Alþjóðleg viðurkenning á þjóðarmorðum geti verið lykillinn að því að réttlætisferli hefjist

Þingmenn fimm flokka vilja að Alþingi viðurkenni Anfal-herferðina, sem átti sér stað á árunum 1986 til 1989, sem þjóðarmorð á Kúrdum og glæp gegn mannkyni.

Lenya Rún Taha Karim
Lenya Rún Taha Karim
Auglýsing

Átján þing­menn Pírata, Flokks fólks­ins, Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna hafa lagt fram til­lögu til þings­á­lykt­unar um að við­ur­kenna Anfal-her­ferð­ina sem þjóð­ar­morð á Kúr­d­um.

Fyrsti flutn­ings­maður er Lenya Rún Taha Karim, vara­þing­maður Pírata. Þing­menn­irnir vilja að Alþingi við­ur­kenni Anfal-her­ferð­ina, sem átti sér stað á árunum 1986 til 1989, sem þjóð­ar­morð á Kúr­dum og glæp gegn mann­kyni.

Fram kemur í álykt­un­inni að hún hafi áður verið lögð fram á síð­asta þingi en ekki hlotið afgreiðslu. Hún sé nú lögð fram að nýju óbreytt.

Auglýsing

Ráð­ist inn á heim­ili Kúrda að nóttu til, heim­il­is­fólkið dregið út og það sent í útrým­ing­ar­búðir

Í grein­ar­gerð með álykt­un­inni segir að Sam­ein­uðu þjóð­irnar hefðu sam­þykkt árið 1948 að for­dæma skyldi þjóð­ar­morð og refsa þeim sem þau fremja. Þjóð­ar­morð séu glæpur sam­kvæmt þjóða­rétti og feli í sér kerf­is­bundna útrým­ingu þjóðar eða þjóð­ar­brots.

„Í sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna um ráð­staf­anir gegn og refs­ingar fyrir þjóð­ar­morð eru þau skil­greind sem refsi­verður verkn­að­ur, framin í þeim til­gangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóð­ern­is­hópi, kyn­stofni eða trú­ar­flokki, með því að drepa ein­stak­linga úr við­kom­andi hópi, skaða þá lík­am­lega eða and­lega, þröngva við­kom­andi hópi af ásetn­ingi til þess að búa við lífs­skil­yrði sem miða að eyð­ingu hóps­ins eða hluta hans, beita þving­un­ar­að­gerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barns­fæð­ingar í hópnum eða flytja börn með valdi úr hópn­um,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þá kemur fram að á árunum 1986 til 1989 hefðu á bil­inu 100.000 til 180.000 verið Kúrdar teknir af lífi í Anfal-her­ferð­inni sem fram­kvæmd var af Ba'ath flokknum í Írak undir stjórn Saddam Hussein. Anfal-her­ferðin hafi verið fram­kvæmd í átta stig­um, þar sem meðal ann­ars hafi verið ráð­ist inn á heim­ili Kúrda að nóttu til, heim­il­is­fólkið dregið út og það sent í útrým­ing­ar­búð­ir.

Enn verið að finna og grafa upp fjölda­grafir á víð og dreif um Suð­ur­-Kúr­distan

Greint er frá því að við hafi tekið ferli sem mið­aði að því að skipta út þjóð­flokki Kúrda alfarið fyrir fólk af arab­ískum upp­runa í Suð­ur­-Kúr­dist­an. Sam­kvæmt Mann­rétt­inda­vakt­inni dóu á bil­inu 50.000 til 100.000 Kúrdar á árunum 1986 til 1988, en kúrdískir emb­ætt­is­menn telja að hátt í 182.000 manns hafi týnt lífi. Hver sem end­an­leg tala er þá er enn verið að finna og grafa upp fjölda­grafir á víð og dreif um Suð­ur­-Kúr­distan, segir í til­lög­unni.

„Saddam Hussein rétt­lætti Anfal-her­ferð­ina á grund­velli túlk­unar á 8. súru Kór­ans­ins um að Kúrdar væru í raun ekki alvöru múslimar heldur synd­ar­ar. Að taka naut­gripi, pen­inga, kindur og kúrdískar konur frá heim­ilum var gert lög­legt og rétt­lætt með vísan í 8. súru Kór­ans­ins.

Anfal-her­ferðin hefur enn mikil áhrif á stöðu Kúrda. Þús­undir Kúrda eru án heim­ilis og á flótta, fjöl­mörg börn ólust upp án for­eldra og á mun­að­ar­leys­ingja­hæl­um, þorp og land­svæði voru þurrkuð út og enn er verið að vinna að því byggja þau aftur upp, sam­tímis því sem lík­ams­leifar fleiri fórn­ar­lamba finn­ast enn,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Dæmdur til dauða en ekki fyrir þátt sinn í Anfal-her­ferð­inni

Bent er á að Saddam Hussein hafi verið dæmdur til dauða en ekki fyrir þátt sinn í Anfal-her­ferð­inni. „Margir Kúrdar gera enn kröfu um að rétt­læt­inu verði full­nægt í ljósi þess að Hussein hlaut ekki dóm fyrir þátt sinn í Anfal-her­ferð­inni.

Ba'ath-­flokk­ur­inn var lagður niður og kúrdísk upp­reisn gegn honum árið 1991 leiddi af sér kúrdíska rík­is­stjórn í Suð­ur­-Kúr­distan árið 1992. Með­limir Ba'ath-­flokks­ins voru útskúf­aðir úr kúrdískum bæjum og þorpum þar til árs­ins 1996. Eft­ir­lif­endum Anfal-her­ferð­ar­innar og þeim sem náðu að flýja útrým­ing­ar­búðir hefur verið boðið aftur til Kúr­distan til að bera vitni gegn sak­born­ingum í rétt­ar­höld­um.“

Við­ur­kenn­ing og for­dæm­ing á verkn­að­inum mik­il­vægt skref

Að lokum segir í grein­ar­gerð­inni að Bret­land, Sví­þjóð, Nor­egur og Suð­ur­-Kórea hafi þegar við­ur­kennt Anfal-her­ferð­ina sem þjóð­ar­morð. Áfram­hald­andi við­ur­kenn­ing og for­dæm­ing á verkn­að­inum sé mik­il­vægt skref í skiln­ingi alþjóða­laga til að tryggja þeim sem lifðu hörm­ung­arnar af aðgang að ferlum sem miða að upp­gjöri og rétt­læti, en dæmi frá Bosníu og Her­segóvínu, Rúanda og víðar hafi sýnt að alþjóð­leg við­ur­kenn­ing á þjóð­ar­morðum getur verið lyk­ill­inn að því að rétt­læt­is­ferli hefj­ist.

„Þótt atburð­irnir séu nær okkur í tíma en til að mynda hel­förin eða þjóð­ar­morð Tyrkja á Armen­um, þá er mik­il­vægi við­ur­kenn­ingar nú enn meira í ljósi við­var­andi skerð­ingar á mann­rétt­indum Kúrda í Tyrk­landi, Írak, Sýr­landi og víð­ar, áfram­hald­andi flótta­manna­stöðu tug­þús­unda Kúr­da, þáttar Kúrda í nið­ur­falli Daesh- sam­tak­anna (IS­IS), og ekki hvað síst við­leitni Kúrda til þess að fá Kúr­distan við­ur­kennt sem sjálf­stætt ríki þeirra,“ segir að lokum í grein­ar­gerð þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent