Alþjóðleg viðurkenning á þjóðarmorðum geti verið lykillinn að því að réttlætisferli hefjist

Þingmenn fimm flokka vilja að Alþingi viðurkenni Anfal-herferðina, sem átti sér stað á árunum 1986 til 1989, sem þjóðarmorð á Kúrdum og glæp gegn mannkyni.

Lenya Rún Taha Karim
Lenya Rún Taha Karim
Auglýsing

Átján þing­menn Pírata, Flokks fólks­ins, Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna hafa lagt fram til­lögu til þings­á­lykt­unar um að við­ur­kenna Anfal-her­ferð­ina sem þjóð­ar­morð á Kúr­d­um.

Fyrsti flutn­ings­maður er Lenya Rún Taha Karim, vara­þing­maður Pírata. Þing­menn­irnir vilja að Alþingi við­ur­kenni Anfal-her­ferð­ina, sem átti sér stað á árunum 1986 til 1989, sem þjóð­ar­morð á Kúr­dum og glæp gegn mann­kyni.

Fram kemur í álykt­un­inni að hún hafi áður verið lögð fram á síð­asta þingi en ekki hlotið afgreiðslu. Hún sé nú lögð fram að nýju óbreytt.

Auglýsing

Ráð­ist inn á heim­ili Kúrda að nóttu til, heim­il­is­fólkið dregið út og það sent í útrým­ing­ar­búðir

Í grein­ar­gerð með álykt­un­inni segir að Sam­ein­uðu þjóð­irnar hefðu sam­þykkt árið 1948 að for­dæma skyldi þjóð­ar­morð og refsa þeim sem þau fremja. Þjóð­ar­morð séu glæpur sam­kvæmt þjóða­rétti og feli í sér kerf­is­bundna útrým­ingu þjóðar eða þjóð­ar­brots.

„Í sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna um ráð­staf­anir gegn og refs­ingar fyrir þjóð­ar­morð eru þau skil­greind sem refsi­verður verkn­að­ur, framin í þeim til­gangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóð­ern­is­hópi, kyn­stofni eða trú­ar­flokki, með því að drepa ein­stak­linga úr við­kom­andi hópi, skaða þá lík­am­lega eða and­lega, þröngva við­kom­andi hópi af ásetn­ingi til þess að búa við lífs­skil­yrði sem miða að eyð­ingu hóps­ins eða hluta hans, beita þving­un­ar­að­gerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barns­fæð­ingar í hópnum eða flytja börn með valdi úr hópn­um,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þá kemur fram að á árunum 1986 til 1989 hefðu á bil­inu 100.000 til 180.000 verið Kúrdar teknir af lífi í Anfal-her­ferð­inni sem fram­kvæmd var af Ba'ath flokknum í Írak undir stjórn Saddam Hussein. Anfal-her­ferðin hafi verið fram­kvæmd í átta stig­um, þar sem meðal ann­ars hafi verið ráð­ist inn á heim­ili Kúrda að nóttu til, heim­il­is­fólkið dregið út og það sent í útrým­ing­ar­búð­ir.

Enn verið að finna og grafa upp fjölda­grafir á víð og dreif um Suð­ur­-Kúr­distan

Greint er frá því að við hafi tekið ferli sem mið­aði að því að skipta út þjóð­flokki Kúrda alfarið fyrir fólk af arab­ískum upp­runa í Suð­ur­-Kúr­dist­an. Sam­kvæmt Mann­rétt­inda­vakt­inni dóu á bil­inu 50.000 til 100.000 Kúrdar á árunum 1986 til 1988, en kúrdískir emb­ætt­is­menn telja að hátt í 182.000 manns hafi týnt lífi. Hver sem end­an­leg tala er þá er enn verið að finna og grafa upp fjölda­grafir á víð og dreif um Suð­ur­-Kúr­distan, segir í til­lög­unni.

„Saddam Hussein rétt­lætti Anfal-her­ferð­ina á grund­velli túlk­unar á 8. súru Kór­ans­ins um að Kúrdar væru í raun ekki alvöru múslimar heldur synd­ar­ar. Að taka naut­gripi, pen­inga, kindur og kúrdískar konur frá heim­ilum var gert lög­legt og rétt­lætt með vísan í 8. súru Kór­ans­ins.

Anfal-her­ferðin hefur enn mikil áhrif á stöðu Kúrda. Þús­undir Kúrda eru án heim­ilis og á flótta, fjöl­mörg börn ólust upp án for­eldra og á mun­að­ar­leys­ingja­hæl­um, þorp og land­svæði voru þurrkuð út og enn er verið að vinna að því byggja þau aftur upp, sam­tímis því sem lík­ams­leifar fleiri fórn­ar­lamba finn­ast enn,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Dæmdur til dauða en ekki fyrir þátt sinn í Anfal-her­ferð­inni

Bent er á að Saddam Hussein hafi verið dæmdur til dauða en ekki fyrir þátt sinn í Anfal-her­ferð­inni. „Margir Kúrdar gera enn kröfu um að rétt­læt­inu verði full­nægt í ljósi þess að Hussein hlaut ekki dóm fyrir þátt sinn í Anfal-her­ferð­inni.

Ba'ath-­flokk­ur­inn var lagður niður og kúrdísk upp­reisn gegn honum árið 1991 leiddi af sér kúrdíska rík­is­stjórn í Suð­ur­-Kúr­distan árið 1992. Með­limir Ba'ath-­flokks­ins voru útskúf­aðir úr kúrdískum bæjum og þorpum þar til árs­ins 1996. Eft­ir­lif­endum Anfal-her­ferð­ar­innar og þeim sem náðu að flýja útrým­ing­ar­búðir hefur verið boðið aftur til Kúr­distan til að bera vitni gegn sak­born­ingum í rétt­ar­höld­um.“

Við­ur­kenn­ing og for­dæm­ing á verkn­að­inum mik­il­vægt skref

Að lokum segir í grein­ar­gerð­inni að Bret­land, Sví­þjóð, Nor­egur og Suð­ur­-Kórea hafi þegar við­ur­kennt Anfal-her­ferð­ina sem þjóð­ar­morð. Áfram­hald­andi við­ur­kenn­ing og for­dæm­ing á verkn­að­inum sé mik­il­vægt skref í skiln­ingi alþjóða­laga til að tryggja þeim sem lifðu hörm­ung­arnar af aðgang að ferlum sem miða að upp­gjöri og rétt­læti, en dæmi frá Bosníu og Her­segóvínu, Rúanda og víðar hafi sýnt að alþjóð­leg við­ur­kenn­ing á þjóð­ar­morðum getur verið lyk­ill­inn að því að rétt­læt­is­ferli hefj­ist.

„Þótt atburð­irnir séu nær okkur í tíma en til að mynda hel­förin eða þjóð­ar­morð Tyrkja á Armen­um, þá er mik­il­vægi við­ur­kenn­ingar nú enn meira í ljósi við­var­andi skerð­ingar á mann­rétt­indum Kúrda í Tyrk­landi, Írak, Sýr­landi og víð­ar, áfram­hald­andi flótta­manna­stöðu tug­þús­unda Kúr­da, þáttar Kúrda í nið­ur­falli Daesh- sam­tak­anna (IS­IS), og ekki hvað síst við­leitni Kúrda til þess að fá Kúr­distan við­ur­kennt sem sjálf­stætt ríki þeirra,“ segir að lokum í grein­ar­gerð þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent