Það sem Trump vissi

Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.

Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Auglýsing

Valda­sjúkur maður í Hvíta hús­inu. Í frekjukasti.

Þetta er mynd sem oft var dregin upp af and­stæð­ingum Don­alds Trump á meðan hann sat á for­seta­stóli. Og nú er að koma í ljós að til­finn­ing þeirra var rétt. Trump var oft eins og naut í flagi. Grýtti hlut­um. Heimt­aði hluti sem engan veg­inn var hægt að verða við – af ýmsum ástæð­um. Vildi ná sínu fram. Sama hvað.

Við erum ekki að tala um sak­leys­is­lega hluti á borð við hverjum hann mætti bjóða í afmælið sitt. Heldur grafal­var­leg mál er snerta þjóðar­ör­yggi. Öryggi sem Banda­ríkja­mönnum er tíð­rætt og annt um.

Auglýsing

Þing­nefnd sem rann­sakar árás­ina á þing­húsið í Was­hington 6. jan­úar í fyrra, sem kost­aði sjö manns­líf, særði tugi og stefndi fjölda manns í lífs­hættu, hefur síð­ustu daga lagt sig fram við að kort­leggja hver vissi hvað og hvenær í aðdrag­anda árás­ar­inn­ar.

Stóra spurn­ingin hefur alltaf verið hversu mikið Trump vissi. Vissi hann af hætt­unni sem steðj­aði að fólk­inu sem var við störf í þing­hús­inu? Hvatti hann jafn­vel til árás­ar­inn­ar?

Og svörin eru farin að ber­ast: Trump og hans ráð­gjafar vissu að sam­koman sem hann hélt við Hvíta húsið þennan örlaga­ríka dag væri lík­leg til að kynda undir árás á sjálft þing­hús­ið.

Donald Trump hvetur stuðningsmenn sína á útifundi við Hvíta húsið þann 6. janúar í fyrra. Mynd: EPA

Sjötta jan­úar 2021 safn­að­ist stór hópur manna fyrir framan Hvíta húsið og hlust­aði dol­fall­inn á for­seta sinn, Trump, ýta undir sam­sær­is­kenn­ingar um að for­seta­kosn­ing­unum hefði verið „stolið“. Að sigur Joe Bidens í nóv­em­ber árið 2020 hefði verið svindl. Biden átti að taka við emb­ætt­inu nokkrum dögum síðar og Trump var allt annað en sátt­ur. „Stöðvið stuld­inn!“ varð slag­orð mót­mæla stuðn­ings­manna hans. Stuðn­ings­manna sem m.a. komu úr röðum þekktra sem óþekktra öfga­hópa. Fólks sem hafði komið til Was­hington með það helsta mark­mið að freista þess að halda goði sínu áfram á valda­stóli.

Eftir að hafa hlustað á Trump við Hvíta húsið storm­aði mann­söfn­uð­ur­inn fylktu liði að þing­hús­inu. Braust þar inn án mik­illar fyr­ir­hafn­ar. Storm­aði um ganga þing­húss­ins – inn í þingsal­ina. Sett­ist í stól þing­for­seta. Lét öllum illum lát­um. Að minnsta kosti sex manns létu lífið í árás sem heims­byggðin fylgd­ist skelfd með í beinni útsend­ingu í sjón­varpi og á sam­fé­lags­miðl­um. Því inn­rás­ar­liðið hafði ekk­ert að fela: Birti mynd­ir. Mynd­skeið. Var „í beinn­i“. Stolt af árangri sínum í meintri bar­áttu sinni fyrir rétt­læti.

Margir hafa borið vitni fyrir þing­nefnd­inni sem fer nú ofan í saumana á því sem gerð­ist. En í gær má segja að fyrst hafi dregið ræki­lega til tíð­inda. Þá kom Cassidy Hutchin­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður starfs­manna­stjóra Hvíta húss­ins, fyrir nefnd­ina. Og þótt Trump hafi verið trú­andi til ýmissa hluta er ekki frá því að margir hafi tekið and­köf við að heyra það sem hún hafði að segja.

Þrjú atriði standa upp úr í vitn­is­burði henn­ar:

Í bílnum

Þegar Trump fór inn í for­seta­bíl­inn eftir ræðu sína við Hvíta húsið (bíl sem kall­aður er Skepn­an) og var sagt að hann gæti ekki farið með skar­anum að þing­hús­inu, þá tap­aði hann sér. Hann reyndi að grípa í stýri bíls­ins og þegar líf­vörður hans reyndi að stöðva hann tók Trump hann kverka­taki.

Þessi frá­sögn þykir stað­fest í mynd­bandi sem þing­nefndin birti á Twitter í gær. Hún sýnir mikið brölt í aft­ur­sæti „Skepn­unn­ar“. Að Trump hafi látið eins og óhemja.

Hel­vítis örygg­is­hliðin

Trump krafð­ist þess að fólk með vopn; byss­ur, hnífa og fleira, fengi að fara óhindrað í gegnum örygg­is­hliðin í kringum sam­komu­stað­inn við Hvíta húsið þar sem hann hélt ræðu sína. Til­gang­ur­inn? Að tryggja að sem flestir hlýddu á hann og að fjöl­miðlar næðu myndum af miklum mann­fjölda. „Þeir eru ekki hér til að skaða mig,“ á Trump að hafa sagt um vopn­aðan lýð­inn. „Takið hel­vítis örygg­is­hliðin burt. Hleypið fólk­inu inn. Það getur farið fylktu liði héðan og að þing­hús­in­u.“

Hann á þetta skilið

Þegar starfs­menn Hvíta húss­ins ósk­uðu eftir því við starfs­manna­stjór­ann Mark Mea­dows að brugð­ist yrði við einu áber­andi slag­orði mót­mæl­end­anna við þing­hús­ið, „Hengjum Mike Pence“, á Mea­dows að hafa svar­að: „[Trump] finnst Mike eiga þetta skil­ið. Hann telur þá ekki vera að gera neitt rang­t.“

Sam­an­tek­ið: For­seti Banda­ríkj­anna reyndi að ná stjórn á for­seta­bílnum með valdi, var stöðv­aður og veitt­ist þá að þeim sem starf­aði við að verja líf hans. For­set­inn vissi að mót­mæl­endur bæru vopn og hvatti til þess að þeim yrði hleypt inn á aflokað svæði svo að hóp­ur­inn liti út fyrir að vera stærri og víga­legri. Og hann vildi ekki bregð­ast við söngli mót­mæl­enda um að hengja bæri vara­for­seta hans. Því hann ætti það skil­ið.

„Ef for­set­inn vissi að mót­mæl­endur væru vopn­aðir og hvatti þá engu að síður til að fara að þing­hús­inu – þá er það alvar­legt mál,“ skrif­aði Mick Mul­vaney á Twitter í gær en hann gegndi emb­ætti starfs­manna­stjóra Hvíta húss­ins um hríð í tíð Trumps.

Þingmennirnir þrír sem skipta nefndina sem rannsakar árásina á þinghúsið hlusta á vitnisburð Hutchinson. Mynd: EPA

En þing­nefndin vill ekki aðeins vita hvað gerð­ist dag­inn sem árásin var fram­in. Hún er að reyna að finna út hvað gerð­ist dag­ana, vik­urnar og jafn­vel mán­uð­ina á und­an.

Hutchin­son rifj­aði í vitn­is­burði sínum upp að skömmu eftir að Bill Barr, dóms­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Trumps, hafði sagt í frétta­við­tali að hann teldi kosn­inga­svindl ekki hafa átt sér stað í kosn­ing­unum í nóv­em­ber, hafi hún komið inn í mat­sal for­set­ans í Hvíta hús­inu. Þar hafi þjónn verið að þrífa og hún hafi séð tómatsósu leka af veggj­un­um. „For­set­inn varð mjög reiður vegna við­tals dóms­mála­ráð­herr­ans við AP-frétta­stof­una og hafði grýtt hádeg­is­matnum i vegg­inn,“ sagði Hutchin­son.

Spurð hvort að þetta hafi verið í eina skiptið sem hún vissi að Trump hefði hagað sér með slíkum hætti sagði Hutchin­son svo ekki vera. „Í nokkur skipti vissi ég af því að hann hefði hent diskum eða rifið í borð­dúk svo að allt sem var á borð­inu end­aði á gólf­in­u.“

Cassidy Hutchinson. Mynd: EPA

Cassidy Hutchin­son er fyrst fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manna í Hvíta hús­inu í tíð Trumps til að koma fyrir þing­nefnd­ina í beinni útsend­ingu fyrir alþjóð. Hún tal­aði rólega og lágt þegar hún svar­aði spurn­ingum nefnd­ar­manna um hvað gekk á innan veggja for­seta­set­urs­ins á þessum tíma. Hutchin­son var ekki sjálf vitni að öllu því sem hún lýsti. Hún hafði heyrt sumt af því frá sam­starfs­fólki sínu.

Hutchin­son segir að ringul­reið hafi ríkt í Hvíta hús­inu þann 6. jan­úar 2021. Helstu ráð­gjafar Trumps hafi reynt hvað þeir gátu að koma í veg fyrir að hann myndi slást í för með stuðn­ings­mönnum sínum að þing­hús­inu. Allt fram á síð­ustu stundu, í sjálfum for­seta­bílnum á leið frá sam­kom­unni líkt og að undan er rak­ið, reyndu þeir að stöðva þær fyr­ir­ætl­anir hans.

Bæði ráð­gjafar Trumps og fjöl­skylda, m.a. Ivanka dóttir hans, hvöttu hann til að róa stuðn­ings­menn sína. Hann lét það sem vind um eyru þjóta og réðst þess í stað með orðum á vara­for­seta sinn á sam­fé­lags­miðl­um. Lýð­ur­inn greip það á lofti. Að end­ingu stóð Mike Pence, mað­ur­inn sem átti að „hengja“ sam­kvæmt slag­orði stuðn­ings­manna Trumps, aðeins um 12 metrum frá þeim sem rudd­ust inn í þing­húsið áður en honum tókst að koma sér í skjól.

Áhyggjur í aðdrag­anda

Mea­dows starfs­manna­stjóri hafði að sögn Hutchin­son áhyggjur af því þegar á öðrum degi jan­ú­ar­mán­aðar að sam­koman sem boðað hafði verið til fyrir utan Hvíta húsið gæti farið úr bönd­un­um. „Þetta gæti orðið mjög, mjög slæmt þann sjötta jan­ú­ar,“ segir hún yfir­mann sinn hafa þá sagt.

Aðgerða­stjóri Hvíta húss­ins hafi svo varað bæði Trump og Mea­dows við því snemma dags þann sjötta að mann­fjöld­inn virt­ist til­bú­inn til átaka – að stuðn­ings­menn Trumps væru sumir vopn­aðir hníf­um, spjótum og byss­um. Klæddir brynj­um. Veif­andi flagg­stöng­um.

Hún seg­ist hafa heyrt hann segja að hann vildi örygg­is­hliðin burt. Og að hún hafi líka heyrt hann heimta að fá að fara með stuðn­ings­mönn­unum að þing­hús­inu. Aðgerða­stjór­inn hafi varað hann við og sagt að með því yrðu þeir „ákærðir fyrir alla glæpi undir sól­inn­i“.

Þeir vöktu margir athygli, stuðingsmenn Trumps sem ruddust inn í þinghúsið. Þeir voru margir hverjir leitaðir uppi í kjölfarið, handteknir og ákærðir. Mynd: EPA

Ráð­herrar í rík­is­stjórn Trumps hvísl­uðu sín á milli þeim mögu­leika að virkja 25. grein stjórn­ar­skrár­innar um að víkja for­seta frá völd­um. Það hafi m.a. verið þess vegna, segir Hutchin­son, sem for­set­inn sam­þykkti að taka upp ávarp dag­inn eftir þar sem hann sagð­ist óska frið­sam­legra valda­skipta.

Engin opin­ber nefnd­ar­fundur var á dag­skrá þing­nefnd­ar­innar í þess­ari viku. En á mánu­dag greindi nefndin frá því að ný vit­neskja hefði komið fram sem þyrfti að taka fyr­ir. Var það um að ræða upp­lýs­ingar sem nefndin hafði kom­ist að í nokkum við­tölum sínum við Hutchin­son.

Hutchin­son er 26 ára göm­ul. Henni hefur verið hrósað fyrir þann kjark sem hún sýndi með því að segja frá því sem hún vissi. Sumir vilja meina, segir í frétta­skýr­ingu New York Times, að hún hafi með hrein­skilni sinni skrifað nafn sitt í sögu­bæk­urn­ar. Að vitn­is­burður hennar jafn­ist á við þá sem urðu til þess að Nixon sagði af sér emb­ætti for­seta árið 1973.

Auglýsing

New York Times hefur heim­ildir fyrir því að skýrslu­töku fyrir nefnd­inni hafi verið flýtt vegna þess að nefnd­ar­menn ótt­uð­ust um öryggi Hutchin­son. Þess vegna hafi það aðeins verið upp­lýst í gær, er hún mætti fyrir opinn fund nefnd­ar­inn­ar, að hún væri mann­eskjan með nýju upp­lýs­ing­arn­ar.

Don­ald Trump brást ekki aðeins þeirri skyldu sinni að stilla til friðar heldur eru nú komnar fram upp­lýs­ingar um að hann hafi vís­vit­andi hvatt til ófrið­ar­ins.

Liz Cheney, þing­maður Repúblikana­flokks­ins og vara­for­maður þing­nefnd­ar­inn­ar, greindi á nefnd­ar­fund­inum í gær frá inni­haldi nokk­urra vitn­is­burða frá fólki sem hún nafn­greindi ekki. Í þeim lýstu ein­stak­lingar því að á þá hafi verið pressað að segja þeim sem voru að rann­saka árás­ina ekki frá því sem gerð­ist. Að þeir hefðu fengið þau skila­boð frá nánum stuðn­ings­mönnum Trumps sem túlka mætti sem hót­an­ir. „Gerðu rétt“ og „mundu að Trump er að hugsa til þín“ sem og fleira í þeim dúr.

Cassidy Hutchinson að svara spurningum þingnefndarinnar. Mynd: EPA

Cheney sagði slíkt vissu­lega vekja spurn­ingar um hvort Trump hafi reynt að spilla fyrir rann­sókn yfir­valda. Hún segir að vitn­is­burður Hutchin­son ætti að vera öðrum sem unnu fyrir for­set­ann hvatn­ing til að segja allan sann­leik­ann.

Hutchin­son sagð­ist vera að gera skyldu sína með því að segja frá því sem gerð­ist á „myrkum degi“ í sögu Banda­ríkj­anna. Henni hafi orðið sér­stak­lega hverft við er for­set­inn hafi ráð­ist enn og aftur á vara­for­seta sinn á Twitter þrátt fyrir að vita að æstur múg­ur­inn væri að hrópa „hengjum hann!“

„Sem Banda­ríkja­manni bauð mér við þessu,“ sagði hún. „Þetta var óþjóð­rækn­is­legt. Þetta var ekki banda­rískt. Við horfðum á þing­húsið vera eyði­lagt vegna lyga.“

Trump segir hana ljúga. Hann not­aði eigin sam­fé­lags­miðil til að útvarpa því. Sagði líf­verð­ina eiga eftir að segja sína sögu. Hutchin­son gaf eið­svar­inn vitn­is­burð. Það er hún sem hefur mestu að tapa.

Á þetta bendir Steve Vla­deck, pró­fessor í lög­fræði við Háskól­ann í Texas. „Ef hún er að ljúga gæti hún verið ákærð. Það er ekki hægt að segja það sama um þá sem eru að reyna að gera lítið úr vitn­is­burði henn­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar