Methagnaður hjá Shell í miðri orkukrísu

Mögur ár kórónuveirufaraldursins eru að baki fyrir olíuframleiðendur. Stjórnvöld hafa gagnrýnt olíu- og orkufyrirtæki fyrir að maka krókinn á sama tíma og almenningur þarf að greiða hátt verð fyrir orku til húshitunar og fyrir eldsneyti á bílinn.

Í upphafi árs breytti olíurisinn Royal Dutch Shell um nafn og flutti höfuðstöðvar sínar frá Den Haag til London. Í dag heitir fyrirtækið einfaldlega Shell.
Í upphafi árs breytti olíurisinn Royal Dutch Shell um nafn og flutti höfuðstöðvar sínar frá Den Haag til London. Í dag heitir fyrirtækið einfaldlega Shell.
Auglýsing

Olíu­ris­inn Shell skil­aði met­hagn­aði annan árs­fjórð­ung­inn í röð. Í nýju upp­gjöri félags­ins fyrir annan árs­fjórð­ung kemur fram að hagn­aður félags­ins á fjórð­ungnum hafi numið 16,7 millj­örðum Banda­ríkja­dala sem sam­svarar tæp­lega 2.300 millj­örðum króna. Sterk afkoma félags­ins á fjórð­ungnum er ekki síst til­komin vegna hækk­andi orku­verðs sem og þeim efna­hags­bata sem orðið hefur á heims­vísu eftir að áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins fóru dvín­andi. Til sam­an­burðar nam hagn­aður félags­ins á sama árs­fjórð­ungi í fyrra 2,7 millj­örðum dala, um 370 millj­örðum króna á gengi dags­ins í dag.

Að því er fram kemur í umfjöllun Wall Street Journal er sterk afkoma Shell á fjórð­ungnum en eitt merki þess að hagur stærstu olíu­fyr­ir­tækja heims fari nú batn­andi eftir mögur COVID-ár. Í far­aldr­inum hrundi eft­ir­spurn eftir olíu vegna minni ferða­laga fólks og olíu­verð lækk­aði sömu­leið­is.

Tals­vert flökt á olíu­verði innan árs­ins

Nú er öldin aftur á móti önn­ur. Olíu­fé­lögin hafa hagn­ast vel á auknum slag­krafti í heims­bú­skapnum og tíð­ari ferða­lög­um. Frá upp­hafi árs hefur heims­mark­aðs­verð olíu þar að auki hækkað umtals­vert. Við upp­haf árs stóð verðið á tunnu af Brent Norð­ursjáv­ar­olíu í 80 dölum en nú er verðið rétt rúm­lega 100 dal­ir. Þar með er ekki öll sagan sögð, verðið reis hratt í kjöl­far inn­rásar Rússa í Úkra­ínu og fór hæst í tæp­lega 130 dali. Frá upp­hafi júní hefur heims­mark­aðs­verðið lækkað nokkuð snarpt.

Auglýsing

Inn­rás Rússa í Úkra­ínu fyrr á þessu ári hefur haft marg­þætt áhrif á orku- og olíu­fyr­ir­tæki. Shell, líkt og aðrir stórir olíu­fram­leið­endur á borð við BP og Exxon Mobil ákváðu að hætta fram­leiðslu á elds­neyti í Rúss­landi eftir inn­rás­ina. Auk minni fram­leiðslu hafði það kostnað í för með sér en hækk­andi orku­verð hefur dempað áhrifin all­veru­lega.

Fram­legðin þre­fald­ast

Engu að síður hafa þessi fyr­ir­tæki sætt gagn­rýni frá stjórn­völdum beggja vegna Atl­ants­hafs­ins vegna þess að þau maka krók­inn á sama tíma og almenn­ingur þarf að greiða fyrir bæði orku til hús­hit­unar og fyrir elds­neyti á bíl­inn mun hærra verði. Rússar hafa til að mynda dregið all­veru­lega úr afhend­ingu á gasi til Evr­ópu sem hefur leitt til hærra orku­verðs en stjórn­völd hafa einnig áhyggjur af orku­skorti vegna þessa.

Fram­leiðsla Shell á jarð­gasi dróst saman um fjögur pró­sent á fjórð­ungnum og er sam­drátt­ur­inn að mestu til­kom­inn vegna þess að fyr­ir­tækið hætti fram­leiðslu í Rúss­landi. Á hinn bóg­inn jókst heild­ar­fram­leiðsla Shell á olíu og gasi um fimm pró­sent frá fyrri árs­fjórð­ungi. Þá þre­fald­að­ist fram­legð í olíu­vinnslu félags­ins á fjórð­ungn­um, að því er fram kemur á vef Wall Street Journal, og nemur nú um 28 dölum á hverja olíu­tunnu eða rúmum 3.800 krón­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent