Það sem Trump vissi

Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.

Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Auglýsing

Valda­sjúkur maður í Hvíta hús­inu. Í frekjukasti.

Þetta er mynd sem oft var dregin upp af and­stæð­ingum Don­alds Trump á meðan hann sat á for­seta­stóli. Og nú er að koma í ljós að til­finn­ing þeirra var rétt. Trump var oft eins og naut í flagi. Grýtti hlut­um. Heimt­aði hluti sem engan veg­inn var hægt að verða við – af ýmsum ástæð­um. Vildi ná sínu fram. Sama hvað.

Við erum ekki að tala um sak­leys­is­lega hluti á borð við hverjum hann mætti bjóða í afmælið sitt. Heldur grafal­var­leg mál er snerta þjóðar­ör­yggi. Öryggi sem Banda­ríkja­mönnum er tíð­rætt og annt um.

Auglýsing

Þing­nefnd sem rann­sakar árás­ina á þing­húsið í Was­hington 6. jan­úar í fyrra, sem kost­aði sjö manns­líf, særði tugi og stefndi fjölda manns í lífs­hættu, hefur síð­ustu daga lagt sig fram við að kort­leggja hver vissi hvað og hvenær í aðdrag­anda árás­ar­inn­ar.

Stóra spurn­ingin hefur alltaf verið hversu mikið Trump vissi. Vissi hann af hætt­unni sem steðj­aði að fólk­inu sem var við störf í þing­hús­inu? Hvatti hann jafn­vel til árás­ar­inn­ar?

Og svörin eru farin að ber­ast: Trump og hans ráð­gjafar vissu að sam­koman sem hann hélt við Hvíta húsið þennan örlaga­ríka dag væri lík­leg til að kynda undir árás á sjálft þing­hús­ið.

Donald Trump hvetur stuðningsmenn sína á útifundi við Hvíta húsið þann 6. janúar í fyrra. Mynd: EPA

Sjötta jan­úar 2021 safn­að­ist stór hópur manna fyrir framan Hvíta húsið og hlust­aði dol­fall­inn á for­seta sinn, Trump, ýta undir sam­sær­is­kenn­ingar um að for­seta­kosn­ing­unum hefði verið „stolið“. Að sigur Joe Bidens í nóv­em­ber árið 2020 hefði verið svindl. Biden átti að taka við emb­ætt­inu nokkrum dögum síðar og Trump var allt annað en sátt­ur. „Stöðvið stuld­inn!“ varð slag­orð mót­mæla stuðn­ings­manna hans. Stuðn­ings­manna sem m.a. komu úr röðum þekktra sem óþekktra öfga­hópa. Fólks sem hafði komið til Was­hington með það helsta mark­mið að freista þess að halda goði sínu áfram á valda­stóli.

Eftir að hafa hlustað á Trump við Hvíta húsið storm­aði mann­söfn­uð­ur­inn fylktu liði að þing­hús­inu. Braust þar inn án mik­illar fyr­ir­hafn­ar. Storm­aði um ganga þing­húss­ins – inn í þingsal­ina. Sett­ist í stól þing­for­seta. Lét öllum illum lát­um. Að minnsta kosti sex manns létu lífið í árás sem heims­byggðin fylgd­ist skelfd með í beinni útsend­ingu í sjón­varpi og á sam­fé­lags­miðl­um. Því inn­rás­ar­liðið hafði ekk­ert að fela: Birti mynd­ir. Mynd­skeið. Var „í beinn­i“. Stolt af árangri sínum í meintri bar­áttu sinni fyrir rétt­læti.

Margir hafa borið vitni fyrir þing­nefnd­inni sem fer nú ofan í saumana á því sem gerð­ist. En í gær má segja að fyrst hafi dregið ræki­lega til tíð­inda. Þá kom Cassidy Hutchin­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður starfs­manna­stjóra Hvíta húss­ins, fyrir nefnd­ina. Og þótt Trump hafi verið trú­andi til ýmissa hluta er ekki frá því að margir hafi tekið and­köf við að heyra það sem hún hafði að segja.

Þrjú atriði standa upp úr í vitn­is­burði henn­ar:

Í bílnum

Þegar Trump fór inn í for­seta­bíl­inn eftir ræðu sína við Hvíta húsið (bíl sem kall­aður er Skepn­an) og var sagt að hann gæti ekki farið með skar­anum að þing­hús­inu, þá tap­aði hann sér. Hann reyndi að grípa í stýri bíls­ins og þegar líf­vörður hans reyndi að stöðva hann tók Trump hann kverka­taki.

Þessi frá­sögn þykir stað­fest í mynd­bandi sem þing­nefndin birti á Twitter í gær. Hún sýnir mikið brölt í aft­ur­sæti „Skepn­unn­ar“. Að Trump hafi látið eins og óhemja.

Hel­vítis örygg­is­hliðin

Trump krafð­ist þess að fólk með vopn; byss­ur, hnífa og fleira, fengi að fara óhindrað í gegnum örygg­is­hliðin í kringum sam­komu­stað­inn við Hvíta húsið þar sem hann hélt ræðu sína. Til­gang­ur­inn? Að tryggja að sem flestir hlýddu á hann og að fjöl­miðlar næðu myndum af miklum mann­fjölda. „Þeir eru ekki hér til að skaða mig,“ á Trump að hafa sagt um vopn­aðan lýð­inn. „Takið hel­vítis örygg­is­hliðin burt. Hleypið fólk­inu inn. Það getur farið fylktu liði héðan og að þing­hús­in­u.“

Hann á þetta skilið

Þegar starfs­menn Hvíta húss­ins ósk­uðu eftir því við starfs­manna­stjór­ann Mark Mea­dows að brugð­ist yrði við einu áber­andi slag­orði mót­mæl­end­anna við þing­hús­ið, „Hengjum Mike Pence“, á Mea­dows að hafa svar­að: „[Trump] finnst Mike eiga þetta skil­ið. Hann telur þá ekki vera að gera neitt rang­t.“

Sam­an­tek­ið: For­seti Banda­ríkj­anna reyndi að ná stjórn á for­seta­bílnum með valdi, var stöðv­aður og veitt­ist þá að þeim sem starf­aði við að verja líf hans. For­set­inn vissi að mót­mæl­endur bæru vopn og hvatti til þess að þeim yrði hleypt inn á aflokað svæði svo að hóp­ur­inn liti út fyrir að vera stærri og víga­legri. Og hann vildi ekki bregð­ast við söngli mót­mæl­enda um að hengja bæri vara­for­seta hans. Því hann ætti það skil­ið.

„Ef for­set­inn vissi að mót­mæl­endur væru vopn­aðir og hvatti þá engu að síður til að fara að þing­hús­inu – þá er það alvar­legt mál,“ skrif­aði Mick Mul­vaney á Twitter í gær en hann gegndi emb­ætti starfs­manna­stjóra Hvíta húss­ins um hríð í tíð Trumps.

Þingmennirnir þrír sem skipta nefndina sem rannsakar árásina á þinghúsið hlusta á vitnisburð Hutchinson. Mynd: EPA

En þing­nefndin vill ekki aðeins vita hvað gerð­ist dag­inn sem árásin var fram­in. Hún er að reyna að finna út hvað gerð­ist dag­ana, vik­urnar og jafn­vel mán­uð­ina á und­an.

Hutchin­son rifj­aði í vitn­is­burði sínum upp að skömmu eftir að Bill Barr, dóms­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Trumps, hafði sagt í frétta­við­tali að hann teldi kosn­inga­svindl ekki hafa átt sér stað í kosn­ing­unum í nóv­em­ber, hafi hún komið inn í mat­sal for­set­ans í Hvíta hús­inu. Þar hafi þjónn verið að þrífa og hún hafi séð tómatsósu leka af veggj­un­um. „For­set­inn varð mjög reiður vegna við­tals dóms­mála­ráð­herr­ans við AP-frétta­stof­una og hafði grýtt hádeg­is­matnum i vegg­inn,“ sagði Hutchin­son.

Spurð hvort að þetta hafi verið í eina skiptið sem hún vissi að Trump hefði hagað sér með slíkum hætti sagði Hutchin­son svo ekki vera. „Í nokkur skipti vissi ég af því að hann hefði hent diskum eða rifið í borð­dúk svo að allt sem var á borð­inu end­aði á gólf­in­u.“

Cassidy Hutchinson. Mynd: EPA

Cassidy Hutchin­son er fyrst fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manna í Hvíta hús­inu í tíð Trumps til að koma fyrir þing­nefnd­ina í beinni útsend­ingu fyrir alþjóð. Hún tal­aði rólega og lágt þegar hún svar­aði spurn­ingum nefnd­ar­manna um hvað gekk á innan veggja for­seta­set­urs­ins á þessum tíma. Hutchin­son var ekki sjálf vitni að öllu því sem hún lýsti. Hún hafði heyrt sumt af því frá sam­starfs­fólki sínu.

Hutchin­son segir að ringul­reið hafi ríkt í Hvíta hús­inu þann 6. jan­úar 2021. Helstu ráð­gjafar Trumps hafi reynt hvað þeir gátu að koma í veg fyrir að hann myndi slást í för með stuðn­ings­mönnum sínum að þing­hús­inu. Allt fram á síð­ustu stundu, í sjálfum for­seta­bílnum á leið frá sam­kom­unni líkt og að undan er rak­ið, reyndu þeir að stöðva þær fyr­ir­ætl­anir hans.

Bæði ráð­gjafar Trumps og fjöl­skylda, m.a. Ivanka dóttir hans, hvöttu hann til að róa stuðn­ings­menn sína. Hann lét það sem vind um eyru þjóta og réðst þess í stað með orðum á vara­for­seta sinn á sam­fé­lags­miðl­um. Lýð­ur­inn greip það á lofti. Að end­ingu stóð Mike Pence, mað­ur­inn sem átti að „hengja“ sam­kvæmt slag­orði stuðn­ings­manna Trumps, aðeins um 12 metrum frá þeim sem rudd­ust inn í þing­húsið áður en honum tókst að koma sér í skjól.

Áhyggjur í aðdrag­anda

Mea­dows starfs­manna­stjóri hafði að sögn Hutchin­son áhyggjur af því þegar á öðrum degi jan­ú­ar­mán­aðar að sam­koman sem boðað hafði verið til fyrir utan Hvíta húsið gæti farið úr bönd­un­um. „Þetta gæti orðið mjög, mjög slæmt þann sjötta jan­ú­ar,“ segir hún yfir­mann sinn hafa þá sagt.

Aðgerða­stjóri Hvíta húss­ins hafi svo varað bæði Trump og Mea­dows við því snemma dags þann sjötta að mann­fjöld­inn virt­ist til­bú­inn til átaka – að stuðn­ings­menn Trumps væru sumir vopn­aðir hníf­um, spjótum og byss­um. Klæddir brynj­um. Veif­andi flagg­stöng­um.

Hún seg­ist hafa heyrt hann segja að hann vildi örygg­is­hliðin burt. Og að hún hafi líka heyrt hann heimta að fá að fara með stuðn­ings­mönn­unum að þing­hús­inu. Aðgerða­stjór­inn hafi varað hann við og sagt að með því yrðu þeir „ákærðir fyrir alla glæpi undir sól­inn­i“.

Þeir vöktu margir athygli, stuðingsmenn Trumps sem ruddust inn í þinghúsið. Þeir voru margir hverjir leitaðir uppi í kjölfarið, handteknir og ákærðir. Mynd: EPA

Ráð­herrar í rík­is­stjórn Trumps hvísl­uðu sín á milli þeim mögu­leika að virkja 25. grein stjórn­ar­skrár­innar um að víkja for­seta frá völd­um. Það hafi m.a. verið þess vegna, segir Hutchin­son, sem for­set­inn sam­þykkti að taka upp ávarp dag­inn eftir þar sem hann sagð­ist óska frið­sam­legra valda­skipta.

Engin opin­ber nefnd­ar­fundur var á dag­skrá þing­nefnd­ar­innar í þess­ari viku. En á mánu­dag greindi nefndin frá því að ný vit­neskja hefði komið fram sem þyrfti að taka fyr­ir. Var það um að ræða upp­lýs­ingar sem nefndin hafði kom­ist að í nokkum við­tölum sínum við Hutchin­son.

Hutchin­son er 26 ára göm­ul. Henni hefur verið hrósað fyrir þann kjark sem hún sýndi með því að segja frá því sem hún vissi. Sumir vilja meina, segir í frétta­skýr­ingu New York Times, að hún hafi með hrein­skilni sinni skrifað nafn sitt í sögu­bæk­urn­ar. Að vitn­is­burður hennar jafn­ist á við þá sem urðu til þess að Nixon sagði af sér emb­ætti for­seta árið 1973.

Auglýsing

New York Times hefur heim­ildir fyrir því að skýrslu­töku fyrir nefnd­inni hafi verið flýtt vegna þess að nefnd­ar­menn ótt­uð­ust um öryggi Hutchin­son. Þess vegna hafi það aðeins verið upp­lýst í gær, er hún mætti fyrir opinn fund nefnd­ar­inn­ar, að hún væri mann­eskjan með nýju upp­lýs­ing­arn­ar.

Don­ald Trump brást ekki aðeins þeirri skyldu sinni að stilla til friðar heldur eru nú komnar fram upp­lýs­ingar um að hann hafi vís­vit­andi hvatt til ófrið­ar­ins.

Liz Cheney, þing­maður Repúblikana­flokks­ins og vara­for­maður þing­nefnd­ar­inn­ar, greindi á nefnd­ar­fund­inum í gær frá inni­haldi nokk­urra vitn­is­burða frá fólki sem hún nafn­greindi ekki. Í þeim lýstu ein­stak­lingar því að á þá hafi verið pressað að segja þeim sem voru að rann­saka árás­ina ekki frá því sem gerð­ist. Að þeir hefðu fengið þau skila­boð frá nánum stuðn­ings­mönnum Trumps sem túlka mætti sem hót­an­ir. „Gerðu rétt“ og „mundu að Trump er að hugsa til þín“ sem og fleira í þeim dúr.

Cassidy Hutchinson að svara spurningum þingnefndarinnar. Mynd: EPA

Cheney sagði slíkt vissu­lega vekja spurn­ingar um hvort Trump hafi reynt að spilla fyrir rann­sókn yfir­valda. Hún segir að vitn­is­burður Hutchin­son ætti að vera öðrum sem unnu fyrir for­set­ann hvatn­ing til að segja allan sann­leik­ann.

Hutchin­son sagð­ist vera að gera skyldu sína með því að segja frá því sem gerð­ist á „myrkum degi“ í sögu Banda­ríkj­anna. Henni hafi orðið sér­stak­lega hverft við er for­set­inn hafi ráð­ist enn og aftur á vara­for­seta sinn á Twitter þrátt fyrir að vita að æstur múg­ur­inn væri að hrópa „hengjum hann!“

„Sem Banda­ríkja­manni bauð mér við þessu,“ sagði hún. „Þetta var óþjóð­rækn­is­legt. Þetta var ekki banda­rískt. Við horfðum á þing­húsið vera eyði­lagt vegna lyga.“

Trump segir hana ljúga. Hann not­aði eigin sam­fé­lags­miðil til að útvarpa því. Sagði líf­verð­ina eiga eftir að segja sína sögu. Hutchin­son gaf eið­svar­inn vitn­is­burð. Það er hún sem hefur mestu að tapa.

Á þetta bendir Steve Vla­deck, pró­fessor í lög­fræði við Háskól­ann í Texas. „Ef hún er að ljúga gæti hún verið ákærð. Það er ekki hægt að segja það sama um þá sem eru að reyna að gera lítið úr vitn­is­burði henn­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar