Landsvirkjun vill virkjanir í Héraðsvötnum og Skjálfanda í biðflokk

„Óafturkræfar afleiðingar“ hljótast af verndun heilla vatnasviða í kjölfar flokkunar eins virkjanakosts í verndarflokk, segir í umsögn forstjóra Landsvirkjunar um tillögu að rammaáætlun. Raforkukerfið sé fast að því „fullselt“.

Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti.
Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti.
Auglýsing

Lands­virkjun óskar eftir því að umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is, sem nú hefur þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að 3. áfanga ramma­á­ætl­unar til umfjöll­un­ar, færi virkj­ana­kost­inn Kjalöldu­veitu úr vernd­ar­flokki í bið­flokk og Búr­fellslund úr bið­flokki í nýt­ingu. Fyr­ir­tækið bendir enn­fremur í umsögn sinni um til­lög­una á þær „óaft­ur­kræfu afleið­ingar sem verndun heilla vatna­sviða í kjöl­far flokk­unar eins virkj­un­ar­kosts í vernd­ar­flokk hefur í för með sér. Slík flokkun getur þannig komið í veg fyrir alla fram­tíð­ar­nýt­ingu vatna­sviðs­ins, óháð stað­setn­ingu eða stærð­argráðu. Fyr­ir­tækið mælist til að slíkar ákvarð­anir verði látnar bíða heild­stæðrar end­ur­skoð­unar á ramma­á­ætlun og umræddir virkj­un­ar­kostir í vatns­afli verði færðir í bið­flokk“.

Nokkrir virkj­ana­kostir fyr­ir­tæk­is­ins í ann­ars vegar Hér­aðs­vötnum (Jök­ulsá aust­ari og vest­ari) eru í vernd­ar­flokki til­lög­unnar sem og nokkrir kostir í Skjálf­anda­fljóti.

Auglýsing

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar er nú komin til þing­legrar með­ferðar í fjórða sinn á rúm­lega fimm árum. Núgild­andi ramma­á­ætl­un, þar sem virkj­ana­hug­myndir eru flokk­aðar í nýt­ing­ar-, bið- og vernd­ar­flokk, er frá árinu 2013 og er því orðin níu ára göm­ul. Verk­efn­is­stjórnir næstu tveggja áfanga hafa lokið störfum og stjórn þess fimmta þegar hafið störf.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks er að finna lof­orð um að lokið verði við þriðja áfang­ann. Því er hins vegar bætt við í sömu setn­ingu að fjölga eigi kostum í bið­flokki. Hægt er að hreyfa við flokk­un­inni svo lengi sem Orku­stofnun hefur ekki gefið út virkj­ana­leyfi fyrir kosti í nýt­ing­ar­flokki eða svæði í vernd­ar­flokki hafi verið frið­lýst.

Um 80 kostir í jarð­varma, vatns­afli og vind­orku eru flokk­aðir í þrennt í til­lög­unni sem byggir alfarið á nið­ur­stöðu verk­efn­is­stjórnar áætl­un­ar­innar sem skil­aði af sér loka­skýrslu á ágúst árið 2016. Lands­virkjun telur hins vegar ákvörðun verk­efn­is­stjórn­ar­innar um að raða Kjalöldu­veitu í vernd­ar­flokk ekki í sam­ræmi við lög. Stjórnin hafi tekið stjórn­valds­á­kvörðun sem hún sé ekki bær að lögum til að taka með því að raða kost­inum beint í vernd­ar­flokk án umfjöll­unar fag­hópa. Var það gert á þeim rökum að Kjalöldu­veita væri breytt útfærsla Norð­linga­öldu­veitu sem væri í vernd­ar­flokki, að sama vatna­svið, Þjórs­ár­ver, væri undir í báðum til­vik­um.

Lands­virkjun telur að ákvörðun verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­unar um flokkun Kjalöldu­veitu í vernd­ar­flokk án umfjöll­unar fag­hópa hafi verið ólög­mæt og óskar því eftir því að honum verði í með­förum Alþingis raðað í bið­flokk.

Raf­orku­kerfið fullselt

„Við stöndum á tíma­mótum þar sem orku­þörf eykst og ákall heims­ins er að sú orka verði end­ur­nýj­an­leg,“ segir í umsögn Lands­virkj­unar sem Hörður Arn­ar­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, rit­ar. Breyt­ingar sem nú þegar eru hafnar og munu aukast umtals­vert á næstu ára­tugum s.s. orku­skipti og 4. iðn­bylt­ingin séu þar gott dæmi. „Lands­virkjun styður heils­hugar metn­að­ar­full áform rík­is­stjórn­ar­innar í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum og mark­mið um full orku­skipti eigi síðar en árið 2040. Fyr­ir­tækið bendir á að eigi þau mark­mið að nást er nauð­syn­legt að auka orku­öfl­un.“

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Mynd: Bára Huld Beck

Hörður skrifar að raf­orku­kerfið sé fast að því fullselt og raf­orku­flutn­ings­kerfið full­lestað. Megi í því sam­hengi benda á nýlegar skerð­ingar til við­skipta­vina Lands­virkj­unar sem séu að hluta til til komnar vegna hind­r­ana í flutn­ings­kerfi raf­orkunn­ar. „Í því ljósi bendir Lands­virkjun á að mik­il­vægt er að hafa stað­setn­ingu virkj­un­ar­kosta til hlið­sjónar við röðun á virkj­un­ar­kostum í nýt­ing­ar­flokk, bið­flokk og vernd­ar­flokk,“ skrifar Hörð­ur. „Fyr­ir­séð er að orku­þörf muni aukast mikið á sunn­an­verðu land­inu og því er æski­legt að tæki­færi séu til auk­innar orku­öfl­unar í þeim lands­hluta.“

Þeir virkj­ana­kostir sem Lands­virkjun áformar að virkja næst eru allir í nýt­ing­ar­flokki sam­kvæmt núgild­andi ramma­á­ætl­un. Þetta eru Hvamms­virkjun í Þjórsá (93 MW), virkj­anir á veitu­leið Blöndu (28 MW) og stækkun Þeista­reykja­virkj­un­ar.

Urriðafoss í Þjórsá. Mynd: Wikicommons

Í til­lögu að 3. áfanga áætl­un­ar­innar eru fjórir nýir virkj­ana­kostir Lands­virkj­unar settir í nýt­ing­ar­flokk: Skrokköldu­virkjun á vatna­sviði Köldu­kvísl­ar, Holta­virkjun og Urriða­foss­virkjun í neðri hluta Þjórsá og vind­orku­kost­ur­inn Blöndu­lund­ur. Ekki var breytt flokkun fjög­urra virkj­ana­hug­mynda fyr­ir­tæk­is­ins í nýt­ing­ar­flokki: Hvamms­virkj­un, virkj­anir á veitu­leið Blöndu­virkj­un­ar, Bjarn­arflags­virkjun og Kröflu­virkj­un.

Sex nýir virkj­un­ar­kostir Lands­virkj­unar eru í bið­flokki til­lög­unn­ar: Tvær útfærslur virkj­unar Hólmsár, Stóra-­Laxá, Hágöngu­virkj­un, jarð­varma­kost­ur­inn Fremri­námar og vind­orku­kost­ur­inn Búr­fellslund­ur.

Í vernd­ar­flokki til­lög­unnar eru þrír kostir Lands­virkj­unar í Hér­aðs­vötn­um: Skata­staða­virkj­anir C og D og Vill­inga­nes­virkj­un. Í þann flokk er enn­fremur lagt til að setja fjórar virkj­ana­hug­myndir fyr­ir­tæk­is­ins í Skjálf­anda­fljóti: Fljóts­hnjúks­virkjun og Hrafna­bjarga­virkj­anir A, B og C. Allir þessir kostir eru flokk­aðir í bið­flokk í núgild­andi ramma­á­ætl­un.

Auglýsing

Verk­efn­is­stjórn þriðja áfanga lagði svo ekki til breyt­ingar á flokkun fimm kosta sem eru þegar í vernd­ar­flokki núgild­andi ramma­á­ætl­un­ar. Þar eru hinar fyrr­nefndu virkj­anir kenndar við Kjalöldu ann­ars vegar og Norð­inga­öldu hins veg­ar, báðar á vatna­sviði Þjórs­ár, ein útgáfa Hólmsár­virkj­un­ar, Tungna­ár­lón og Gjá­stykki. Ljóst er að ekki verður hróflað við flokkun þriggja þess­ara virkj­ana­hug­mynda því Guð­mundur Ingi Guð­brands­son frið­lýsti hluta Hólmsár, Gjá­stykki og Tungnaá á síð­asta kjör­tíma­bili er hann var umhverf­is­ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent