Óráðlegt að gera ráð fyrir óbreyttum stuðningi hins opinbera við rafbílakaup

Formaður rafbílasambandsins segir eðlilegt að afsláttur af opinberum gjöldum verði lækkaður þegar bílarnir verða ódýrari og að fundin verði sanngjörn lausn á gjaldheimtu fyrir akstur. Hann gefur lítið fyrir ábatamat Hagfræðistofnunar á stuðningi við kaup.

Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands.
Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands.
Auglýsing

Verði þróun á afslætti til kaupa á raf­magns­bílum með svip­uðum hætti og Raf­bíla­sam­band Íslands sér fyrir sér gæti ábat­inn af stuðn­ingi við kaup á raf­bílum verið jákvæður en ekki nei­kvæður eins og útreikn­ingar Hag­fræði­stofn­unar hafa leitt í ljós. Þetta segir Tómas Krist­jáns­son for­maður Raf­bíla­sam­bands Íslands í sam­tali við Kjarn­ann. Hann telur eðli­legt að stuðn­ingur í formi afsláttar af virð­is­auka­skatti verði fram­lengdur en að dregið verði úr honum þegar verð raf­bíla lækk­ar. Hann segir einnig að kíló­metra­gjald geti verið far­sæl lausn til þess að rukka fyrir akstur óháð því hvaða orku­gjafi er not­aður við akst­ur­inn.

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um hefur Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands metið þjóð­hags­legan ábata af sumum þeirra aðgerða sem finna má í aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Meðal þeirra aðgerða sem met­inn var í skýrslu stofn­un­ar­innar var stuðn­ingur við kaup á raf­bíl­um. Sam­kvæmt útreikn­ingum stofn­un­ar­innar er sú aðgerð metin þjóð­hags­lega óhag­kvæm og að nettó ábati aðgerð­ar­innar sé nei­kvæður um sem nemur 38 millj­örðum króna til árs­ins 2030 að núvirði.

„Ríkið er ekki að borga með raf­bíl­un­um“

Að mati Tómasar er ekki rétt að leggja að jöfnu kostnað ann­ars vegar og svo tekjur sem ríkið lætur eftir í formi afsláttar af opin­berum gjöldum hins veg­ar. „Það er verið að tala um allan kostn­að­inn sem ríkið þarf að fara út í sem er nátt­úr­lega algjör þvæla, því ríkið er ekki að borga með raf­bíl­un­um, ríkið verður af tekj­um. Ríkið borgar ekki.“

Hann segir stuðn­ing við raf­bíla­kaup líka vera frá­brugðna öðrum lofts­lags­að­gerðum því þar séu það ein­stak­lingar sem koma í miklu meiri mæli að borð­inu og fram­kvæmd aðgerð­ar­innar því með allt öðrum hætti heldur en í mörgum öðrum aðgerð­um. „Það eru ein­stak­lingar sem ákveða að eyða pen­ing­unum sínum í að kaupa raf­magns­bíl í stað­inn fyrir elds­neyt­is­bíl. Þetta er ekki eins og með mikið af öðrum hlutum sem voru nefndir í skýrsl­unni eins og end­ur­heimt vot­lendis sem hefur ekk­ert með almenn­ing að ger­a.“

Ekki hægt að gera ráð fyrir óbreyttum stuðn­ingi

Stóra villan í útreikn­ingum Hag­fræði­stofn­unar að mati Tómasar er sú að stofn­unin gerir ráð fyrir því að stuðn­ing­ur­inn verði óbreyttur á því tíma­bili sem horft er til í skýrsl­unni, til árs­ins 2030.

Auglýsing

Sam­kvæmt virð­is­auka­skattslögum er virð­is­auka­skattur felldur niður af raf­bílum upp að 1.320 þús­und krón­um. Fleiri tak­mark­anir eru þó á nið­ur­fell­ingu virð­is­auka­skatts­ins en til að mynda er kvóti á fjölda þeirra bíla sem má selja með þess­ari nið­ur­fell­ingu, alls 20 þús­und. Heim­ild til nið­ur­fell­ingar rennur auk þess út í lok árs 2023. Lögin hafa á síð­ustu árum verið upp­færð þannig að tíma­mörk heim­ild­ar­innar hafa verið fram­lengd og við síð­ustu upp­færslu í júní var kvót­inn stækk­aður úr 15 þús­und í 20 þús­und bíla.

Raf­bíla­sam­bandið skil­aði inn umsögn við síð­asta frum­varp um breyt­ingar á lögum um virð­is­auka­skatt þar sem lagt var til að afslátt­ur­inn yrði festur í sessi næstu fjögur árin en svo lagður niður í skrefum til árs­ins 2030.

Vilja fram­leng­ingu en segja eðli­legt að afslátt­ur­inn lækki

„Miðað við hvernig inn­flutn­ing­ur­inn hefur verið þá verður 20 þús­und bíla múr­inn rof­inn um mitt næsta ár. Ég sé það alveg fyrir mér að rík­is­stjórnin muni fram­lengja þetta eitt­hvað,“ segir Tómas um afslátt­inn af opin­berum gjöldum sem hann vonar að fái fram­leng­ingu.

„Fólk er til­búið til að borga aðeins meira fyrir raf­bíla því sumir telja sig vera að kaupa grænt og aðrir sjá fyrir sér að rekstr­ar­kostn­að­ur­inn sé svo mikið lægri. Fólk er til­búið að kaupa sér dýr­ari bíl því það veit að það borgar sig ann­ars stað­ar. En ef virð­is­auka­skatt­ur­inn verður rukk­aður upp í topp eftir eitt ár, þá er bíll­inn allt í einu orð­inn 1,5 milljón krónum dýr­ari. Það mun hafa áhrif á nógu marga til þess að það muni stór­lega hægja á eft­ir­spurn fólks í raf­bíla.“

Hann bendir einnig á að eðli­legt sé að afslátt­ur­inn verði lækk­aður þegar verð raf­magns­bíla lækk­ar. „Eftir fimm til sex ár verður raf­hlaðan orðin svo miklu ódýr­ari heldur en hún hefur verið að inn­kaups­verð á raf­bíl verður komið undir inn­kaups­verð á elds­neyt­is­bíl­um. Þá er ekki rök­rétt að vera með nið­ur­fell­ingu á virð­is­auka­skatti. Þá þarf ekki þessa ívilnun til þess að jafna leik­inn.“

Fari úr því að vera óhag­kvæmust í að verða hag­kvæmust

Fari það svo að afslátt­ur­inn muni þró­ast líkt og Tómas og raf­bíla­sam­bandið sér fyrir sér mun það hafa veru­leg áhrif á ábata lofts­lags­að­gerð­ar­innar sem snýr að stuðn­ingi við kaup á raf­bíl­um, kostn­að­ur­inn á síð­ustu árum tíma­bils­ins sem horft er til mun lækka til muna en ábat­inn mun verða til­tölu­lega óbreytt­ur. Þannig gæti aðgerð­in, þegar upp er stað­ið, orðið ábata­söm um sem nemur tugum millj­arða í stað þess að hafa í för með sér nettó nei­kvæðan ábata upp á 38 millj­arða eins og var nið­ur­staða Hag­fræði­stofn­un­ar.

„Það breytir þessu úr því að vera óhag­kvæm­asta leiðin í lofts­lags­málum yfir í að þetta er hag­kvæm­asta leiðin í lofts­lags­mál­um. Þetta er grund­vall­ar­mun­ur,“ segir Tómas.

Talar ekki fyrir því að raf­bílar keyri frítt

Að mati Tómasar er það einnig sann­gjarnt að raf­bíla­eig­endur borgi sinn hlut fyrir akst­ur, líkt og bíl­stjórar eldsnseyt­is­bíla geri með þeim gjöldum sem lögð eru á bensín og olíu. Raf­bíla­sam­bandið hefur því kallað eftir heild­ar­end­ur­skoðun á skatt­kerf­inu í kringum öll öku­tæki.

„Okkur finnst til dæmis sann­gjarnt að það sé rukkað kíló­metra­gjald eða ein­hver sam­bæri­leg skatt­lagn­ing sem er tengd akstri öku­tækja, alveg sama hvort það sé elds­neyti eða raf­magn. Sér­stak­lega þegar raf­bílar eru komnir í telj­andi hlut­fall á veg­un­um. Þá er ekki rök­rétt að þeir séu allir að keyra frítt enn þá, við erum ekki að tala fyrir því,“ segir Tómas Krist­jáns­son, for­maður Raf­bíla­sam­bands Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent