AGS spáir því að enn hægist á vexti heimsframleiðslunnar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur uppfært spár sínar um þróun mála í hagkerfum heimsins. Myndin hefur dökknað frá því í apríl og segir sjóðurinn að seðlabankar verði að halda áfram að reyna að koma böndum á verðbólgu.

Óvissuþættirnir í spá AGS eru allnokkrir, en flestir sagðir í þá áttina að staðan verði enn verri í efnahagsmálum heimsins, ef þeir raungerist.
Óvissuþættirnir í spá AGS eru allnokkrir, en flestir sagðir í þá áttina að staðan verði enn verri í efnahagsmálum heimsins, ef þeir raungerist.
Auglýsing

Hag­vöxtur á heims­vísu verður um 3,2 pró­sent á þessu ári, sam­kvæmtupp­færðri spá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS), eða 0,4 pró­sentu­stigum lægri en áætlað var í spá sjóðs­ins í apr­íl.

Á næsta ári er nú útlit fyrir 2,9 pró­senta aukn­ingu á heims­fram­leiðsl­unni, sam­kvæmt spá sjóðs­ins, en fyrri spá frá því í apríl gerði ráð fyrir því að hag­vöxtur á heims­vísu yrði næstum pró­sentu­stigi meiri, eða 3,8 pró­sent árið 2023.

Nú er staðan að mati sjóðs­ins tölu­vert dekkri en hún var í apr­íl. Sam­kvæmt því sem segir í umfjöllun á vef AGS í dag hefur verð­bólga umfram fyrri spár, sér í lagi í Banda­ríkj­unum og stærstu hag­kerfum Evr­ópu, leitt til þess að það þreng­ist um í efna­hags­málum heims­ins. Einnig hefur Kína ekki náð að rífa sig upp úr kór­ónu­veiru­far­aldr­inum með til­heyr­andi trufl­unum á atvinnu­starf­semi og stríðs­á­tökin í Úkra­ínu hafa einnig sitt að segja.

Auglýsing

Stærstu hag­kerfi heims í hæga­gangi

Í umfjöllun AGS segir að draga muni úr vexti í öllum þremur stærstu hag­kerfum heims, Banda­ríkj­un­um, Kína og á evru­svæð­inu frá fyrri spám.

Býst AGS nú við því að hag­vöxtur árs­ins 2023 í Banda­ríkj­unum nemi ein­ungis einu pró­senti á næsta ári, í ljósi þverr­andi kaup­máttar banda­rískra heim­ila og hertri pen­inga­mála­stefnu banda­ríska seðla­bank­ans.

Þá muni hag­vöxtur í Kína fara niður í 3,3 pró­sent á þessu ári, ekki síst vegna fast­eigna­krísu sem þar geis­ar. Á evru­svæð­inu er svo búist við 1,2 pró­senta hag­vexti á næsta ári, vegna áhrifa stríðs­ins í Úkra­ínu og hertrar pen­inga­stefnu.

Þrátt fyrir að víða hafi verið hert á taum­haldi pen­inga­stefn­unnar með vaxta­hækk­unum seðla­banka hefur AGS hækkað verð­bólgu­spá sína frá því í apríl og býst nú við að verð­bólgan verði bæði meiri og lang­vinn­ari en fyrri spá gerði ráð fyr­ir.

Staðan gæti orðið enn verri

Óvissu­þætt­irnir í spá AGS eru svo flestir sagðir í þá átt­ina að staðan verði enn verri í efna­hags­málum heims­ins, ef þeir raun­ger­ist.

Í svart­sýnni en þó mögu­legri sviðs­mynd, þar sem til dæmis Rússar myndu hætta alfarið að selja gas til Evr­ópu, gæti verð­bólga risið enn frekar og vöxtur heims­fram­leiðsl­unnar dreg­ist niður í 2,6 pró­sent á þessu ári og niður í 2 pró­sent á næsta ári - sem ein­ungis hefur gerst fimm sinnum síðan árið 1970.

Seðla­bankar ættu að halda áfram að reyna að temja verð­bólg­una

AGS segir að sú sam­henta herð­ing pen­inga­stefnu ýmissa ríkja sem sést hefur að und­an­förnu eigi sé for­dæma­laus í sög­unni og að sjóð­ur­inn búist við að aðgerð­irnar bíti, með minnk­andi hag­vexti og hjaðn­andi verð­bólgu.

Í umfjöllun AGS segir að hert pen­inga­stefna muni óhjá­kvæmi­lega hafa efna­hags­legan kostnað í för með sér, en ráð­leggur þó Seðla­bönkum sem eru byrj­aðir að þrengja aðgang að fjár­magni til þess að halda áfram á sömu braut þar til bönd hafa náðst á verð­bólg­una.

Sjóð­ur­inn segir að rík­is­stjórnir geti með ein­beittum stuðn­ingi hjálpað við­kvæmum hópum að takast á við þær efna­hags­legu þreng­ingar sem eru hafn­ar, en ráð­leggur þeim þó, í ljósi þeirra miklu rík­is­út­gjalda sem veiru­far­ald­ur­inn hefur kallað á und­an­farin tvö ár, að mæta þeim útgjöldum með hærri sköttum eða lægri útgjöldum hins opin­bera.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent