Mótmæla „harðlega“ að Skrokkalda fari í nýtingarflokk

„Þessi virkjanakostur ætti að vera í verndarflokki,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar um Skrokkölduvirkjun sem áformuð er á hálendinu. Samtökin minna á mikilvægi náttúrunnar fyrir ferðaþjónustuna.

Landsvirkjun hyggst reisa nýja 45 MW virkjun við Skrokköldu á Sprengisandi.
Landsvirkjun hyggst reisa nýja 45 MW virkjun við Skrokköldu á Sprengisandi.
Auglýsing

Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar, SAF, „mót­mæla því harð­lega“ að Skrokköldu­virkjun sé sett í nýt­ing­ar­flokk þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar líkt og þings­á­lykt­un­ar­til­laga, sem mælt hefur verið fyrir á Alþingi, gerir ráð fyr­ir. „Þessi virkj­ana­kostur ætti að vera í vernd­ar­flokki enda við jaðar stærsta þjóð­garðs Evr­ópu og ferða­menn geta í dag notið víð­ernis á stórum hluta þessa svæð­is. Þó svo að áhrif þess­arar virkj­unar séu mun minni en af Hágöngu­virkj­unum þá er hún fyr­ir­huguð á svæði sem alls ekki ætti að raska,“ skrifa sam­tökin í umsögn sinni um þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una.

Einnig lýsa þau yfir áhyggjum yfir að Aust­urengjar við Krýsu­vík og Þver­ár­dalur á Hell­is­heiði séu flokkuð í nýt­ing­ar­flokk og fara fram á að beðið sé með fram­kvæmdir á þessum svæð­um.

Auglýsing

Sam­tökin lýsa hins vegar mik­illi ánægju með þau svæði sem flokkuð eru í vernd sam­kvæmt til­lög­unni „Vatna­svæði Hér­aðs­vatna og þar með jök­ul­árnar í Skaga­firði eru mjög mik­il­væg fyrir ferða­þjón­ustu í Skaga­firði og eru mögu­leikar flúða­sigl­inga ein helsta und­ir­staða ferða­þjón­ustu svæð­is­ins,“ skrifa sam­tökin í umsögn sinni.

Þá benda þau á að við Skjálf­anda­fljót eru margir mik­il­væg­ustu ferða­manna­staðir og ferða­leiðir á norð­ur­há­lend­inu, þar eru for­sendur til frek­ari dreif­ingar ferða­manna og auk­innar starf­semi. Einnig sé Skaftá og vatna­svæði hennar mik­il­vægt fyrir ört vax­andi ferða­mennsku og þjón­ustu henni tengdri á stóru svæði á Suð­ur­landi.

Sam­tökin segja mik­il­vægt fyrir ímynd lands­ins að Þjórs­ár­ver séu óraskað svæði og segja nátt­úru vest­ur­svæða Þjórsár mik­il­væga. Svæðið þoli ekki mikla ferða­mennsku og sú ferða­mennska sem þar á sér stað verði að vera tak­mörk­uð. „Virða verður á allan hátt hina við­kvæmu nátt­úru svæð­is­ins.“ Einn virkj­ana­kostur ofar­lega í Þjórsá, Kjalöldu­veita, er í vernd­ar­flokki til­lög­unn­ar.

Að mati Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar er það „engan veg­inn ásætt­an­legt“ að Búð­ar­tungu­virkj­un, rétt ofan við Gull­foss, verði að veru­leika. Kost­ur­inn er sem stendur í bið­flokki til­lögu að ramma­á­ætl­un. Öll röskun í og við þennan mik­il­væga ferða­manna­stað sé „með öllu óásætt­an­leg“.

HS Orka áformar jarðvarmavirkjun í Austurengjum. Mynd: Ellert Grétarsson

Þá vilja sam­tökin ítreka að Torfa­jök­uls­svæðið verði fært í vernd­ar­flokk. Gras­hagi og Sand­fell liggi í nágrenni við vin­sæl­ustu og mest sóttu göngu­leið lands­ins, Lauga­veg­inn, sem heilli bæði inn­lenda og erlenda göngugarpa. „Öll óæski­leg sjón­mengun hefur áhrif á upp­lifun ferða­manna af svæð­inu og því aug­ljóst að öll upp­bygg­ing á orku­mann­virkjum myndi hafa nei­kvæð áhrif á nátt­úru­upp­lifun þeirra gesta sem sækja svæðið heim.“

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar minna í umsögn sinni á að ákvarð­anir um að taka ný svæði til orku­nýt­ingar þurfi að vera mjög vel ígrund­að­ar. „Vinna þarf mark­visst að verndun og skyn­sam­legri nýt­ingu þeirrar auð­lindar sem nátt­úra Íslands er, bæði í nútíð og langri fram­tíð,“ segir í umsögn­inni og ítreka sam­tökin að horfa verði á nátt­úru­auð­lind­ina á mun víð­ari grunni en gert hefur verið hingað til og stefna þannig að því að ná saman skipu­lagi sem horfi til lang­tíma­mark­miða við nýt­ingu og verndun íslenskrar nátt­úru.“

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra mælti fyrir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar í byrjun febr­ú­ar. Hann er fjórði umhverf­is­ráð­herr­ann sem leggur nákvæm­lega sömu til­lögu fyrir þingið á rúm­lega fimm árum. Tíð stjórn­ar­skipti urðu fyrstu árin til þess að ekki náð­ist að afgreiða til­lög­una. Guð­mundur Ingi Guð­brands­son mælti einnig fyrir til­lög­unni er hann gegndi emb­ætti umhverf­is­ráð­herra en hún hlaut sömu örlög og árin á und­an.

Núgild­andi ramma­á­ætlun er orðin níu ára göm­ul.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks er að finna lof­orð um að lokið verði við þriðja áfang­ann. Því er hins vegar bætt við í sömu setn­ingu að fjölga eigi kostum í bið­flokki.

Þetta hefur orðið til þess að hags­muna­að­ilar hafa ýtt á að ákveðnir kostir sem eru í vernd­ar­flokki verði færðir í bið­flokk. Það gerði t.d. meiri­hluti byggð­ar­ráðs Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar sem vill að virkj­anir í Hér­aðs­vötnum (Jök­ulsá aust­ari og vest­ari) fari í bið­flokk. HS orka vill að Búlands­virkjun verði færð úr vernd­ar­flokki.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent