40 færslur fundust merktar „landsvirkjun“

Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
8. desember 2022
Tryggvi Felixson
Kjalölduveita – atlaga að perlu hálendisins?
25. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
15. ágúst 2022
Búrfellslundur gæti orðið fyrsta vindorkuverið sem rís á Íslandi
Er Alþingi ákvað að setja virkjanakostinn Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar var stigið stærsta skrefið til þessa í átt að því að reisa fyrsta vindorkuverið á Íslandi. Ef tilskilin leyfi fást gætu framkvæmdir hafist innan fárra missera.
16. júlí 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
29. júní 2022
Gunnar Guðni Tómasson
Raforkukerfið þarf sveigjanleika
22. júní 2022
Fossinn Dynkur er ofarlega í Þjórsá. Rennsli í honum myndi skerðast verulega með tilkomu Kjalölduveitu.
„Meira rennsli“ forsenda þess að stækkun Þjórsárvirkjana skili meiri orku
Til að stækkanir á þremur virkjunum Landsvirkjunar á hálendinu skili aukinni orku þarf meira vatn að renna í gegnum þær. Þrennt getur uppfyllt þá þörf: Bráðnun jökla, meiri úrkoma og ný veita.
19. júní 2022
„Valdaójafnvægi og yfirgangur“
„Þetta er orðið óheilbrigt samband. Þetta er valdaójafnvægi og yfirgangur,“ segir Anna Björk Hjaltadóttir, formaður Gjálpar, félags atvinnuuppbyggingar við Þjórsá, um samband heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi við Landsvirkjun.
17. júní 2022
Fossinn Dynkur er ofarlega í Þjórsá. Rennsli í honum myndi skerðast verulega með tilkomu Kjalölduveitu.
Er Kjalölduveita Norðlingaölduveita í dulargervi?
Landsvirkjun segir Kjalölduveitu nýjan virkjunarkost. Verkefnisstjórn rammaáætlunar segir um nýja útfærslu á hinni umdeildu Norðlingaölduveitu að ræða. Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir með ríkisfyrirtækinu og vill virkjunina úr verndarflokki.
14. júní 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
22. maí 2022
Kárahnjúkavirkjun er langstærsta virkjun á Íslandi.
87 prósent orkunnar seld til stórnotenda
Verð á kísilmálmi hækkaði um 450 prósent í fyrra miðað við árið 2020. Álverð hækkaði líka eftir að það versta í heimsfaraldrinum var yfirstaðið. Þetta er m.a. ástæða fyrir því að stóriðjan á Íslandi varð orkufrekari í fyrra.
4. maí 2022
Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti.
Landsvirkjun vill virkjanir í Héraðsvötnum og Skjálfanda í biðflokk
„Óafturkræfar afleiðingar“ hljótast af verndun heilla vatnasviða í kjölfar flokkunar eins virkjanakosts í verndarflokk, segir í umsögn forstjóra Landsvirkjunar um tillögu að rammaáætlun. Raforkukerfið sé fast að því „fullselt“.
1. mars 2022
Jökulsárnar í Skagafirði eiga upptök í Hofsjökli og vatnasvið þeirra er lítt raskað.
Vilja virkjanir í Skagafirði úr vernd í biðflokk
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill að Alþingi færi fjóra virkjanakosti í jökulám í Skagafirði úr verndarflokki í biðflokk er kemur að afgreiðslu rammaáætlunar. Virkjanirnar yrðu í óbyggðu víðerni og í ám sem eru vinsælar til flúðasiglinga.
25. febrúar 2022
Úlfar Þormóðsson
Sólbráðinn ís
25. febrúar 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Salan á eignarhlutum í Landsvirkjun var „algjört hneyksli“
Ef Reykjavíkurborg ætti enn 44,5 prósenta hlut sinn í Landsvirkjun hefði borgin fyrir skatt fengið sex til sjö milljarða króna í arð fyrir síðasta ár. Salan var „ algjört hneyksli“ segir borgarstjóri.
23. febrúar 2022
Efsti hluti Þjórsár yrði virkjaður yrði Kjalölduveita að veruleika.
Bíða tillagna stjórnvalda um hvernig stækka eigi biðflokk rammaáætlunar
Landsvirkjun vill á þessu stigi ekki taka afstöðu til þess hvaða einstaka virkjanakostir færist á milli flokka í tillögu að rammaáætlun sem lögð verður fram á Alþingi í mars. Fyrirtækið hefur áður sagt að færa ætti Kjalöldu úr vernd í biðflokk.
23. janúar 2022
Verne Global rekur gagnaver á Suðurnesjum. Fyrirtækið hyggst hætta starfsemi í rafmyntariðnaði á næstu mánuðum.
Landsvirkjun takmarkar sölu á orku til rafmyntavinnslu
Orkusala Landsvirkjunar til gagnavera nemur um 100 MW um þessar mundir. Til samanburðar er uppsett afl Vatnsfellsvirkjunar 90 MW. Um helmingur af starfsemi gagnaveranna tengist greftri eftir rafmyntum.
9. desember 2021
„Ég er tilbúin að berjast með öllu sem til þarf“
„Ég er þriðja kynslóðin sem stendur í baráttu gegn virkjunum,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík sem varð flökurt, fann kvíða og varð andvaka eftir að fréttist að Landsvirkjun hefði sótt um virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun.
3. júlí 2021
Hrauneyjafossstöð er í dag þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins.
Landsvirkjun vill vera alfarið utan hálendisþjóðgarðs – segist ekki hafa lagt til rekstur á jaðarsvæðum
Að mati Landsvirkjunar er mikilvægt að „hugtakið jaðarsvæði verði alfarið fjarlægt“ úr frumvarpi um hálendisþjóðgarð og leggst „eindregið gegn því“ að settar verði auknar kvaðir á starfsemi fyrirtækisins á hálendinu.
4. febrúar 2021
Búrfellsvirkjun. Tekist hefur verið á um raforkuverð Landsvirkjunar á opinberum vettvangi undanfarin misseri og líklegt er að sú umræða haldi áfram.
Deildar meiningar um samkeppnishæfni til framtíðar þrátt fyrir óháða úttekt
Samtök álframleiðenda segja að þrátt fyrir að niðurstöður óháðrar úttektar sýni að raforkuverð til álvera sé almennt ekki að skerða samkeppnishæfni þeirra við önnur Vesturlönd, sé í skýrslunni ekki tekin afstaða til þess verðs sem býðst í dag.
13. nóvember 2020
Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar
Landsvirkjun spyr hvort Norðurál sé að þvinga niður raforkuverð
Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um misnotkun á markaðsstöðu og segir þær keimlíkar hótunum sem móðurfyrirtæki þess hefur beitt orkusölum í Bandaríkjunum.
21. október 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Hagnaður Landsvirkjunar dregst saman um 41 prósent
Landsvirkjun hefur fundið fyrir eftirspurnarminnkun á orku vegna heimsfaraldursins samkvæmt forstjóra fyrirtæksins.
21. ágúst 2020
Hótanir um lokun álversins í Straumsvík ekki nýjar af nálinni
Í kjaradeilum hafa fyrirhuguð verkföll starfsmanna álversins verið sögð geta valdið því að álverið leggi upp laupana. Þar að auki var fyrirhuguð stækkun álversins sem var hafnað í kosningu sögð „forsenda þess að fyrirtækið geti haldið velli.“
25. júlí 2020
Gildandi raforkusamningur Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík var gerður í júní 2010.
Viðeigandi að trúnaði verði aflétt af samningum við öll álverin
Rio Tinto telur viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öllum samningum Landsvirkjunar við álver, ekki aðeins samningi vegna álversins í Straumsvík, „þannig að gagnsæi ríki og hægt sé að bera saman verð“.
23. júlí 2020
„Kísilver United Silicon, álver í Helguvík, kísilver Thorsil og stórskipahöfnin í Helguvík hafa engum tilgangi þjónað enn nema að brenna upp fjármuni og spilla heilsu íbúa.“
„Ekki ásættanlegt að gera áframhaldandi tilraunir á íbúum“
„Á meðan rökstuddur grunur leikur á að útblástur frá kísilverinu [í Helguvík] hafi verið ástæða veikinda íbúa [...] er rík ástæða til að óttast að heilsufari íbúanna verði stefnt í hættu með því að gangsetja verksmiðjuna aftur.“
29. júní 2020
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.
Breytt arðgreiðslustefna hjá Landsvirkjun
Landsvirkjun hefur samþykkt nýja arðgreiðslustefnu, sem ætlað er að hámarka arðstekjur ríkissjóðs af fjármunum sem bundnir eru í fyrirtækinu og afrakstur af orkuauðlindunum. Tíu milljarða arðgreiðsla þessa árs var reiknuð í samræmi við nýju stefnuna.
7. maí 2020
Óska eftir mati Landsvirkjunar á rekstrarstöðu fyrirtækja í orkufrekum iðnaði
Fjármálaráðherra og ráðherra iðnaðarmála funduðu í síðustu viku með forstjóra og stjórnarformanni Landsvirkjunar og óskuðu þar eftir mati Landsvirkjunar á rekstrarstöðu fyrirtækja í orkufrekum iðnaði á Íslandi.
20. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
7. apríl 2020
Hvammsvirkjun er fyrirhuguð í neðri hluta Þjórsár. Myndað yrði lón í farvegi árinnar.
Ný virkjun í neðri hluta Þjórsár í forgangi hjá Landsvirkjun
Landsvirkjun hefur sett fimm virkjanahugmyndir í forgang. Ein þeirra er Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Tvær virkjanir til viðbótar eru svo fyrirhugaðar í ánni. Fyrirtækið áformar auk þess stækkun þriggja virkjana á hálendinu.
3. mars 2020
Skjaldfannardalur við Ísafjarðardjúp og Drangajökull í baksýn. Bæirnir Laugaland (t.h.) og Skjaldfönn (t.v.) ásamt mögulegu stöðvarhúsi (gulur kassi ofarlega fyrir miðju).).
Landsvirkjun ætlar ekki í Austurgilsvirkjun
Landsvirkjun hefur ákveðið að undangenginni skoðun á fyrirhugaðri Austurgilsvirkjun að halda ekki áfram með verkefnið af sinni hálfu. Forsvarsmaður verkefnisins segir að næstu skref verði tekin eftir afgreiðslu rammaáætlunar.
4. febrúar 2020
Annar áfangi aflstöðvarinnar á Þeistareykjum hóf starfsemi í fyrra.
Landsvirkjun hagnaðist um 14 milljarða króna
Skapast skilyrði til að auka arðgreiðslur Landsvirkjunar í skrefum til eiganda sín, íslenska ríkisins, eftir miklar framkvæmdir og skuldaniðurgreiðslur á undanförnum árum.
28. febrúar 2019
Erfitt fyrir Íslendinga að hugsa langt fram í tímann og byggja innviði
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að stundum þurfi einfaldlega að taka ákvarðanir og gera það sem er hagkvæmast og hentugast á hverjum tíma. Það virðist erfitt fyrir Íslendinga og við þurfum að taka okkur á í þeim efnum.
20. október 2018
Segir rammaáætlun þurfa að meta efnahagslega þætti
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segist ekki vita almennilega í hvaða stöðu rammaáætlun sé. Hún virðist láta meta alla aðra þætti en efnahagslega þegar fundið er út úr því hvaða landsvæði eigi að vernda gagnvart orkunýtingu.
18. október 2018
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Fjórföld hækkun forstjóralauna ríkisfyrirtækja miðað við launaþróun
Launahækkun forstjóra Landsbankans, Isavia og Landsvirkjunar á síðustu árum var fjórum sinnum meiri en breytingar á almennri launavísitölu.
30. júní 2018
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Laun forstjóra Landsvirkjunnar hækkuðu um 1,2 milljónir
Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu mun meira á síðasta ári en talið var, en hækkunin nam um 58 prósentum.
30. júní 2018
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Eignir Landsvirkjunar 455 milljarður – Hagnaður minnkar milli ára
Rekstur Landsvirkjunar versnaði milli ára, en forstjórinn segir niðurstöðu ársins ásættanlega.
1. mars 2017
Frá undirritun samningsins 10. maí. Fyrir miðju sitja Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Hákon Björnsson, forstjóri Thorsil. Á myndinni eru einnig Jón Sveinsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, og Eyþór Arnalds, stjórnarmaður í Thorsil.
Engin ólögmæt ríkisaðstoð í samningi við Thorsil
ESA hefur samþykkt raforkusamning Landsvirkjunar við Thorsil. Mál ESA gegn íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum um ívilnunarsamninga við m.a. Thorsil hefur ekki verið til lykta leitt.
20. júní 2016
Björgvin Skúli Sigurðsson
Tækifæri fyrir frumkvöðla í íslenskum orkuiðnaði
18. júní 2016
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Vonar að nýr samningur við Norðurál muni skila umtalsvert hærri tekjum
13. maí 2016
Álverð ræður ekki lengur raforkuverði til Norðuráls
Raforkuverð Landsvirkjunar til Norðuráls verður ekki lengur tengt álverði, heldur alþjóðlegu markaðsverði Nord Pool. Landsvirkjun og Norðurál hafa nú náð samkomulagi um raforkuverð eftir langar deilur.
13. maí 2016