Landvernd

Segja Búlandsvirkjun eiga „fullt erindi í nýtingarflokk“

Að mati HS orku ætti að endurmeta þá þætti sem taldir voru neikvæðir og urðu til þess að Búlandsvirkjun í Skaftá var sett í verndarflokk þingsályktunartillögu að rammaáætlun. Tillagan verður lögð fram á Alþingi í fjórða sinn á næstunni.

Búlands­virkj­un, ein af fáum stórum vatns­afls­kostum ramma­á­ætl­un­ar, ætti fullt erindi í nýt­ing­ar­flokk – alla vega ætti að skoða vand­lega þá þætti sem taldir voru nei­kvæðir og meta á ný. Það eru ekki margir stórir vatns­afls­kostir með góðri miðlun í ramma­á­ætl­unum og full ástæða til að meta sér­stak­lega stöðu þeirra.“

Þetta kemur fram í svörum HS Orku við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um þær virkj­ana­hug­myndir fyr­ir­tæk­is­ins sem voru til umfjöll­unar í þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar á árunum 2013-2016. Þeirri vinnu lauk með loka­skýrslu verk­efn­is­stjórnar haustið 2016 og til­lögu að flokkun virkj­ana­kosta sem svo aftur var sett óbreytt fram í til­lögu til þings­á­lykt­unar um áætlun um vernd og orku­nýt­ingu sem Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, lagði fyrst fram fyrir Alþingi þetta sama haust. Ekki náð­ist að afgreiða hana áður en stjórn­ar­slit urðu í jan­úar 2017. Nýr umhverf­is­ráð­herra, Björt Ólafs­dótt­ir, lagði til­lög­una fram í annað sinn en aftur urðu stjórn­ar­slit og til­lagan enn óaf­greidd.

Þriðji ráð­herr­ann sem lagði til­lög­una fram var Guð­mundur Ingi Guð­brands­son. Hún var fyrst á dag­skrá þings­ins í hans tíð í umhverf­is­ráðu­neyt­inu vorið 2020 og svo aftur á haust­þing­inu það sama ár. En málið bif­að­ist ekki. Nú er komið að fjórða umhverf­is­ráð­herr­an­um, Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, að leggja til­lög­una fram og er hún á dag­skrá þings­ins 31. mars næst­kom­andi.

Það eru því liðin rúm­lega fimm ár frá því að til­lagan að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar var fyrst lögð fram á Alþingi. Núgild­andi ramma­á­ætl­un, 2. áfangi, er orðin níu ára göm­ul, var sam­þykkt á Alþingi í jan­úar árið 2013.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en ljóst er að ramma­á­ætl­un, sem á að greiða úr ágrein­ingi i sam­fé­lag­inu um virkj­ana- og nátt­úru­vernd­ar­mál, hefur ítrekað strandað í sölum Alþing­is. Stjórn­mála­mönnum hefur ekki lán­ast að afgreiða þriðja áfanga hennar og eftir því sem árin líða vakna spurn­ingar um hvort þeir virkj­ana­kostir sem í henni eru flokk­aðir í ýmist nýt­ing­ar-, bið- eða vernd­ar­flokk, séu yfir­höfuð fýsi­legir í dag, líkt og Skipu­lags­stofnun benti m.a. á í umsögn sinni um til­lög­una fyrir ári síð­an.

Einnig má velta fyrir sér hvort for­gangs­röðun orku­fyr­ir­tækj­anna, sem leggja flesta kost­ina fram til umfjöll­un­ar, hafi breyst á þessum langa tíma. Þá má ekki gleyma að á und­an­förnum árum hafa nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið hlotið auk­inn byr í segl­in, ferða­mönnum sem koma hingað til að njóta hinnar sér­ís­lensku nátt­úru fjölg­aði gríð­ar­lega hratt á árunum fyrir heims­far­aldur og lofts­lags­mál, angi umhverf­is­verndar sem fólk telur ýmist kalla á frek­ari virkj­anir eða einmitt ekki, orðin mun fyr­ir­ferð­ar­meiri í allri opin­berri umræðu.

Allir virkjanakostir sem eru í tillögu að þriðja áfanga rammaáætlunar. Grænn: Nýtingarflokkur. Gulur: Biðflokkur. Rauður: Verndarflokkur.
Skjáskot: Alta.is

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, sem kynntur var síðla síð­asta árs, er að finna lof­orð um að lokið verði við þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Því er hins vegar bætt við, í sömu setn­ingu, að kostum í bið­flokki verði fjölg­að. Frek­ari útskýr­ingar hafa stjórn­völd ekki gefið á hvað standi til og spurn­ingum Kjarn­ans til umhverf­is­ráð­herra hefur enn ekki verið svar­að.

En að fjölga kostum í bið­flokki til­lög­unnar getur aðeins þýtt tvennt: Að kostir verði færðir úr annað hvort vernd­ar­flokki eða nýt­ing­ar­flokki í þann flokk. Nema að hvort tveggja sé. Hægt er að hreyfa við flokk­un­inni svo lengi sem Orku­stofnun hafi ekki gefið út virkj­ana­leyfi fyrir kosti í nýt­ing­ar­flokki eða svæði í vernd­ar­flokki hafi verið frið­lýst.

Horft til suðurs af Hörðubreiðarhálsi á Fjallabaksleið nyrðri og yfir svæðið þar sem áformuð veitumannvirki Búlandsvirkjunar yrðu.
Ingibjörg Eiríksdóttir

Áhrifa­svæði hinnar áform­uðu Búlands­virkj­unar í Skaft­ár­tungu, virkjun Skaft­ár, hefur ekki hlotið slíka frið­lýs­ingu. Mjög var deilt um virkj­un­ar­hug­mynd­ina á sínum tíma og fór þar fremst í flokki Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir, bóndi á Ljót­ar­stöðum í Skaft­ár­tungu. Stein­unn Sig­urð­ar­dóttir skrif­aði bar­áttu­sögu henn­ar, Heiða – fjall­dala­bónd­inn, sem kom út árið 2016 og vakti athygli jafnt hér á landi og út fyrir land­stein­ana. Heiða á nú sæti í sveit­ar­stjórn Skaft­ár­hrepps og var á síð­asta kjör­tíma­bili vara­þing­maður Vinstri grænna.

Suð­ur­orka, félag sem var og er í helm­ing­seigu HS Orku, stóð að baki áformunum sem miða að því að reisa 150 MW virkjun á vatna­sviði Skaft­ár. Búlands­virkjun myndi fylgja þrjú lón, tvö minni inn­taks- og setlón og 9,3 fer­metra miðl­un­ar­lón á Þor­valdsaur­um. Mesta hæð á stífl­um, sam­kvæmt fram­lögðum til­lögum á sínum tíma, yrði 68 metr­ar. Mann­virki Búlands­virkj­unar yrði í jaðri mið­há­lend­is­lín­unnar og í nágrenni úti­lífsmið­stöðv­ar­innar Hóla­skjóls.

Frá áhrifasvæði Búlandsvirkjunar.
Ingibjörg Eiríksdóttir

Fyr­ir­tækið keypti fyrir mörgum árum rann­sókn­ar­gögn Lands­virkj­unar á svæð­inu og vatns­rétt­indi af mörgum land­eig­end­um, en alls ekki öll­um, líkt og greint var frá í Morg­un­blað­inu árið 2011. „Sumir land­eig­enda hafa lýst því yfir að þeir muni ekki selja þeim land sitt,“ sagði í grein­inni.

Verk­efn­is­stjórn þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar rök­studdi þá til­lögu sína að Búlands­virkjun í Skaftá færi í vernd­ar­flokk með eft­ir­far­andi hætti:

Vatna­svið Skaftár er með næst­hæsta verð­mæta­mat allra land­svæða sem fjallað var um í fag­hópi 1 í 3. áfanga. Þá fékk virkj­un­ar­kost­ur­inn hæstu áhrifa­ein­kunn allra virkj­un­ar­kosta sem til umfjöll­unar voru, bæði hjá fag­hópi 1 og fag­hópi 2. Í nið­ur­stöðum fag­hóps 1 kemur fram að Búlands­virkjun mundi hafa í för með sér rof á ein­stæðri jarð­fræði­legri heild og spilla ummerkjum Skaft­ár­elda sem eru ein­stæðar minjar á heims­vísu.

Útsýni frá Fjallabaksvegi yfir fyrirhugað lónsstæði. Mynd: Ingibjörg Eiríksdóttir

Ein­stök linda­svæði gætu raskast, fjöl­breytt búsvæði fiska og smá­dýra mundu eyði­leggj­ast og mikil óvissa er um vatns­rennsli á verð­mæt­ustu búsvæð­un­um. Mikið rask yrði á gróðri og jarð­vegi, auk áhrifa á vist­kerfi og jarð­veg vegna foks úr lón­stæði og far­vegi Skaftár frá inn­takslóni að útfalli. Menn­ing­arminjar væru í hættu, þar á meðal Grana­haugur og Tólfa­hringur sem býður upp á mikla mögu­leika í rann­sókn­um. Einnig yrði mikil skerð­ing á sjón­rænu gildi og fjöl­breytni, auk mik­illa áhrifa á fágætar lands­lags­gerð­ir. Í nið­ur­stöðum fag­hóps 2 kemur fram að nei­kvæð áhrif Búlands­virkj­unar yrðu víð­tæk. Mann­virki fyr­ir­hug­aðrar virkj­unar yrðu rétt við hálend­is­mið­stöð­ina Hóla­skjól en þar er gjarnan upp­haf eða endir göngu­leiða um Fjalla­baks­svæð­ið, svo sem norður til Langa­sjáv­ar, til vest­urs í Þórs­mörk, Heklu eða Land­manna­lauga og að ein­hverju leyti á Laka­svæð­ið.

Búlands­virkjun hefur næst­mest nei­kvæð áhrif á ferða­mennsku og úti­vist af þeim virkj­un­ar­kostum sem til umfjöll­unar eru. Einnig mundi virkj­unin hafa mjög mikil nei­kvæð áhrif á beit­ar­hlunn­indi og umtals­verð nei­kvæð áhrif á veiði, einkum vegna óvissu um áhrif á rennsli um lindir til Gren­lækj­ar, Tungu­lækjar og Eld­vatns. Í þeim eru sér­stakir stofnar sjó­birt­ings sem eru með þeim stærstu hér á landi og gefa umtals­verð veiði­hlunn­indi. Áhrif verða einnig vegna minnk­aðs vatns­rennslis til Tungufljóts.

Í umsögn HS Orku um til­lög­una er hún var lögð fram á Alþingi í annað sinn árið 2017, sagði að telja mætti að til­laga verk­efn­is­stjórnar um að setja Búlands­virkjun í vernd­ar­flokk „byggi á hlut­drægum for­send­um“ fag­hópa. „Bú­lands­virkjun var flokkuð í bið­flokk í ramma­á­ætlun 2 og marg­vís­leg mál­efna­leg rök leiða til þess að í ramma­á­ætlun 3 eigi virkj­un­ar­kost­ur­inn að vera áfram í bið­flokki.“

Þessi afstaða fyr­ir­tæk­is­ins hefur ekki breyst.

Hin ára­langa töf á afgreiðslu Alþingis á til­lögu að ramma­á­ætlun hefur að mati sumra rýrt trú á þetta stjórn­tæki sem átti að nýta til að ná sam­fé­lags­legri sátt um nýt­ingu og vernd nátt­úru lands­ins. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur kemur fram að lög um vernd­ar-og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un, þ.e. ramma­á­ætl­un, verði end­ur­skoðuð frá grunni „til að tryggja ábyrga og skyn­sam­lega nýt­ingu og vernd orku­kosta á Ísland­i“.

Austurengjahver. Virkjunarkosturinn Austurengjar er í nýtingarflokki tillögu að þriðja áfanga rammaáætlunar.
Ellert Grétarsson

Töfin langa og nú sú stefna rík­is­stjórn­ar­innar að end­ur­skoða lögin frá grunni og fjölga í bið­flokki hefur opnað á marg­vís­legar vanga­veltur um hvaða virkj­ana­kostir í til­lög­unni sem nú verður lögð fram í fjórða sinn af jafn­mörgum ráð­herrum, gætu í með­förum þings­ins færst á milli flokka. Verk­efn­is­stjórnin lagði árið 2016 til átta nýja kosti í nýt­ing­ar­flokk og hreyfði ekki við þeim tíu sem þegar höfðu farið í þann flokk í 2. áfanga. Sam­tals eru því átján kostir í orku­nýt­ing­ar­flokki til­lög­unn­ar, sam­tals 1.421 MW að afli.

Í vernd­ar­flokk bætt­ust við fjögur land­svæði og ekki voru lagðar til breyt­ingar á flokkun sextán kosta sem settir voru í þann flokk í 2. áfanga. Bið­flokk­ur­inn til­lög­unnar telur svo 38 virkj­un­ar­kosti.

Stríðs­yf­ir­lýs­ing

Stjórn Land­verndar segir að um „stríðs­yf­ir­lýs­ingu“ sé að ræða ef ganga eigi gegn áliti fag­að­ila um flokkun í til­lög­unni. Sam­tökin segja að almenn sam­staða hafi verið um að ramma­á­ætlun sé for­senda víð­tæk­ari sáttar um nátt­úru­vernd og virkj­an­ir. „Gangi rík­is­stjórnin gegn þess­ari sátt er sú sátta­við­leitni einskis virð­i,“ var­aði Land­vernd við í yfir­lýs­ingu er stjórn­ar­sátt­mál­inn var kynnt­ur.

Sveifluháls á Krýsuvíkursvæðinu á Reykjanesi er eitt þeirra svæða sem HS Orka áformar að virkja í áföngum og er kosturinn í nýtingarflokki samkvæmt 2. áfanga rammaáætlunar.
Ellert Grétarsson

HS Orka segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að allir virkj­ana­kostir fyr­ir­tæk­is­ins sem finna megi í til­lög­unni séu enn á fram­tíð­ar­á­ætl­unum þess. Eng­inn sé því orð­inn úreltur eða ekki fýsi­legur leng­ur.

Verði til­laga að 3. áfanga ramma­á­ætl­unar „rifin upp“ eins og sumir velta nú fyrir sér, er það von HS Orku að jarð­varma­kost­ur­inn Aust­urengjar á Krýsu­vík­ur­svæð­inu hald­ist í nýt­ing­ar­flokki enda séu mikil sam­legð með því verk­efni og Sveiflu­hálsi sem er í næsta nágrenni og var settur í nýt­ing­ar­flokk 2. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. „HS Orka hefði líka viljað sjá Trölla­dyngju í nýt­ing­ar­flokki en ekki bið­flokki, þar sem fyr­ir­tækið hefur þegar borað tvær djúpar rann­sókn­ar­holur og sá fram á borun þriðju hol­unnar áður en verk­efnið var sett í bið­flokk.“

Kjarn­inn mun halda áfram að fjalla um ramma­á­ætlun og þá virkj­ana­kosti sem eru í til­lögu að þriðja áfanga hennar á næst­unni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar