Saknar samráðs við íbúa og spyr hvað verði um bílastæðin á Hlemmtorgi

Borgarfulltrúi Flokks fólksins segir lipurð og sveigjanleika skorta hjá meirihlutanum í skipulagsmálum. Að hennar sögn hafa íbúar í grennd við Hlemm áhyggjur af því að komast ekki að húsum sínum á bíl, til dæmis til að afferma vörur.

Kolbrún Baldursdóttir segir íbúa í grennd við Hlemm hafa áhyggjur af því að komast ekki að húsum sínum á bíl eftir að Hlemmtorg verður að veruleika.
Kolbrún Baldursdóttir segir íbúa í grennd við Hlemm hafa áhyggjur af því að komast ekki að húsum sínum á bíl eftir að Hlemmtorg verður að veruleika.
Auglýsing

Íbúar sem búa í grennd við Hlemm­torg hafa áhyggjur af því að hafa ekki mögu­leika á því að leggja bíl við hús sín, ti dæmis til þess að afferma vör­ur. Þetta segir Kol­brún Bald­urs­dóttir í sam­tali við Kjarn­ann um fram­tíð­ar­skipu­lag svæð­is­ins umhverfis Hlemm. „Þarna býr fólk sem ég hef verið að heyra dálítið í sem hefur áhyggjur af því þegar verið er að koma með vör­ur, þegar það er að koma úr verslun og er kannski með lítil börn. Fólk hefur verið að spyrja mig: „Er búið að ræða við íbúa til dæmis á Rauð­ar­ár­stíg?“,“ segir Kol­brún.

Hún saknar þess að sam­ráð hafi verið haft við íbúa. „Það þarf að tala við íbú­ana. Hugn­ast þeim þessi breyt­ing? Sjá þeir fyrir sér ein­hver vanda­mál við þetta? Ég veit alveg hvernig það er að koma heim með fjóra poka úr Bón­us. Þú hefur ekki leyfi til þess að fara og stoppa fyrir framan dyrnar þínar og þú ert kannski með lítil börn á hand­leggn­um. Það eru þessir hlutir sem er kannski ekki alveg búið að hugs­a.“

„Ég vil samt segja að mér finnst myndir af þessu mjög flott­ar. Ég sé alveg fyrir mér að þetta geti orðið ótrú­lega kósý og skemmti­legt torg,“ bætir Kol­brún við.

Auglýsing

Fram­kvæmdir hafnar á Rauð­ar­ár­stíg

Nýlega hófust fram­kvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemm­torgi og nú þegar hefur Rauð­ar­ár­stíg milli Lauga­vegar og Brí­et­ar­túns verið lok­að. Á vef Reykja­vík­ur­borgar má sjá hvernig útlit þessa veg­ar­spotta mun líta út að fram­kvæmdum lokn­um. Gert er ráð fyrir að akst­urs­rýmið verði hellu­lagt og að Rauð­ar­ár­stígur verði lok­aður til suð­urs við gömlu Gas­stöð­ina en þar verður snún­ings­hringur fyrir fólks­bíla. Næst Brí­et­ar­túni verða fjögur stæði fyrir raf­bíla, fyrir miðju austan megin verða skamm­tíma bíla­stæði en vestan megin verða sleppi­stæði fyrir leigu­bíla. Þá verða tvö stæði fyrir hreyfi­haml­aða við snún­ings­hring­inn, nær Hlemmi.

Líkt og áður segir er búið að loka fyrir bíla­um­ferð en á vef borg­ar­innar segir að aðgengi að göngu­leiðum verði gott að aðgengi að gang­stétt haldi sér „mest allan tím­ann“.

Fólk kvartað yfir sér­m­kerktum stæðum í hlið­ar­götum Lauga­vegar

Þrátt fyrir að finn­ast fyr­ir­hugað torg flott veltir Kol­brún engu að síður fyrir sér til­gangi þess. „Fyrir hverja er þetta? Kannski aðal­lega túrista?“ spyr hún. „Nú er fólk að segja mér sem býr í efri hverfum að það kemur ekki lengur þarna niður á þetta svæði, nema kannski á hátíð­is­dög­um.“

Þegar Kol­brún er spurð hvers vegna svo sé nefnir hún að aðgengi geti átt þar hlut að máli, fólk sé mistil­búið til þess að labba. „Ég hef mikið verið að fylgja þessum málum eftir hvað varðar aðgengi og sér­stak­lega hvað varðar þá sem eru fatl­aðir eða með skerta hreyfi­færni. Þau finna rosa­lega mikið fyrir því núna að geta ekki lagt sínum stæð­is­bíl­um, sínum P-merktu bíl­um, nálægt versl­unum og þjón­ustu eins og var hægt að gera. Ef við horfum til dæmis á Lauga­veg­inn, þá er ekki hægt að leggja bíl þar. Sér­merktu stæðin eru í hlið­ar­götum og fólk hefur verið að kvarta yfir því. Hvernig á það að kom­ast að, kannski inn í verslun eða á veit­inga­stað inn á sjálfum Lauga­veg­in­um“ segir Kol­brún. „Þetta er eitt af því sem fólk hefur verið að láta mig vita af að það sé ósátt við.“

Einnig þurfi fút­a­fúnir að leggja leið sína upp fyrir eða niður fyrir göngu­göt­una Á Lauga­vegi til þess að kom­ast í leigu­bíl.

Spyr hvað verði um bíla­stæðin

Breyt­ing­arnar við Hlemm ein­skorð­ast ekki bara við Rauð­ar­ár­stíg milli Lauga­vegar og Brí­et­ar­túns. Umferð einka­bíla verður til að mynda engin um Lauga­veg milli Snorra­brautar og Katrín­ar­túns. Ein­ungis stræt­is­vagnar munu aka niður Lauga­veg frá Katrín­ar­túni og um Hverf­is­götu niður á Snorra­braut. Þá verður Rauð­ar­ár­stíg einnig lokað sunnan við Hlemm að Stór­holti.

Við þessar breyt­ingar verður bílaplan sem stendur við hús­næði gamla Bún­að­ar­bank­ans, þar sem nú er Center Hot­el, hluti af nýju Hlemm­torgi. Kol­brún veltir því fyrir sér hvað bíl­eig­endur muni gera í kjöl­farið „Þau fara öll, þessi bíla­stæði. Þú þarft að fara með bíl­inn annað ef þú býrð þarna. Ég veit ekki hvar fólk á Rauð­ar­ár­stíg á að geyma bíl­ana, það þarf að fara inn í önnur hverfi. Fólk er farið að kvarta yfir því að það sé farið að þurfa að leggja út fyrir hverfi sitt.“

Að sögn Kol­brúnar ríkir ákveð­inn skortur á sam­ráði við íbúa í skipu­lags­málum og hún efast um að íbúar svæð­is­ins séu sáttir við þetta. „Það vantar sveigj­an­leik­ann. Það vantar lip­urð í kerfið hjá meiri­hlut­anum í skipu­lag­inu. Það vantar þessa lip­urð og skiln­ing á mis­mun­andi þörfum fólks,“ segir Kol­brún Bald­urs­dóttir borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent