Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat

Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.

Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Auglýsing

„Af sam­keppn­is­á­stæðum afhendum við ekki arð­sem­is­út­reikn­inga ein­stakra verk­efna,“ segir í svari Ragn­hildar Sverr­is­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­virkj­un­ar, við beiðni Kjarn­ans um að fá afhent arð­sem­is­mat það sem liggur fyrir vegna áform­aðra stækk­ana þriggja virkj­ana á Þjórs­ár­svæð­inu. Lands­virkjun hefur sagt að fram­kvæmd­irnar verði arð­bærar þrátt fyrir að stækkun Vatns­fells-, Sig­öldu- og Hraun­eyja­foss­virkj­ana leiði ekki til auk­innar raf­orku­fram­leiðslu. Til að svo megi verða þurfi að renna meira vatn í gegnum þær. Þrennt getur upp­fyllt þá þörf: Bráðnun jökla, sem er fyr­ir­séð vegna lofts­lags­breyt­inga, meiri úrkoma og ný veita.

Auglýsing

Þetta er ekki endi­lega það sem allir áttu von á er Lands­virkjun kynnti hug­myndir sínar um að stækka virkj­an­irnar þrjár. Því var fagnað að bæta ætti vinnslu­getu virkj­ana sem fyrir væru í við­kvæmri nátt­úru Íslands í stað þess að byggja nýj­ar. Að með stækkun virkj­ana væri hægt að svara auk­inni orku­þörf án þess að brjóta nýtt land, eins og stundum er sagt. Án þess að stífla fleiri ár. Minnka rennsli fleiri fossa. En sú er ekki raunin – að óbreyttu.

Lögum breytt til að stækka án ramma­á­ætl­unar

Til að liðka fyrir stækk­unum virkj­ana var lögum um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun breytt á loka­metrum þings­ins og þurfa slíkar fram­kvæmdir ekki lengur að fara í gegnum ferli ramma­á­ætl­un­ar, svo fram­ar­lega sem þær feli ekki í sér rask á órösk­uðu landi. „Með því að und­an­skilja stækk­anir á virkj­unum sem ein­göngu hafa áhrif á það land­svæði sem þegar er búið að taka ákvörðun um að heim­ila nýt­ingu á verður hægt að hraða fram­kvæmdum til að auka afkasta­getu þeirra virkj­ana sem þegar eru í rekstri,“ sagði í grein­ar­gerð frum­varps­ins.

­Sam­tals hyggst Lands­virkjun auka upp­sett afl virkj­an­anna þriggja um 210 MW en áætlað er að sam­an­lögð orku­vinnslu­geta myndi með þessu aðeins aukast um 25–42 gíga­vatt­stundir (GWst) á ári. „At­hygli vekur að aukn­ing í orku­vinnslu­getu vatns­afls­virkj­an­anna þriggja er lítil miðað við hve upp­sett afl eykst mik­ið,“ sagði í grein­ar­gerð með frum­varp­inu. Í venju­legu árferði hefði vatns­afls­virkjun með upp­sett afl 210 MW orku­vinnslu­getu upp á um 1300 GWst á ári. „En því er ekki að heilsa hvað þessar áform­uðu stækk­anir Lands­virkj­unar áhrær­ir.“

Og þessi stað­reynd vakti athygli ann­arra en höf­unda frum­varps­ins. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin Nátt­úru­grið lögð­ust yfir fyr­ir­ætl­anir Lands­virkj­unar og telja að stækk­an­irnar séu hluti af stærri áformum – áformum um nýja virkjun á vatna­sviði Þjórs­ár, skammt frá mörkum friðlands­ins í Þjórs­ár­ver­um. Lands­virkjun ætli með stækk­un­unum að fara „bak­dyra­megin í Kjalöldu­veit­u“. Stækk­an­irnar séu „óarð­bærar og gagns­laus­ar“ nema að fyr­ir­tækið fari einnig í þá fram­kvæmd. „Án þess að fá við­bót­ar­vatn úr Þjórsá yrði við­bót­arraforku­fram­leiðsla alltof lítil til að bera sig fjár­hags­lega,“ sögðu sam­tökin Nátt­úru­grið í frétta­til­kynn­ingu nýver­ið.

Kostn­aður 6-8 sinnum meiri en mögu­legar tekjur

Máli sínu til stuðn­ings vís­uðu þau í arð­sem­is­mat sem Sig­urður Jóhann­es­son, for­stöðu­maður Hag­fræði­stofn­unar Íslands, vann að beiðni þeirra. Hann mat núvirtar fram­tíð­ar­tekjur af þeim á bil­inu 600–2.500 millj­ónir króna miðað við hag­rænan afskrift­ar­tíma upp á 25 ár. Til sam­an­burðar yrði kostn­aður við fram­kvæmd­irnar sam­an­lagt vart undir 15–20 millj­örð­um, eða um 5–7 millj­arðar króna á hverja stækk­un. Kostn­aður yrði því um 6–8 sinnum meiri en mögu­legar tekjur og væri þar þá ekki tekið til­lit til vaxta­kostn­aðar eða orku­sölu­taps meðan á fram­kvæmdum stæði.

Kjalölduveita er áformuð á vestanverðu Þjórsársvæðinu, skammt frá friðlandsmörkum Þjórsárvera. Skjáskot: Landsvirkjun

Lands­virkjun hefur ítrekað hafnað því að Kjalöldu­veitu þurfi til svo að stækk­an­irnar verði arð­sam­ar. Stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins neita því hins vegar ekki að sú virkjun myndi bæta nýt­ingu vatns á svæð­inu, „og þar með arð­semi bæði núver­andi virkj­ana og stækk­ana á þeim,“ líkt og fram kom í minn­is­blaði Lands­virkj­unar sem sent var umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþingis í byrjun mán­að­ar­ins er frum­varp um laga­breyt­ing­una var þar til umfjöll­un­ar. Engu að síður væri Kjalöldu­veita „ekki for­senda slíkra stækk­ana“.

Orku­skipti, vind­orkan og bráðnun jökla

Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.

Ástæða þess að Lands­virkjun er að skoða að stækka vatns­afls­virkj­anir á Þjórs­ár- og Tungna­ár­svæð­inu er „að þörf er á því að auka afl í kerfi fyr­ir­tæk­is­ins og þar með sveigj­an­leika til að mæta breyti­legri eft­ir­spurn,“ skrif­aði Kristín Linda Árna­dótt­ir, aðstoð­ar­for­stjóri Lands­virkj­un­ar, í minn­is­blað­inu. Nú væri staðan sú að afl­þörf á Suð­vest­ur­landi væri hærri en vinnslu­geta sem valdi auk­inni áhættu í raf­orku­af­hend­ingu. „Orku­skipti, fjöl­breytt­ari raf­orku­not­endur en stór­iðja, og fram­tíð­ar­upp­bygg­ing vinds kalla á meiri sveigj­an­leika í raf­orku­vinnslu. Jafn­framt til að nýta jök­ul­bráðnun af völdum hnatt­rænnar hlýn­unar í núver­andi virkj­unum þá þarf að auka afl þeirra.“

Afl í raun uppurið í kerf­inu

Gunnar Guðni Tómasson. Mynd: Landsvirkjun

Á nýliðnum vetri voru vinnslu­met ítrekað slegin í kerfi Lands­virkj­unar þegar vinnslan fór í fyrsta sinn yfir 1900 MW „og við þær aðstæður var afl í raun uppurið í kerf­in­u,“ skrif­aði Gunnar Guðni Tóm­as­son, fram­kvæmda­stjóri vatns­afls hjá Lands­virkj­un, í aðsendri grein í Kjarn­anum nýver­ið. „Hætt er við að á kom­andi vetri geti orðið aflskortur í kerf­inu sem leitt getur til þess að grípa þurfi til skerð­inga hjá við­skipta­vinum Lands­virkj­unar jafn­vel þótt nægi­legt vatn verði í miðl­un­ar­lón­um.“

Það er m.a. til að bregð­ast við þessum aðstæðum sem Lands­virkjun er að skoða mögu­leika á stækkun virkj­ana á Þjórs­ár­svæði, skrifar Gunnar Guðni. Ljóst er hins vegar að virkj­an­irnar verða ekki stækk­að­ar, ef til fram­kvæmda kemur yfir höf­uð, fyrr en að umhverf­is­mati þeirra lýk­ur. Það ferli getur tekið fleiri mán­uði.

Umframorka „getur verið til stað­ar“

Kostn­að­ar­verð afl­setn­ingar tekur mið af kostn­aði og ábata Lands­virkj­unar af fram­kvæmd­inni, útskýrir Kristín Linda í fyrr­greindu minn­is­blaði sem hún rit­aði eftir að umhverf­is- og sam­göngu­nefnd óskaði eftir skýr­ari svörum um for­sendur þess að ráð­ast þyrfti í stækk­an­irn­ar. Meg­in­kostn­að­ar­liðir eru fjár­fest­ing í upp­hafi, skrifar hún, fjár­magns­kostn­að­ur, skattar og rekstr­ar­kostn­aður á líf­tíma eign­ar­inn­ar. „Til ábata telst sala á afli til að mæta álagstoppum og til að jafna vind­orku­vinnslu, en einnig getur verið til staðar umframorka sem sam­eig­in­lega mynda tekjur í verk­efn­in­u.“

Sigölduvirkjun er hluti af virkjanakerfi Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu.

Kostn­aður og ábati séu svo færð á núvirði með ávöxt­un­ar­kröfu Lands­virkj­unar til að reikna út kostn­að­ar­verð­ið. „Þau stækk­unar og aflaukn­ing­ar­verk­efni sem Lands­virkjun ræðst í þurfa hverju sinni að skila arð­semi í sam­ræmi við kröfur eig­anda Lands­virkj­un­ar,“ heldur hún áfram, og ítrekar að end­ingu að kostn­að­ar­verð fyrir allar stækk­anir og aflaukn­ingar í virkj­unum á Þjórs­ár­svæði séu skoð­aðar „óháð Kjalöldu­veit­u“.

Einn nefnd­ar­manna, Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, taldi minn­is­blaðið ekki stað­festa arð­bærni stækk­an­anna sem sjálf­stæðra fram­kvæmda. Álit meiri­hluta nefnd­ar­innar var ann­að. Með hlið­sjón af skýr­ingum Lands­virkj­unar yrðu þær arð­bærar „einar og sér“ og án Kjalöldu­veitu.

Lítil við­bótar orka „skiptir litlu máli“

Arð­semi stækk­un­ar­verk­efna byggir ein­göngu á því afli eða sveigj­an­leika sem þau bæta við kerfið og verð­lagn­ing á mark­aði verður að taka mið af því, skrif­aði Gunnar Guðni í sinni grein. „Sú litla orku­vinnsla sem bæt­ist við í kerf­inu sam­fara þessum stækk­unum skiptir litlu máli í þessu sam­bandi og hún er ekki for­senda fyrir því að ráð­ast í slík verk­efni. Það er því mis­skiln­ingur að þessi verk­efni séu ekki arð­bær án auk­ins rennslis til virkj­an­anna. Þvert á móti þurfa þau að vera arð­söm án auk­ins rennslis til virkj­an­anna og í þau verður ekki ráð­ist án þess að sú arð­semi sé tryggð.“

Auglýsing

Ef Lands­virkjun á að hafa veru­legar tekjur af stækk­un­unum verður verð­lagn­ing á raf­magni að breytast, skrifar Sig­urð­ur, for­stöðu­maður Hag­fræði­stofn­un­ar, í áliti því sem hann gaf Nátt­úru­griðum á arð­semi stækk­an­anna. Erlendis sé raf­magns­verð síbreyti­legt – hæst þegar eft­ir­spurnin er mest. En slíku er ekki að heilsa hér á landi. Verð­lagn­ingin er, að sögn Sig­urð­ar, „frum­stæð­ari“ en í grann­lönd­un­um. „Heild­sölu­verð er treg­breyti­legt og varla hægt að segja að það taki mið af fram­boði og eft­ir­spurn. Meg­in­á­stæðan er yfir­burða­staða Lands­virkj­un­ar, sem í raun er ein­ráð á heild­sölu­mark­að­i.“

Lög gera ráð fyrir að Lands­net reki markað með raf­magn. Slíkur mark­aður hefur að sögn Sig­urðar nokkrum sinnum verið boð­að­ur, enn ekk­ert hefur enn orðið úr þeim ráða­gerð­um.

Umhverf­is­mat hafið

„Með þess­ari aflaukn­ingu eykst orku­vinnslu­geta stöðv­ar­innar aðeins lít­il­lega nema að til komi meira rennsli, til dæmis með auk­inni bráðnun jökla eða auk­inni úrkomu,“ segir Lands­virkjun í nýfram­lag­aðri mats­á­ætlun vegna stækk­unar Sig­öldu­virkj­unar um allt að 65 MW. Þar með er hafið umhverf­is­mat á stækkun fyrstu virkj­un­ar­innar af þrem­ur.

„Ákvörðun um hvort ráð­ist verði í þessar fram­kvæmdir verður ekki tekin fyrr en mat á umhverf­is­á­hrifum liggur fyrir og fer að sjá fyrir end­ann á leyf­is­ferlum, sem getur tekið drjúgan tíma eins og dæmin sanna,“ segir í svari Ragn­hild­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­virkj­un­ar, við beiðni Kjarn­ans um að fá arð­sem­is­út­reikn­inga stækk­unar­á­for­manna afhenta. „Verði ákveðið að ráð­ast í fram­kvæmdir þá á enn eftir að leita til­boða í verk­þætti og svo fram­veg­is.“

Og af sam­keppn­is­á­stæðum afhenti Lands­virkjun ekki arð­sem­is­út­reikn­inga ein­stakra verk­efna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar