Telja að Alliance-húsið og byggingarréttur séu öllu meira en 650 milljóna virði

Við Grandagarð 2 stendur Alliance-húsið, sem Reykjavíkurborg keypti fyrir 10 árum og gerði upp að utan. Frá 2018 hafa verið gerðar tvær tilraunir til að selja það, en það hefur ekki enn gengið. Nú á að reyna í þriðja sinn.

Í Alliance-húsinu er í dag Sögusafnið og veitingastaðurinn Matur og drykkur. Á lóðinni má byggja 4.193 nýja fermetra ofanjarðar, undir verslun, þjónustu, íbúðir og hótelstarfsemi, samkvæmt skipulagi.
Í Alliance-húsinu er í dag Sögusafnið og veitingastaðurinn Matur og drykkur. Á lóðinni má byggja 4.193 nýja fermetra ofanjarðar, undir verslun, þjónustu, íbúðir og hótelstarfsemi, samkvæmt skipulagi.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg bár­ust þrjú til­boð í Alli­ance-­húsið við Granda­garð 2 eftir að húsið og með­fylgj­andi bygg­ing­ar­réttur á lóð­inni voru aug­lýst til sölu í febr­úar á þessu ári. Öllum til­boð­unum var hafn­að, en það hæsta hljóð­aði upp á 650 millj­ónir króna. Borg­ar­ráð sam­þykkti að hefja nýtt sölu­ferli á fundi sínum í síð­ustu viku.

Það verður þriðja sölu­ferlið sem ráð­ist hefur verið í á eign­inni, sem Reykja­vík­ur­borg keypti árið 2012 á um 340 millj­ónir króna. Borgin hefur svo varið yfir 100 millj­ónir í lag­fær­ingar á ytra byrði húss­ins, sem er frið­að.

Höfnun kauptil­boð­anna byggði meðal ann­ars á því að til­boðin væru lág í ljósi verð­mats, en KPMG verð­metur húsið og upp­bygg­ing­ar­rétt­indin á lóð­inni á 870 til 1.260 millj­ónir króna.

Í grein­ar­gerð frá borg­inni segir að óvissa um verð­matið sé umtals­verð þar sem ekki liggi fyrir kostn­að­ar­mat við end­ur­bætur húss­ins, auk þess sem verð­mæti lóða geti breyst hratt. Hins vegar var það nið­ur­staðan að „sterkar vís­bend­ing­ar“ væru til að staðar um að til­boðið væri of lágt og „tals­vert undir því sem eðli­legt matsvirði eign­ar­innar gæti verið miðað við gild­andi deiliskipu­lag.“

Heim­ilt að byggja 4.193 nýja fer­metra ofanjarðar

Upp­runa­legur hluti Alli­ance-húss­ins er skráður 2.007 fer­metr­ar, en nýrri hluti þess, sem á að rífa sam­kvæmt skipu­lagi reits­ins, er 470 fer­metr­ar. Sam­kvæmt deiliskipu­lagi er heim­ilt bygg­ing­ar­magn á lóð­inni alls 7.600 fer­metr­ar, þar af 6.200 ofanjarðar og 1.400 fer­metra bíla­kjall­ari.

Það má því byggja alls 4.193 nýja fer­metra ofanjarðar og heim­ilt er að auka bygg­ing­ar­magn enn frekar með milli­loft­um, sam­kvæmt skil­málum í skipu­lagi reits­ins, sem er frá árinu 2018.

Auglýsing

Gert er ráð fyrir því að á efri hæðum nýbygg­ingar skuli vera gisti­starf­semi eða önnur skrif­stofu- og atvinnu­starf­semi, auk íbúða í efri hæðum nýbygg­ingar sem snýr að Mýr­ar­götu. Á neðri hæðum er svo gert fyrir versl­un­um, veit­inga­starf­semi og léttri atvinnu­starf­semi í að lág­marki fimm aðskildum rým­um.

Vildu ekki byggja hót­el­rými heldur íbúðir

Í 650 millj­óna til­boð­inu, frá félag­inu E&S 119 ehf., sem tekið var til skoð­unar af hálfu borg­ar­inn­ar, var gengið út frá því að ekki yrði hót­el­starf­semi á efri hæð­um, heldur yrðu þar íbúð­ir.

Skipu­lags­full­trúi borg­ar­innar taldi að kauptil­boðið væri því ekki í sam­ræmi við þá skil­mála sem væru í gildi á svæð­inu og gengið hefði verið út frá í aug­lýs­ingum á reitn­um. Það var því ekki nóg með að til­boðið þætti í lægra lagi, heldur þyrfti einnig að gera skipu­lags­breyt­ingar til þess að leyfa íbúð­ir, meðal ann­ars með til­liti til bíla­stæða­mála, dval­ar­svæða og birtu­magns í nýbygg­ing­um. Sagði í umsögn skipu­lags­full­trúa að ef gera þyrfti slíkar breyt­ingar á skipu­lagi kæmi upp sú spurn­ing hvort allir bjóð­endur hefðu setið við sama borð.

Borgin mun því að gera þriðju til­raun­ina til þess að reyna að selja Alli­ance-­hús­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent