Nærri þriðjungur Bandaríkjamanna tilbúinn að grípa til vopna gegn stjórnvöldum

Meirihluti Bandaríkjamanna telur stjórnvöld þar í landi spillt og nærri þriðjungur að komið geti til þess að almennir borgarar neyðist til þess að grípa til vopna gegn stjórnvöldum á næstunni.

28 prósent Bandaríkjamanna telja að fljótlega geti komið til þess að almennir borgarar neyðist til þess að grípa til vopna gegn stjórnvöldum.
28 prósent Bandaríkjamanna telja að fljótlega geti komið til þess að almennir borgarar neyðist til þess að grípa til vopna gegn stjórnvöldum.
Auglýsing

Yfir­völd í Banda­ríkj­unum eru spillt og vinna gegn hags­munum venju­legs fólks eins og mín. Við þessa full­yrð­ingu tengir meiri­hluti Banda­ríkja­manna, þar af tveir þriðju hlutar kjós­enda Repúblikana­flokks­ins og 51 pró­sent frjáls­lyndra. Þetta eru nið­ur­stöður nýrrar rann­sóknar á vegum stjórn­mála­fræði­deild­ar­innar við Chicago-há­skóla.

Þá telja 28 pró­sent Banda­ríkja­manna að fljót­lega geti komið til þess að almennir borg­arar neyð­ist til þess að grípa til vopna gegn stjórn­völd­um. Meðal byssu­eig­enda telja 37 pró­sent að komið geti til þessa. 35 pró­sent kjós­enda Repúblikana­flokks­ins eru þessu sam­mála en aðeins 20 pró­sent kjós­enta Demókra­ta­flokks­ins.

Auglýsing
Áhugavert er að líta til nið­ur­staðna rann­sókn­ar­innar í ljósi þess að endi var bund­inn á vitna­leiðslur sum­ars­ins vegna árás­ar­innar sem gerð var á þing­hús Banda­ríkj­anna 6. jan­úar á síð­asta ári á dög­un­um, þar sem til­raun var gerð til þess að sýna fram á ábyrgð á Don­alds Trump, þáver­andi Banda­ríkja­for­seta, á árásinni, en hann neit­aði að við­ur­kenna nið­ur­stöður nýaf­stað­inna for­seta­kosn­inga, þar sem hann tap­aði fyrir Joe Biden, fram­bjóð­anda Demókra­ta­flokks­ins, og atti stuðn­ings­fólk sitt til að sæta ekki úrslit­unum og gera atlögu að þing­hús­inu. Þá aðhafð­ist hann ekk­ert í þrjár klukku­stundir eftir að árásin hóf­st, en varð að lokum við grát­beiðnum aðstand­enda og ráð­gjafa sinna um að biðja stuðn­ings­fólk sitt að láta af árásinni.

Mynd af Trump ávarpa stuðningsfólk sitt þremur tímum eftir að árásin hófst varpað á tjald við réttarhöldin sem nú standa yfir vegna 6. janúar.

Þrátt fyrir rétt­ar­höldin nýtur Trump enn mik­ils stuðn­ings meðal repúblikana, sem sam­kvæmt umfjöllun The Hill hafa meiri áhyggjur af glæp­um, verð­bólg­unni og mennta­kerf­inu en atburðum 6. jan­úar 2021.

­Sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar töldu 56 pró­sent þátt­tak­enda kosn­ingar sann­gjarnar og nákvæmar, en sú tala fellur niður í 33 pró­sent þegar litið er til kjós­enda Repúblikana­flokks­ins.

Af nið­ur­stöð­unum að dæma er bilið á milli stjórn­mála­fylk­ing­anna tveggja enn að stækka og hafði fjórð­ungur þátt­tak­enda slitið vina­bönd vegna stjórn­mála­skoð­ana. Yfir 70 pró­sent kjós­enda beggja flokka eru sam­mála því að kjós­endur hins flokks­ins séu yfir­gangs­seggir sem vilji þröngva skoð­unum sínum upp á þá sem ósam­mála eru. Þá telur meiri­hluti þátt­tak­enda að kjós­endur hins flokks­ins séu illa upp­lýstir vegna þess hvaðan þeir fá upp­lýs­ingar og frétt­ir.

Rann­sóknin var fram­kvæmd í maí og náði til 1.000 skráðra kjós­enda í Banda­ríkj­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent