aukn­ing í fjölda gistin­átta helst greini­lega ekki alveg í hendur við þróun í fjölda flug­far­þega. Skýr­ingin á því er að öllum lík­indum að finna í því að ferða­menn dvelja að jafn­aði lengur á land­inu í ár heldur en fyrir far­aldur, sam­kvæmt tölum Ferða­mála­stofu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent